Dagur - 02.06.1989, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Föstudagur 2. jún( 1989.
myndasögur dags 1
ÁRLAND
. og ... sko ... Gili-
trutt!.. .Við borðum Gili-
trutt í kvöldmat!
... mmm .
Daddi?!
Ha!... við borðum
hana í hádeginui!
'sNicm'
K
--M ÍS. U
ANDRÉS ÖND
HERSIR
BJARGVÆTTIRNIR
Ettir að hafa hrakiö árásarmennma á flótta
ákveða Bjargvættirnir og menn Wilsons að
notfæra sér veðrabreytingarnar Hvg^ me^
Halttima siðar
Strong og mála
liðar hans lata dyrin
ekki af hendi an átaka
fröken Fawcett. Þu
verður að nota skot-
verkið
pao Kemur ekki
til greina herra
Wilson! Þu og
menn þinir eigið
aðeins að nota
# Hannvarekki
slasaður...
Vel þekktur maður á Akur-
eyri, a.m.k. meðal eldri
borgara bæjarins, var
þekktur fyrir að reka upp
stórkostlegar hláturrokur af
minnsta tilefni. Eitt sinn var
hann staddur í Slippstöð-
inni á Akureyri, því vörubíli
sem hann átti var að flytja
járn fyrir einhverja aðila.
Járnabúnt voru hífð á bílinn
með krana en skyndilega
heyrðist hár hvellur og bíll-
inn súnkaði niður öðrum
megin. Söguhetja okkar
skreið þá þegar i stað undir
bílinn og kannaði skemmd-
irnar. Eftir skamma stund
heyrðust ógurleg óhljóð
undan bílnum. Viðstaddir
menn urðu felmtri slegnír
og drógu söguhetjuna á
svipstundu undan bílnum,
því þeir héldu að maðurinn
væri stórslasaður, en hann
var þá í einu hláturskastinu.
# Tíkinvaruppi
um allt...
Maður nokkur átti tík sem
hann hélt mikið upp á. Einu
sinni sem oftar var tíkin
lóða en það líkaði eigandan-
um illa. Hann brá á það ráð
að láta smávegis rakspíra á
trýnið á tíkinni svo hún
finndi síður hundalykt.
Þetta fór þó öðru vísi en ætl-
að var því hálfgert æði greip
dýrið. „Tíkin var bókstaf-
lega uppi um allt,“ sagði
söguhetjan steinhissa þeg-
ar þetta barst i tal síðar.
# Tíu stiga hiti
Eftírfarandi saga barst frá
Siglufirði: Maður nokkur að
nafni Hörður var lengi á
ákveðnum togara. Sú venja
komst smám saman á að
nefna hann gælunafninu
Höddi, og varð þetta að
hefð. Árin liðu en nýir menn
bættust smám saman í
áhöfnina. Einn hásetinn
heyrði fremur illa og mis-
mælti sig oft, meðal annars
á nafninu Höddi, og sagði
hann alltaf Hiddi þegar hann
ávarpaði viðkomandi mann.
Þetta síðastnefnda nafn lík-
aðl eigandanum betur held-
ur en Höddi og var það not-
að upp frá því. Þá réði
erlendur maður sig á skipið
en hann skildi íslensku ekki
mjög vel. Sá útlendi var eitt
sinn spurður að þvi hvernig
honum finndist Hiddi.
„Hiddi?“ sagði hann, „það
er tiu stiga hitf, held ég,“
svaraði hann.
dagskrá fjölmiðla
Sjónvarpið
Föstudagur 2. júní
17.50 Gosi (23).
18.15 Litli sægarpurinn.
(Jack Holbom.)
Þriðji þáttur.
18.45 Táknmálsfréttir.
18.50 Austurbæingar.
19.20 Benny Hiil.
19.50 Tommi og Jenni.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Málið og meðferð þess.
Mál og samfélag.
20.45 Fiðringur.
Unga fólkið og umferðin.
21.15 Eltingaleikur.
(Fuzz.)
Bandarísk bíómynd í léttum dúr frá 1972.
Aðalhlutverk: Burt Reynolds, Jack
Weston, Tom Skerritt, Raquel Welch og
Yul Brynner.
Leynilögreglumenn reyna að hafa upp á
hættulegum glæpamanni, en þær aðferðir
sem þeir nota eru ekki allar jafn árangurs-
ríkar.
22.45 Morðið í háskólanum.
(Inspector Morse - The Last Enemy.)
Bresk sakamálamynd frá 1988 með John
Thaw í hlutverki Morse lögregluforingja.
