Dagur


Dagur - 02.06.1989, Qupperneq 9

Dagur - 02.06.1989, Qupperneq 9
8 - DAGUR - Föstudagur 2. júní 1989 Föstudagur 2. júní 1989 - DAGUR - 9 1 spurning vikunnar h Hvernig leggst sólin í þig? (Spurt í sólskininu á Sauðárkróki) Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson: „Sólin, hún eiginlega leggst á mig, og þá aðallega í brúnum lit. Hún hefur mjög góð áhrif á mig og lyftir sálarástandinu upp. Ég t.d. sem lög miklu frek- ar í sól, það er léttara yfir manni.“ Helgi Ragnarsson: „Hún leggst mjög vel í mig, eftir langan og þungan vetur. Sólin hefur alltaf lífgandi áhrif á mig, maður er meira úti við og notar tímann til þess eins og maður getur." Kristín Helgadóttir: „Mjög vel, mér þykir vænt um sólina. Mér finnst bara allt of Iít- ið af henni hérna. Hún hefur góð áhrif, ég verð bjartsýnni og léttlyndari. Eg reyni að fara út og njóta blíðunnar og líðandi stundar." Alda Valgarðsdóttir: „Hún leggst bara mjög vel í mig. Hún hefur góð áhrif á mig, það er gott að það sé loksins komið almennilegt sólskin, ég var orðin mjög óþolinmóð." Sigrún Benediktsdóttir: „Nokkuð vel, þegar hún loksins kom. Ég hlýt að hressast við að fá hana, ég á það til að fara stundum í sólbað, þannig að hún hefur yfirleitt góð áhrif á mig.“ Ólafs^arðarhöfn: Viðamiklar Hkantilraunir skiluðu góðum Eins og blaðið skýrði frá fyrir skömmu er nýlokið líkanpróf- unum á Ólafsfjarðarhöfn hjá Hafnamálastofnun ríkisins. Þetta líkan er það stærsta sem smíðað hefur verið hér á landi og hefur vinna við það staðið síðustu mánuðina. Heima- mönnum hafa verið kynntar niðurstöður úr þessum prófun- um ásamt með kostnaðaráætl- unum fyrir einstakar tillögur. Þegar líkanið var kynnt for- svarsmönnum bæjarins, skip- stjórum, hafnarvörðum og hafnarnefnd kom fram ánægja með þá niðurstööu sem fengist hefur úr þessum tilraunum en í heild má segja að þessar prófanir leiði í Ijós að hægt er að gera bragarbót á hafnarmál- um Ólafsfirðinga fyrir minni pening en áður var talið. Vandamálahöfn Vandamálin í sambandi við Ólafsfjarðarhöfn eru margvísleg. Höfnin snýr í þrálátustu áttina á Norðurlandi, fjörðurinn er grunnur með sendna strönd fyrir botninum sem vegna mikils ölduálags hegðar sér líkt og suðurströndin með sandrifjum innan brimgarðs. Sé mikið brim flytjast til þúsundir rúmmetra af sandi eftir botninum vestan hafn- arinnar. Mikill sandburður inn í höfnina er enda eitt af þeim vandamálum sem nú er reynt að finna svar við. Á meðfylgjandi myndum af þeim hugmyndum sem Hafnamálastofnun hefur sett fram má sjá að hugmyndin er að draga úr sandflutningum inn í höfnina með sérstökum sand- fangara. í greinargerð um stöðu þessara Tillaga Haina- málastofnunar um endurbætur á Ólafsfjarðarhöfn Frumkostnaðaráætlun sem gerð var í byrjun maí í tengslum við tillögur Hafnamálastofnunar um endurbætur á Olafsfjarðarhöfn. Tölurnar í fremsta dálkinum vísa til tillagnanna sem hér eru einnig birtar. Hafa verður í huga að hér er ekki um nákvæma kostnaðaráætlun að ræða en við samanburð á einstökum tillögum, bæði hvað varðar tæknilegu hliðina og kostnaðarhliðina, kemur í Ijós að munurinn á tillögunum er mikill. TILLAGA II, AUSTURHOFN MEÐ LENGINGU TOGARAKANTS OG ÞVERGARÐI D LENGING TOGARAKANTS. 