Dagur - 25.07.1989, Blaðsíða 7

Dagur - 25.07.1989, Blaðsíða 7
 Pollamót 6. flokks: Þór meistari - í flokki B-liða - KA í 3. sæti í flokki A-liða R. 4:2. í úrslitaleiknum unnu Þórsararnir Fylki mjög örugglega 4:0. Við munurn fjalla nánar um mötið á unglingasíðu á morgun og ræðum þar við Karl Hákonar- son og Orra Óskarsson en þeir voru kosnir besti sóknar- og besti varnarmaður mótsins. Sjá einnig mynd af liðinu er það kom til Akureyrar á sunnudagskvöldið á baksíðu en þá var fjölmenni mætt á flugvöllinn til þess að fagna þessum glæsilega árangri liðsins. Þórsarar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu í ilokki B-liöa á Polla- móti KSI og Eimskips sem haldið var í Reykjavík um lielgina. Þór sigraði örugglega í öllum leikjum sínuin og var markatalan 30:3. KA keppti í flokki A-liða og lenti í 3. sæti sem einnig er mjög góður árangur. Bjarni Jónsson og Birgir Skúlason berjast um knöttinn í leik KA og FH á föstudagskvöldið. Ókunnug FH-löpp blandar sér einnig í baráttuna. Mynd: kl Þór lék fyrst við UBK og vann 6:1, síðan við Þrótt N. og gersigr- aði þá 16:0 og vann síðan Þrótt íslandsmótið í knattspyrnu: Glæsimark Hlyns dugði ekki til Þór og Víkingur skildu jöfn 1:1 í 1. deildinni í knattspyrnu á Víkingsvellinum í Reykjavík í gærkvöld. Hlynur Birgisson skoraði mark Þórs með þrumuskoti eftir fyrirgjöf Bojan Tanevskis en Björn Ein- arsson jafnaði fyrir Víkinga einungis fjórum mínútum fyrir leikslok. Fyrri hálfleikur var -að mestu leyti tíðindalítill. Liðin skiptust á að sækja án þess þó að skapa sér verulega hættuleg marktækifæri. Þó bjargaði Nói Björnsson með skalla á marklínu skoti frá Atla Einarssyni og sluppu þar Akur- eyringarnir rétt fyrir horn. Seinni hálfleikur var mun fjörugri og áttu bæði lið ágæt marktækifæri. Mark Þórs var mjög fallegt og samvinna Tan- evskis og Hlyns Birgissonar til fyrirmyndar. Tanevski átti lúmska en gullfallega sendingu á Hlyn rétt fyrir utan vítateig Vík- inga. Hlynur lék knettinum nokkur skref og þrumaði knettin- um í mark, alveg óverjandi fyrir Guðmund markvörð. Þórsarar bökkuðu nokkuð eftir markið og freistuðu þess að halda fengnum hlut en varamaðurinn Björn Einarsson gerði út um þá von með þrumuskalla á 86. mín- útu. Þá áður hafði legið nokkuð á norðanmönnum en áhangendur Þórsara voru þó farnir að vona að stigin þrjú færu norður. En mark Björn var mjög fallegt og kættust Víkingar mjög við það af skiljan- Iegum ástæðum. Nokkru síðar varði Baldvin frábærlega í marki Þórs skot frá Atla Einarssyni. Leiknum lauk því með 1:1 jafntefli og eru bæði liðin enn í bullandi fallhættu. Bestu menn Þórs í þessum leik voru þeir Bojan Tanevski, sem var besti maðurinn á leikvellin- um, og Kristján Kristjánsson sem var síógnandi í framlínunni. Víkingsliðið var mjög jafnt í leiknum og ekki er hægt að gerá upp á milli einstakra leikmanna þess. Dómari leiksins var Ólafur Sveinsson og dæmdi vel. Hann sá þó ástæðu til þess að sýna Milan Duricic þjálfara Þórs gult spjald fyrirólæti við hliðarlínu. HB/AP Liö Þórs: Baldvin Guðmundsson, Luca Kostic, Nói Björnsson, Július Tryggvason, Þorsteinn Jónsson, Bojan Tanevski (Bjarni Sveinbjörns- son-75. mín.), Birgir Karlsson, Sveinn Pálsson. Hlynur Birgisson, Ólafur Þorbergsson. Kristján Kristjánsson (Sævar Árnason 80 mín.). Liö Víkinga: Guömundur Hreiðarsson. Hall- stcinn Arnarson, Stefán Aðalsteinsson, Ámundi Sigmundsson (Jón Oddsson 46. mín.), Atli Helgason, Björn Bjartmarz (Björn Einarsson 80. mín.), Unnsteinn Kárason, Lúövík