Dagur - 02.06.1989, Side 4

Dagur - 02.06.1989, Side 4
4 - DAGUR - Föstudagur 2. júní 1989 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 900 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 80 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 595 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), BJÖRN JÓHANN BJÓRNSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASI'MI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SIMFAX: 96-27639 Slæmar horfur í atviimumálum Dagur flutti fréttir af því í gær að rúmlega 50 starfsmönnum Kaupfélags Þingeyinga hafi ver- ið sagt upp störfum frá og með fyrsta júní að telja, en uppsagnarfrestur er þrír mánuðir. í blaðinu í dag er greint frá því að öllum starfs- mönnum sútunarverksmiðju Loðskinns h.f. á Sauðárkróki, alls um 50 manns, hafi verið sagt upp frá sama tíma. Til þessara uppsagna er gripið svo svigrúm skapist til að endurskipu- leggja rekstur þessara fyrirtækja og freista þess að ná fram aukinni hagræðingu. Enda þótt ljóst sé að stór hluti þeirra sem sagt var upp, verði endurráðinn, munu örugglega einhverjir missa atvinnuna. Ella væru uppsagnirnar til lítils. Atvinnuástandið á Húsavík og Sauðárkróki mun því að óbreyttu versna enn með haustinu og var þó slæmt fyrir. Sérstaklega hefur atvinnuástand á Húsavík verið afleitt undanfarna mánuði. Þessar uppsagnir eru dæmigerðar fyrir þá gíf- urlegu erfiðleika sem steðja að atvinnurekstri í landinu um þessar mundir. Kaupfélag Þingey- inga, eins og reyndar flest kaupfélög landsins, hefur búið við mikinn taprekstur síðustu tvö árin og nam tap þess í fyrra um 67 milljónum króna. Hjá KÞ var gripið til víðtækra samdráttar- aðgerða s.l. haust og þótt þær hafi skilað sér í bættri afkomu á fyrstu mánuðum þessa árs, er Ijóst að þær duga ekki til að viðunandi afkoma náist á þessu ári. Bókfært fé fyrirtækisins er því sem næst þrotið og lífróður er framundan. Hjá Loðskinni h.f. á Sauðárkróki hafa orðið stórfelld umskipti til hins verra á síðustu tveimur árum. Árið 1987 varð 10 milljóna króna hagnaður af rekstri fyrirtækisins en í fyrra rúmlega 20 millj- óna króna tap. Þetta er sveifla upp á rúmar 30 milljónir króna á milli ára. Slíkt á fyrirtæki af þessari stærðargráðu erfitt með að bera án rót- tækra aðgerða. Þessi tvö fyrirtæki eiga það sameiginlegt að þau standa ekki undir þeim vaxtakjörum sem í boði eru á lánamarkaðinum. Reyndar er leitun að atvinnurekstri sem rís undir þeim himinháa fjármagnskostnaði sem fyrirtækjum er gert að greiða. Svo lengi sem hann helst óbreyttur má búast við að enn syrti í álinn hjá flestum undir- stöðufyrirtækjum þessa lands. Það er ekki enda- laust hægt að hagræða í rekstrinum og að því kemur fyrr en seinna að erfiðleikarnir verða óyfir- stíganlegir. Þá blasir við rekstrarstöðvun og síð- an gjaldþrot. Þegar um stór fyrirtæki á tiltölulega fámennum stöðum er að ræða, er atvinnuöryggi heilla byggðarlaga í hættu. Því skyldu menn gefa gaum áður en í algert óefni er komið. BB. Haukur Ágústsson: Meiming „landsbyggðar“ Það finnst fljótt á byggðarbrag, hvort menningarlegir þættir fá að njóta sín. Þar sem þeir gera það, verður mannlíf fjörlegra og rík- ara. Þar er eitthvað að gerast, sem gefur frítímum íbúanna gildi, víkkar sjóndeildarhring þeirra og umræðusvið. Menningar- og listastarf er hvati frjórrar hugsunar. Samstarf að skapandi verkefnum getur orðið kveikja nýrra hugmynda ekki síður hvað snertir atvinnu og afkomu en á öðrum sviðum. Þetta leiðir til fjölbreyttari tæki- færa, meiri árvekni, aukinnar ánægju íbúanna og nieiri byggð- arfestu. Andstæðan, deyfðin í menn- ingar- og listalífi, birtist í óþoli og leiða. Mannleg saniskipti verða tómleg og hverfast mest urn brauðstritið og vinnustaðina. Andinn þarf sitt, en fær það ekki heima fyrir, svo að fullnægju þarfa hans verður að leita út fyrir byggðina. Afleiðingin er los og minni byggðafesta, örara útstreymi fólks og almennl fábreyttara mannlíf. Yægi menningarstarfs Það er hafið yfir allan vafa, að menningarlegir þættir, listir og félagslíf, eru hverju samfélagi nauðsyn. Þá þarf að efla með öll- um tiltækum ráðum í dreifbýli landsins eða á hinni svokölluðu „landsbyggð“. Þetta verður sífellt mikilvægara með vaxandi framboði fjölmiðlunar innan- lands og ekki síður frá útlöndum með tilkomu fjölþjóðlegrar og í raun iðnvæddrar gervihnattafjöl- miðlunar. Áhrif þessara þátta á