Dagur - 17.06.1989, Page 13
-Vf- mösiítfiöusJ -• HUOAQ - Sf'
Laugardagur 17. júní 1989 - DAGUR - 13
Kvikmyndasíðan
Jón Hjaltason
Omar Sharif og heimsfrægðin
Það er víst óhætt að fullyrða að
enginn leikari hefur risið til
heimsfrægðar í jafn tilkomu-
miklu myndatriði og Omar
Sharif. Látum hugann reika. Við
erum stödd í eyðimörk. Út við
sjóndeildarhringinn gerir tíbráin
grín að skilningarfærum okkar.
Eitt augnablik verður blekkingin
að sannleika. Og sannleikurinn
að blekkingu. í fjarska dansar
örlítill dökkur blettur. Er hann
eða er hann ekki? Við vitum það
ekki. En smám saman stækkar
díllinn. Það líða tvær mínútur
eða kannski þrjár þar til rennur
upp fyrir okkur að þetta er mað-
ur á hestbaki. Þetta er Omar
Sharif sem kemur ríðandi á móti
heimsfrægðinni í mynd Davids
Leans um Arabíu-Lawrence árið
1963.
Nú eru liðin 26 ár og 33 myndir
síðan Sharif lék Ali í Arabíu-
Lawrence og þrátt fyrir að hann
sé hinn dæmigerði Arabi í augum
bíófara þá hefur hann aðeins í
einni af þessum 33 kvikmyndum
leikið Araba. Það var í Ashanti
1979. Sú mynd setti Sharif í mjög
óheppilegt ljós hjá Aröbum og
enn þann dag í dag skyldi enginn
færa Ashanti í tal við Araba sem
vill lifa að kemba hærurnar.
Myndin var um lækninn (Michael
Caine) sem verður fyrir því að
konu hans (Beberly Johnson) er
rænt af feitum og ógeðfelldum
arabískum þrælasala (Peter
Ustinov). Kaupandi konunnarer
olíuseikinn Hassan (Omar Sharif).
Sjálfur vill Sharif gera sem
minnst úr þátttöku sinni í þessari
mynd. Hlutverkið var lítið og
hann vantaði peninga. Hvað sem
því líður þá endurspeglast í þess-
um tveimur persónum Sharifs,
Ali í Arabíu-Lawrence og
Hassan í Ashanti, sú breyting
sem orðið hefur á ímynd Araba á
hvíta tjaldinu. Rómantíkin hefur
látið í minni pokann en óþokka-
skapurinn orðið því bersýnilegri.
Sharif býr nú í París og á síð-
ustu árum hefur hann leikið í
fjölda sjónvarpsmynda, þar á
meðal einni sem byggð er á sögu
Nóbelsverðlaunahafans og
Egyptans Naguib Mahfouz. En
það var einmitt í heimalandi
sínu, Egyptalandi, að Sharif sló
fyrst í gegn sem leikari árið 1954
og þá undir upprunalegu nafni
sínu, Michael Shalhoub. Þetta
var í mynd Ieikstjórans Youssefs
Chahine, The Blazing Sun.
Fyrir skemmstu fór blaðamað-
ur bandaríska tímaritsins
Cineaste, Miriam Rosen, á fund
leikarans og átti við hann viðtal.
Við skulum nú forvitnast örlítð
um það sem þeim fór á milli.
Sp.: Á einum stað í ævisögu
þinni veltir þú því fyrir þér hvað
það var sem breytti Michael
Shalhoub í Omar Sharif. Þú segir
að David Lean hafi mótað þig.
Omar Sharif: Þá átti ég við leik
minn. Ég hef haft tvo eða þrjá
stórkostlega kennara um ævina.
Fyrstur var Youssef Chahine en í
upphafi leikferils míns gerði ég
þrjár myndir með honum. Við
hittumst í þann mund þegar ég
ætlaði að fara að mennta mig í
leiklist. Hann kvaðst hafa hlut-
verk handa mér, ég þáði og í þrjá
eða fjóra mánuði kenndi hann
mér leiktækni og síðan hófust
tökur.
