Dagur - 25.07.1989, Blaðsíða 11

Dagur - 25.07.1989, Blaðsíða 11
Þriðjuaagur 2 9- DA _ <Mr Uft -11 Hermann og Sara Hills í óvenjulegri lífsreynslu: Bamsfæðing um borð í Cessnu í 5500 feta hæð Fæðing hefur oft tekið á taugarn- ar hjá verðandi feðrum en fáir hafa gengið í gegnum þá lífs- reynslu sem Hermann Hill og kona hans fengu þegar þau eign- uðust sitt þriðja barn um borð í lítilli Cessna flugvél í 5500 feta hæð yfir Bandaríkjunum. Faðir- inn verðandi bað til Guðs þegar kona hans sagði skyndilega að fæðing væri að fara af stað og barnið væri að koma. Hermann vissi að hann var í vandræðum þegar kona hans bað hann að koma vélinni strax niður á flug- völl því enginn var flugvöllurinn í nágrenninu. Ekki var því um annað að ræða en fæða barniö í háloftunum. A Cessna vélinni var engin sjálfstýring þannig að Hermann varð að gera hvort tveggja í senn, stýra vélinni og aöstoða konu sína viö fæðinguna. „í byrjun var ég skelfingu lostin,“ sagði Sara þegar hún lýsti þessari óvenju- íegu fæðingu. „En okkur fannst sem æðri máttarvöld kæmu okk- ur til hjálpar og létu þetta ganga vel fyrir sig." „Eg hjálpaði Söru í aftara sæti vélarinnar þar sem'hún bjó um sig til fæðingarinnar. Skyndilega kallaði hún til mín að barnið væri að korna og ég teygði aðra hönd- ina til hennar og aðstoðaði hana við að taka á mpti barninu en með hinni hendinni og fætinum reyndi ég að halda stjórninni á vélinni og óskaði þess heitt að ekkert kærni upp á. Þegar barnið var komið urðum við hrædd eitt augnablik því enginn grátur heyrðist í barninu. Sara setti fing- urinn upp í barnið og loks heyrð- ist gráturinn." Nokkrum mínútum seinna var Cessna vélin lent á næsta flug- velli. Þar beið sjúkrabíll eftir nýbökuöum foreldrum og barn- inu og var fjölskyldan strax flutt á sjúkrahúsið. „Bæði læknar og flugmenn segja mér að þrátt fyrir að nokk- ur börn hafi fæðst um borð í flug- vél í háloftunum þá hafi það sennilega aldrei gerst áður um borð í lítilli og þröngri Cessna vél. Flugkappinn frækni varð að gera tvcnnt í senn: Stýra vélinni og aðstoða konu sína við fæð- inguna . . . Julio Iglesias heltekinn af Brooke Shields Móðir Brooke má ekki til þess hugsa að þau nái saman. Sagt er að Julio Iglesias sé svo hrifinn af Brooke Shields að hann hafi sent henni blórn og hringt stöðugt til hennar í tvo mánuði. Móðir hennar Teri er ekki hrifin af uppátækinu og er staðráðin í að halda þeim sundur. „Hún er draumadísin mín. Falleg, rík, á framabraut, greind og ung. Samsetning sem ég stenst engan veginn," sagði hinn 45 ára gamli Julio. Brooke er heilluð af athygli hins spánska Rómeos en mamma er ströng og segir þvert nei. „Þetta yrði hræðilegt fyrir Brooke,“ sagði hún vini sínum. „Hann er helmingi eldri en hún og ferill hans brátt að enda en hennar rétt að byrja. En það sem verra er er að hann hefur getið sér þess orðs að vera mesti glaumgosi í heimi,“ sagði Teri og bætti því að hann hefði verið kenndur við þúsundir kvenna. Julio heillaðist fyrst af Brooke fyrir sex árunt þegar hún var 17 ára. Þá komu þau bæði fram í þætti Bob Hope. Þau hittust síð- an af og til í skemmtibransanum en alltaf var Tcri með dóttur sinni og Julio varð því lítið ágengt. Undanfarið hefur Brooke ver- ið í slagtogi með ótrúlega ríkum 33 ára Egypta, Dodi Fayed sem Varðhundurinn Teri.. hefur svift mæðgunum um Kali- forniu, New York og Evrópu á glæsilegan hátt. „Dodi ög Brooke eiga svo margt sameiginlcgt. Ef þau giftust þá yrði hún drottning alheimsins,“ sagði móðirin. Julio fékk Brooke nýlega til að leika í myndbandi hjá sér og að sögn kunnugra gátu þau ekki haft augun hvort af öðru. Þetta fór ekki framhjá neinum og allra síst Teri sem varð nánast óð. Meðan á upptökum stóð fylgdi hún þeim eftir hvert fótspor og dró Brooke síðan með sér heim þegar verk- efnið var á enda. Síðan þá hefur Julio verið í því að senda rósir og hringja. Brooke er harðákveðin í að láta móður sína ekki stoppa sig lengi og seg- ist ekkert vilja með Dodi hafa hún vilji bara Julio. Um þetta allt sagði Julio: „Afskiptasemi móð- urinnar truflar mig ekki heldur gerir mig staðráðnari í að sigrast á þessari bráð.“ Heildarupphæð vinninga 22.07 var 3.752.604.- Enginn hafði 5 rétta sem var kr. 1.727.811.- Bónusvinninginn fengu 7 og fær hver kr. 42.910.- Fyrir 4 tölur réttar fær hver kr. 4.585.- og fyrir 3 réttar tölur fær hver um sig kr. 321.- Sölustaðir loka 15 minútum fyrir útdrátt í Sjónvarpinu. Sími 68511 1. Upplýsingasímsvari 681511. Lukkulína 99 1002 eins og þú vilt að aorir aki! UMFEROAR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.