Dagur - 25.07.1989, Blaðsíða 4

Dagur - 25.07.1989, Blaðsíða 4
3 = ÍÍUÖAQ = $8§í ‘!Ú| •.€§ 4 DAGUR - Þriðjudagur 25. julí 1989 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 900 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 80 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 595 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTÁSTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), BJÖRN JÓHANN BJÓRNSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDI'S FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Akvörðun stjómar Húsnæðisstofnunar Ákvörðun stjórnar Húsnæðisstofnunar um út- hlutun lána til byggingar eða kaupa á félagsleg- um íbúðum á þessu ári hefur vægast sagt mælst misjafnlega fyrir. Af þeim 696 íbúðum sem ráð- gert er að byggja í félagslega íbúðakerfinu, verða þrjár af hverjum fjórum byggðar í Reykja- vík og á Reykjanesi. Þessari ákvörðun hefur ver- ið harðlega mótmælt víða á landsbyggðinni, enda telja landsbyggðarmenn að með þessari ákvörðun sé þeim mismunað og að úthlutunin muni stuðla að enn frekari fólksflótta frá lands- byggðinni á höfuðborgarsvæðið. Stjórn Hús- næðisstofnunar fullyrðir þvert á móti að lands- byggðinni sé ekki mismunað - ef úthlutanir fyrri ára eru teknar með í reikninginn. Að öðru leyti vísar stjórn stofnunarinnar til íbúaspár Byggða- stofnunar, þar sem fram kemur að miðað við óbreytt ástand sé þörfin fyrir nýbyggingar á landinu langmest á suðvesturhorni landsins. Þar þurfi að byggja tæplega sex af hverjum sjö íbúð- um sem byggðar verða hér á landi næstu fimm árin til að mæta þörfinni. Úthlutun Húsnæðis- stofnunar nú sé þannig afleiðing en ekki orsök frekari byggðaröskunar. Stjórn Húsnæðisstofnunar hefur nokkuð til síns máls. Hin umdeilda úthlutun hennar byggir að verulegu leyti á spá Byggðastofnunar um þróun búsetu í landinu á næstu árum. Stjórn Húsnæðisstofnunar telur sig því einungis vera að staðfesta sársaukafullar og óumflýjanlegar staðreyndir varðandi byggð í landinu; þ.e. þær að landsbyggðarfólk sé á hröðum flótta til Reykjavíkur. Til þess að stöðva þann flótta þurfi að taka á þeim þáttum sem valda honum; leita orsaka en ekki afleiðinga. Þetta er rétt að því leyti að vandi landsbyggðarinnar verður ekki leystur með því einu að byggja þar nógu margar félagslegar íbúðir. Á hinn bóginn er ljóst að félagslega íbúðakerfið er kjörið til þess að leysa hluta af þeim byggðavanda sem við er að glíma og stjórnvöld ættu hiklaust að beita þessu stjórntæki þannig. Það er full þörf á að draga úr því misvægi sem lengi hefur ríkt í byggingariðnaðinum milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar, enda er það eitt af yfirlýstum markmiðum þeirr- ar ríkisstjórnar sem nú situr. í stjórnarsáttmál- anum er sagt fullum fetum að auknu fé verði veitt til byggingar félagslegra íbúða úti á landi. Ákvörðun stjórnar Húsnæðisstofnunar gengur því í berhögg við yfirlýst markmið ríkisstjórnar- innar. Sú staðreynd ein og sér ætti að nægja til þess að ríkisstjórnin fari ofan í saumana á út- hlutun Húsnæðisstofnunar. BB. Stefán Valgeirsson: Jafnaðarstefnan í framkvæmd Aðalumræðuefni manna á meðal nú um stundir er hvernig jafnað- arstefnan sé í framkvæmd hjá því fólki sem kennir sig við jafnaðar- stefnuna. Tökum dærni. Húsbréfafrumvarpið Húsnæðisbréfafrumvarpinu var nauðgað í gegnum þingið í vor. Húsnæðisbréfin eiga að bera markaðsvexti eins og þeir verða á hverjum tíma. Sýnt var fram á að slík löggjöf mundi verða til þess að auka fólksflutningana frá landsbyggðinni, því tekjumögu- leikar þar að öllu óbreyttu væru það litlir að engin