Dagur - 02.08.1989, Blaðsíða 2

Dagur - 02.08.1989, Blaðsíða 2
fréftir HAGKAUP Akureyri Matreiðslunemi óskast Uppl. gefa Gunnar og Guömundur á staðnum ekki í síma. __Ju>te£_ STEFAHÍA Starfskraftur óskast Óskum að bæta við starfskrafti til afgreiðslustarfa sem allra fyrst. Upplýsingar á staðnum. skapfihf Furuvötlum 13 I Akureyri JTíArt — AStfií'' tfiliÖ h O iiinnkrp.i;,.{iir 2 - DAGUR - Miðvikudagur 2. ágúst 1989 Akureyringar - nágrannar! Vinsamlega athugið! Við höfum lokað laugardaginn 5. ágúst. Afglapar á Dalvík: Gefa fótluðum veiðileyfi Afglapar hf. á Dalvík hafa til- kynnt Sjálfsbjörgu, félagi fatl- aöra á Akureyri, að þeir gefi fötluöu fólki veiðileyfi í Hrísa- tjörn í sumar, og er ætlunin að koma upp aðstöðu fyrir hjóla- stólafólk við tjörnina. Veiðileyfin eru ætluð félögum í Sjálfsbjörgu, og er um að ræða nokkra daga í mánuði. í Hrísa- tjörn er bæði silungur og lax, allt að 15 punda þungum. Júlíus Snorrason, einn „Afglapa- manna“ á Dalvík, segir að ætlun- in sé að bæta aðstöðuna við tjörnina svo að menn í hjólastól- um geti ekið þar út á litla bryggju til að veiða. Nokkrir fatlaðir hafa þegar notfært sér hið góða boð og rennt fyrir fisk. Ekki berast aðrar frétt- ir en að ágæt veiði sé á staðnum, að öllu jöfnu. Skrifstofa Sjálfs- bjargar sér um að úthluta veiði- leyfunum og er fötluðum bent á að snúa sér þangað. EHB Skattakóngar nokk- urra byggðarlaga Hljómsveitin Skriðjöklar frá Akureyri mun ásamt fleiri tónlistarmönnum gangast fyrir tveimur dansleikjum í Ýdölum í Aðaldal um versiunarmanna- helgina. Fyrri dansleikurinn verður haldinn á föstudags- kvöld og sá seinni á laugar- dagskvöld en auk þeirra eru ráðgerðar ýmsar uppákomur báða dagana í nágrenni Ýdala og hefur Vaglaskógur verið nefndur í því sambandi. Hljómsveitin Skriðjöklar er fyrir löngu landskunn fyrir tónlist sína og uppákomur af ýmsu tagi. Hljómsveitin hefur verið á far- aldsfæti í allt sumar og haldið fjölsótta dansleiki um allt land. Fyrir skömmu sendi sveitin frá sér tvö ný lög á safnplötunni Bjartar nætur og hefur annað þeirra þegar náð miklum vinsæld- um en það er lagið Mikki refur. Dansleikir sveitarinnar í Ýdölum verða með síðustu tækifærum landsmanna til að berja hana augum í bili, því með haustinu munu Jöklarnir halda til Banda- ríkjánrta og leika þar á amerísk- um sveitakrám um tveggja mán- aða skeið. Auk Skriðjökla mun hljóm- sveitin Glaumar, sem einnig er ættuð frá Akureyri, leika fyrir dansi í Ýdölum. Sú sveit var stofnuð síðasta haust og vakti mikla athygli í vetur um land allt fyrir sérstætt lagaval sitt. Þá mun danski söngvarinn og lagasmiður- inn Makrilen stíga á stokk og flytja sérstaka dagskrá með aðstoð beggja hljómsveitanna en Makríllinn, eins og hann hefur verið nefndur upp á ísiensku, sló eftirminnilega í gegn fReykjavík í vetur með hljómsveitinni Sköll- óttri mús. Loks má géta þess að samningaviðræður standa nú yfir við einn kunnasta . söngvara Íslendingá fyrr og síðar, um að hann dragi fram skóna, (eða öllu heldur stígvélin) á nýjan leik og eru taldar miklar líkúr á að samn- ingar takist. Verður það atriði þá auglýst nánar síðar. Félagsheimilið Ýdalir stendur á milli Akureyrar og Húsavíkur, á mjög veður- og gróðursælum stað. Skammt er frá Ýdölum yfir í sælureitinn Vaglaskóg en þar eru ein bestu tjaldstæði sem völ er á hérlendis. Boðið verður upp á sætaferðir í Ýdali báða dagana, frá Húsavík, Mývatnssveit, Vaglaskógi og Akureyri. kr í opinber gjöld og Jónas 2,209.346 kr. Skattakóngur í Árskógsstrandarhreppi er Hilm- ar Sigurðsson í Ásholti með 1.925.371 kr. og í Grýtubakka- hreppi er hæstur Kristleifur L. Meldal á Grenivík með 1,573.371 kr. JÓH D Frá og með 1. ágúst verður verð- iag Dags sem hér segir: Mánaðaráskrift kr. 1000.-. Grunnverð dálksentimetra aug- lýsinga kr. 660.-. í lausasölu kost- ar blaðið kr. 90,- eintakið. í blaðinu í gær var skýrt frá því hverjir væru hæstu skattgreið- endur á Akureyri og í Norður- landsumdæmi eystra sam- kvæmt nýútkominni skattskrá. Eftirtaldir einstaklingar urðu hæstir í nokkrum byggðarlög- um utan Akureyrar. Á Húsavík varð Vigfús Guð- mundsson hæstur með 2,147.150 kr. í Grímsey varð hæstur Gylfi Þ. Gunnarsson í Sólbrekku en á hann eru lagðar 1,925.371 kr. í gjöld. Mjótt er á munum miili tveggja manna í Svalbarðsstrand- arhreppi þar sem hæstir eru bræðurnir Haukur og Jónas Hall- dórssynir í Sveinbjarnargerði. Haukur þarf að greiða 2,279.486 Hinir eldfjörugu Skriðjöklar leika á tveimur dansleikjum í Ydölum um verslunarmannahclgina. Mynd: KL Verslunarmannahelgin: Skriðjöklar og Glaumar í Ýdölum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.