Dagur - 25.07.1989, Blaðsíða 1

Dagur - 25.07.1989, Blaðsíða 1
LACOSTE Peysur • Bolir HERRADEILD Gránufélagsgötu 4 Akureyri • Sími 23599 Lögreglan á Akureyri: Óhappalítil helgi „Ég held að segja megi að umferðin hafi gengið ótrúlega vel fyrir sig miðáð við hversu margt fólk var hér á svæðinu en hins vegar var ölvunin nokkuð mikil. Þessi ölvun var nú út um bæinn og þá bæði á tjaldstæðunum og í miðbæn- um,“ sagði Gunnar Randvers- son, varðstjóri í Akureyrarlög- reglunni í gær. Gunnar segir að engin slys hafi orðið á mönnum í umferðinni um helgina en nokkur minniháttar tjón þegar ökumenn hafi nuddað saman bílum. Hann segir að alla helgina hafi verið viðloðandi ein- hver ölvun sem lögregla hafi þurft að skipta sér af, í sumum tilfellum hafi hún aðstoðað menn við að koma sér til síns heima en í öðrum tilfellum hafi viðkom- andi fengið að gista fangageymsl- ur. Þá voru 13 ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur í bænum og í nágrenninu og ók sá sem hrað- ast fór á um 90 knr hraða. Engin afskipti þurfti lögregla hins veg- ar að hafa af ölvuðum ökumönn- um. JÓH Grund í Svínavatnshreppi: Bændur í mál við Globus Bændurnir á Grund í Svína- vatnshreppi í Austur-Húna- vatnssýslu riðu ekki feitum hesti frá kaupum sínum á svo- kölluðum Globus-turni fyrir fjórum árum. Turninn hefur aldrei verið nothæfur og þegar hvessir gefur klæðning hans sig þannig að hann líkist beyglaðri bjórdós. Bændumir og seljandi turnsins, Globus hf, eru ekki sammála um orsakir þessa og í septembqr verður tekin fyrir skaðabótakrafa á hendur fyrir- tækinu. Fyrir fjórum árum leist þeim feðgum Þórði Þorsteinssyni og Þorsteini syni hans vel á nýjung sem þá var að koma fram við verkun á heyi, stálturna búna sjálfvirkum búnaði til fyllingar og losunar. Turninn kostaði hátt í fjórar milljónir á þeim tíma en hann hefur aldrei nýst til verkun- ar á heyi. í fyrstu héldu þeir feðgar að um klaufaskap og byrjunarörð- ugleika væri að ræða en svo reyndist ekki vera heldur það að turninn var ekki loftþéttur. Þeir telja sökina liggja hjá seljandan- um en hann hefur ekki fallist á það sjónarmið. Tryggingafélag- ið neitar að greiða skaðann og því hafa þeir feðgar nú höfðað skaðabótamál fyrir Bæjarþingi Reykjavíkur. Sjá nánar bls. 2. Fimmtán fallhlífastökkvarar mynduðu á laugardaginn stærstu stjörnu sem mynduö hefur verið yfir Akureyri. í stjörnunni voru 13 íslendingar, einn stökkvari frá Svíþjóð og einn frá Bandaríkjunum. Sagt er frá flugdegi á Akur- eyri á bls. 14 í blaðinu í dag. Liósmynd: Sigurður Baldursson. D-blásarasveit Tónlistarskólans á Akureyri: Tilbúin á Ólympíuleika! - sveitin vann til gullverðlauna á heimsmóti blásarasveita í Hollandi D-blásarasveit Tónlistarskólans á Akureyri náði glæsilegum árangri á heimsmóti blásara- sveita sem lauk í Kerkrade í Hollandi um helgina. Sveitin vann til gullverðlauna á mót- inu og fékk meðal annars fleiri stig en kanadísk blásarasveit sem sá um allan undirleik á Ólympíuleikunum í Calgary fyrir fáum árum. „Þetta tókst með miklum glæsibrag og betur en nokkur þorði að vona,“ sagði Þórey Aðalsteinsdóttir einn fararstjóra sveitarinnar við komuna til Keflavíkur síðdegis í gær. Heimsmót blásarasveita hefur verið haldið fjórða hvert ár síðan 1951 og þetta var í ellefta skipti sem það var haldið. Að þessu Skagafjörður: Alvarlegt