Dagur - 02.06.1989, Blaðsíða 14

Dagur - 02.06.1989, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Föstudagur 2. júní 1989 Jarðartiluti til sölu Til sölu er Vz jörðin Bláhvammur í Reykjahreppi. Jaröarhlutanum fylgja jarðhitaréttindi og laxveiöi- hlunnindi. Nánari upplýsingar á skrifstofunni. Fasteignasala-Sími 26441 Hafnarstræti 108. Sölumaöur: Páll Halldórsson, heimasími: 22697. Lögmaður: Björn Jósef Arnviðarson. ji| Laust embætti er forseti íslands veitir. Sýslumannsembættið í Snæfellsness- og Hnappa- dalssýslu og bæjarfógetaembættið í Ólafsvík er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 18. júní 1989. Embættið veitist frá 1. júlí 1989. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 30. maí 1989. Íil framsóknarmenn llli AKUREYRI I||l Bæjarmálafundur verður mánudaginn 5. júní kl. 20.30 að Hafnarstræti 90. Fé/agar fjölmennið. Stjórnin. Harmoniku- dansleikur verður í Freyvangi, laugardagskvöldið 3. júní og hefst kl. 20.30. Félagar í Félagi harmonikuunnenda við Eyjafjörð leika fyrir dansi. Árroðinn. m Kynning Kynnum í dag föstudag, rafmagnsvörur frá Black & Decker. Sérhæfðir sölumenn verða á staðnum. Handverkfæri: Borvélar-Sagir Stingsagir- Hristarar Slípirokkar-Heflar Vinnuborðog fl. Garðverkfæri: Sláttuvélar Sláttuorf Hekkklippur Greinasagirogfl. 'norðurfell hf. Glerárgötu 32 • Akureyri • Sími 23565 Fædd 9. október 1958 - Dáin 26. maí 1989 Mér leist strax vel á þessa ljós- hærðu, hógværu en jafnframt glaðlegu stúlku sem Baldvin bróðir kynnti fyrir okkur Birnu er hann kom í heimsókn með hana um sumarið 1977. Þótt hún segði ekki margt þessa fyrstu kvöldheimsókn en léti okkur bræðrum eftir rausið þá hreifst ég strax af þeim töfrúm er geisluðu frá henni og hrifu alla er til þekktu. Anægjulegt var að heimsóknir urðu tíðari og tækifæri gáfust að kynnast þá væntanlegri mágkonu minni enn betur sem upplýstu mig um mannkosti þá er hún bjó yfir. Eva Laufey fæddist á Akranesi dóttir hjónanna Halldóru Engil- bertsdóttur og Rögnvaldar Þor- steinssonar. Hún lauk verslunar- prófi frá Verslunarskóla íslands 1977, starfsmaður Landsbanka íslands frá 1977 til 1983, hluta árs 1984 starfaði hún hjá Hugmynd hf., og hjá Skrifstofuvélum hf. frá 1984 til 1987 en þá fluttust þau til Akureyrar aftur eftir að Baldvin hafði lokið prófi í við- skiptafræði. Þann 15. júní 1979 gengu þau í hjónaband í Akraneskirkju og það sama ár fæddist þeim sonur- inn Bjarki Þór og tveimur árum síðar eða 1981 fæddist þeim sonurinn Valdimar. Fyrir rúmum tveimur árum dró ský fyrir sólu þegar gerði vart við sig sjúkdómur sem hún barðist við af einstökum dugnaði og æðruleysi fram á síðustu stundu. Er ég heimsótti hana fyrir skemmstu heim til þeirra í Ásveg 27 og sett- ist hjá henni og sagði frá spaug- sömum uppátækjum og tilsvörum drengjanna brosti hún sama geislandi brosinu og hún brosti fyrsta sinnið er ég sá hana. Nú er hún horfin okkur yfir móðuna miklu langt fyrir aldur fram. Megi Almættið gefa öllum ná- komnum styrk og huggun, þótt svo missirinn sé mikill, er minningin um hetjuna okkar styrkur. Blessuð sé minning Evu Laufeyjar Rögnvaldsdóttur. Hólmgeir Valdemarsson og fjölskylda. Eva Laufey dáin. Það kom að vísu ekki á óvart eftir erfiða og harða baráttu, þótt allir hafi von- ast eftir að kraftaverk gerðisf. Eyja, eins og hún var oftast köll- uð af sínu fólki, var fædd á Akra- nesi 9. október 1958. Hún var elst þriggja barna Halldóru Engilbertsdóttur og Rögnvalds Þorsteinssonar. Bræður hennar eru Hallgrímur og Ómar. Ég vil reyna að lýsa þessari einstöku konu, sem öllum þótti vænt um, hvort sem þeir kynntust henni meira eða minna. Ég kynntist henni svo til um leið og konu minni, en Hugrún var móð- ursystir Eyju. Eyja var skírð í höfuðið á móðurömmu sinni og voru þær nöfnurnar taldar um margt líkar, fólk laðaðist að þeim og þær gáfu svo mikið af sjálfum sér. Amma hennar og nafna lést einnig úr krabbameini aðeins 39 ára gömul. Eyja kom inn á heimili okkar 9 ára og tók hún strax ástfóstri við fjölskyldu okkar. Hún var