Dagur - 25.07.1989, Blaðsíða 2

Dagur - 25.07.1989, Blaðsíða 2
Veðurofsi eða vondur frágangur?: MiUjónatum eins og beygluð bjórdós Hann er glæsilegur á að líta úr nokkrum fjarska votheysturn- inn á bænum Grund í Svínadal í Austur-Húnavatnssýslu. Fjarskafallegur kalla gárung- arnir þetta víst. Þegar nær kemur líkist efri hluti turnsins hins vegar einna helst beygl- aðri bjórdós, að vísu allt eftir því hvort og þá hvaðan vindur blæs. Turninn sem fyrir fjórum árum kostaði feðgana Þórð og Þorstein fjórar milljónir hefur aldrei komið að neinu gagni enda var hann gallaður frá upphafl. Mistök og óvandaður frágangur segja þeir; óeðlilega vont veður, segir seljandinn Globus hf. í Reykjavík. Úr þessu máli fæst ekki skorið fyrr en í haust þegar skaðabóta- - feðgarnir á krafa þeirra feðga verður tekin fyrir í Bæjarþingi Reykjavík- ur. Árið 1985 réðust Þórður Por- steinsson og sonur hans Þor- steinn Þórðarson bændur á Grund í Svínavatnshreppi í þá fjárfestingu að kaupa sér einn þessara turna sem reynst höfðu svo vel víða um land. Um var að ræða talsverða byltingu í verkun votheys en áður höfðu menn not- ast við gryfjur, utanhúss eða innan. Turnar þessir, belgískir að gerð, höfðu reynst vel víða um land og þeir menn sem þeir feðg- ar ræddu við létu afar vel af því fóðri sem úr þessum miklu mann- virkjum kom og einnig því hve þægilegir þeir væri í notkun vegna mikillar sjálfvirkni. Þeir Eins og sjá má er um verulegar skemmdir að ræða á turninum. Þegar vind- urinn snýst flytjast dældirnar til þannig að nota má turninn sem vindmæli. Frá menntamálaráðuneytingu: Lausar stöður við framhaldsskóla Framlengdur umsóknarfrestur: Við Menntaskólann á ísafirði eru lausar til umsóknar kennarastöður í íslensku og þýsku. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík fyrir 4. ágúst n.k. Menntamálaráðuneytið. Veiðivörur, útileguvörur Höldursf. Tryggvabraut 10, símar 21715 og 27015 Eitt mesta úrval iwrðanlands. Regnfatnaður, hlífðarföt, vöðlur og veiðistígvél. Ánamaðkar og allt sem þarf í veiðiferðina. Grund í skaðabótamáli við Globus feðgar höfðu um skeið verið að velta fyrir sér endurnýjun á fóð- urgeymslu og þessi lausn varð fyrir valinu. Of þunnar stálplötur Á Grund háttar þannig til að þar er mjög sviptivindasamt og oft getur þar orðið ansi hvasst. Um þetta er þeim feðgum vitanlega fullkunnugt enda lögðu þeir á það mikla áherslu við uppsetn- ingu á turninum að sökkull hans yrði nægilega þungur og frágang- ur allur með því móti að turninn myndi ekki velta þó hvessti hressilega. Sökkullinn hefur að geyma hvorki meira né minna en 220 tonn af steinsteypu! Þessi frágangur hefur reynst nægilega góður. Meinið liggur hins vegar í samsetningu sjálfs turnsins þegar ofar dregur og þar er turninn ekki fagur á að líta. Þegar blaðamann bar að garði var strekkingsvindur að sunnan en þó erfitt að hugsa sér að nokk- urt mannvirki gæti ekki þolað slíkt. En öðru nær. Efst á turnin- um var stór dæld og fleiri smærri í kring. Ef vindur hefði blásið að norðan hefði dældin verið þeim megin! „Það hvarflaði ekki að okkur að hann myndi gefa sig á þennan hátt. Við vissunt meðal annars af turni á Svarfhóli í Svínadal í Borgarfirði, þar sem oft hvessir hressilega, og hann hafði reynst vel. Við fréttum hins vegar ekki af því fyrr en síðar að stálplöt- urnar í þeim turni eru allt að fjór- ir millimetrar á þykkt,“ segir Þor- steinn. Plöturnar í turninum á Grund eru tveir og hálfur milli- metri og telja þeir að seljandinn hefði átt að ráðleggja þeim að kaupa slíkt. Hélt að sér hefði missýnst Við verkun votheys skiptir öllu máli að ekkert súrefni komist að fóðrinu. Þannig stöðvast gerjun fljótlega og heyið helst óskemmt. Komist loft að verkast heyið hins vegar eins og illa þurrkað þurr- hey; það hitnar, ntyglar og í því geta myndast eiturefni. „Það var eitthvað að strax frá upphafi því heyið verkaðist ekki eins og það átti að gera. Við héldum fyrst að hér væri um einhverja byrjunar- örðugleika að ræða og þetta myndi