sjálfstætt menningarstarf fámennra byggð- arlaga geta verið geigvænleg verði ekki á móti unnið. Við merkjum þetta þegar í umhverfi okkar á ýmsa lund. Því er nauð- syn að snúast til varnar og safna kröftum saman til átaka í menn- ingar-, lista- og félagsmálum „landsbyggðarinnar“. Sú viðamikla dreifing afþrey- ingarefnis, sem flæðir yfir landið frá höfuðborgarsvæðinu, og sú mynd, sem upp er dregin nánast einhliða af blómlegu menningar- og listalífi þar, elur af sér ástæðu- lausa og oft ómeðvitaða minni- máttarkennd í hugum „lands- byggðarfólks". Gegn henni verð- ur að vinna og efla með íbúum utan Reykjavíkursvæðisins reisn og vitund um gildi þess framlags, sem þeir leggja - og geta í enn ríkara mæli lagt - til þjóðar- menningarinnar. Þetta framlag er ómissandi fyrir íslenska menn- ingu, íslenskt sjálfstæði og íslenskar byggðir. Starf á heimavelli Menningarsamtök Norðlendinga (MENOR) voru stofnuð árið 1982 að forgöngu Fjórðungssam- bands Norðlendinga. Markmið- ið, sem samtökunum var sett, er að efla norðlenska menningu og listir. Samtökin hafa þegar unnið mikið starf, þó að það hafi ekki ætíð farið hátt. Enn er mikið verk óunnið og væntanlega lýkur því seint eða aldrei. Ætíð verður ástæða til þess að hvetja til sjálf- stæðrar norðlenskrar menningar- starfsemi og leitast við að greiða götu hennar. Það er á brattan að sækja jafnt heima fyrir sem utan fjórðungs- ins. Víða er við mikið skilnings- leysi að etja. En þetta er málefni, sem þolir enga bið. Það krefst úrlausnar og kemur öllum við, sem á „landsbyggðinni" búa. Ekki er ætíð þörf mikilla fjár- muna, heldur miklu fremur starfsvilja, hugsjónar og jákvæðs viðhorfs almennings og ekki síst ráðamanna. Innan raða MENOR eiga allir þeir heima, sem vilja efla menn- ingu og listir á Norðurlandi og um leið á „landsbyggðinni“ allri. Þetta á jafnt við um þá, sem leggja hönd á plóginn í starfi, sem hina, sem vilja styðja að framgangi þessara nauðsynlegu samfélagsþátta með öðrum hætti. Menningarsamtök þurfa að vera fjölmenn og sterk. Þannig verða þau best í stakk búin til átaka á því mikilvæga sviði, sem þeim er ætlað að starfa á. Helstu verkefni MENOR Föst atriði eru aðallega tvö: Útgáfa fréttabréfs, og hinir árlegu aðalfundir með listsýning- um, samkomu og ráðstefnu. Fréttabréf MENOR kemur út mánaðarlega yfir vetrarmánuð- ina. Það flytur fréttir, upplýsing- ar og frásagnir af öllu því, sem til næst um menningar- og listalíf í Norðlendingafjórðungi. Það er hvati til starfa, tengill og sam- skiptamiðill og að auki heimild um liðna menningar- og listaat- burði. Aðalfundardagar MENOR hafa gjarnaíi verið eins konar listahá- tíðir. Hinir næstu verða 10. og 11. júní nk. á Hvammstanga. Haldnar verð.a sýningar, efnt til kvöldvöku og haldin ráðstefna um menningarmál. Það mun enn auka á hátíðina að þessu sinni, að Leikfélagasamband Norðurlands (LSN) mun halda aðalfund sinn sömu daga og líka á Hvamms- tanga. Önnur verkefni MENOR verða sífellt viðameiri. Þar er mest um að ræða fyrirgreiðslu af ýmsu tagi, en ýmislegt fleira hefur komið til kasta MENOR. Margt er líka, sem því miður hefur ekki verið aðstaða til að sinna, þó að vilji væri til þess. Framtíð menningarsamtaka Menningarsamtök Norðlendinga eru einu menningarsamtökin á landinu, sem ná yfir heilan fjórðung. Til eru samtök, sem ná yfir minni svæði, svo sem Menn- ingarsamtök Héraðsbúa á Aust- urlandi. Það verður sífellt ljósara af starfi Menningarsamtaka Norð- lendinga hve gagnleg starfsemi þeirra er á Norðurlandi. Þau hafa rutt brautina fyrir önnur samtök svipaðs eðlis. Vonandi verða til menningarsamtök í öðrum fjórð- ungum landsins þegar fram líða stundir. Þegar bryddir á slíku. Sunnlendingar hafa í hyggju að efna til samtaka, sem að ein- hverju leyti hafa Menningarsam- tök Norðlendinga að fyrirmynd. í menningarmálum „lands- byggðarinnar" gildir sem víðar, að „sameinaðir stöndum vér, en sundraðir föllum vér“. Menning „landsbyggðarinnar“ þarfnast samhentra átaka til þess að hún verði sú brjóstvörn og það ankeri íslenskrar menningar, sem þjóð- in þarfnast á fjölmiðlaöld. Haukur Ágústsson. (Höfundur er formaður MENOR, Menningar- samtaka Norðlendinga.) „Því er nauðsyn að snúast til varnar og safna kröftum saman til átaka í menningar-, lista- og félagsmálum „lands- byggðarinnar,“ segir Haukur Ágústsson m.a. í grein sinni.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.