leið væri að standa undir slíkri vaxtabyrði. I umræðu um þetta mál sagði félagsmálaráðherra að þörf landsbyggðarinnar að þessu leyti yrði að mæta með kaupleigu- íbúðum og vitnaði í því sambandi í málefnasamning ríkisstjórnar- innar, en þar segir um þetta mál eftirfarandi: „Ríkisstjórnin mun láta fara fram endurskoðun á fjármögnun og skipulagi húsnæðislánakerfis- ins og treysta fjárhagsgrundvöll þess. Átak verður gert í upp- byggingu félagslegra íbúða og sérhannaðra íbúða fyrir aldraða. Áhersla verður lögð á íbúðar- byggingar á landsbyggðinni m.a. með kaupleiguíbúðum og bú- seturéttaríbúðum.“ Lánsloforð Húsnæðismálastjórnar Nú hefur Húsnæðismálastjórn úthlutað lánsloforðum úr almenna kaupleigukerfinu fyrir 1989 og 1990. Frá Reykjavík og Reykjanesi sem er eitt atvinnu- svæði komu 140 umsóknir um byggingar á kaupleiguíbúðum. Loforð var gefið fyrir 84 sem er 60% af umsóknunum. Frá lands- byggðinni komu umsóknir um 279 kaupleiguíbúðir, en lánslof- orð gefin út fyrir 60 íbúðum eða 21,5% af umsóknum. Þrátt fyrir þetta allt lýsir félagsmálaráð- herra yfir fullu trausti á Hús- næðismálastjórn og þar með sam- þykkir hún þessi vinnubrögð. Einhvern tíma hefði ráðherrann hótað að segja af sér af minna tilefni. En hvað segja þeir þingmenn nú sem samþykktu húsbréfa- frumvarpið? Ekki trúi ég því, að sumir þeirra a.m.k., taki þessari úthlutun þegjandi, því ef hún stendur óbreytt þá munu fólks- flutningar frá landsbyggðinni aukast til muna frá því sem verið hefur jafnvel þótt fyrir hendi verði næg atvinna þar. Það þýðir lítið að benda á, að ríkisstjórn og þorri þingmanna segist vilja efla landsbyggðina ef vinnubrögð eru þau að stefnt er í gagnstæða átt á flestum sviðum og eignatilflutn- ingurinn heldur áfram í stórum stíl. Byggðastofnun kennt um Húsnæðismálastjórn og fram- kvæmdastjóri hennar reyna að kenna Byggðastofnun um hvern- ig niðurstaða úthlutunarinnar varð. Það þýðir ekki fyrir Hús- næðismálastjórn eða félagsmála- ráðherra að reyna að hafa Byggðastofnun fyrir skálkaskjól í þessu máli. Byggðastofnun var beðin um skýrslu um þróunina í byggðamálum og stöðuna nú. Starfsmaður hennar gerði þessa skýrslu, stjórn Byggðastofnunar hefur ekkert um hana fjallað og ég sé ekki betur en Húsnæðis- málastjórn mistúlki hvað í skýrsl- unni stendur. Það er ekki stór- mannlegt að kenna öðrum um eigin vinnubrögð né heldur að bera fyrir sig að umsóknir af landsbyggðinni hafi skort. Þær tölur tala sínu máli sem að fram- an greinir. Vaxtalækkun Annað dæmi. í stjórnarsáttmálanum segir um vaxtamál: „Nafnvextir á almennum skuldabréfum sem voru 40% í júlí og ágúst verða þannig komn- ir niður í 15% í októbermánuði.“ Og lækkun raunvaxta: „Ríkis- stjórnin mun beita sér fyrir lækk- un meðal raunvaxta á spariskír- 'teinum og öðrum skuldabréfum ríkissjóðs í samningum við inn- lánsstofnanir og lífeyrissjóði. Ríkisstjórnin hefur falið Seðla- bankanum að hlutast til um hlið- stæðar breytingar á öðrum svið- um lánamarkaðarins. Þetta mun koma til framkvæmda á næstu vikum.“ Sem sagt, stefnt var að því að raunvextir yrðu komnir í 6% um síðustu áramót. í dag eru þeir í bönkunum og sparisjóðum aug- lýstir frá Seðlabankanum frá 7% upp í 8,25%, hæstir hjá einka- bönkunum. Til viðbótar þessum vöxtum segir í tilkynningu Seðla- bankans eftirfarandi 11. júlí sl.: „Álag, m.a. vegna vanskila til viðbótar kjörvöxtum er 2,25 til 3% hjá þeim bönkum sem hafa kjörvexti, en hjá öðrum 2%.