Dagur - 02.06.1989, Blaðsíða 15

Dagur - 02.06.1989, Blaðsíða 15
Föstudagur 2. júní 1989 - DAGUR - 15 í íþrótttr Knattspyrna: „Leikir Akureyrarliða eru alltaf erfiðir“ - segja fyrirliðar Þórs og KA Þór og KA leika í 1. deildinni í knattspyrnu á Þórsvelli á morgun laugardag kl. 14.00. Af því tilefni var rætt við fyrir- liða liðanna tveggja. Erlingur Kristjánsson fyrirliði KA segir að leikurinn við Þór leggist vel í sig. „Okkur hefur gengið vel að undanförnu og það gefur okkur vonir til bjartsýni. Hins vegar eru leikir við Þór allt- af erfiðir þannig að brugðið getur til beggja vona,“ sagði fyrirlið- inn. Erlingur vildi engu spá um úr- slit leiksins. „í gegnum árin í 1. deildinni hafa Þórsarar oftast Nói Björnsson fyrirliði Þórs segir að baráttan verði í fyrirrúmi í leik KA og Þórs. haft yfirhöndina þannig að það er tími til kominn að lagfæra tölurn- ar okkur í vil. En það verður erf- itt því það er alltaf lagt helmingi meira í þessa Akureyrarleiki en aðra 1. deildarleiki. Þá vil ég hvetja KA-menn til að mæta á völlinn á styðja við bakið á okkur,“ sagði Erlingur. KA teflir fram óbreyttu liði frá sigurleiknum gegn íslands- meisturum Fram um síðustu helgi og eru allir heilir. Þórsarar hvergi bangnir Nói Björnsson fyrirliði Þórsíiðs- ins er ekkert svartsýnn þrátt fyrir tapið gegn Fylki um síðustu helgi. „Við höfum oftast haft yfirhöndina í leikjunum við KA í 1. deildinni og við stefnum á að halda því áfrám,“ sagði fyrirlið- inn. Júgóslavinn Tanevski á við ein- hver meiðsli að stríða og ekki er víst að hann verði' með en allir aðrir eru heilir. Nói segir það vont að ekki hafi fengist frestun á þessum leik, en úr því sem komið er sé ekkert hægt annað en að gera það besta úr hlutunum. Hann segir að búast megi við hörkuleik á morg- un þar sem ekkert verði gefið eft- ir og vonar hann því að Þórsarar fjölmenni á völlinn til þess að hvetja sína menn til sigurs. Þessir kappar verða í sviðsljósinu á morgun á Þórsvellinum kl. 14.00. KA-mennirnir Gauti Laxdal og Þorvaldur Örlygsson og Þórsarinn Júlíus Tryggvason. Mynd: TLV íþróttir helgarinnar: Þór og KA á morgun - Bændadagshlaup UMSE á Dalvík á sunnudag Það er heilmikið um að vera á íþróttasviðinu um helgina og þar ber hæst leik Akureyrar- liðanna Þórs og KA í 1. deild- inni í knattspymu á Þórsvell- inum á laugardag kl. 14.00. Handknattleikur: Jón í landslíðið - sem leikur gegn Dönum á Grænlandi Islenska landsliðið í hand- knattleik sem leika á við Dani á Grænlandi um helgina hefur verið valið. Nokkuð er um nýliða í liðinu og má þar t.d. nefna að Jón Kristjánsson er í hópnum og leikur því lík- legast sinn fyrsta landsleik fyrir íslands hönd í þessari ferð. í íslenska landsliðinu eru fjórir leikmenn sem hafa ekki leikið landsleik áður og það vantar 1X21X21X21X21X21X21X21X21X2 Jdfntefli hjá KEA Magnús Gauti Gautason kaupfélagsstjóri hjá KEA og Jón Stefánsson í bókhaldinu hjá KEA skildu jafnir í getraunaleikn- um um síðustu helgi, báðir með 6 rétta. Þeir spáðu jafnan norðanliðum sigri og höfðu ekki erindi sem erfiði í öllum tilfell- um. Þátttaka í sumargetraununum hefur ekki veriö neitt sérstök og var ekki greitt nema 35 þúsund fyrir 12 rétta á laugardaginn. Ástæðan er sjálfsagt sú að ekki er hægt að treysta á sama lok- unartíma vegna mismunandi leiktfma og er það mjög óþægilegt fyrir tippara. Nú er seðillinn blandaður, hluti íslenskir leikir og svo leikir í V.-Þýskalandi og nú er að sjá hvernig KEA-snillingunum gengur með þennan seðil. Vert er að benda á að Magnús Gauti setur heimasigur á alla leikina! Magnús Gauti Akranes-Víkingur FH-Valur Fram-Keflavík Selfoss-ÍBV Völsungur-Stjarnan Tindastóll-Einherji ÍR-Breiðablik Leiftur-Víðir W.Bremen-Frankfurt B.Leverkusen-Stuttgart Bayern M.-Uerdingen HSV.-Kaiserslautern Jón Akranes-Víkingur 1 FH-Valur x Fram-Keflavík 1 Selfoss-(BV 2 Völsungur-Stjarnan 1 Tindastóll-Einherji 1 ÍR-Breiðablik 2 Leiftur-Víðir 1 W.Bremen-Frankfurt 1 B.Leverkusen-Stuttgart 2 Bayern M.