Dagur - 25.07.1989, Blaðsíða 9

Dagur - 25.07.1989, Blaðsíða 9
w'íÞriðjudagur 25. júlí 1989^ ÐAQbUR - 9 Húsvíkinga 2. Hreinn Jónsson GH 169 3. Guðmundur Sverriss. GSS 171 2. flokkur karla: högg 1. Oddur Jónsson GA 178 2. Sigurður Hreinsson GH 179 3. Einar Viðarsson GA 180 3. flokkur karla: högg 1. Pálmi Pálmason GH 188 2. Guðlaugur Bessason GH 194 3. Sveinn Rafnsson GA 197 Meistaraflokkur kvenna: högg 1. Inga Magnúsdóttir GA 175 2. Árný L. Árnadóttir GA 179 3. Andrea Ásgrímsdóttir GA 196 1. flokkur kvenna: högg 1. Fjóla Stefánsdóttir GA 229 2. Kristín Jónsdóttir GA 236 3. Bjarnhildur Sigurðard. GSK 254 Unglingaflokkur: högg 1. Guðni R. Helgason GH 173 2. Gunnar A. Gunnarsson GSS 188 3. Sveinn Bjarnason GH 194 Öldungaflokkur: högg 1. Gísli Vigfússon GH 152 2. Haukur Jakobsson GA 158 3. Guðjón E. Jónsson GA 159 Luca Kostic, knattspyrnumað- urinn sterki í Þór, hefur rætt við Þórsara í körfunni um að hann leiki með liðinu körfu- knattleik næsta vetur. Kostic er víst mjög frambærilegur körfuknattleiksmaður og ætti að geta styrkt Þórsliðið veru- lega. Pessar umræður eru enn á frumstigi og ekkert hefur verið frágengið í þeim efnum. Kostic er hér með fjölskyldu sinni og hefur líkað dvölin á Akureyri mjög vel. Hann hefur því fullan hug á því að dvelja hér áfram og leika með Þórsliðinu. Það er mikill hugur í Þórsurum í körfunni. Landsliðsmaðurinn Birgir Mikaelsson hefur tilkynnt félagaskipti úr KR í Þór og má líklegt telja að Jón Örn Guð- mundsson bakvörður úr ÍR leiki einnig með Þórsliðinu næsta vetur. Eins og sagt var frá í Degi fyrir helgina hafa Þórsarar verið í sambandi við bandarískan leik- mann, John Calverson, urn að hann þjálfi og leiki með liðinu á næsta keppnistímabili. Reyndar er annar Bandaríkjamaður inni í myndinni, sá er svartur á hörund og nokkrum árum eldri en Calver- son. Hvor verður fyrir valinu mun skýrast á næstu dögum. Það er því ljóst að Þórsarar munu mæta með mun sterkara lið til leiks á næsta keppnistímabili en þeir gerðu í fyrra. Þá voru þeir í basli og tókst naumlega að forð- ast fall. Körfuknattleiksáhuga- menn á Akureyri ættu því að gleðjast því það stefnir allt í að Þórsliðið geti orðið mjög sterkt á næsta ári. Þrjár efstu í meistaraflokki kvenna, Andrea Ásgrímsdóttir, Inga Magnúsdóttir og Árný L. Árnadóttir. >orvaldsson GA, Kristján Gylfason GA og Axel - í meistaraflokki - hörð keppni milli Akureyringa og Noröurlandsmótið í golfi 1989 var haldið á Húsavík um helg- ina. Keppendur voru 105 frá fimm golfklúbbum á Norður- landi, GA, GH, GSS, GÓ og GSK. Kristján Gylfason GA sigraði í meistaraflokki karla og Inga Magnúsdóttir GA í meistaraflokki kvenna. Akureyringar og Húsvíkingar börðust um gullið í öllum flokk- um og skildu að lokum jafnir með fjóra verðlaunapeninga hvor. Akureyringar sigruðu í meistaraflokki karla og kvenna, 2. flokki karla og 1. flokki kvenna. Húsvíkingar hirtu hins vegar gullið í 1. flokki og 3. flokki karla, unglingaflokki og öldungaflokki. Keppni var jöfn og spennandi í öllum flokkum en þó hvergi Körfuknattleikur: Leíkur Kostic í körfunm? - Birgir í Þór jafn spennandi og í meistara- flokki karla. Þegar upp var staðið voru þeir efstir og jafnir Kristján Gylfason GA og Axel Reynisson GH með 158 högg. Þurfti því að fara fram umspil um fyrsta sætið. Leiknar voru þrjár holur og reyndist Kristján þá sterkari. Reyndar þurfti einn- ig umspil um þriðja