Dagur - 02.08.1989, Blaðsíða 9

Dagur - 02.08.1989, Blaðsíða 9
I QM:'f tiiúúz S: i«ö»fau4}5y.5í»U.;-Æ|í)'AO Miðvikudagur 2. ágúst 1989 - DAGUR - 9 Kr abb ameinsb ókin komin út - bók um sjúkdóm sem oft læknast og má læra að lifa með „Krabbameinsbókin" heitir ný bók sem Krabbameinsfélag fslands hefur gefið út og hefur að geyma margháttaðan fróðleik um krabbamein. Bókin er skrifuð af læknum, hjúkrunarfræðingum og fleirum og hefur verið reynt að safna saman ýmsum gagnlegum upplýsingum fyrir sjúklinga og vandamenn þeirra. Frumkvæði að samantekt þessarar bókar átti Óskar heitinn Kjartansson gull- smiður en hann féll frá áður en verkinu lauk. Bókin er 108 blaðsíður og fjalla fyrstu kaflarnir um almenn atriði varðandi krabbamein og meðferð þess. Pá eru fjórar frá- sagnir um reynslu krabbameins- sjúklinga og stðan koma tíu kafl- ar um nokkur algengustu krabba- mein karla og kvenna. Eru þeir kaflar skrifaðir af læknum. í lok- in eru kaflar um aðstoð og þjón- ustu sem hægt er að leita eftir. Hugmyndin tneð þessari bók Krabbameinsfélagsins er að les- endur geti þar fundiö upplýsingar um krabbamein, fái ábendingar um þjónustu fyrir krabbameins- sjúklinga og að hún verði til að efla baráttugleði allra sem segja krabbameini stríð á hendur. Krabbamein hefur oft verið talinn dauðadómur en með fram- förum í læknavísindum á síðustu árum má segja að svo sé ekki lengur. Krabbamein er sjúkdóm- ur en ekki dauðadómur. í bók- inni kemur fram í samtölum við sjúklinga, að nauðsynlegt sé að vera bjartsýnn og halda í vonina um lækningu. Baráttugleði ætti að vera kjörorð krabbameins- sjúklingsins og aðstandenda hans. Nokkrir velunnarar Krabba- meinsfélagsins hafa stutt útgáf- una fjárhagslega, m.a. fjölskylda Óskars Kjartanssonar. Manneldisfélag ísiands: Næringareftia- taflankominút Manneldisfélag íslands vill vekja athygli á næringarefnatöflu sem félagið var að gefa út. Næringar- efnataflan er til sölu í bókaversl- un Máls og menningar, Lauga- vegi 18, Reykjavík og kostar 175 kr. Félagasamtök, skólar og aðrir þeir sem vilja kaupa mörg eintök geta keypt töfluna beint frá for- manni félagsins. Nánari upplýsingar gefur for- maður félagsins Valgerður Hildi- brandsdóttir. Sími 652626 á kvöldin. Fyrsta eintak Krabbameinsbókarinnar var afhent forseta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur, en hún er verndari Krabbamensfélagsins. Viðstaddir voru Jóhannes Tómasson ritstjóri bókarinnar og Almar Grímsson formaður félagsins. Bílar til MMC Galant G.L.S. 2000 ... 1987 Dodge Aries .................. 1987 Chevrolet Monsa .............. 1988 Toyota Corolla ............... 1987 Skoda ........... ’84, ’85, ’86, ’87 Fiat Uno 45 .................. 1986 Chrysler Le Baron G.T.S. ... 1988 Skálafell sf. Draupnisgötu 4 • Akureyri bimi íiLiiob Við Leiruveg Sími21440 Yeiðikyfi Höfum til sölu veiðileyfí ívatni um 2ja tíma akstur frá Almreyri. Bátur fylgir. Munið úr\ulið okkar af veiðivörum og fatnaði. — Anamaðkar og allt sem þarf í veiðiferðina. Verslunarmannahelgin nálgast Lítið inn í næstu kjörbúð á félagssvæðinu og þar fæst flest í útileguna Góða ferð Kjörbúðir dagskrá fjölmiðla h Sjónvarpið Miðvikudagur 2. ágúst 17.50 Sumarglugginn. 18.45 Táknmálsfréttir. 18.55 Poppkorn. 