Dagur - 02.06.1989, Blaðsíða 16

Dagur - 02.06.1989, Blaðsíða 16
Akureyri, föstudagur 2. júní 1989 Haldið veisluna eða fundinn í elsta húsi bæjarins Afmælisveislu ★ Giftingarveislu ★ ★ Erfidrykkju ★ Kaffisamsæti ★ Fundi og hvers konar móttökur. Allar nánari upplýsingar gefa Hallgrímur eða Stefán í síma 21818. Skíðastaðir: Betri aíkoma en ætlað var Endanlegar tölur um rekstur skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli liggja ekki fyrir en Ivar Sig- mundsson, forstöðumaður Skíðastaða, sagði þó Ijóst að reksturinn hefði ekki komið eins illa út og menn hefðu ótt- Loðskinn á Sauðárkróki: ÖDu starfsfólki sagt upp í gær - flestir verða endurráðnir ÖIIu starfsfólki sútunarverk- smiðju Loðskinns h/f á Sauðár- króki var sagt upp störfuin í gær, 1. júní, alls um 50 manns. Uppsagnarfrestur gildir í 3 mánuði og á þeim tíma ætla forráðamenn verksmiðjunnar að endurskipuleggja rekstur- inn. Að sögn Þorbjörns Árna- sonar, framkvæmdastjóra, verða flestir starfsmenn endur- ráðnir, en búast má við að þeim verði eitthvað fækkað. „Við ætlum okkur að endur- skipuleggja það sem við getum. Við ákváðum að segja öllu starfs- fólki upp, til þess að hafa frjálsar hendur um það sem framundan er. Við höfum ekki ákveðið endanlegar ráðstafanir þegar uppsagnir taka gildi, en verðum búnir að ákveða hvað við þurfum margt starfsfólk til að koma framleiðslunni í gegn. Við ráðum ekki við vaxtakjörin, eins og önn- ur fyrirtæki. Það sem við ráðum við er kannski að auka fram- leiðnina og ntinnka framleiðslu- kostnaðinn, og þ.á.m. er auðvit- að launakostnaður,“ sagði Þor- björn í samtali við Dag. Aðalfundur Loðskinns var haldinn í síðustu viku og þar kom fram að útkoma síðasta árs var slæm. Eftir 10 milljón króna hagnað árið 1987, kom síðasta ár út nteð rúntlega 20 milljón króna tapi. Þessi mikla sveifla stafar m.a. af tregri sölu síðari hluta ársins. Salan byrjaði ekki vel á þessu ári, en að undanförnu hef- ur hún aukist til muna og sagði Þorbjörn að útlit í markaðs- og sölumálum væri bjart framund- -bjb ast á tímabili. „Við fengum feykilega góða aðsókn síðustu helgarnar, mun meiri en við höfðum búist við. Venjulega fjarar þetta hægt og rólega út seinustu helgarnar í apríl en við fengum mjög góða aðsókn þá þannig að dæmið lítur betur út en við bjuggumst við í lok skíðatímabilsins, en hversu mikið betur veit ég ekki ennþá,“ sagði ívar. Framan af vetri háði snjóleysi í Hlíðarfjalli rekstri skíðasvæðis- ins en sem kunnugt er rættist heldur betur úr og nú í byrjun júní er enn töluverður snjór í Fjallinu. Til stóð að stöðva lyftur um mánaðamótin apríl-maí, en ákveðið var að framlengja skíð- atímabilið um nokkra daga, enda veður gott, nægur snjór og enn bærileg aðsókn. SS Hjalteyrin EA-310, hið nýja skip Samherja hf., kom fánum prýtt til hafnar á Akureyri í gæri Mynd: KL Húsavík: Verðmætasta afla úr eiimi veiðiferð landað í an - Júlíus Havsteen með 55 tonn af rækju gær Júlíus Havsteen ÞH-1 landaöi í gærmorgun verðmætasta afla sem taliö er að skip hafl landaö í einu í Húsavíkurhöfn. Um var að ræða 55 tonn af frystri rækju, þar af 27 tonn af stórri rækju sem fryst var fyrir Japans- markað. Talið er að tæpar 14 milljónir fáist fyrir aflann og hásetahlutur nemi um 340 þús- undum eftir veiðiferðina. Skip- stjóri á Júlíusi í þessari veiði- ferð var Viðar Sigurðsson. Júlíus hélt til veiða 6. maí á miðin viö Kolbeinsey en lá síðan í landi í tvo daga vegna brælu. Stærstu og bestu rækjuna fékk skipið á Dhornbanka, síðustu fimm dagana sem það var við veiðar, en þurfti að yfirgefa svæðið vegna hafíss. Að sögn Viðars virtist vera næg rækja á þessu svæði en skipin yrðu að bíða eftir að ísinn færi áður en veiðar gætu hafist þar á ný. Stjórn Fiskveiðasjóðs tekur á mánudag afstöðu til H.Ó.