Dagur - 02.08.1989, Blaðsíða 6

Dagur - 02.08.1989, Blaðsíða 6
6DAGUR - Miðvikudagur 2. ágúst 1989 Hallbjörn Hjartarson söng lög af væntanlegri plötu sinni og gerði það eins og honum einum er lagið. - miMð iirn dýrðir Skagstrendingar gerðu sér glaðan dag um síðustu helgi, þegar fram fóru hátíðarhöld vegna 50 ára afmælis Höfðahrepps, en 1. janúar sl. var liðin hálf öld frá því Vindhælishreppi hinum forna var skipt upp í þrjá hreppa; Skagahrepp, Höfðahrepp og Vindhælishrepp. Hátíðarhöldin hófust sl. föstudagskvöld með því að 50 trjáplöntur voru gróðursettar í miðbæ Skagastrandar og opnuð var listasýning í grunnskólanum úr Listasafni ASÍ. Stanslaus dagskrá var fram á sunnudag, og endaði með kaffisamsæti í félagsheimilinu Fellsborg. Það voru börn og unglingar sem gróðursettu plönturnar á föstudagskvöldið, undir stjórn skógræktarfélagsins, og komust færri að en vildu, slíkur var áhug- inn hjá krökkunum á að fá að gróðursetja. Fjölmenni var við opnun listasýningar úr Listasafni ASÍ í grunnskólanum og var sýn- ingin opin yfir hélgina. Dagskrá föstudagsins lauk með varðeldi á Hólatúni síðla kvölds, þar sem um 200 manns komu saman, aðallega yngri kynslóðin á staðn- um. Það var sungið hástöfum við eldinn, sem yljaði mönnum í næt- urkuldanum. Sönghópurinn Góló söng nokkur lög á skemmtuninni á Hólatúni við undirleik Þorvaldar Skaftasonar. Fallegasta mark á Skagaströnd í áraraðir! Á laugardag hélt hátíðardag- skráin áfram með afmælismótum í sundi og bridds um morguninn. Verðlaunaafhending fyrir sund- mótið fór fram á Hólatúni síðar um daginn. Eftir hádegi byrjaði fjörið aftur kl. 14 með leik úrvalsliðs USAH og 1. deildar- iiðs Skagamanna. Heimamenn stóðu vel í Skagamönnum og gáfu þeim lítið eftir. Leiknum lyktaði með 3:1 sigri ÍA og skor- aði Skagamaðurinn í liði USAH markið, sjálfur skólastjórinn á Skagaströnd, Páll Leó Jónsson. Mark Páls var afar glæsilegt og talið fallegasta mark sem sést hefur á Skagaströnd og þó víðar væri að gáð. Hallbjörn með gott „come back“ Að loknum leik ÍA og USAH var gengið fylktu liði í skrúðgöngu að Hólatúni, þar sem skemmtidag- skrá fór fram fyrir alla fjölskyld- una. Hún hófst með stuttu ávarpi oddvita hreppsnefndar Höfða- hrepps, Magnúsar Jónssonar, en síðan tók við stanslaus skemmtun í þrjá tíma. Meðal þeirra sem tróðu upp voru Sönghópurinn Góló, krakkar úr leikskólanum, Rose Mary Angus, félagar úr Leikklúbbi Skagastrandar og síð- ast en ekki síst, Hallbjörn Hjart- arson, kántrýsöngvarinn góð- kunni. Hallbjörn söng nokkur lög af væntanlegri plötu sinni og fékk hann góðar viðtökur frá heima- mönnum, sem ekki hafa heyrt frá honum um nokkra hríð. Það má segja að Hallbjörn hafi átt þarna gott „come back“, hann virðist fáu hafa gleymt og voru nýju lög- in mjög svo áheyrileg. Þau eiga eftir að heyrast á öldum ljósvak- ans innan tíðar. Dansleikir fyrir alla aldurshópa Á Hólatúni gat yngri kynslóðin farið í leiktæki margs konar og brugðið sér á hestbak. Þá var heljarinnar grillveisla fyrir alla viðstadda, sem voru, hátt í 500, þegar best lét. Par gátu afmælis- gestir fengið kjöt og pylsur eins og þeir gátu í sig látið. Að lokinni skemmtun á Hólatúni hélt gleðin áfram á fjölskylduballi í Fellsborg, þar sem hljómsveitin Skriðjöklar tróð upp. Síðar um kvöldið var svo almennt ball í Fellsborg, en einnig voru gömlu dansarnir stignir í kaffisal Hóla- ness hf. Það má því segja að nær allir Skagstrendingar> og nær- sveitamenn hafi farið á dansleik þarna á laugardagskvöldið og áreiðanlega skemmt sér konung- lega. Jo.".f"8,..,ngvar?son ,ý?ti leik IA °8 USAH beint á RAS-SKA af Hluti af þeim sem störfuðu við RÁS-SKA í hljóðverinu í Fcllsborg. Frá vinstri: Guðmundur Ólafsson, Óskar Þór Óskarsson, Magnús Jónsson nukilh roggsemi. Undir lok lciksins sleppti hann míkrafóninum útvarpsstjóri og oddviti, Ragnar Jónsson og við græjurnar situr Arni Geir Ingvarsson. Á myndina vantar tæknimenn og dagskrárgerðarfólk á og for í mark Skagamanna, þar sem hann lék á árum áður við borð við Viggó Magnússon, Halldór Ólafsson, Stefán Lárusson og Jóneyju Gylfadóttur, svo einhveriir séu nefndir. goðan orðstlr. J

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.