Næstu áhrifavaldar á leikferli
minn voru tveir, Peter O’Toole
og David Lean. Við urðum strax
mjög góðir vinir, ég og Peter.
Hann var mjög reyndur leikari og
af honum lærði ég mörg grund-
vallaratriði leiklistarinnar.
Ég held að hann hafi kennt mér
mest allra manna að leika, jafn-
vel meira en David Lean.
Á hinn bóginn kenndi Lean
mér að umgangast upptökuvél-
arnar, að skilja starfsemi þeirra,
að snúa á þær, hvað maður ætti
að gera fyrir framan þær og hvað
að láta ógert og jafnvel hvernig
maður ætti að ganga í viðurvist
þeirra. Ég man að hann sagði eitt
sinn við mig: „Omar, allar frægar
kvikmyndastjörnur eiga sér sér-
stakt göngulag. Þær ganga ekki
eins og annað fólk.“ Hann
kenndi mér að hafa stjórn á taug-
unum í nærtökum, að hreyfa mig
ekki of mikið, og þá aðeins til að
undirstrika eitthvað. Hreyfing á
alltaf að hafa einhvern tilgang,
túlka eitthvað.
Sp.: Áður en þú hittir Chahine
varstu þá að hugsa um frama á
leiksviðinu?
Sharif: Nei. Ég ætlaði að vísu
fyrst í leikhúsið til að læra iðnina
til fullnustu en mig dreymdi alltaf
um frama í bíómyndum. Þegar
ég var krakki var ég vanur að fara
í bíó þrisvar á dag. Fyrsta ástin
mín var hetja á hvíta tjaldinu,
Hedy Lamarr. Fleiri fylgdu í
kjölfarið og héldu fyrir mér vöku
marga nóttina.
Sp.: En fyrsta myndin sem þú
gerðir með Youssef Chahine var
hreint ekki í takt við Hollywood-
framleiðslu þeirra ára. Sagan var
um baráttu bænda við lénsskipu-
lagið. Og á meðan á kvikmynda-
tökum stóð logaði Egypta-
land í ófriði.
Sharif: Þetta var rétt eítir bylt-
inguna en ég var ekki mjög
pólitískur í sálinni. Ég skildi ekki
hvað gekk á í landinu. Leikurinn
var það eina sem ég kærði mig
um. Síðar hafa augu mín opnast
fyrir þessum atburðum.
Sp.: Um þetta leyti tókstu upp
nafnið Omar Sharif. Varð nafna-
breytingin af persónulegum
ástæðum eða varstu eingöngu að
hugsa um frama þinn í heimi
kvikmyndanna?
Sharif: Á þessum tíma fylgdi
lítil alvara nafnabreytingunni.
Alvaran kom ekki fyrr en ég
kvæntist Faten Hamama [egypsk
leikkona] árið 1955. Ég gerðist
þá múslimi og staðfesti nýja nafn-
ið eftir lagabókstafnum. Þá fyrst
varð ég Omar Sharif.
Þegar ég valdi nafnið hafði ég í
huga að finna eitthvað sem Vest-
urlandabúar gætu auðveldlega
borið fram og sem væri auðvelt
að muna. Ég ákvað að setja
saman tvö. Omar varð fljótlega
efst á listanum. Fyrirmyndirnar
voru Omar Khayyam, sem allir
sögufróðir menn þekkja, og
bandaríski hershöfðinginn Omar
Bradley. Síðan varð mér hugsað
til lögreglustjóranna í villta vestr-
inu [sheriffs] og það rann upp fyr-
ir mér að Omar Sharif væri bara
þokkalegasta samsetning.
Sp.: Þú hefðir getað valið þér
vestrænna nafn. Flögraði til
dæmis einhvern tíma að þér að
gerast Michael?