Lík finnst í skurði ekki langt frá Oxford-
háskóla. Morse fær málið til meðferðar og
er skoðun hans sú að morð hafi verið
framið og að morðingjann sé að finna inn-
an veggja háskólans.
00.30 Útvarpsfréttir í dagskrárlok.
Stöð 2
Föstudagur 2. júní
16.45 Santa Barbara.
17.30 Bláa lónið.
(Blue Lagoon.)
Yndislega ljúf ástarsaga tveggja ung-
menna, sem gerist við hinar fögru strend-
ur Kyrrahafsins.
Aðalhlutverk: Brooke Shields og Christ-
opher Atkins.
19.19 19.19.
20.00 Teiknimynd.
20.10 Ljáðu mér eyra ...
20.45 Páfinn á íslandi.
Fjallað um kaþólskuna, vatíkanið og
Jóhannes Pál páfa n.
21.10 Upp á yfirborðið.#
Hugljúf ástarsaga um ungan, atorkusam-
an mann sem er bundinn við hjólastól það
sem hann á eftir ólifað í kjölfar mótor-
hjólaslyss. Honum reynist erfitt að sætta
sig við hlutskipti sitt og lendir í útistöðum
við foreldra sína og unnustu sem og
starfsfólk á sjúkradvalarheimilinu, sem
hann dvelur á. Dag nokkur kemur á heim-
ilið ung leikkona sem bundin er við hjóla-
stól og hyggst aðstoða þjáningarbræður
sína við að horfast í augu við staðreyndir
lífsins. Aðferðir leikkonunnar vekja
áhuga unga mannsins þar til hann upp-
götvar að hún hefur villt á sér heimildir
og sviðsett lítið leikrit.
Aðalhlutverk: Shane Connor, Sue Jones,
Robyn Gibbes og Tibor Gyapjas.
22.30 Bjartasta vonin.
(The New Statesman.)
22.55 Uns dagur rennur á ný.
(The Allnighter.)
Þegar þrjár frískar stúlkur ákveða að
sletta úr klaufunum að lokinni langri og
strangri skólagöngu er ekki að spyrja að
leikslokum. Stúlkurnar hafa fengið til
yfirráða hús við ströndina og hyggjast
eiga eftirminnilegar stundir þar áður en
leiðir skilja.
Aðalhlutverk: Susanna Hoffs, Dedee
Pfeiffer, Joan Cusack, John Terlesky og
James Anthony Shanta.
Ekki við hæfi barna.
00.25 Geymt en ekki gleymt.
(Honorable Thief.)
Mike Parker er hálfgerður utangarðsmað-
ur í New York. Einn daginn hringir gömul
kærasta í hann og hefur áhuga á því að fá
hann til samstarfs við sig. Stúlkan sem er
auðug barónessa með sterk ítök í undir-
heimum getur flutt listaverk til Mið-Aust-
urlanda og vill að Mike steli þeim.
Ekki við hæfi barna.
01.50 Dagskrárlok.
# Táknar frumsýningu á Stöð 2.
Rás 1
Föstudagur 2. júní
6.45 Veðurfregnir • Bæn.
7.00 Fréttir.
7.03 í morgunsárið
Lesið úr forystugreinum dagblaðanna að
loknu fréttayfirliti kl. 8.30.
9.00 Fréttir.
9.03 Litli barnatíminn: „Á Skipalóni" eft-
ir Jón Sveinsson.
9.20 Morgunleikfimi.
9.30 Kviksjá - Shakespeare i London.
10.00 Fréttir • Tilkynningar.
10.10 Veðurfregnir.
10.30 Sveitasæla.
Umsjón: Signý Pálsdóttir.
11.00 Fréttir.
11.03 Samhljómur.
12.00 Fréttayfirlit • Tilkynningar.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Veðurfregnir • Tilkynningar.
13.00 í dagsins önn - Óheilbrigð hús.
13.30 Miðdegissagan: „Vatnsmelónusyk-
ur“ eftir Richard Brandigan.
Andrés Sigurvinsson les (7).
14.00 Fréttir • Tilkynningar.
14.03 Ljúflingslög.
15.00 Fréttir.
15.03 „Vísindin efia aila dáð.“
16.00 Fréttir.
16.03 Dagbókin.
Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Barnaútvarpið.
17.00 Fréttir.
17.03 Tónlist á síðdegi - Rossini,
Tsjækovski og Liszt.
18.00 Fréttir.
18.03 Að utan.
18.10 Á vettvangi.
Tónlist • Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir • Tilkynningar.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Tilkynningar.
