Dagur - 02.06.1989, Blaðsíða 5

Dagur - 02.06.1989, Blaðsíða 5
Föstudagur 2. júní 1989 - DAGUR - 5 Edda kyiuiir skrifstofiitæki Bókabúðin Edda á Akureyri hefur tekið að sér umboð fyrir sölu á skrifstofutækjum sem Magnús Kjaran hf. í Reykjavík er með á boðstólum og mun Edda annast söluna á Norðurlandi. Af þessu tilefni var efnt til kynningar á Hótel KEA og meðal þeirra tækja sem kynnt voru má nefna Minolta ljósritunarvélar og telefax, Olympia ritvinnsluvélar, EBA pappírstætara, Frama frímerkingarvélar og Copyfax myndvarpa. Sérstaka athygli vakti t.d. Simul-colour tvílita ljósritun, en auk áður- nefndra tækja verða ýmsar aðrar vörur frá Kjaran til sölu í Bókabúðinni Eddu. SS/Mynd: KL Landeigendur takið eftir! Óska eftir 1-3 hektara landi til leigu eða kaups undir sumarbústað ca. 11/2-2 tíma keyrslu frá Akureyri. Ekki væri verra ef landsvæðið lægi að vatni, ekki þó nauð- synlegt. Þeir sem hafa áhuga vinsamlegast hafið samband eftir kl. 9 á kvöldin í síma 96-22855. HRISALUNDUR BREYTTUR VERSLUNARTÍMI Frá 1. juní verður opið í KEA Hrísalundi: Mánudaga, Þriöj udaga og Miðvikudaga kl. 09-18 Fimmtudaga og Föstudaga kl. 09-19 Laugardaga kl. 09-14 Skemmtilegir tónleikar Karlakórsins Geysis Karlakórinn Geysir hélt vortón- leika föstudaginn 26. maí sl. í íþróttaskemmunni á Akureyri. Söngstjóri kórsins er Michael Jón Clarke og hefur hann stjórnað kórnum sl. tvö ár og raunar líka áður. Michael Jón Clarke stundaði nám í söng og fiðluleik bæði í London og Bandaríkjunum og hefur komið víða fram sem ein- söngvari og getið sér hið besta orð. Það er því mikils virði fyrir Karlakórinn Geysi að hafa slíkan söngstjóra, mann sem getur leið- beint við raddbeitingu og beinlín- is kennt söng, auk venjulegrar stjórnunar. Undirleikari kórsins er Guðrún Kristinsdóttir, sem lengi hefur verið í allra fremstu röð á því sviði og þarf ekki að hafa um það fleiri orð, svo þekkt sem Guðrún er fyrir sinn frábæra píónóleik. Það má því teljast sérstakt lán fyrir kórinn að mega njóta hæfiléika Guðrúnar, bæði á æfingum og tónleikum sínum. Söngmenn kórsins eru 34 sem þarna komu fram. Einsöngvarar voru: Michael Jón Clarke og Örn Birgisson. Áheyrendur mun hafa verið á fjórða hundrað. Söngurinn hófst með ísland farsælda frón, og það var þegar auðheyrt á undirtektum að hlust- endum líkaði söngurinn vel. Þá söng kórinn Siglingavísur eftir Jón Leifs og Sé ég eftir sauðun- um, íslenska þjóðlagið sem Emil Thoroddsen útsetti svo skemmti- lega. Bæði þessi lög voru vel flutt og gott samræmi milli radda. Næst var: Út ert þú við eyjar blár, íslenskt þjóðlag sem Páll ísólfsson raddsetti. Einsöngvari í laginu var Örn Birgisson, og hann hreif hlustendur með sinni björtu og hljómfögru tenórrödd. Hann var klappaður upp og söng lagið aftur við mikla hrifningu áheyrenda. Kirkjuhvoll Bjarna Porsteinssonar hefði mátt takast betur. Þá söng kórinn Fyrstu vor- dægur eftir Árna Thorsteinsson og má segja að það ætti vel við miðað við tíðarfarið. Þessu næst söng kórinn: Sumar er í sveitum eftir Jóhann Ó. Haraldsson, Sefur sól hjá ægi eft- ir Sigfús Einarsson og Suður- nesjamenn eftir Sigvalda Kalda- lóns sem var síðasta lagið fyrir hlé. Af þessum 9 íslensku lögum, fundust mér - auk einsöngslags- ins - best sungin: Sumar er í sveitum, Sefur sól hjá ægi og Suðurnesjamenn, sem var sér- staklega vel flutt, enda fagnað mjög og klappað upp, þó söng- stjórinn sinnti því ekki fyrir hlé. Eftir hléið hljómuðu um salinn þrjú lög eftir Edvard Gríeg, fyrst var Norröna folket, þar sem Örn Birgisson söng sóló, sem hann skilaði með miklum ágætum og glæsibrag, enda var auðheyrt á hlustendum að þeir hrifust af hans fögru rödd og flutningi ekki síður en af fyrri sóló hans. Kór- inn átti þarna líka góðan hlut að, með mjúkum röddum á bak við einsöngvarann. Næst var Konge- kvadet og síðan Landkjending. í báðum þessum lögum söng söngstjórinn sólóna og skilaði þeim báðum með miklum sóma, einkum fannst mér sóló hans í Landkjending vera mjög vel sungin. Michael Jón Clarke hefur háa og þróttmikla barintónrödd, sem hann beitir af mikilli nákvæmni, enda hreif hann hlust- endur og þá einkum í síðara lag- inu. Þessu næst söng kórinn; Pví er hljóðnuð, eftir J. Síbelíus. Það tókst varla nógu vel. Lagið var viðkvæmt og nokkuð vant með farið. Söngstjórinn lét syngja það aftur og þá tókst kórnum að skila því vel til hiustenda. Næst síðast á söngskránni var svo: í loved a lass enskt lag eftir John Clements. Það var vel sung- ið og gott á að hlýða. Síðasta lag- ið var svo Hava Nageela, ísraelskt þjóðlag, sungið á hebresku. Um hebreskuna get ég ekki dæmt, en lagið er skemmtilegt og var vel sungið. Þar með var söngskráin tæmd. Kórinn var klappaður upp, og lét söngstjórinn þá syngja Suðurnesjamenn eftir Sig- valda Kaldalóns og . vakti það hrifningu eins og þegar það var sungið fyrir hlé. Aftur var klapp- að og beðið um meira og þá var Hava Nageela sungið aftur við mikla ánægju hlustenda. Enn var kórinn klappaður upp, og þá söng kórinn þýska þjóðlagið: Þú komst í hlaðið, gamlan og skemmtilegan kunningja sem flestir kunna og virtist falla hlust- endum vel. Þetta var síðasta lag- ið sem kórinn söng að þessu sinni. Söngstjórinn nær mjög góðum og samræmdum hljómum úr sínu þrjátíu og fjögurra radda hljóð- færi, og undirleikarinn á líka mjög góðan hlut í flutningi þess- ara tónleika. Ég tel að þetta hafi verið bestu tónleikar sem kórinn hefur haldið í allmörg ár. Ég þakka Karlakórnum Geysi fyrir góðan söng og óska honumn alls hins besta á komandi tímum. Árni J. Haraldsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.