11 Suðurgarður, grjótgarður lm kr. D1 Suðurgarður, grjótgarður 6 in kr. 12 Fjarlægja gðmlu bryggjuna 5-8 m kr. D2 Fjarlægja gömlu bryggjuna 5-8 m kr. 13 Dýpkun 6 m kr. D3 Dýpkun 6 rn kr. 14 Taka upp gamlan þvergarð 2 m kr. D4 Togarakantur, 70 m 32 m kr. 15 Þverbryggja, 2x80 68 m kr. AIIs 50 m kr. Alls 83 m kr. H ÞVERBRYGGJA T illaga III samtals 83 millj. króna. HI Dýpkun fyrri áfangi H2 Taka upp gamlan þvergarð H3 Þverbryggja, 2x80 m 15 m kr. 2 m kr. 68 m kr. AIIs 85 m kr. Tillaga II, samtals 135 millj. króna. rannsókna á Ólafsfjarðarhöfn, sem gerð var nú í maímánuði segir að Ólafsfjarðarhöfn teljist til erfiðustu hafnarstæða landsins. „Öll straumfræðileg vandamál sem finnast við hafnir eru í miklum mæli fyrir hendi í Ólafsfjarðarhöfn," segir í grein- argerðinni. Mikiö í húfí Hafa verður í huga þegar tillögur Hafnamálastofnunar eru skoðað- ar að ekki er einasta verið að leita svars við miklum sandflutn- ingum inn í höfnina. Ætlunin var einnig að bæta innsiglinguna inn í Vesturhöfnina og kyrrð í Vestur- höfninni, bæta kyrrð í Aust- uhöfninni einkum við loðnukant og að finna lausn á uppbyggingu Austurhafnar þannig að 4 togarar geti legið þar í öllum veðrum. Og mikið er í húfi að búa flota Ólafs- firðinga sem besta höfn því gera má ráð fyrir að verðmæti skipa- stóls Ólafsfirðinga sé á þriðja milljarð króna. Það að allir fjórir togarar Ólafsfirðinga geti legið á sama tíma í höfninni án þess að af þeim þurfi að hafa umtalsverðar áhyggjur yrði stórbylting fyrir heimamenn. Nú þarf að vakta skipin þegar þau liggja við bryggju og ekki er nóg með að sjómennirnir fái lítið frí þegar þeir eru í landi heldur og komast ekki þessir fjórir togarar fyrir í ólafsfjarðarhöfn á sama tíma, eins og nú háttar til. Þetta vanda- mál með legupláss hefur því um áramót verið leyst þannig að Mánabergið liggur inni á Akur- eyri. SAMEIGINLEGAR FRAMKVÆMDIR FYRIR ALLAR TILLÖGUR A GARÐUR í YTRIHÖFN. A1 Grjótgarður A2 Dýpkun A3 Grafa upp norðurenda innsiglingar í Vesturhöfn B SANDFANGARI. B1 Áfangi I, — 3,0 m B2 Áfangi II, — 4,0 m B3 Áfangi III, — 5,0 m C ÝMSAR FRAMKVÆMDIR (VIÐHALDSVERKEFNI). C1 Grjótvörn fremst á Norðurgarði C2 Loðnubryggja endurbyggð, 80 m C3 Op í Vesturhöfn að sunnan, grjót fyrir enda. C4 Fjara í ytri höfn færð utar C5 Grjótvörn á staurakistu, fremst 10 m kr. 2 m kr. 2 m kr. Alls 14 m kr. 7 m kr. 3 m kr. 5 m kr. Alls 15 m kr. 18 m kr. 31 m kr. 2 in kr. 4 m kr. 5 m kr. Alls 60 m kr. TILLAGA III, AUSTURHOFN MEÐ ÞVERGARÐI. I ÞVERBRYGGJA Tillögur Hafnamálastofnunar Sandfangari vestan hafnarinnar er ein af tillögum Hafnamála- stofnunarinnar. Þá er lagt til að grjótgarður Vesturhafnar verði lengdur inn í Austurhöfn til að bæta innsiglinguna inn í Vestur- höfnina. Úr norðurgarði Austur- hafnarinnar gengur nú staura- bryggja til suðurs. Lagt er til að í stað þessarar bryggju verði byggður 80 m langur þvergarður sem hefði þau áhrif að kyrrð við loðnukant yrði meiri. Þetta