19.20 Barði Hamar. (Sledge Hammer.) Nýr, bandarískur gamanmyndaflokkur með David Rasche í hlutverki rannsókn- arlögreglumanns sem er svo harður í horn að taka að aðrir harðjaxlar virðast mestu rindilmenni. 19.50 Tommi og Jenni. 20.00 Fróttir og veður. 20.30 Grænir fingur (15). Þáttur um garðrækt í umsjón Hafsteins Hafliðasonar. í þessum þætti opinberar blómaskreyt- ingamaðurinn Uffe Balslev leyndardóma blómaskreytinga og hvernig setja ma saman fallegan blómvönd. 20.45 Frank Sinatra. (Frank Sinatra - 50 ans de Chanson.) Franskur heimildaþáttur um söngvarann. 21.20 Steinsteypuviðgerðir og varnir Fimmti þáttur - Múrviðgerðir og endur- steypa. 21.40 Burt og til baka. (Wohin und Zurúck) 3. þáttur - Velkominn til Vínarborgar. Ferry flýr frá Vínarborg eftir að nasistar hafa drepið föður hans. Hann kemst ásamt öðrum flóttamönnum til Bandaríkj- anna en þar gengur hann í herinn. í þess- um þætti er sagt frá endalokum stríðsins og endurkomu Ferrys til Vínarborgar. 23.00 Ellefufréttir. 23.10 Burt og til baka - framh. 00.00 Dagskrárlok. Stöð 2 Miðvikudagur 2. ágúst 16.45 Santa Barbara. 17.30 Flóttinn frá apaplánetunni. (Escape from the Planet of the Apes.) Myndin er sú þriðja í sérstakri vísinda- skáldsagnaröð sem gerð hefur verið um framtíðarfélag út í geimnum. Aðalpersón- urnar eru þrír mannlegir apar sem ferðast hafa fleiri hundruð ár aftur í tímann til að sleppa undan gereyðingu heimkynna sinna úti í geimnum. Aðalhlutverk: Roddy McDowail, Kim Hunter og Bradford Dillman. 19.19 19:19. 20.00 Sögur úr Andabæ. (Ducktales.) 20.30 Falcon Crest. 21.25 Bjargvætturinn. (Equalizer) 22.15 Tíska. 22.45 Sögur að handan. (Tales From the Darkside.) 23.10 Dauðaleitin. (First Deadly Sin.) Frank Sinatra leikur lögreglumann í New York sem hefur í hyggju að setjast í helg- an stein. En áður en hann lætur af störf- um krefst yfirmaður hans þess að hann rannsaki dularfull fjöldamorð. Myndin er byggð á samnefndri metsölubók Lawr- ence Sanders. Aðalhlutverk: Frank Sinatra, Barbara Del- aney, Daniel Blank og Monica Gilbert. Stranglega bönnuð börnum. 00.40 Dagskrárlok. Rás 1 Miðvikudagur 2. ágúst 6.45 Veðurfregnir • Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið með Ingveldi Ólafsdóttur. Fréttir á ensku að loknu fréttayfirliti kl. 7.30. Lesið úr forustugreinum dagblað- anna að loknu fréttayfirliti kl. 8.30. 9.00 Fréttir. 9.03 Litli barnatíminn: „Viðburðaríkt sumar" eftir Þorstein Marelsson. Höfundur les (7). 9.20 Morgunleikfimi. 9.30 Landpósturinn - Frá Norðurlandi. Umsjón: Kristján Guðmundur Amgríms- son. 10.00 Fréttir • Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Þræðir - Úr heimi bókmenntanna. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. 12.00 Fréttayfirlit • Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir Tilkynningar Tónlist. 13.05 í dagsins önn - Sjúkrahúsvist. Umsjón: Ásdís Loftsdóttir. (Frá Akur- eyri.) 13.35 Miðdegissagan: „Pelastikk" eftir Guðlaug Arason. Guðmundur Ólafsson les (2). 14.00 Fréttir • Tilkynningar. 14.05 Harmonikuþáttur. 14.45 íslenskir einsöngvarar og kórar. 15.00 Fréttir. 15.03 Undir hlíðum eldfjallsins. 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist á siðdegi - Schubert, Mosch- eles og Beethoven. 18.00 Fróttir. 18.03 Að utan. 18.10 Ávettvangi. Tónlist • Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir • Tilkynningar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.32 Kviksjá. 