Dagur - 02.08.1989, Blaðsíða 12

Dagur - 02.08.1989, Blaðsíða 12
Kodak Express Gæóaframköllun ★ Tryggðu filmunni þinni {Sesta ^PediðjfTiyndir Hafnarstræti 98, sími 23520 og Hofsbót 4, sími 23324. Álagningarskrá Norðurlands vestra 1989: Skagstrendingar í þremur efstu sætum - yfir skatthæstu einstaklinga Álagningarskrá frá Skattstofu Norðurlands vestra l'yrir árið 1988 hefur verið lögð fram. Þar kemur fram að heildar- álagning nemur rúmum 1,1 milljarði króna. Það skiptist þannig að rúmar 923 milljónir eru lagðar á einstaklinga, 214,6 milljónir á félög og fyrir- tæki og 2,3 milljónir á börn. Skatthæsti einstaklingurinn á Norðurlandi vestra er Sveinn Ingólfsson, framkvæmdastjóri á Skagaströnd, með rúmar 2,2 milljónir í skatt. Af fyrirtækj- um þarf Kaupfélag Skagfirð- inga að greiða hæstan skatt, eða 21,7 milljón króna. Af fimm skatthæstu einstakl- ingum í kjördæminu kemur Birg- ir Þorbjörnsson, skipstjóri á Skagaströnd, næstur Sveini með 1 milljón og 992 þúsund kr. í skatt. Þriðji í röðinni er einnig skipstjóri á Skagaströnd. Hann heitir Guðjón Sigtryggsson með kr. 1.798.615 í skatt. Jón Dýrfjörð, vélvirki á Siglufirði, er í 4. sæti með kr. 1.772.605. Sá fimmti skatthæsti er Guðmundur H. Jónsson, Fljótahreppi, með kr. 1.554.144 í álögð gjöld. Sem áður segir er Kaupfélag Skagfirðinga langskatthæsta fyrirtækið í kjördæminu. Næst kemur Þormóður rammi, Siglu- firði, með kr. 9.054.197, Síldar- verksmiðja ríkisins, Siglufirði, kemur í þriðja sæti með kr. 9.011.115. í fjórða sæti er Kaup- félag A-Húnvetninga með kr. 8.712.062 í skatt, Skagstrending- ur hf. er í fimmta sæti með kr. 7.474.880 og í sjötta sæti kemur svo Kaupfélag V-Húnvetninga með kr. 7.280.693. Skattstofan á Norðurlandi vestra sendi barnabótaauka til alls 1457 einstaklinga, upp á kr. 44.290 160. Húsnæðisbætur fengu 489 aðilar, alls kr. 25.279.100. -bjb Akureyri, miðvikudagur 2. ágúst 1989 Það óhapp átti sér stað sl. mánudagskvöld við Stcinullarvcrksmiðjuna, að kranabóma lagðist yffir stýrishús gámabíls vcrksmiðjunnar. Verið var að taka tank af bílnum þegar fremri kranabóman gaf sig. Tvær samhxfðar kranabómur eru á gámabílnum og slakaði aftari bóman hraðar en sú fremri, með fyrrgreindum afleiðingum. Engin slys urðu á mönnuin við þetta óhapp, en um er að ræða tilfinnanlegt tjón fyrir verksmiðjuna, þar sem þetta er hennar eini gámabíll. Eins og sjá má er stýrihúsið gjörónýtt. Mynd: -bjb Bjarni Einarsson aðstoðarforstjóri Byggðastofnunar: „Það á að hætta að nota stofiiunina sem slökkvilið - skortur á framtíðarsýn í íslenskri byggðapólitík Til þess að Byggðastofnun geti sinnt sínu hlutverki þarf að mati Bjarna Einarssonar aðstoðarforstjóra stofnunar- innar að hætta að nota hana sem neyðarhjálparstofnun og gera hana í staðinn að þróun- arstofnun sem getur unnið að framtíðarverkefnum. veikleiki í skýrslunni að hún er ekkert inni á byggðasviðinu held- ur bendir bara á það sem er að gerast og gerist að öllu óbreyttu á næstu árum,“ segir Bjarni. Um þá skoðun Ófeigs að bygg- ing félagslegra íbúða hljóti að vera lyftistöng fyrir öll byggðar- lög, en ekki bara þau þar sem íbúum fjölgar, segist Bjarni telja að byggingariðnaðurinn geti aldrei orðið annað en þáttur í uppbygg- ingu. „Það má hins vegar alltaf deila um hvort kemur á undan eggið eða hænan,“ segir hann. ET Menn eru misjafnlega kræfir. Fyrir fáum dögum stöðvaði lögreglan á Akureyri próflaus- an ökumann þar sem hann ók um á vörubíl og það í atvinnu- skyni. Maður þessi missti prófið í vor til eins árs vegna ölvunar við akstur. Eftir þetta réði hann sig í vinnu við akstur vörubifreiðar en slíkt krefst að sjálfsögðu nteira- prófs. Það hafði kappinn hins vegar ekki lengur í fórum sínum. Glöggir þjónar réttvísinnar könnuðust við kauða og stöðv- uðu bifreiðina. Ólafur Ásgeirsson aðstoðaryf- irlögregluþjónn sagðist vilja benda verktökum og öðrum þeim sem ráða bílstjóra í vinnu til sín á að athuga hvort þeir hefðu ekki tilskilin réttindi til slíkra starfa. Ef réttindalaus atvinnubílstjóri myndi valda slysi þá gæti slíkt komið sér afar illa fyrir vinnu- veitandann. ET Akureyri: Próflaus á vörubíl íslandsbanki