Dagur - 02.06.1989, Blaðsíða 6
fCi ' ,S ■ujpebutaö^
6 - DAGUR - Föstudagur 2. júní 1989
Stúdentar brautskráðir frá M.E. árið 1986 skólameistari lengst til vinstri.
Ljósm.: Jón Ingi
Menntaskólinn á Egilsstöðum:
Stúdentar braut-
skráðir 4. júní
Þann 4. júní nk. verður braut-
skráning stúdenta úr Mennta-
skólanum á Egilsstöðum. At-
höfnin hefst kl. 14 í Egilsstaða-
kirkju. Reiknað er með að fjöldi
þeirra verði alls 32, þar af 7, sem
luku námi á haustönn 1988.
Frá því að starf hófst í skólan-
um laugard. 20. maí hefur verið
unnið af kappi. Reglulegar
kennslustundir hafa staðið fram
til kl. 17. Að þeim loknum hafa
tekið við „stoðtímar", þar sem
kennarar hafa verið á vissum tím-
um í tilteknum kennslustofum til
aðstoðar við nemendur til kl. 21
hvern dag. Við þær erfiðu
aðstæður sem blöstu við að loknu
verkfalli hafa komið í Ijós kostir
„stoðkerfisins", sem þróaö hefur
veriö í skólanum allt frá árinu
1983. Kerfi þetta tekur mið af
þörfum nemandans, sem ein-
staklings. Það gefur honum færi á
að koma til þess eða þeirra
kennara í „stoðtíma" sem hann
telur sig þurfa aukna aðstoð frá,
með sín eigin vandamál viðkom-
andi námi sínu. Slíkt leiðir svo til
aukinna tengsla og bættra sam-
skipta kennara og nemenda, sem
vissulega hafði sín áhrif þegar
upp koni sú erfiða staða „að bæta
skaðann eftir föngum“.
Nemendur skiluðu sér mjög
vel til starfa og í sumum áföngum
vantarengan nentanda. Þeirbáru
fram óskir um það að námið yrði
metið og próf felld niður hvar
sem það væri mögulegt. Kennar-
ar komu til móts við kröfur
nemenda þar sem þeir töldu sig
geta og prófum var fækkað
nokkuð. Próftími var ákveðinn
frá 26.5. til 2.6. og um þessa
lausn ríkir samkomulag. Megin-
stefna skólans var að námslyktir
yrðu marktækar og að truflun
nemenda í námi sínu í lágmarki.
Þeim nemendum, sem ekki
geta lokið prófum í vor er gefinn
kostur á því fyrir upphaf haust-
annar ’89. Ákveðið hefur veriö
að bjóða upp á tvenns konar
lausnir:
a) viku kennsla og próf frá 28.8.
til 9.9. eða
b) próf 2.9. til 9.9.
Allir nemendur skólans á sl.
önn, sem ekki brautskrást, fá
gögn hér að lútandi og eiga að
sækja um haustfyrirgreiðslu fyrir
20. júní.
Að gerðum framangreindum
ráðstöfunum er fyrirhugað að
haustönn hefjist 11. sept. og að
henni Ijúki fyrir jól. Með þessu
móti er röskun á starfi haustanm
ar í lágmarki og þeir nemendur,
sem ekki þurfa á haustprófum að
halda fá eina aukaviku til eigin
ráðstöfunar, þar sem haustönn
hefst einni viku síðar en annars
væri.
RKURTÓL
Ahaldaleiga Akurvíkur
Glerárgötu 20 • Sími 22233
Rafmagnshand-
verkfæri:
• Beltaslípivél
• Borhamar
• Borhamar og fleigur
• Borvél
• Handfræsari
• Háþrýstitæki
• Hitablásari (hand)
• Hjólsög
• Hjólsög + borð
• Höggborvél
• Járnaklippur
• Juðari
• Lokkur (Nagari)
• Rafhlöðuvél
• Rafmagnshefill
• Skrúfuvél
• Slípurokkur, lítill
• Slípurokkur, stór
• Stingsög
• Sverðsög
Loftverkfæri:
• Loftheftibyssa, lítil
• Loftheftibyssa, meöalst.
• Loftpressa, 190 Itr.
• Loftpressa, 340 Itr.
• Naglabyssa
• Naglabyssa, gas
Garðáhöld:
• Garðsláttuvél
• Garðsláttuvél, drif
• Greinasög, rafm.
• Greinasög, bensín
• Hekkklippur
• Hjólbörur
• Keðjusög án keðju
• Sláttuorf, bensin
• Sláttuorf, rafm.
• Valtari
Ýmislegt:
• Borðsög
• Borðsög P 700
• Borðsög P 700
m/keflaborði
• Flísaskerar
• Flísaskerar, rafm.