Sharif: Nei. Ég vildi halda
áfram að vera Arabi. Ég hef
aldrei breytt ríkisborgararétti
mínum. Ég er Egypti og sem slík-
ur fer ég í gröfina. Og ég þurfti
heldur ekki að ferðast til Banda-
ríkjanna til að verða frægur. Ég
vissi að ég myndi verða frægur að
að þeir myndu koma og ná í mig.
Og þeir komu, meira að segja
tvisvar.
Fyrra sinnið var 1954.
Colimbia Pictures var þá að gera
mynd upp úr biblíunni, um Jósep
og bræður hans, og heilmikið
kvikmyndatökulið kom til
Egyptalands að filma útiatriðin.
Rita Hayworth átti að fara með
hlutverk Zulaikha og Lee J.
Cobb átti að leika Potiphar. Þeir
höfðu reynt án árangurs að fá
Glenn Ford til að taka að sér
Jósep. Þá fékk einhver þá hug-
mynd að fá mig í prufutöku fyrir
hlutverkið. í Hollywood
samþykktu menn að ráða mig.
Ég var aðeins 22 ára og við blasti
aðalhlutverkið í stórmynd. Og
mótleikarinn var ein stærsta
stjarna Hollywood þessara ára,
sjálf Rita Hayworth. En hún tók
það í sig að fara til Mexíkó og
Columbia hætti við allt saman.
Þetta voru mikil vonbrigði en ég
var engu að síður sannfærður um
að minn tími ætti eftir að koma.
Sp.: Og þegar hann kom var þá
Sam Spiegel með puttana í spil-
inu?
Sharif: Já það er rétt. Sam
Spiegel kom til Kairó og sagði
mér frá litlu hlutverki, enn
óskrifuðu að vísu, en sem gæti
hentað mér. Hann sagði að
David Lean hefði ekki samþykkt
leikarann sem átti að fá það
vegna þess að augnalitur hans var
rangur. Ég lagði því land undir
fót í þeirri trú að um væri að ræða
smátt hlutverk.
í eyðimörkinni hitti ég Lean, fór
í reynslutöku og mánuði síðar
var ég ráðinn. Þeir gerðu við mig
einn af þessum hræðilegu samn-
ingum til sjö ára. Ég hafði enga
lögfræðinga og heldur enga
umboðsmenn - þetta voru
skálkar. Afleiðingin varð sú að í
sjö ár fékk ég borgaða 50.000
dollara fyrir hverja mynd sem ég
gerði, þar á meðal Funny Girl
(1969) en þá var ég orðinn stór
stjarna í kvikmyndaheiminum.
Við þessi orð Sharifs má bæta
að 1966 lék hann Rússann í
Doctor Zhivago. Leikstjóri
hennar var David Lean sem sagði
síðar að hann hefði aldrei grætt
meira á annarri mynd.
Undir lok viðtalsins snýr Sharif
tali sínu að þeirri ímynd sem
kvikmyndirnar í dag draga upp af
Aröbum. Þeir eru tvímælalaust
vondu gæjarnir. En vekur þetta
upp áhyggjur í sál Omars
Sharifs?
„Nei. Ég held að kvikmyndir
séu óskaplega litlir áhrifavaldar.
Þær eru skemmtun. Þú getur
farið til suðurríkja Bandaríkj-
anna og ausið yfir hvíta íbúa þar
bíómyndum segjandi að svartir
séu góðir án þess að það beri
nokkurn árangur. Þeir mundu
aldrei trúa því. Fólk skiptir ekki
um skoðun eftir að hafa séð
kvikmynd. Um sjónvarpið gegnir
hins vegar svolítið öðru máli. Ef
þú heldur linnulaust áfram að
birta sama boðskapinn á skjánum
þá getur varla farið hjá því að
börnin verði fyrir áhrifum. Ef
þau sjá sífellt vonda Araba þá
munu þau vaxa úr grasi haldandi
að Arabar séu í raun hinir verstu
menn. Þessi áhrif er ekki að finna
í bíóinu.“