Dagur - 25.07.1989, Blaðsíða 10

Dagur - 25.07.1989, Blaðsíða 10
10- íþróttir Sigfús Kárason var í miklum ham gegn Val og skoraði 4 mörk. Hér sést hann skora gegn Reyni fyrr í sumar. Mynd: ap Knattspyrna/3. deild: Stórsigur Dalvíkur - á Val 7:0 - KS lagði Kormák 7:0 KS heldur enn forystunni í 3. deildinni en um helgina unnu þeir Kormák á Hvammstanga 7:0. Dalvíkingar unnu einnig 7:0 gegn Valsmönnum á Dal- vík og standa þeir nú ágætlega í deildinni. Huginn sigraði hins vegar Magna 3:2 á Grenivík og verða Magnamcnn að herða sig ef þeir ætla ekki að standa í fallbaráttu. Leikur KS og Kormáks var leikur kattarins að músinni. Lið KS er mun sterkara en Kormáks en þó virtust Hvammstangapilt- arnir bera of mikla virðingu fyrir Siglfirðingunum. Líklegast hafa úrslitin í fyrri leik liðanna, 7:0, enn setið í Kormáksdrengjum. KS tók því öll völd á vellinum strax frá byrjun og skiptu þeir KS-menn mörkunum bróðurlega á milli sín. Baldur Benonýsson setti tvö þeirra en þeir Mark Duffield, Hafþór Kolbeinsson, Óli Agnarsson, Hlynur Eiríksson og Sveinn Sverrisson skoruðu sitt markið hver. Sem sagt stórsigur KS 7:0. Stórsigur Dalvíkinga Dalvík gerði sér lítið fyrir og rót- burstaði Val frá Reyðarfirði 7:0. Sigfús Kárason var mjög at- kvæðamikill í leiknum og gerði fjögur þessara marka. Ragnar Rögnvaldsson, Björn Friðjófsson og Örvar Eiríksson sáu síðan um hin mörkin þrjú. Valsmenn veittu nokkra mót- spyrnu í fyrri hálfleik og tókst heimamönnum ekki að skora nema tvö mörk í þeim hálfleik. í þeim síðari settu Dalvíkingar hins vegar í fluggír og áttu gest- irnir ekkert svar við sterkum sóknarleik heimamanna. Knött- urinn lenti þá fimm sinnum inn. fyrir marklínu og lokatölur urðu því 7:0 fyrir Dalvík. Magnatap á Grenivík Magnamenn urðu að sætta sig við tap gegn sterkum Seyðfirðingum á Grenivík 2:3. Eymundur Ey- mundsson skoraði fyrst fyrir Magna en Sveinbjörn Jóhannsson jafnaði fyrir Hugin. Þórir Ólafsson kom gestunum síðan yfir en Jón S. Ingólfsson jafnaði fyrir Gren- víkinga úr vítaspyrnu rétt fyrir leikhlé. Snemma í síðari hálfleik skor- aði Kristján Jónsson fyrir Seyð- firðinga og reyndist það sigur- markið í leiknum. Staða Magna versnaði til muna við þetta tap því þessi tvö lið berjast hat- rammri baráttu um sæti í 3. deild- inni að ári. Einn leikur fór fram í B-riðli 3. deildar fyrr í vikunni en þá sigr- aði Þróttur Austra á Norðfirði 4:1. Knattspyrna/2. deild: Öruggur Leifturssigur - lagði Einherja 3:0 Leiftursmenn unnu öruggan sigur á Einherja frá Vopnafiröi á Ólafsfírði á föstudagskvöld- ið. Þegar upp var staðið voru mörkin þrjú sem Leiftursmenn höfðu gert en Einherjamenn ekkert. Garðar Jónsson skoraði fyrsta mark Leifturs eftir góðan undir- búning Guðmundar Garðarsson- ar. Rúmeninn Arthur David Udrescu setti annað markið um miðjan seinni hálfleik beint úr