hjá okkur flest sumur síðan, fyrst hér á heimilinu og síðan þegar hún fór út á vinnumarkaðinn aðeins 15 ára. Hún var hrifin af Akur- eyri, eignaðist hér vini og kunn- ingja, hitti hér mannsefni sitt, Baldvin Valdemarsson og bjó síðan á Akureyri að undan- skildum þeim árum sem maður hennar var við nám í Reykjavík. Þau eignuðust tvo yndisíega og hrausta drengi, Bjarka Þór á 10. ári og Valdemar á 8. ári. Mikill er missir þeirra þriggja að missa yndislega eiginkonu og móður, en ég vona að minningin um hversu dugleg og einstaklega sterk hún var í baráttunni við þennan illvíga sjúkdóm, muni hjálpa þeim og öðrum nákomn- um ættingjum að sigrast á sorg- inni. Ég ætla að veikum mætti að lýsa henni og munu þá minning- arnar frá því hún var hér á heim- ilinu verða sterkastar. Eins og áður segir kom hún hingað á heimilið og varð hún strax eins og ein af fjölskyldunni. Hún náði góðu sambandi við kynslóðirnar þrjár sem hún umgekkst mest, þ.e.a.s. börnin okkar, okkur og foreldra mína. Er mér það sér- staklega minnisstætt hvað hún var einstaklega elskuleg við þau, komin á efri ár, og vil ég hér með þakka það. Strax frá fyrsta degi var eins og þau hefðu alltaf þekkst. Var þessi stórkostlegi eiginleiki hennar mér einna minnisstæðastur, . þ.e.a.s. að .koma eins fram við alla, gefa öll- am eitthvað af sér og gera það svo áreynslulaust að unun var af. Get ég fullyrt að við Hugrún hefðum ekki getað hugsað okkur neinn annan svo ungan, sem við hefðum treyst til að sjá um börn okkar á ungum og viðkvæmum aldri. En þá, fyrir liðlega 21 ári, flaug það aldrei að okkur að hún væri ekki fullfær um þetta. Bæði upplagið og uppeldið á Akranesi hefur skapað þessa einstöku stúlku og hún fengið það besta frá foreldrum sínum og það þekkti konan mín. Við munum öll hér í Espi- lundinum og dóttir okkar, alnafna hennar, sem nú er í Kanada og Eyja hélt undir skírn, minnast þessarar einstöku konu og sakna hennar sárlega. Um leið og við færum fjölskyldunni á Ásveginum, foreldrum, bræðr- um, tengdamóður og afa á Akra- nesi, svo og öðrum ættingjum og vinum, okkar innilegustu samúð- arkveðjur, viljum við vona að okkur takist öllum að tileinka okkur eitthvað af mannkostum Eyju, sem voru svo miklir. Stefán Gunnlaugsson. Kaupfélag Þingeyinga: Fjármagnskostnaður hærrí en launakostnaður - seinagangur stjórnvalda átalinn Á aðalfundi Kaupfélags Þingey- inga, haldinn á Húsavík fimmtu- daginn 4. maí sl., var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða. „í ársreikningi Kaupfélags Þingeyinga fyrir árið 1988 kemur fram að vaxtagjöld, verðbætur og gengismunur eru 165,6 milljónir króna og er nú svo komið að þessi kostnaðarliður er orðinn hærri en launakostnaður félags- ins. Ljóst er að núverandi vaxta- stig, samfara auknum samdrætti, er að sliga grundvallaratvinnu- reksturinn í landinu, sem og ann- an rekstur, ekki síst þann sem snýr að vinnslu landbúnaðar- og sjávarafurða og verslunarrekstri út um hinar dreifðu byggðir landsins. Þessari starfsemi hefur alltaf fylgt birgðahald, með til- heyrandi vaxtabyrði á hverjum tíma og kemur til með að fylgja henni um ókomna framtíð eigi hún að sinna hlutverki sínu. Aðalfundur Kaupfélags Þing- eyinga haldinn á Húsavík fimmtudaginn 4. maí 1989, átelur seinagang stjórnvalda við fram- kvæmd þeirrar yfirlýstu stefnu að lækka fjármagnskostnaðinn í landinu. Einnig minnir fundurinn á þá stefnu og fyrirheit ríkisstjórnar- innar að koma dreifbýlisverslun- inni til aðstoðar, en enn hefur ekkert orðið af efndum þessa fyrirheits. Ef fram heldur sem horfir mun rekstur þeirra fyrirtækja sem slíkan rekstur stunda, sjálfkrafa sigla í strand og lýsir fundurinn ábyrgð á hendur stjórnvöldum ef ekki verður gripið þegar til aðgerða til að ná niður vaxtastig- inu. Þar sem almennar aðgerðir hafa ekki dugað, leggur fundur- inn áherslu á þá skoðun sína að stjórnvöldum beri skylda til að grípa inn í vaxtaákvörðun með beinum aðgerðum." DAGIIR Akureyri S 96-24222 Norðlcnskt dagblað

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.