sætið og þar sigraði Sverrir Þorvaldsson GA og náði því 3. sætinu. Það var þrefaldur Akureyrar- sigur í meistaraflokki kvenna. Þar var Inga Magnúsdóttir sterk- ust á 175 höggum. Árný L. Árna- dóttir varð önnur með 179 högg. og Andrea Ásgrímsdóttir þriðja með 195 högg. í 1. flokki karla var Kristján Guðjónsson hlutskarpastur á 165 höggum. Hreinn Jónsson GH lenti í öðru sæti á 169 höggum og Guðmundur Sverrisson frá Sauð- árkróki náði þriðja sætinu á 171 höggi. I 2. flokki varð Akureyringur, Oddur Jónsson, hlutskarpastur með 178 högg. Einu höggi á eftir kom Sigurður Hreinsson GH og Einar Viðarsson GA lenti í þriðja sæti á 180 höggum. í 3. flokki sigraði íþróttafull- trúinn og handboltakappinn Pálmi Pálmason frá Húsavík á 188 höggum. Guðlaugur Bessa- son GH varð í öðru sæti og Sveinn Rafnsson GA í þriðja sæti. I 1. flokki kvenna sigraði Fjóla Stefánsdóttir GA og Kristín Jónsdóttir GA varð í öðru sæti. í þriðja sæti kom síðan eini verð- launahafinn frá Skagaströnd, Bjarnhildur Sigurðardóttir. í unglingaflokki sigraði Guðni R. Helgason GH, Gunnar R. Gunnarsson GSS varð í öðru sæti og Sveinn Bjarnason lenti í þriðja sæti. í öldungaflokki var einungis spilað með forgjöf og þar sigraði Gísli Vigfússon GH. I öðru sæti koma Haukur Jakobsson GA og Guðjón E. Jónsson GA varð í þriðja sæti. En lítum á þrjá efstu í hverjum flokki: Meistaraflokkur karla: högg 1. Kristján Gylfason GA 158 2. Axel Reynisson GH 158 3. Sverrir Þorvaldsson GA 159 1. flokkur karla: högg 1. Kristján Guðjónsson GH 165 Norðurlandsmótið í golfi á Húsavík: Kristján og Inga sigruðu r Árnason skoraði fyrsta mark Þórs í 3:1 sigri KR. Mynd: AP Unglingameistaramótið í sveitakeppni: GA íslandsmeistari lagði GS í úrslitakeppni Sveit Sveit GA varð íslandsmeistari á Unglingameistaramótinu í golfi fyrir 14 ára og yngri, sem haldið var í Mosfellsbæ um helgina. Sveitin lagði Golfklúbb Suðurnesja að velli í úrslitum en alls tóku níu sveitir þátt í keppninni. Sigursveit GA skipuðu Þorleifur Karlsson, Aki Harðarson, Sigurpáll Sveinsson og Jón Árnason. Keppnin fór fram með útslátt- arfyrirkomulagi og var fyrst spil- uð höggkeppni. Þar urðu Akur- eyringarnir hlutskarpastir og unnu síðan Golfklúbbinn Leyni á Akranesi í undanúrslitum. Síðan tóku þeir GS fyrir og lögðu þá einnig og tryggðu sér þannig íslandsmeistaratitilinn. Á Selfossi fór keppnin í flokki 15-18 ára fram og lenti GA í 5. sæti. Sveitin varð í fyrsta sæti í höggkeppninni en náði sér síðan ekki almennilega á strik og tap- Sigurpáll Sveinsson var í sigursveit GA. aði fyrir GN. Síðan lagði hún sveit Leynis og lenti því í 5. sæti. Sveitina skipuðu Magnús Karls- son, Örn Arnarson, Egill Hólm- steinsson og Sigurður O. Jónsson. Austurlandsmótið í golfi var haldið á Eskifirði um síðustu helgi. Jóhann Kjærbo GN sigr- aði í meistaraflokki karla, Agnes Sigurþórsdóttir GE í kvennaflokki og Bjartur Finns- Þetta er mjög góður árangur hjá báðum sveitum og sýnir að hið öfluga unglingastarf sem haldið hefur verið uppi hjá GA er nú að skila sér í glæsilegum árangri á mótum. son GHH í unglingaflokki. Um næstu helgi verður opið mót hjá GE á Eskifirði og segja þeir Eskfirðingar að búið sé að panta rétta veðrið fyrir mótið og voni þeir að margir Norðlending- ar láti sjá sig þar. Austurlandsmótið í golfi: Jóhann efstur - Opið mót á Eskifirði um næstu helgi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.