yrði og til bóta fyrir aðstöðuna við togarabryggjuna, að mati stofn- unarinnar. Þá er talið að grjóti þurfi að bæta á grjótgarð við Norðurgarð. Niðurstöður líkan- tilraunanna sýna og að með leng- ingu togarakants út 80 metrum í 150 metra ásamt dýpkun og 120 m garði sunnan við, verður best arangri að liggja á kantinum miðjum en mesti dráttur verið við nýja kantinn. Það verður verkefni framtíðarinnar að byggja upp togarahöfn í Austurhöfn og að bæta viðlegu í Vesturhöfn, segja starfsmenn Hafnamálastofnunar í skýrslu sinni. Sé litið yfir tillögurnar þykir það sennilegur kostur að byrja á tillögu III en fara síðan í tillögu II. Sandfangari og lenging norðurgarðs Vesturhafnar eru þó verkefni fremst á listanum. Nú er unnið að lokaskýrslu um þessar tilraunir hjá Hafnamálastofnun og einnig vinna heimamenn úr þessum nýju upplýsingum. Þessu næst er að ákveða hver forgangs- röð á að verða á framkvæmdun- um og að síðustu kemur að bar- áttunni sem getur orðið erfið, þ.e. að knýja fram fjárveitingar til að bæta hafnarmannvirkin í Ólafsfirði. JÓH TILLAGA I, AUSTURHOFN MEÐ LENGINGU TOGARAKANTS OG SUÐURGARÐI D LENGING TOGARAKANTS. D1 Suðurgarður, grjótgarður D2 Fjarlægja gömlu bryggjuna D3 Dýpkun D4 Togarakantur, 70 m E ÞVERKANTUR E1 Dýpkun E2 Þverkantur, 60 m F SUÐURGARÐUR F1 Suðurgarður, kantur 100 m G YTRI GARÐUR G1 Ytri garður Alls Alls 6 m kr. 5-8 m kr. 6 m kr. 32 m kr. 50 m kr. 9 m kr. 30 m kr. 39 m kr. 51 m kr. 60 m kr. Tillaga I, samtals 200 milljónir króna. TILLAGA IV, LENGING TOGARAKANTS OG VESTURHÖFN D LENGING TOGARAKANTS D1 Suðurgarður, grjótgarður D2 Fjarlægja gömlu bryggjuna D3 Dýpkun D4 Togarakantur, 70 m 6m'kr. 5-8 m kr. 6 m kr. 32 m kr. Alls 50 m kr. J KANTURINNAN A STAURAKISTU J1 Dýpkun J2 Staurakantur K BÁTAKANTURINNST1VESTURHÖFN K1 Bátakantur L SMÁBÁTAHÖFN L1 Garður L2 Dýpkun Alls Alls 1 m kr. 30 m kr. 31 m kr. 22 m kr. 12 m kr. 3 m kr. 15 m kr. Tillaga IV; samtals 118 millj. króna. Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir aprílmánuð 1989 hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 2. júní. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan reiknast dráttarvextirtil viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. júní. Fjármálaráðuneytið. Laust embætti er forseti íslands veitir. Bæjarfógetaembættið í Ólafsfirði er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 18. júní 1989. Embættið veitist frá 1. júlí 1989. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 30. maí 1989. Sumarhúsa■ sýning laugardag og sunnudag aÖ Mógili, Svalbarösströnd. Bændur komiö og skoöiö nýju feröaþjónustuhúsin. ,TRÉSMIÐJAN A\ MOGILSF.rm SVALBARÐSSTRÖND 601 AKUREYRI Wm S 96-21570 NNR.: 6588-1764 £ ‘iiii [iSJftffiiú **j ®Í | ÍÍÍÍÍÍÍ|uif. ^ níWBÍ HÓTEL KEA Dansleikur Laugardagurinn 3. júní Hljómsveit Ingimars Eydal leikur fyrir dansi Húsið opnað fyrir aðra en matargesti kl. 23.00. Verið velkomin. ★ Viðskiptavinir Súlnabergs athugið! Frá og með 1. júní er opnunartíminn frá kí. 8-22. Borðapantanir í sima 22200

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.