19.32 Kviksjá.
20.00 Litli barnatiminn.
20.15 Blásaratónlist.
21.00 Norðlensk vaka.
Umsjón: Haukur Ágústsson. (Frá Akur-
eyri.)
22.00 Fréttir.
22.07 Að utan.
22.15 Veðurfregnir • Orð kvöldsins ■
Dagskrá morgundagins.
22.30 Danslög.
22.55 Svipmynd af biskupshjónum.
Jónas Jónasson ræðir við biskup íslands,
herra Pétur Sigurgeirsson og konu hans,
Sólveigu Ásgeirsdóttur.
24.00 Fréttir.
00.10 Samhljómur.
01.00 Veðurfregnir.
Rás 2
Föstudagur 2. júní
7.03 Morgunútvarpið.
9.03 Morgunsyrpa
Evu Ásrúnar Albertsdóttur.
Rugl dagsins frá Spaugstofu kl. 9.25.
Neytendahorn kl. 10.03. Afmæliskveðjur
kl. 10.30. Sérþarfaþing með Jóhönnu
Harðardóttur kl. 11.03. Gluggað í heims-
blöðin kl. 11.55.
12.00 Fréttayfirlit * Auglýsingar.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Umhverfis landið á áttatíu.
Gestur Einar Jónasson leikur þraut-
reynda gullaldartónlist.
14.05 Milli mála,
Árni Magnússon á útkíkki og leikur nýju
lögin.
16.03 Dagskrá.
Dægurmálaútvarp.
Stefán Jón Hafstein, Guðrún Gunnars-
dóttir og Ævar Kjartansson.
KaffispjaU og innUt upp úr kl. 16.00.
Stórmál dagsins á sjötta tímanum. Þjóð-
arsáUn, þjóðfundur í beinni útsendingu
kl. 18.03.
19.00 Kvöldfróttir.
19.32 Áfram ísland.
Dægurlög með íslenskum flytjendum.
20.30 Kvöldtónar.
22.07 Snúningur.
01.00 Næturútvarp á báðum rásum til
morguns.
Fróttir kl. 7, 7.30, 8, 8.30, 9, 10, 11, 12,
12.20, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 22 og 24.
Næturútvarpið
2.00 Fréttir.
2.05 Rokk og nýbylgja.
3.00 Róbótarokk.
4.00 Fréttir.
4.30 Veðurfregnir.
4.35 Næturnótur.
5.00 Fréttir af veðri og flugsamgöngum.
5.01 Áfram ísland.
6.01 Á frívaktinni.
7.01 Úr gömlum belgjum
Ríkisútvarpið á Akureyri
Föstudagur 2. júní
8.07-8.30 Svæðisútvarp Norðurlands.
18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands.
Bylgjan
Föstudagur 2. júní
07.00 Þorgeir Ástvaldsson og Páll Þor-
steinsson
með morgunþátt fuUan af fróðleik, frétt-
um og ýmsum gagnlegum upplýsingum
fyrir hlustendur, í bland við góða morgun-
tónlist.
10.00 Valdís Gunnarsdóttir.
Valdís er með hlutina á hreinu og leikur
góða blöndu af þægilegri og skemmtilegri
tónlist eins og henni einni er lagið.
14.00 Bjarni Ólafur Guðmundsson.
Óskalögin, kveðjurnar, nýjustu lögin,
gömlu góðu lögin - allt á sínum stað.
Bjarni Ólafur stendur alltaf fyrir sínu.
18.10 Reykjavík síðdegis - Hvað finnst
þér?
Hvað er efst á baugi? Þú getur tekið þátt
í umræðunni og lagt þitt til málanna í
síma 611111. Þáttur sem dregur ekkert
undan og menn koma til dyranna eins og
þeir eru klæddir þá stundina.
Steingrímur Ólafsson stýrir umræðunumT^
Fréttir kl. 8, 10, 12, 14, 16 og 18.
Fréttayfirlit kl. 9, 11, 13, 15 og 17.
19.00 Freymóður T. Sigurðsson.
Meiri tónlist - minna mas.
20.00 Ólafur Már Björnsson.
Kynt undir helgarstemmningunni í viku-
lokin.
22.00 Haraldur Gíslason.
Harðsnúni Halli kann „helgartökin" á
tónlistinni. Óskalög og kveðjur í símum
681900 og 611111.
02.00 Næturdagskrá.
Hljóðbylgjan
Föstudagur 2. júní
17.00-19.00 Fjallað um það sem er að ger-
ast í menningu og listum um helgina á
Akureyri.
Stjómendur em Pálmi Guðmundsson og
Axel Axelsson.
Fréttir kl. 18.00.