Dagur - 07.06.1989, Page 7

Dagur - 07.06.1989, Page 7
Miðvikudagur 7. júní 1989 - DAGUR - 7 Falleg hellulögn við Akureyrar- kirkju. við íbúðarhús og á fleiri stöðum. Nú er ný framleiðsla að koma á markað frá okkur, við nefnum þetta umferðarstólpa eða polla. Þetta eru sérstakir steinar sem ætlaðir eru til að hefta umferð ökutækja eða beina henni í ákveðna átt o.s.frv." - En jarðvegsvinnan, er hún ekki umtalsverður þáttur í starf- seminni? „Jú, nú er komið vor og jarð- vinnan komin á fulla ferð. Verið er að vinna í nokkrum grunnum á vegum fyrirtækisins, má þar nefna grunna fyrir Harald og Guðlaug, Svein Jónsson o.fl. Nýlokið er jarðvegsskiptum fyrir stúdentagarða sem eru að rísa í Glerárhverfi auk smærri verk- efna sem eru á dagskrá. Jarðvegsvinna hefur verið fast- ur þáttur í starfseminni frá árun- um 1973-4, þ.e. vegagerð, til- boðsverkavinna, grunnvinna og margt fleira á því sviði. Fyrirtæk- ið hefur á að skipa fullkomnum vélakosti í jarðvinnu með nýtískulegum og hraðvirkum tækjum. I þessu sambandi get ég greint frá því að við eigum alls 36 tæki, vinnuvélar, steypubíla, malarflutningabifreiðar, krana, steypudælu o.þ.h.“ Húseininga- og strengjasteypuframleiðsla - Möl og sandur er þekkt fyrir húseiningaframleiðslu sína? „Hjá Strengjasteypunni hf fer fram framleiðsla á hvers kyns steyptum húseiningum, bæði útveggja- og innveggjaeiningum ásamt forspenntum gólf og lofta- plötum. Nýlokið er framleiðslu á tveim- ur einbýlishúsum, annað þeirra er á Árskógssandi en hitt er í Hörgárdal. Þessa dagana er verið að framleiða gólfplötur í fjölbýl- ishús sem Híbýli hf er að reisa við Helgamagrastræti 53 á Akureyri. Einnig er framleiðsla á gólf og veggeiningum komin á fullan skrið í áðurnefnda stúdenta- garða. Unnið verður sex daga vikunnar við þá framleiðslu fram í júlímánuð, vegna mikillar tíma- pressu á því verki. Þess má einnig geta að Möl og sandur og Strengja- steypan buðu í það verk ásamt SS Byggi sem er aðalverktaki verksins." - Hvað er annars helst á döf- inni hjá ykkur? „Við erum að vinna í samvinnu við Iðntæknistofnun að úttekt á rekstri fyrirtækjanna. Um er að ræða stefnumótun fyrir fyrirtæk- in, en það er nauðsynlegt að endurskoða reksturinn sífellt, breytingarnar eru örar. Áf öðrum málum er það að frétta að innan nokkurra ára munum við flytja hörpunarstöð- ina héðan og framleiða efni í fær- anlegum hörpunarstöðvum í námunum sjálfum. Þá verður aðeins steypustöðin hér við Súlu- veg, ásamt Strengjasteypunni og viðhaldsmannvirkjum tækja. Steypustöðin verður öll endur- nýjuð frá grunni, ef efnissílóin eru undanskilin. Það verður að endurnýja þessi mannvirki miðað við kröfur tímans. Við eigum aðra og færanlega steypustöð sem stendur á hinni gömlu lóð Malar og steypustöðvarinnar. Hana munum við flytja og setja við hlið stóru stöðvarinnar til að auka rekstraröryggið meðan á breytingunum stendur, a.m.k.“ EHB á svalimar og í garðinn ÚrvalafgarðáhöMum nestin Til sölu International Cargostar 1950 B vörubifreið árg. ’81, skráð 1983, lítið ekin og í góðu lagi. Til sýnis og upplýsingar veittar hjá Bifreiðadeild KEA, Óseyri 1, sími 21400. Bændur Svarfaðardal og nágrenni Verðum með vélasýningu við Bílaverkstæði Dalvíkur laugardaginn 10. júní frá kl. 10-17. Sýnum meðal annars það nýjasta í rúllutækni og nýja gerð ÁLÖ-ámoksturstækja á dráttarvélar. G/obusf véladeild. Sími: 91-681555. Plöntusala Þú ert á grænni grein meö sumarblóm frá Rein Við höfum mikið úrval af ódýrum sumarblómum. Einnig bjóðum við Dalíur í öll- um mögulegum litum og flestar tegundir víði-plantna í limgerði og skjólbelti. ^Garðyrkjustöðin Rein Öngulsstaðahreppi. Opið aila daga frá kl. 10-22, sími 31327. Um þessar mundir er unnið af fullum krafti við uppsteypu á nýjum stúdenta- görðum við Skarðshlíð. SKAMMTIMABREF -^KAUPÞING NORÐURLANDS HF Ráðhústorg 1 • Akureyri • Sími 96-24700 Gengi Einingabréfa 7. júní 1989. Einingabréf 1 3.894,- Einingabréf 2 ..... 2.165,- Einingabréf 3 2.549,- Lífeyrisbréf 1.958,- Skammtímabréf .. 1,343 Skammtímabréf — skynsamleg fjárfesting. Hagkvæm ávöxtun skammtímafjár ★ 7-9% vextir umfram verðbólgu ★ Alltaf laus og án aukakostnaðar. Skammtímabréfin eru ætluð þeim sem þurfa að nota fé sitt innan skamms tíma en vilja jafnframt ávaxta það á sem hagkvæmastan hátt.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.