Braga- son, Atli Einarsson, Andri Marteinsson, Páll Guðmundsson og Aöalsteinn Aðalsteinsson. Hlynur Birgisson skoradi mark Þórs gegn Víkingum med fallegu skoti. íslandsmótið í knattspyrnu: Sveltur sitjandi kráka - og einnig knattspyrnulið sem ekki nýtir færin sín - KA-FH 1:1 KA-menn geta ekki kennt neinum um nema sjálfum sér að hafa ekki tekið öll stigin í viðureign sinni við FH í 1. deildinni í knattspyrnu á Akur- eyrarvelli á föstudagskvöldið. Leiknum lauk með 1:1 jafntefli eftir að KA hafði átt alla möguleika á því að gera út um leikinn í fyrri hálfleik. Fyrstu tuttugu mínútur leiksins átti KA fleiri marktækifæri en mögulegt var að telja. Þar var Jón Grétar Jónsson fremstur í flokki en einnig áttu þeir Þor- valdur Örlygsson, Antony Karl og Bjarni Jónsson ágæt tækifæri. En annað hvort brenndu KA- menn illa af, Halldór varði eins og berserkur í markinu eða þá löpp FH-manns komst í milli. Það kom því eins og köld vatnsgusa framan í áhorfendur að gestirnir yrðu fyrri til þess að skora. Pálmi Jónsson fékk knött- inn inni í vítateig KA á 30. mín- útu eftir slæm varnarmistök, þakkaði pent fyrir sig og skoraði örugglega án þess að Haukur í, markinu ætti möguleika á að verja. KA jafnaði leikinn tíu mínút- um síðar. Jón Grétar fékk bolt- ann óvænt rétt fyrir utan vítateig eftir að knötturinn hafði lent í bakhluta varnarmanns FH sem var á hraðri siglingu aftur í vörn- ina. Halldór markvörður freist- aði þess að koma út úr markinu en spyrna Jóns fór yfir hann en small í slánni og út á völlinn. Þar var Antony Karl réttur maður á réttum stað og skallaði knöttinn í móður jörð og inn í markið. Gauti Laxdal fékk ágætis marktækifæri í byrjun síðari hálf- leiks en fastur skalli hans fór rétt fram hjá stöng FH-marksins. En þar með var fjörið búið í leikn- um. Spilið fór út í veður og vind og baráttan var mest á miðjunni, lítið fyrir augað. Reyndar sóttu KA-menn mun meira og tókst FH-ingum ekki að ógna marki KA að neinu ráði all- an hálfleikinn. En broddinn vant- aði í sóknarleik KA og því fór sem fór og heimaliðið þurfti að sætta sig við eitt stig í leiknum. í leiknum gegn FH var gaman að sjá að Ormarr Örlygsson virð- ist vera að komast í sitt gamla góða form. Sérstaklega var hann sterkur í síðari hálfleik en þá vantaði aðstoð frá framlínu og miðjumönnum að vinna úr send- ingum hans fyrir markið. í fyrri hálfleik voru miðju-og framlínu- menn KA mjög góðir enda yfir- spiluðu þeir FH-liðið gersamlega en það sem vantaði voru mörkin og það eru þau sem gilda. Lið KA: Haukur Bragason, Erlingur Kristjánsson, Arnar Bjarnason, Halldór Halldórsson, Ormarr Örlygsson, Bjarni Jónsson, Jón Kristjánsson, Gauti Laxdal, Antony Karl Gregory, Jón Grétar Jónsson, Þorvaldur Orlygsson. Liö FH: Halldór Halldórsson. Ólal'ur Jóhannesson, Birgir Skúlason, Magnús Pálsson, Kristján Gíslason, Guðmundur Valur Sigurðsson, Þórhallur Víkingsson, Hörður Magnússon, Ólafur Kristjáns- son, Pálmi Jónsson, Björn Jónsson. Staðan 1. deild Fram 10 6-1-3 15: 8 19 Valur 10 5-3-2 12: 6 18 KA 10 4-4-2 14:10 16 FH 10 4-4-2 14:10 16 ÍA 10 5-1-4 12:12 16 KR 10 4-3-3 15:13 15 Þúr 10 2-4-4 10:14 10 ÍBK 10 2-4-4 11:17 10 Víkingur 10 2-3-5 14:12 9 Fylkir 10 2-1-7 7:21 7 2. deild Stjarnan 9 6-1-2 22:11 19 ÍBV 8 6-0-2 21:13 18 Víðir 9 5-2-2 13: 9 .7 Selfoss 9 5-0-4 10:13 x5 Breiðablik 9 4-1-4 20:15 13 Leiftur 9 3-3-3 9: 9 12 ÍR 9 3-1-5 8:12 10 Völsungur 9 2-2-5 14:23 8 Tindastóll 9 2-1-6 13:14 7 Einherji 8 2-1-5 9:21 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.