umferðarslys í Fljótum - annasöm helgi hjá lögreglu Helgin hjá lögreglunni á Sauð- árkróki var með eindæmum annasöm, mikið um óhöpp, margir teknir fyrir hraðakstur Bíllinn sem ók á brúna yfir Stafá í Fljótum, er af BMW-gerð og er liann gjörsamlega handónýtur, eins og sjá má á þessari mynd. Þykir það mesta mildi að ekki varð þarna banaslys. Mynd: -bjb og nokkrir fyrir ölvunarakstur. Alvarlegt umferðarslys varð í Fljótum árla á sunnudags- morgun þegar bifreið ók á brúna yfír Stafá, rétt hjá Reykjarhóli. Fjórir voru í bíln- um og allir fluttir mikið slasað- ir á sjúkrahúsið á Sauðárkróki. Þaðan var farið með tvo til Reykjavíkur með sjúkraflugi. Bifreiðin er gjörónýt eftir slysið. Fólk í tjaldi, nálægt slysstaðn- um, kom þeim slösuðu til hjálpar og tilkynnti slysið til lög- reglu. Langan tíma tók að ná ökumanni úr flakinu og þurfti að saga toppinn af bílnunt. Þegar lögreglan á Sauðárkróki fékk tilkynningu um slysið við Stafárbrúna var hún í útkalli vegna útafaksturs hjá bænum Krossi í Áshreppi. Þar endaði bíll út í skurði. Ökumaður slapp nær ómeiddur en farþegi í fram- sæti slasaðist á höfði. Farþeginn var ekki í bílbelti en ökumaður var með beltin spennt. Bíllinn er mikið skemmdur eftir útafakstur- inn. Um kvöldmatarleytið á sunnu- dag var bifreið ekið á brúna yfir Djúpadalsá í Blönduhlíð. Bif- reiðin endaði í ánni. Farþegi í bílnum skarst á höfði en öku- maður slapp ómeiddur. Bíllinn er nokkuð skemmdur og er þetta ekki í fyrsta skipti sem slys verð- ur við þessa brú. Þá gerði lögreglan á Sauðár- króki upptækt net úr sjó, um rniðjan dag á sunnudag, þar sem lög unt helgarfriðun voru brotin. Á laugardag var tilkynnt um árekstur í Varmahlíð, en það reyndist minniháttar óhapp, eng- in slys á fólki né miklar skemmdir á bílunt. Að sögn lögreglu var ntikil umferð um Skagafjörð og náði hún hámarki á laugardag. Voru það aðallega Sunnlending- ar að flýja súldina og koma í sól- ina norðan heiða. -bjb borginni og voru sinni fór mótið frant í Kerkrade í Hollandi þátttakendur alls um 11 þúsund talsins frá 28 löndum. Þetta var í fyrsta skipti sem íslensk blásara- sveit tekur þátt í mótinu. Keppni fór fram í þremur styrkleikaflokkum, meistara- flokki og fyrsta flokki þar sem kepptu sveitir skipaðar atvinnu- mönnum, og öðrum flokki þar sem eingöngu var um að ræða áhugahljómsveitir. Akureyrska sveitin keppti í síðastnefnda flokknum og náði þeim frábæra árangri að vinna til gulls. Þetta þýðir þó ekki að sveitin hafi verið best heldur fékk hún þann stiga- fjölda sem þurfti til að ná fyrstu verðlaunum. Nauðsynlegur stiga- fjöldi var 280 en sveitin fékk 291 stig og var í fjórða sæti í flokkn- um þar sem kepptu tíu sveitir. í fyrsta sæti varð belgísk sveit með *330 stig en síðan komu tvær holí- jenskar með 324 og 291,5 stig. Þess má til gamans geta að kana- dísk sveit sem sá um undirleik á Ólympíuleikunum í Calgary fékk 260 stig þannig að hvað tónlistina snertir eru Akureyringar undir það búnir að halda Ólympíuleika! Akureyrska sveitin var sú eina sem skipuð var börnum og ungl- ingum en meðalaldur sveitarinn- ar er um 15 ár. Sveitin vakti mikla athygli og fékk meðal anii- ars sérstakt hrós frá dómurum vegna þess hversu vel hún túlkaði blæbrigðamun tónlistarinnar. Stjórnandi sveitarinnar er Roar Kvant. ET

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.