Dagur - 25.07.1989, Blaðsíða 16

Dagur - 25.07.1989, Blaðsíða 16
TEKJUBREF• KJARABRÉF FJARMÁL ÞIN - SÉRGREIN OKKAR rFIÁRFESriNGARFÉLAQD Ráðhústorgi 3, Akureyri Laxá í Aðaldal: Forsætis- ráðherra setti í þann stóra - dró 19 punda lax á laugardaginn „Okkur gengur vel í veiði- skapnum hér í Laxá þrátt fyrir að reyndar sé svolítið tregt í dag,“ sagði Steingrímur Her- mannsson, forsætisráðherra í samtali við blaðið í gær en þá var hann að Ijúka morgunvakt- inni í Laxá í Aðaldal. Steingrím- ur byrjaði ásamt sínu „holli“ á laugardaginn í ánni og strax á laugardagskvöldið beit sá stóri á og forsætisráðherrann átti langa glímu við 19 punda fal- legan lax. Steingrímur hefur gert ágætan túr í Laxá að þcssu sinni, var um hádegið í gær kominn með sex laxa og þann stærsta 19 punda. Ráðherrann fór mjög nálægt metinu í þetta skiptið því stærsti lax sumarsins úr ánni er 20 pund. Steingrímur sagðist eingöngu veiða á flugu en mismunandi væri hvaða flugu fiskurinn tæki. „Við erum búnir að vera hér nokkur sumur og þetta er nú með lakara móti en í sæmilegu lagi miðað við ána í sumar.“ Nú eru komnir um 600 iaxar úr Laxá í Aðaldal. „Holl“ Orra Vig- fússonar, formanns Laxárfélagsins, lauk veiðum síðastliðinn laugar- dag og hafði þá fengið ríflega 100 laxa sem er besta veiði hjá einu „holli“ í ánni það sem af er JÓH sumri. Aðsóknarmetin fuku á tjaldsvæðunum á Akureyri um helgina enda þyrptust sólþyrstir sunnlendingar norður yfír heiðar til að njóta veðurblíðunnar. Mynd: kl Stanslaus straumur - norður í sólina og hitann Góð aðsókn var að flcstum tjaldsvæðum norðanlands um síðustu helgi, enda veður með afbrigðum gott. í Vaglaskógi varfjölmenni, um tólf hundruð manns, og var hlut- fall ungs fólks hátt. Notuðu margir Akureyringar tækifærið til að skreppa í „skóginn.“ I Mývatnssveit voru liðlega eitt þúsund tjöld, og varlega áætlað þýðir það milli tvö og þrjú þús- und ferðamenn. Lögreglan á staðnum hafði sjaldan eða aldrei séð aðra eins umferð við Mývatn, og var allt óhappalaust, að einu atviki undanskildu. Ásbyrgi er alltaf vinsæll ferða- mannastaður, en um helgina voru þar fleiri ferðamenn en vit- að er til áður, 650 manns skráðir í bók landvarðar. Færri ferðamenn voru í Skaga- firði um helgina en þó tjölduðu 100 manns á Sauðárkróki og einnig nokkrir við Varmahlíð. EHB Metaðsókn að tjaldsvæðum um síðustu helgi: Á þriðja þúsund gistu í tjöldum á Akureyri Um síðustu helgi voru öll fyrri met í aðsókn að tjaldstæðum Hraðakstur í Húnaþingi: 71ökumaðurtekinn - þar af 3 án ökuréttinda Þrátt fyrir gífurlega umferð um Húnavatnssýslur um síðustu helgi var ökuhraðinn ekkert minni. Frá föstudegi til sunnudags tók lögreglan 71 ökumann fyrir of hraðan akst- ur. Þar af voru 3 ökumenn réttindalausir undir stýri. Lög- reglan á Blönduósi tók tvo ökumenn vegna gruns um ölv- un við akstur. Af þessum 71 ökumanni, voru tveir teknir þar sem þeir voru í kappakstri á 126 km hraða. Til allrar hamingju varð