Dagur - 02.06.1989, Blaðsíða 13

Dagur - 02.06.1989, Blaðsíða 13
Föstudagur 2. júní 1989 - DAGUR - 13 Blindrafélagíð „Á þessu ári er fimmtugasta starfsár Blindrafélagsins. í tilefni af þessum tímamótum þykir stjórn félagsins rétt að láta vita af því hvað verið er að gera og að hverju er stefnt. Á afmælisdaginn, laugardag- inn 19. ágúst, verður opið hús í Hamrahlíð 17 og almenningi á þann hátt gefinn kostur á að kynnast allri þeirri starfsemi sem fram fer í húsi Blindrafélagsins. Einnig verða hátíðahöld í garðin- um og veisla um kvöldið. Þá hefur verið gefinn út upp- lýsingabæklingur um alla þá starfsemi sem fer fram í húsinu að Hamrahlíð 17. Útgáfa þessa upplýsingabæklings hefur verið unnin í samstarfi við Blindra- bókasafnið og Sjónstöð íslands. í tilefni 50 ára afmælisins hefur félagið látið hanna mjög fallega borðklukku sem hentar jafnt sjáandi og blindum. Klukkuskíf- an er prýdd merki félagsins. Þeir sem vilja styrkja félagið geta afl- að sér slíkrar klukku á skrifstofu félagsins að Hamrahlíð 17. Rétt þykir að geta þess að forseti ís- lands frú Vigdís Finnbogadóttir sýndi blindum þá vinsemd að þiggja til eignar fyrstu klukkuna sem látin var af hendi. Blindrafélagið hefur einnig hannað lyklakippur með merki félagsins. Annars vegar er á þeim áletrun á venjulegu letri og hins vegar á blindraletri. Aðalfjáröflun Blindrafélagsins er happdrætti. Nú er í gangi afmælishappdrætti sem dregið verður í á afmælisdaginn 19. ágúst. Um leið og landsmönnum eru færðar þakkir fyrir góðar undirtektir á liðnum árum væntir Minningarspjöld Styrktarsjóðs Kristnesspítala fást í Bókvali og á skrifstofu Kristnesspítala. Miningarspjöld Minningarsjóðs Kvenfélagsins Hlífar fást í Bókabúð Jónasar, Möppudýrinu Sunnuhlíð, Blómabúðinni Akri og símaafgreið- slu F.S.A. Vinarhöndin styrktarsjóðs Sól- borgar selur minningarspjöld til stuðnings málefnum þroskaheftra. Spjöldin fást í Bókvali, Bókabúð Jónasar og Möppudýrinu Sunnu- hlíð. Akureyrarprestakall. Sjómannadagsmessa verður í kap- ellu Akureyrarkirkju n.k. sunnudag k. 11.00. Gengið er inn að sunnan og austan, gegnt safnaðarheimilisdyrunum. Fulltrúar sjómanna munu að venju aðstoða í messunni. Sálmar: 372-377-182-252-497. B.S. Messað verður að Seli I n.k. sunnu- dag kl. 2 e.h. B.S. Möðruvallaklaustursprestakall. Guðsþjónusta að Möðruvöllum n.k. sunnudag 4. júní kl. 11 árdegis. Sóknarprestur. Glerárkirkja. Sjómannadagurinn. Afhjúpun minnisvarða um drukkn- aða og týnda kl. 10.00. Sjómannamessa kl. 11.00. Sjómenn aðstoða í messunni. Molasopi í kirkjunni fyrir messu. Pálmi Matthíasson. Svalbarðskirkja. Guðsþjónusta n.k. sunnudag kl. 2 e.h. Bolli Gústavsson. félagið þess að tekið verði vel á móti sölufólki í sumar. Loks skal þess getið að Þór- hallur Guttormsson sagnfræðing- ur er að rita sögu blindra og er stefnt að því að hún komi út í haust. Hann hefur viðað að sér Geysiskvartettinn góðkunni hélt söngskemmtun í Akureyrar- kirkju sl. sunnudagskvöld við fögnuð fjölda áheyrenda. Undir- leikari að venju var Jakob Tryggvason. Söngskrá var fjölbreytt, bæði innlend og erlend lög. Af fyrri Minningarkort Líknarsjóðs Arnar- neshrepps fást á eftirtöldum stöð- um: Brynhildur Hermannsdóttir, Hofi, sími 21950. Berta Bruwik, Hjalteyr- arskóla, sími 25095. Jósafína Stefánsdóttir, Grundar- gerði 8a, sími 24963. Minjasafnið á Akureyri, Aðalstræti 58, sími 24162. Frá 1. júni til 15. sept. verður opið frá kl. 13.30-17.00 alla daga. Nonnahús Akureyri, Aðalstræti 54 verður opið í sumar frá 1. júní til 1. sept. frá kl. 14.00-16.30 daglega. Upplýsingar í síma 23555. Zontaklúbbur Akureyrar. Náttúrugripasafnið á Akureyri, Hafnarstræti 81, sími 22983. Opið frá 1. júní kl. 1-4 alla daga nema laugardaga. Hjálpræðisherinn, TOTO’I Hvannavöllum 10. ÁÁ^^ÁFöstudagur 2. júní. Kl. 20.00 æskulýður. Sunnudagur 4. júní. Kl. 19.30 bæn. Kl. 20.00 almenn samkoma. Alli.r eru hjartanlega velkomnir. HVÍTASUmmmn rtuvmsntio Laugardagur 3. júní. Kl. 20.30 safnaðarsamkoma. Sunnudagur 4. júní. Kl. 19.30 bæn og kl. 20.00 almenn samkoma. Ræðumaður Jóhann Pálsson. Fórn tekin til kirkjubyggingarinnar. Allir eru hjartanlega velkomnir. 