-Uerdingen 1 HSV.-Kaiserslautern x 1X21X21X21X21X2 1X21X21X21X2 nokkra máttarstólpa í hópinn. Greinilegt er að Bodan landsliðs- þjálfari er að þreifa sig áfram með hópinn í sambandi við HM- keppnina í Tékkóslóvakíu á næsta ári. En lítum á hópinn sem flaug til Grænlands í gær en hann dvelur þar til 6. júní: Landsleikir Guðmundur Hrafnkelsson UBK 79 Hrafn Margeirsson Víkingi 20 Páll Guðnason Val 0 Gunnar Beinteinsson FH 3 Konráð Olavson KR 5 Valdimar Grímsson Val 69 Birgir Sigurðsson Fram 26 Geir Sveinsson Val 165 Skúli Gunnsteinsson Stjörn. 0 Héðinn Gilsson FH 43 Júlíus Jónasson Val 126 Óskar Ármannsson FH 7 Jón Kristjánsson Val 0 Júlíus Gunnarsson Fram 0 Einnig er leikið í neðri deild- um. Bændadagshlaup UMSE fer fram á sunnudag á Dalvík og golfmenn hjá GA halda tvö mót um helgina. Þór og KA mætast í 1. deild- inni í knattspyrnu á Þórsvellinum á morgun kl. 14.00. Aðrir leikir í 1. deildinni eru ÍA og Víkingur, FH og Valur, Fram og ÍBK og KR og Fylkir. í 1. deild kvenna leika Þórsstelpurnar við Stjörn- una í Garðabæ á laugardag og ÍA og KA mætast á Akranesi á sunnudag. í 2. deild er leikin heil umferð. Á Sauðárkróki mætast Tindastóll og Einherji og á Húsavík mæta Völsungar Stjörnunni. Báðir leikirnir hefjast kl. 14.00 á laug- ardag. Á Ólafsfirði mæta heima- menn Víðsmönnum kl. 17.00 á laugardag. Einnig leika Breiða- blik og ÍR og Selfoss og ÍBV. í 3. deildinni leika KS og Kormákur á Siglufirði á föstu- dagskvöld kl. 20.00. Á laugardag mætast Huginn og Magni á Seyð- isfirði, Valur og Dalvík á Reyð- arfirði, Austri og Þróttur N. á Eskifirði. Reynir situr yfir. í D-riðli í 4. deildinni leikur TBA við HSÞ-b á KA-vellinum á laugardag kl. 16.00. Aðrir leikir í D-riðli eru Neisti og Æskan, Hvöt og UMSE-b en búið er að fresta leik Eflingar og SM vegna vallarskilyrða. Á vegum Golfklúbbs Akureyr- ar fer fram Olíubikarmót á laug- ardag og á sunnudag fer fram Hljóðbylgjumót. Bæði mótin eru 18 holu mót og er síðara mótið leikið með og án forgjafar. Bændadagshlaup UMSE á Dalvík fer fram á sunnudag, Sjómannadaginn. Það hefst kl. 15.30 og er það öllum opið. Skráning fer fram á staðnum hálftíma áður en hlaupið hefst. Keppt verður í fjórum flokkum karla og kvenna; 10 ára og yngri, 11-12 ára, 13-15 ára og 16 ára og eldri. Mjólkurbikarinn: Leiftur og Völsungur - drógust saman - einnig KS og Tindastóil Siglfirðinga heim. Öll þessi lið gjörþekkja hvort annað og má því búast við hörkuviðureign- um sunnudaginn 11. júní á Sauðárkróki og Siglufirði. Dregið var í gær í 32-liða úrslit- um Mjólkurbikarkeppninnar í knattspyrnu. Völsungar þurfa að sækja Ólafsfirðinga heim enn eitt árið og Tindastóll fær Mj ólkurbikarkeppnin: Stórsigur Tindastóls - á móti Hvöt 7:0 í rokleik Tindastóll vann Hvöí á Blöndu- ósi í 1. umferð Mjólkurbikars- ins næsta auðveldlega, með sjö mörkum gegn engu. Leikurinn fór fram sl. miðvikudagskvöld á Blönduósi og aðstæður til knattspyrnu voru ekki þær bestu sem fyrir finnast, þar sem Kári blés byrlega á leik- menn. Tindastóll gerði út um leikinn á fyrstu 20 mínútum fyrri hálf- leiks, með þremur mörkum og bættu einu við fyrir leikhlé. í síð- ari hálfleik skoraði Tindastóll þrjú mörk með nokkuð jöfnu millibili. Mörk Tindastóls gerðu Eyjólfur Sverrisson 2, Marteinn Guðgeirsson 2 og Guðbrandur Guðbrandsson, Ingvar Magnús- son og Sverrir Sverrisson skor- uðu eitt mark hver. -bjb í næsta drætti fara síðan öll lið- in saman í pott og er ljóst að ein- ungis tvö af norðanliðunum verða þá eftir í baráttunni. Eftir þá umferð er komið að 16 liða úrslitum og þá koma 1. deildar- félögin inn í dæmið En lítum þá á dráttinn: Leiftur-Völsungur Tindastóll-KS Höttur-Leiknir F. Þróttur N./Austri-Huginn Augnablik-Hafnir Reynir S.-Stjarnan Grindavík/Hveragerði-Breiðablik Víðir-ÍK Árvakur/Víkverji-Ármann Selfoss-Víkingur Ó. ÍBV-Stokkseyri Þróttur-Njarðvík

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.