lagast,“ segir Þórður. Af verkun heysins næsta vetur fór það hins vegar ekki milli mála að hér var um annað að ræða en klaufaskap og byrjunarörðug- leika og turninn hélt ekki lofti. Eftir þetta hefur ekki komið í hann hey og þeir feðgar hafa mátt taka upp gömlu verkunar- aðferðina og fullþurrka heyið. „Það var lán að við vorum ekki búnir að rífa gömlu hlöðuna," segir Þorsteinn. Fjárfesting sem fyrir fjórum árum kostaði fjórar milljónir stendur hins vegar ónot- uð. Það var ekki fyrr en haustið ’87 að þeir feðgar tóku fyrst eftir dældunum í turninum. „Ég var á leiðinni frá bænum þegar mér fannst ég sjá þetta. Þegar ég kom heim aftur var svo ekkert að sjá og ég hélt að mér hefði missýnst,“ segir Þórður. Þeir feðgar gengu svo úr skugga um þetta síðar. „Þetta hefur alltaf verið að aukast því boltar eru farnir að koma inn úr turninum og klæðningin farin að brotna.“ Þegar svona er komið er það ekki aðeins loft sem kemst inn og þeg- ar rignir fossar vatn úr turninum. Ósanngjarnar kröfur tryggingafélagsins Feðgarnir sneru sér til Samvinnu- trygginga þar sem turninn var foktryggður en þar var ekki nein- ar bætur að fá. Þórður segir að þess hafi m.a. verið krafist að þeir sýndu fram á, að vindstyrkur hefði náð ákveðnum mörkum þegar skemmdirnar urðu og að vont veður hefði verið annars staðar líka. „Það er vonlaust að vita hvenær nákvæmlega þetta hefur gerst fyrst og hvenær ein- stakar smáskemmdir hafa orðið. Þetta er nokkuð sem gerist smám saman,“ segir Þórður. „Við erum ekki með vindmæli hér framfrá,“ segir Þorsteinn og bætir því við Þórður Hilmarsson fram- kvæmdastjóri Globus hf. vildi ekki tjá sig um afstöðu fyrir- tækisins í máli þeirra Grund- arfeðga. Þórður sagði að hér væri um „principatriði“ að ræða og það væri stefna fyrir- tækisins að láta reyna á þetta mál á réttum vettvangi. „Við hörmum mjög að svona hafi farið í þessu máli og að það að sér hefði þótt eðlilegast að tryggingarnar greiddu tjónið en krefðu Globus um endurgreiðslu. Unnið í öllum veðrum Eitt af því sem þeir Þórður og Þorsteinn telja að hafi haft áhrif á hvernig fór er hve turninn var settur upp í miklum flýti. Sér- fræðingar frá hinum belgíska framleiðanda sáu um uppsetning- una en fyrir lá afdráttarlaus yfir- lýsing frá Globus þess efnis að þeir ábyrgðust uppsetninguna. Lítið tillit var að mati feðganna tekið til veðurs og jafnvel unnið í slagveðursrigningu. Þetta telja þeir eina orsök þess hve óþéttur turninn er því kítti hafi alls ekki tollað á blautum plötunum. Viðræður við fulltrúa Globus hafa heldur engan árangur borið og raunar segja þeir feðgar að þessir aðilar tveir hafi sífellt vís- að hvor á annan. Svörin hjá Globusmönnum hafa verið á þá leið að tjónið sé að rekja til veðursins og það hafi bændurnir átt að þekkja manna best og byggja í samræmi við það. Bænd- urnir hafa nú krafið Globus hf. þess að þeim verði greitt andvirði turnsins að fullu og hann fjar- lægður. Til þess þarf sérstakan búnað og þó að þeir feðgar vildu gjarnan taka hann niður sjálfir vegna þeirrar slysahættu sem þeir telja að stafi af honum núorðið, þá geta þeir það ekki. Málið hefur verið þingfest og verður að öllum líkindum tekið fyrir í Bæjarþingi Reykjavíkur í september. „Maður vonar auð- vitað að þetta endi vel. Ég held að það hafi ekki verið þeirra hug- mynd að plata neinn en það voru hins vegar gerð mistök við upp- setningu turnsins,“ segir Þórður. ET þurfi að fara þessa leið. Það má hins vegar ljóst vera að þegar málið fer fyrir dómstóla þá þýðir það að við erum ekki sammála þeir Grundarmönnum um ástæð- ur fyrir því sem þarna hefur gerst. Við viljum hins vegar ekki láta þetta mál fara fram í fjöl- miðlum og teljum ekki rétt af þeim heldur að gera það,“ sagði Þórður. ET Þórður Hilmarsson framkvæmdastjóri Globus: „Ekki sammála Gnmdarmömmm“ Turninn er hinn myndarlegasti að sjá þar sem hann gnæfir yfir aðrar byggingar að Grund, 25 metra hár og 6 metrar í þvermál. Myndir: ET

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.