aukaspyrnu og Hafsteinn Jakobs- son innsiglaði sigur Ólafsfirðinga með þrumuskoti skömmu fyrir leikslok. Sóknarmenn Leifturs hefðu getað skorað mun fleiri mörk því vörn Einherja var slök en knötturinn neitaði að fara oftar í netið. I þessum leik bar mest á Hafsteini Jakobssyni í Leifturs- liðinu en einnig átti David Udrescu góða spretti. Síðan var vörn Leifturs traust. Vopnfirðingarnir náðu sér ekki á strik í leiknum og verða að fara að herða sig ef þeir ætla ekki aft- ur niður í 3. deild. Knattspyrna/1. deild kvenna: Fyrsti sigur í’órs - vann Stjörnuna 1:0 - KA tapaði 2:1 fyrir ÍA Þórsstelpurnar unnu sinn fyrsta sigur í 1. deild kvenna á þessu keppnistímabili er þær lögðu Stjörnuna að velli 1:0 á Þórsvellinum á föstudags- kvöldið. Á sama tíma tapaði KA 2:1 fyrir ÍA á KA-vellin- um. Sigur Þórs var sanngjarn og hefði getað orðið stærri. Þórs- stelpurnar komu ákveðnar til Sólveig Haraldsdóttir skoraði mark KA gegn ÍA. leiks og kom það Garðbæingun- um dálítið í opna skjöldu. Þrátt fyrir þokkaleg færi í fyrri hálfleik tókst hvorugu liðinu að koma knettinum í mark. Snemma í síðari hálfleik fékk Ellen Óskarsdóttir góða send- ingu, lék inn fyrir vörn Stjörn- unnar og skoraði örugglega fram hjá markverði gestanna. Stjörnu- stúlkunum hljóp nokkurt kapp í kinn við þetta en vörn Þórs gaf ekkert eftir og fyrsti sigur Þórs á þessu keppnistímabili var stað- reynd. Tap hjá KA Það gekk ekki eins vel hjá KA enda við mun sterkari andstæð- ing að etja. ÍA-stúlkurnar voru mun sterkari og skoruðu tvö mörk í fyrrii hálfleik. í bæði'skipt- in var þar Ásta Benediktsdóttir á ferðinni. í síðari hálfleik hresstust KA- stelpurnar nokkuð og minnkaði Sólveig Haraldsdóttir muninn með ágætu marki um miðjan hálfleikinn. En þar við sat og voru ÍA-stelpurnar nær því að bæta við marki en KA að jafna leikinn. Þórsarar leika næst við ÍA á Akranesi næsta laugardag en KA-stelpurnar sitja yfir í þessari umferð. Næsti leikur þeirra er við Þór á Þórsvellinum miðvikudag- inn 9. ágúst. Síðast vann KA 2:1 í jöfnum leik og má því búast við að Þór vilji hefna harma sinna og leggja nágranna sína að velli. Breiðablik sigraði KR 2:1 um helgina í 1. deild kvenna og er nú komið í 3. sæti deildarinnar. Ellen Óskarsdóttir skoraði sigur- mark Þórs. Héraðsmót USAH í frjálsum íþróttum: Umf. Fram hlutskarpast - ágætur árangur í mörgum greinum Héraðsmót USAH í frjálsum íþróttum fór fram á Skaga- strönd fyrr í þessum mánuði eins og sagt var frá í Degi á föstudaginn. Það var Umf. Fram á Skagaströnd sem sigr- aði í stigakeppni félaga. Við munum hér á eftir fara yfir úrslit í einstökum greinum á mót- inu: 100 m hlaup karla: sek. 1. Guðmundur Ragnarsson Hvöt 11,8 2. Kristján Frímannsson Vorb. 12,0 3. Víðir Ólafsson Fram 12,3 200 m hlaup karla: sek. 1. Guðmundur Ragnarsson Hvöt 24,3 2. Víðir Ólafsson Fram 