hf. á Akureyri: Bankaráðsmenn ekkert famir að ræða um útibússtjóramálm - segir Haraldur Sumarliðason „Það á að hætta að nota Byggðastofnun sem nokkurs konar slökkvilið, til að bjarga því sent er að fara fjandans til. Alla tíð frá því að þetta hét Fram- kvæmdastofnun hefur orka stofn- unarinar öll farið í björgunar- aðgerðir. Þjóðfélagið hlýtur að hafa efni á því að nokkrir menn horfi fram fyrir nefið á sér í stað þess að lifa bara og hrærast í nú- tímanum,“ segir Bjarni. Að hans mati er um tvenns konar byggðapólitík að ræða. Annars vegar er um að ræða þá sem er alls ráðandi á íslandi og miðar að því að milda áhrif af sífelldum hagsveiflum. Hins veg- ar er það sem hann kallar lang- tímapólitík. „Langtímapólitíkin hlýtur að vera aðalatriðið ef menn vilja rétta hlut landsbyggð- arinnar," segir hann og nefnir sem dæmi um skort á slíkri stefnumörkun að hann hafi ekki ennþá séð tíu ára yfirlit yfir fjár- festingarþörf í landinu. Nýlega gagnrýndi Ófeigur Gestsson bæjárstjóri á Blönduósi Byggðastofnun og varpaði fram þeirri spurningu hvort ekki ríkti trúnaðarbrestur milli stofnunar- innar og landsbyggðarinnar. Ófeigur vitnaði í nýafstaðna út- hlutun á Iánum til félagslegra íbúða, sem byggð var á skýrslu Byggðastofnunar um íbúðaþörf. „Jú, það má segja að það sé „Sem bankaráðsmaður í Iðn- aðarabankanum get ég fullyrt að þetta mál er ákaflega stutt á veg komið,“ sagði Haraldur Sumarliðason, formaður Land- sambands iðnaðarmanna, er hann var inntur eftir því hvort eitthvað væri farið að fjalla um ráðningu útibússtjóra íslands- banka á Akureyri. Samkvæmt samningi sem einkabankarnir þrír gerðu við ríkið um kaup á eignum Útvegs- bankans þá á íslandsbanki að taka formlega til starfa ekki síðar en 1. júlí á næsta ári. „Við höfum gert okkur vonir um að þetta tak- ist fyrr, jafnvel fyrir áramót, en það er þó alls ekki víst,“ sagði Haraldur um sameininguna. Bankaútitibúum mun vitanlega fækka vegna samruna peninga- stofnananna í íslandsbanka. Hvað Akureyri snertir er ljóst að útibússtjórastaðan þar verður ein sú eftirsóttasta utan Reykjavík- ursvæðisins. Ýmislegt virðist benda til að húsnæði Alþýðubankans við Skipagötu verði fyrir valinu, sam- kvæmt heimildum innan banka- kerfisins. Samkvæmt brunabóta- mati eru fasteignir Útvegsbank- ans og Alþýðubankans þó svip- aðar að verðmæti; brunamat Alþýðubankahúsnæðisins er lið- lega 55,4 milljónir króna, en neðsta hæð Hafnarstrætis 107 er metin á 52 milljónir 481 þúsund krónur, þ.e. brunabótamat. Iðn- Eftirlit með fálkahreiðrum í Mývatnssveit virðist hafa skil- að góðum árangri því aðeins hefur einu sinni orðið vart við grunsamlegar mannaferðir í námunda við þau í sumar að sögn Inga Yngvasonar fálka- eftirlitsmanns. aðarbankinn á Akureyri leigir í Geislagötu 14, Sjallanum, og er brunabótamat alls hússins óskipt, rúmar 200 milljónir króna. „Bæjarfógetaembættið á Akur- eyri hefur augastað á neðstu hæð Hafnarstrætis 107, enda er nauðsynlegt fyrir þá að fá meira pláss,“ sagði einn heimildamaður Dags í bankakerfinu, og bætti við: „Það veit enginn hver eða hverjir verða ráðnir útibússtjórar íslandsbanka á Akureyri, en það Sagt var frá því í Degi í vor að sést hefði til manns í Mývatns- sveit sem talið var að hefði verið að skoða aðstæður til fálkaeggja- þjófnaðar. „Það er ekkert reynt þegar menn finna það og vita að eftirlit er með hreiðrunum og ekki hefur borið á neinu eftir þykir ein eftirsóttasta staðan í bankakerfinu í dag „úti á landi," frá sjónarmiði Reykvíkinga a.m.k.“ „Það eru ellefu starfshópar að vinna að ákveðnum málaflokkum fyrir íslandsbanka, og einn hóp- urinn er að skoða útibúastöðuna í dag, og hvað væri skynsamlegt að leggja til. En ég get fullyrt að staða einstakra manna hefur ekki verið rædd í því sambandi," sagði Haraldur Sumarliðason. EHB þetta. Eftirlitið hefur því skilað góðum árangri," sagði Ingi. Allir ungar eru nú flognir úr hreiðrunum og er Ingi því hættur eftirliti fyrir nokkru. Um er að ræða eitt aðal fálkasvæðið og var hreiðrafjöldi svipaður og verið hefur undanfarin ár. KR FáJkaungar flognir úr hreiðrum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.