ekkert óhapp í umferðinni um Húna- þing. -bjb Akureyrarbæjar slegin. Þrátt fyrir þessa miklu aðsókn var rólegt og lítið um að kalla þyrfti löggæslu til aðstoðar. Samkvæmt upplýsingum frá Karenu Malmquist, starfsmanns Jjaldsvæðanna, voru tvö þúsund tvö hundruð og fimmtíu manns bókaðir inn frá föstudegi til sunnudags. Sólarhringsgjaldið fyr- ir hvern gest er tvö hundruð og fimmtíu krónur, en frítt fyrir börn innan tólf ára aldurs. Tekj- ur Akureyrarbæjar af þessari þjónustu geta því verið umtals- verðar þegar svo mikill gesta- fjöldi notar tjaldstæðin. Að- gangseyririnn þessa einu helgi var þannig um hálf milljón króna. íslendingar voru í miklum Pollamót KSÍ: Þórsarar sigruðu - í flokki B-liða Þórsarar sigruðu örugglega í flokki B-liða á Pollamóti KSÍ og Eimskips í 6. flokki nú um helg- ina. Mótið er nokkurs konar óopinbert Islandsmót í þessum aldurflokki og teljast nú Þórsarar eiga besta B-lið í þessum aldurs- flokki á Islandi í dag. Þeim var því vel tekið cr þeir komu aftur heim til Akureyrar á sunnudags- kvöldið. Hér sést meirihluti strákanna á Akueyrarflugvelli ásamt þjálfurum sínum, þeim Gísla Bjarnasyni og Jónasi Róbertssyni. meirihluta tjaldsvæðisgesta þessa helgi eins og aðrar, eða um 80 af hundraði. Meðferð áfengis á svæðinu er bönnuð að því leyti að drukkið fólk er fjarlægt ef það veldur ónæði. Alltaf er eitthvað um að ferðafólk sæki skemmti- staði bæjarins um helgar, fyrst og fremst lslendingar, og komi þá ölvaðir til baka á tjaldsvæðin. Ef hávaði eða annað ónæði verður af slíku eru viðkomandi beðnir um að yfirgefa svæðið, en að sögn Karenar Malmquist eru þetta sem betur fer undantekn- ingartilfelli. Margt ferðafólk þakkar fyrir sig þegar það fer og talar um hversu rólegt og gott hafi verið að gista á tjaldsvæðum Akureyrar. EHB Umferðaróhapp við Dettifoss - 18 flýttu sér of'mikið Ökumenn 18 bifreiða voru teknir fyrir of hraðan akstur í Þingeyjarsýslu og á Húsavík um helgina. Mjög mikil um- ferð var í sýslunni eða „eins og rúnturinn væri kominn út á þjóðvegina,“ sagði Iögreglu- maður í samtali við Dag. Þessi mikla umferð gekk óhappalaust fyrir sig nema hvað eitt umferðaróhapp varð á Detti- fossvegi. Þar rákust saman tveir bílar erlendra ferðamanna, engin meiðsli urðu á fólki og litlar skemmdir á bílunum. Rólegt var í sýslunni þrátt fyrir gífurlegan ferðamannastraum og dansleikir sem haldnir voru á Þórshöfn og Raufarhöfn fóru ntjög vel fram, að sögn lögreglu. Sömu sögu var að heyra af Austurlandinu. „Hér lágu menn í sól og nutu lífsins,“ sagði lög- reglumaður á Egilsstöðum. Mik- ill ferðamannastraumur var fyrir austan og sagðist lögreglan aldrei hafa séð eins mörg tjöld á Egils- stöðum, þar hefði eiginlega verið barist um tjaldstæði. IM Landnemar Islands urðu að búa til margvísleg nýyrði. Alla tíð síðan hafa Islend- ingar smíðað ný orð um það sem þeir vildu nefna. Þess vegna er íslenska okkar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.