20.00 Litli barnatíminn. 20.15 Samtímatónlist. 21.00 Úr byggðum vestra. 21.40 „Spegl", ljóð eftir Eyvind Eiríksson. Höfundur les. 21.50 „Rógburður", smásaga eftir Anton Tsjekov. Þórdís Arnljótsdóttir les. 22.00 Fréttir. 22.07 Að utan. 22.15 Veðurfregnir • Orð kvöldsins Dagskrá morgundagsins. 22.30 Að framkvæma fyrst og hugsa síðar. Umsjón: Smári Sigurðsson. (Frá Akur- eyri.) 23.10 Djassþáttur. - Jón Múli Ámason. 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur. 01.00 Veðurfregnir. Rás 2 Miðvikudagur 2. ágúst 7.03 Morgunútvarpiö. 9.03 Morgunsyrpa Eva Ásrún Albertsdóttir. Neytendahorn kl. 10.05. Afmæliskveðjur kl. 10.30. Þarfaþing með Jóhönnu Harðardóttur kl. 11.03. Gluggað í heimsblöðin kl. 11.55. 12.00 Fréttayfirlit • Auglýsingar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Umhverfis landið á áttatiu með Gesti Einari Jónassyni sem leikur þrautreynda gullaldartónlist. 14.03 Milli mála. Árni Magnússon á útkíkki og leikur nýju lögin. Hagyrðingur dagsins rétt fyrir þrjú og Veiðihornið rétt fyrir fjögur 16.03 Dagskrá. Dægurmálaútvarp. - Kaffispjall og innlit upp úr kl. 16.00. - Stórmál óagsins á sjötta tímanum. 18.03 Þjóðarsálin, þjóðfundur í beinni útsendingu, simi 91-38500. 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 Áfram ísland Dægurlög með íslenskum flytjendum. 20.30 Útvarp unga fólksins - Eyjalíf. Farið verður út í Flatey á Breiðafirði og líf- ið þar kannað, einnig verður litast um í Staðarsveit. 22.07 Á rólinu með Önnu Björk Birgisdóttur. 01.00 Næturvakt á báðum rásum til morguns. Fréttir eru sagðar kl. 7, 7.30, 8, 8.30, 9, 10, 11, 12, 12.20, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 22 og 24. Næturútvarpið 1.00 „Blítt og létt..." 2.00 Fréttir. 2.05 Söngleikir í New York - „Aint mis- behavin", „Sarafina" og „Oil City Symphony". 3.00 Rómantíski róbótinn. 4.00 Fréttir. 4.05 Glefsur. 4.30 Veðurfregnir. 4.40 Á vettvangi. 5.00 Fréttir af veðri og flugsamgöngum. 5.01 Áfram ísland. 6.00 Fréttir af veðri og flugsamgöngum. 6.01 Blítt og létt..." Ríkisútvarpið á Akureyri Miðvikudagur 2. ágúst 8.10-8.30 Svæðisútvarp Norðurlands. 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands. Bylgjan Miðvikudagur 2. ágúst 07.00 Páll Þorsteinsson. Alls kyns upplýsingar fyrir hlustendur sem vilja fylgjast með, fréttir og veður á sínum stað. 10.00 Valdís Gunnarsdóttir. Sérstaklega vel valin og þægileg tónlist sem heldur öllum í góðu skapi. 14.00 Bjarni Ólafur Guðmundsson. Leitaðu ekki langt yfir skammt. Allt á sín- um stað, tónlist og afmæliskveðjur. 18.00 Arnþrúður Karlsdóttir - Reykjavík síðdegis. Finnst þér að eitthvað mætti fara betur í þjóðfélaginu í dag, þín skoðun kemst til skila. Síminn er 611111. 19.00 Snjólfur Teitsson. Afslappandi tónlist í klukkustund. 20.00 Haraldur Gislason. Halli er með óskalögin í pokahorninu og ávallt í sambandi við íþróttadeildina þeg- ar við á. 24.00 Næturvakt Bylgjunnar. Fréttir kl. 8, 9, 10, 11, 12, 13, 14, 15, 16, 17 og 18. Hljóðbylgjan Miðvikudagur 2. ágúst 17.00-19.00 M.a. er „tími tækifæranna", þar sem hlustendur geta hringt inn ef þeir þurfa að selja eitthvað eða kaupa. Beinn simi er 27711. Fréttir kl. 18.00.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.