-dæmisins: Já eða ýtt út af borðinu? Stjórn Fiskveiðasjóðs kemur saman til fundar næstkomandi mánudag og verður þar vænt- anlega tekin afstaða til þess hvort sjóðurinn taki hlutdeild- arskírteini Hiutafjársjóðs sem greiðslu á skuldum þeirra atvinnufyrirtækja sem sótt hafa um fyrirgreiðslu hjá Hlutafjársjóði og Atvinnu- tryggingasjóði. Þessa fundar er beðið ineð eftirvæntingu enda er fullyrt að afstaða Fiskveiði- sjóðs skeri úr um hvort Hluta- fjársjóður Iifir eða deyr. Hraðfrystihús Ólafsfjarðar hf. er eitt þeirra fyrirtækja sem bíður Iðnaðarráðuneytið: Hefur gefið út reglugerð um skilagjald á öl- og gosdrykki - greiddar verða 5 kr. fyrir hverja umbúðaeiningu Iðnaðarráðuneytið gaf í gær út reglugerð samkvæmt lögum er samþykkt voru á Alþingi þann 16. maí síðastliðinn, um ráð- stafanir gegn umhverfismeng- un af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur. Sam- kvæmt reglugerðinni verður frá og með 1. júní 1989, lagt skilagjald á öl, gosdrykki og aðra slíka drykki í einnota umbúðum úr málmi, gleri, plasti eða sambærilegum efnum. Skilagjaldið er 4 kr. á hverja umbúðaeiningu og myndar stofn til söluskatts hjá söluaðilum og nemur skilagjaldið með sölu- skatti 5. kr. Þegar umbúðum er skilað verður skilagjald og sölu- skattur endurgreiddur og verður þá greitt 5 kr. fyrir hverja umbúðaeiningu. Sérstakt hlutafélag, Endur- vinnslan hf., verður stofnað í næstu viku og mun félagið skipu- leggja söfnunar- og skilakerfi. Gert er ráð fyrir að móttaka skilagjaldsskyldra umbúða geti hafist í lok júlí eða byrjun ágúst. Móttökustaðir og fyrirkomulag söfnunar skilagjaldsskyldra umbúða verður auglýst sérstak- lega síðar. Þetta kemur fram í fréttatil- kynningu frá Iðnaðarráðuneyt- inu. Einnig segir þar, að gert sé ráð fyrir að þessi mál verði komin í eðlilegt horf í lok ársins. -KK eftir stóra dómi Fiskveiðasjóðs. Hlutafjársjóður hefur nú sent Fiskveiðasjóði, Byggðastofnun og Landsbanka plagg þar sem lagt er ákveðið til méð hvaða hætti þessir þrír aðilar standi að skuldbreytingu gagnvart H.Ó. og kaupum á hlutdeildarskírteinum Hlutafjársjóðs. Byggðastofnun hefur þegar samþykkt að fara þessa umbeðnu leið en stóra spurningin er með Fiskveiðasjóð. Viðmælendur Dags fullyrða að neiti Fiskveiðasjóður að fallast á þá leið sem Hlutafjársjóður hefur lagt til muni Landsbankinn og halda að sér höndum. Afstaða nokkurra stjórnar- manna í Fiskveiðasjóði er skýr. Kristján Ragnarsson, fulltrúi LÍÚ, sagði afdráttarlaust á fundi Útvegsmannafélag Norðurlands í vikunni að hann væri andvígur því að Fiskveiðasjóður kaupi hlutdeildarskírteini Hlutafjár- sjóðs. Þá hefur Már Elísson, for- stjóri Fiskveiðasjóðs látið svo um mælt í samtali við Dag að stjórn sjóðsins muni í afgreiðslu allra mála hafa að leiðarljósi að hags- munir Fiskveiðasjóðs verði tryggðir. Afstaða annarra stjórn- armanna sjóðsins hefur ekki komið skýrt fram. óþh Er skipverjarnir tíu á Júlíusi komu í land með þennan ágæta afla urðu þeir að byrja á að umpakka allri Japansrækjunni. Afgreiðsla á réttum utanyfirköss- um fyrir rækjuöskjurnar hafði brugðist hjá Kassagerðinni, þannig að skipverjar urðu að pakka og merkja 27 tonn af rækju upp á nýtt. Þeir voru þó ekki marga klukkutíma að Ijúka þessu verkefni og koma rækjunni í frystigám sem beið á bryggj- unni, enda Vanir að þurfa að taka til hendinni í veiðiferðum þó hvíldartíminn sé ekki alltaf langur. IM Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar: Ferðamála- Mtrúihóf störf í gær - námstefna um ferðamál 9. júní nk. Þorleifur Þór Jónsson, fyrrver- andi starfsmaður Atvinnumála- nefndar Akureyrarbæjar, hóf í gær störf sem ferðamálafulltrúi Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar. I framhaldi af ráðningu sér- staks ferðamálafulltrúa mun félagið gera átak í að afla upp- lýsinga um Eyjafjörð og kynna hann sem ferðamannasvæði. Eitt fyrsta skref Iðnþróunar- félagsins á sviði ferðamála er námstefna um þessa atvinnugrein á Hótel KEA föstudaginn 9. júní. Þar verður kynnt áform Iðnþróunarélagsins á sviði ferða- mála og fyrirlesarar munu ræða almennt um stöðu ferðaþjónust- unnar í dag og líta til framtíðar. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.