24,6 3. Agnar B. Guðmundsson Hvöt 25,0 400 m hlaup karla: sek. 1. Daníel Guðmundsson Fram 55,4 2. Víðir Ólafsson Fram 55,8 3. Kristján Frímannsson Vorb. 57,4 1500 m hlaup karla: mín. 1. Daníel Guðmundsson Fram 4:38,5 2. Sverrir P. Sverrisson UMFB 4:50,1 3. Kristinn Guðmundsson Fram 4:50,2 3000 m hlaup karla: mín. 1. Daníel Guðmundsson Fram 9:21,5 2. Björn Björnsson Vorb. 10:40,1 3. Rafn Ingi Rafnsson Geislar 10:53,5 4x100 m boðhlaup karla: sek. 1. Sveit Hvatar 48,3 2. A-sveit Fram 49,2 3. B-sveit Fram 52,4 1000 m boðhiaup karla: mín. 1. A-sveit Fram 2:17,7 2. A-sveit Hvatar 2:17,9 3. Sveit Vorboðans 2:20,9 Kringlukast karla: metrar 1. Helgi Þór Helgason Geislar 50,60 2. Ásberg Sigurgeirsson Geislar 32,08 3. Jón Arason Hvöt 30,82 Kúluvarp karla: metrar 1. Helgi Þór Helgason Geislar 14,20 2. Ellert Svavarsson Hvöt 10,98 3. Ásberg Sigurgeirsson Geislar 10,94 Spjótkast karla: metrar 1. Friðgeir Halldórsson USAH 52,98 Guðbjörg Gylfadóttir sigraði í öll- um kastgreinum kvenna á héraðs- mótinu. 2. Guðmundur Ragnarsson Hvöt 48,56 3. Jón Þ. Heiðarsson Geislar 45,86 Þrístökk karla: metrar 1. Friðgeir Halldórsson USAH 12,35 2. Guðmundur Ragnarsson Hvöt 12,16 3. Jón Þ. Heiðarsson Geislar 11,64 Langstökk karla: metrar 1. Friðgeir Halldórsson USAH 6,14 2. Guðmundur Ragnarsson Hvöt 5,49 3. Víðir Ólafsson Fram 5,38 Hástökk karla: metrar 1. Guðmundur Ragnarsson Hvöt 1,80 2. Sigurbjörn Kristjánsson Fram 1,75 3. Ingvar Björnsson Geislar 1,70 100 m hiaup konur: sek. 1. Steinunn Snorradóttir Hvöt 13,3 2. Sunna Gestsdóttir Hvöt 13,6 3. Jóna F. Jónsdóttir Vorb. 13,8 200 h hlaup: sek. 1. Steinunn Snorradóttir Hvöt 28,4 2. Sunna Gestdóttir Hvöt 28,6 3. Jóna F. Jónsdóttir Vorb. 29,1 400 m hlaup: sek. 1. Steinunn Snorradóttir Hvöt 64,8 2. Jóna F. Jónsdóttir Vorb. 65,4 3. Þórhalla Guðmundsdóttir Hvöt 70,4 800 m hlaup: mín. 1. Guðný Finnsdóttir Fram 2:40,9 2. Jóna F. Jónsdóttir Vorb. 2:42,7 3. Steinunn Snorradóttir Hvöt 2:44,6 1500 hlaup: mín. 1. Steinunn Snorradóttir Hvöt 5:33,9 2. Guðný Finnsdóttir Fram 5:34,1 3. Hrefna Guðmundsdóttir Hvöt 5:48,9 4x100 m boðhlaup: sek. 1. Sveit Hvatar 57,3 2. Sveit Geisla 57,5 3. A-sveit Fram 57,8 1000 m boðhlaup: mín. 1. Sveit Hvatar 2:46,9 2. Sveit Geisla 2:51,5 3. Sveit Fram 3:02,3 Kringlukast konur: metrar 1. Guðbjörg Gylfadóttir Fram 31,28 2. Sigríður Gestsdóttir Fram 24,90 3T Guðrún Pétursdóttir UMFB 24,18 Kúluvarp konur: metrar 1. Guðbjörg Gylfadóttir Fram 13,61 2. Guðrún Pétursdóttir UMFB 9,32 3. Sigríður Gestsdóttir Fram 8,58 Spjótkast konur: metrar 1. Guðbjörg Gylfadóttir Fram 27,20 2. Birna Sveinsdóttir Fram 24,16 3. Soffía Pétursdóttir Fram 23,94 Langstökk konur: metrar 1. Steinunn Snorradóttir Hvöt 4,67 2. Sunna Gestsdóttir Hvöt 4,16 3. Vilborg Jóhannsdóttir Fram 4,14

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.