“ Þegnunum mismunað Ef bankar og sparisjóðir fara nákvæmlega eftir þessum heim- ildum þá sé ég ekki betur en að raunvextir geti farið upp í 9,5% fyrir þá sem eru í greiðsluerfið- leikum og þurfa að skuldbreyta. Fer það þá eftir geðþóttaákvörð- un bankastjóranna á hverjum stað hvernig slík vaxtataka er framkvæmd. Er það samkvæmt jafnaðarstefnunni að mismuna þegnunum á þennan hátt? Erfið- leikar einstaklinga og atvinnufyr- irtækja eru af ýmsum toga, en höfuðástæðan er vaxtaokur, sem hefur sett okkar þjóðlíf í hel- fjötra og hófst með valdatöku ríkisstjórnar Þorsteins Pálssönar. Því má enginn gleyma. Sú ríkis- stjórn reyndist þjóðinni dýr og þó fyrst og fremst landsbyggðinni. 57% betri innkoma ef staðan væri óbreytt Þriðja dæmið. Stjórnvöld og leiðbeinendur bænda hvöttu þá til að fara út í loðdýrarækt og draga að sama skapi úr framleiðslu á mjólk og sauðfjárafurðum á fyrri hluta þessa áratugar. Gengisþróun, fjármagnsokur og verðfall á minka- og refaskinnum hefur leitt það af sér að þessi atvinnu- grein leggst af verði ekki af hendi ríkisins ásamt lánadrottnum veitt umtalsverð aðstoð. Skoðum hlut stjórnvalda. Ef miðað er við óbreytt verð í dönskum krónum frá 1981, þá fá loðdýrabændur nú 37,5% minna verðgildi fyrir skinn miðað við 1981, einungis vegna breytinga á fjármálastjórn í landinu, þ.e.a.s. Stefán Valgeirsson. ójafnvægi, gengisskráningar og lánskjaravísitölu annars vegar og vegna hækkunar raunvaxta hins vegar. Þannig hefði bóndi fengið 57% betri innkomu í dag ef óbreytt staða væri frá 1981v Við þetta bætist svo lækkun á skinna- verðinu. Vantar 33% upp á Lánskjaravísitala á íslandi hef- ur hækkað um 48,8% umfram gengisskráningu danskrar krónu, þ.e.a.s. gengisskráningu danskr- ar krónu vantar 33% upp á að fylgja lánskjaravísitölu á ís- landi síðan 1981. Raunvextir í okkar landi hafa hækkað á sama tíma um 6%. Þannig hefur verið haldið á málum. Þeir sem best þekkja til þessar- ar atvinnugreinar og hafa kynnt sér markaðshorfur erlendis eru bjartsýnir á að þessi lægð í skinnaverðinu verði skammvinn. Það má koma fram með full rök fyrir því, að ódýrasta leiðin út úr þessu máli sé að gera þær ráðstaf- anir sem duga til þess að flestir loðdýrabændur geti haldið fram- leiðslu sinni áfram. Og eins og að framan greinir hefur þjóðfélagið skyldur við þessa menn. Ef þeir verða hraktir af jörðum sínum, hvar er þá húsnæði og atvinna fyrir þá? Það verður að skoða þetta ntál frá öllum hliðum. Hver á að fæða borgríkið? í vor var ákveðið að fara út í stórfellda skógrækt á Austur- landi, samið við sex tugi bænda að vinna við hana og að ríkið greiddi þeim laun þar til tekjur kæmu af þessari starfsemi. Ég held að þetta hafi verið skynsam- leg ákvörðun. Á sama hátt á að koma til móts við loðdýrabænd- ur, fjárfesting þeirra er ekki nýtanleg til annarra hluta en loð- dýraræktar. Ef loðdýraræktin verður aflögð, dregið verulega úr sauðfjárframleiðslu og ekkert kemur í staðinn, fjármagnstil- færsla heldur áfram í þjóðfélag- inu, kaupleiguíbúðir byggðar fyrst og fremst á suðvesturhorn- inu, gengisstefnan óbreytt, fisk- kvótinn bundinn eingöngu við skipin, þá hefur byggðastefnan snúist í andhverfu sína, byggða- eyðingu í stað þess að styrkja landsbyggðina. Og þá er spurning- in, hver á að fæða borgríkið ef byggðirnar eyðast? Er sýnt að það verði lífvænlegt í landinu ef svo fer? Er þetta jafnaðarstefnan í framkvæmd? Er ekki kominn tími til að þjóðin losi sig úr kverkatök- um hinna fáu ríku, sem virðast ráða í okkar þjóðlífi þótt svoköll- uð vinstri stjórn vermi ráðherra- stólana? 1981 1988-1989 Svartminkur 212 199-147 Brúnn minkur 232 209-167 Meðalverð seldra skinna á DPA í dönskum krónum (án verðbólguleiðrétt- ingar).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.