50 ára miklu efni og er lagt allt kapp á að gera ritið sem vandaðast á all- an hátt. Blindir og sjónskertir á íslandi vænta sér mikils af framtíðinni og óska landsmönnum velfarnaðar á komandi árum.“ hluta söngskrár rná nefna lögin „Ljósbrá" eftir Eirík Bjarnason og „Inn um gluggann“ eftir Sigurð Þórðarson. Bæði voru þau ágætlega flutt og naut tenórinn sín sérstaklega vel, hreinn og tær. Flutningur síðara lagsins jafnað- ist fyllilega á við flutning gamla M.A.-kvartettsins á sama lagi. Einkar þekkilegur var flutningur á gömlu lögunum vinsælu „Vio- letta“ og „Ramona". Á söngskránni voru tvö gam- anlög með gríntextunum „Mat- seðillinn“ og „Flón eru allir“ eftir erlenda lagahöfunda. Flutningur þeirra kætti mjög áheyrendur. j lögum Fosters „Hið unga vor“ og „Við lágan bæ“ nutu þeir félagar sín og mátu áheyrendur þau mjög, enda voru þau bæði endurflutt. Aukalög fluttu þeir félagar og sérstaka athygli vakti flutningur á lagi John’s Lennon „Yesterday“ með íslenskum texta og heiti „Ó, liðna tíð“, í útsetningu Jakobs Tryggvasonar. Allur flutningur kvartettsins var faglegur og vandaður og sýndi og sannaði langa reynslu félaganna. Eg hvet alla unga sem aldna að sleppa ekki tækifæri að heyra kvartettinn, ef færi gefst. Kvartettunnandi. Leiðrétting í Degi á miðvikudag var greint frá úrslitum : firmakeppni hesta- mannafélagsins Léttis á Akur- eyri. Nokkrir aðilar gáfu verð- laun í keppninni en því miður féll nafn eins þeirra, Valdimars Kjartanssonar, niður í greininni. Beðist er velvirðingar á því. Undirskrift féll niður í blaðinu í gær birtist grein sem bar yfirskriftina: „Frábært fram- lag til leiklistarinnar á Norður- landi." Grein þessa reit Haukur Ágústsson, formaður MENOR, Menningarsamtaka Norðlend- inga, en greinin birtist án undir- skriftar í blaðinu. Beðist er vel- virðingar á þessum mistökum. Halldór S. Rafnar, framkvæmdastjóri Blindrafélagsins, afhendir frú Vigdísi Finnbogadóttur, forseta íslands, fyrstu afmælisklukkuna. Geysiskvartettinn: Faglegur og vand- aður flutningur Dalvíkurskóli - sjávarútvegsdeild Skipstjórnar- og fiskvinnslunám Umsóknir um nám á 1. og 2. stig skipstjórnar og 1. og 2. ár í fiskiðn þurfa að berast skólanum fyrir 15. júní. Við skólann er heimavist. Allar upplýsingar gefur skólastjóri eða yfirkennari í síma 96-61380/96-61491 /96-61162. Skólastjóri. *r\ Kappreiðar og gæðingakeppni Funa 1989 verður haldin laugardaginn 10. júní á Melgerðismelum og hefst kl. 10.00. Skráning fer fram hjá Hestasporti, sími 21872. Skráningu verður að vera lokið fyrir kl. 19.00 á fimmtudaginn 8. júní. Keppnisgreinar: A-flokkur gæðinga, B-flokkur gæðinga, 150 m skeið, 250 m stökk og 300 m brokk. Hestamenn! Kappreiðar! Ákveðið hefur verið að halda opnar kappreiðar sunnudaginn 18. júní á Melgerðismelum sam- hliða kynbótasýningu. Keppt verður í 150 og 250 m skeiði, 250 og 300 m stökki og 300 m brokki. Skráning fer fram í Hestasporti, sími 21872 milli kl. 14.00 og 19.00 og stendur til 9. júní. Undirbúningsnefnd. Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar hf. gengst fyrir Námsstefnu um ferðamál á Hótel KEA föstudaginn 9. júní. Dagskrá 10.00. Ferðamál - Vaxtarbroddur framtíðar? Sigurður P. Sigmundsson framkvæmdastjóri Iðnþróunar- félags Eyjafjarðar kynnir nýja áhersluþætti í starfsemi félagsins. 10.30. Umfang og þýðing ferðaþjónustu fyrir Eyja- fjarðarsvæðið. Þorleifur Þór Jónsson viðskiptafræðingur fjallar um helstu ytri þætti ferðaþjónustunnar. 12.00. Léttur hádegisverður í boði Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar hf. 13.00. Ferðamenn. Hvað vilja þeir, hvernig á að ná til þeirra? Bjarni Sigtryggsson markaðsfræðingur. 14.45. Kaffihlé. 15.00. Samstarf aðila í ferðaþjónustu. Reynir Adólfsson ferðamálafulltrúi Vest-Norden nefndar- innar, fjallar um m.a. samstarf [ tengslum við ferðakaup- stefnur. 16.00. Umræður. 16.45. Slit. Námsstefna þessi er opin öllum áhugamönnum um ferðamál. Væntanlegir þátttakendur vinsamlega tilkynnið þátttöku til Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar hf. í síma 26200 í síðasta lagi þann 7. júní. IÐNÞRÓUNARFÉLAG EYJAFJARÐAR HF.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.