• Framlengingarsnúra
• Gólfslípivél Woodboy
• Hitablásari Master
• Hæðarmælir (kíkir)
• Jarðvegstætari
• Jarðvegsþjappa
• Járnbútsög, m.a.
f/kambstál
• Ljóskastari
• Naglabyssa f/stein
• Rafstöð 1900 w
• Rafstöð 4500 w
• Rafsuðuvél
• Steypuhrærivél
• Úðabrúsi f/mótaolíu
• Vatns- og ryksuga
• Vatnsdæla, bensín
• Vatnsdæla
• Víbrator, minni
• Víbrator, stærri
Kynning í íþróttahöllinni
Laugardag 13.00-18.00- Sunnudag 13.00-17.00
AKURVÍK
ls HF. - CLERÁRCÖTU 20 - AKUREYRI - SlMI 22233
Barnaskóla Sauðárkróks slitið:
Framhaldsskólinn á Húsavík:
Sex nemendur luku
burtfararprófi
- fyrsti stúdentinn útskrifaður
Framhaldsskólanum á Húsavík
vár slitið við hátíðlega athöfn í
Húsavíkurkirkju sl. laugardag.
Sex nemendur luku burtfar-
arprófi frá skólanum; einn af
viðskiptabraut, fjórir af iðn-
braut og einn með stúdents-
próf af hagfræðibraut.
Það var Svava Viggósdóttir
sem varð fyrst til að ljúka
stúdentsprófi frá Framhalds-
skólanum, en aðeins eru tvö ár
frá stofnun hans og hafði hún
stundað nám sitt til stúdents-
prófsins einnig í öðrum skólum
áður. Að öllum líkindum verður
næsta stúdentsútskrift frá skólan-
um ekki fyrr en eftir hálft annað
ár, eða um jólin 1990. í tilefni af
þessum merka áfanga í sögu
skólastarfs á Húsavík voru Svövu
afhentar bókagjafir; Guðmundur
Birkir Þorkelsson, skólameistari
afhenti henni gjöf frá skólanum
og Bjarni Þór Einarsson, bæjar-
stjóri gjöf frá Húsavíkurbæ.
Egill Olgeirsson afhenti
skólanum 80 þúsund krónur að
gjöf frá Kiwanisklúbbnum Skjálf-
anda, til kaupa á ljósabúnaði til
félagsstarfs.
I ræðu skólameistara kom fram
að nemendum skólans hefur
fjölgað um helming frá fyrsta
starfsári og reiknað er með, að
minnsta kosti jafnmikilli fjölgun í
höföum talið nú, og vel á annað
hundrað nenrenda stundi því
framhaldsnám við skólann næsta
vetur. IM
Guðmundur Birkir Þorkelsson skólameistari, ásamt Svövu Viggosdottur
sem varð fyrst til að ljúka stúdentsprófi frá Framhaldsskólanum á Húsavík.
Egill Olgeirsson afhenti skólanum 80.000 kr. að gjöf frá Kiwanisklúbbnum
Skjálfanda, til kaupa á Ijósabúnaði til félagsstarfs. Myndir: HJ
Skólanum færðar margar gjafir
Barnaskóla Sauðárkróks var
slitið í síðustu viku með hefð-
bundnum hætti. í ræðu skóla-
stjóra, Björns Björnssonar,
kom fram að 255 nemendur
voru í skólanum í vetur og 17
kennarar störfuðu við hann.
Engar breytingar verða á
kennaraliðinu fyrir næsta vetur
og er skólinn fullmannaður.
Barnaskólanum barst fjöldi
gjafa á skólaslitunum, þ.á m.
frá Kvenfélagi Sauðárkróks,
Skátafélaginu Eilífsbúum,
Kaupfélagi Skagfirðinga o.fl.
Kvenfélagið gaf skólanum 6
myndvarpatjöld, til nota í stofum
skólans, og það var Steinunn E.
Friðþjófsdóttir sem afhenti gjöf-
ina fyrir hönd félagsins. Skáta-
félagið Eilífsbúar á Sauðárkróki
gaf bækur til skólans og að vanda
gaf Kaupfélag Skagfirðinga verð-
laun til nemenda 1. bekkjar fyrir
framfarir í lestri.
Foreldra- og kennarafélag
skólans gaf bækur og skyggnu-
sýningavél til skólans, en félagið
hefur verið mjög virkt í vetur og
staðið fyrir ýmsum uppákomum
og fjáröflunum. Félagið beitti sér
m.a. fyrir gerð leiktækja á skóla-
lóðinni og annaðist föndurdag
fyrir jólin.
Að vanda gaf skólinn svo verð-
laun til nemenda fyrir góðan
námsárangur. Er Björn hafði slit-
ið skólanum, var ekki þar með
sagt að allt væri búið, því að í
íþróttasal skólans biðu 55 fót-
boltar þess að vera afhentir
nemendum forskóladeildar að
gjöf. Það var knattspyrnudeild
Tindastóls og Verslunin Tinda-
stóll sem gáfu boltana, og er
þetta í annað sinn sem þessir
aðilar eru svo rausnarlegir. Það
þarf vart að nefna tilgang gjafar
sem þessarar, en eitt er víst að
krakkarnir tóku henni afar vel.
-bjb
Glaðir forskólakrakkar í Barnaskóla Sauðárkróks komin með fótbolta í fangið, að loknum skólaslitum. Mynd: -bjb
\