Dagur - 02.08.1989, Blaðsíða 7

Dagur - 02.08.1989, Blaðsíða 7
V - rf% , ■ . vikudagur 2. ágúst 1989 - DAGUR ^v■V.V,i-•-Y.y,V.-,:'V. , ‘ -7 innæli lalirepps á Skagaströnd um síðustu helgi Endað með kaffisamsæti í Fellsborg Á sunnudag fór fram helgistund í nýrri kirkju þeirra Skagstrend- inga og var það í fyrsta skiptið sem messað var þar. Fjölmenni var við þessa fyrstu messu. Einnig var haldið útiskákmót á sunnudeginum og þar sigraði Sig- urgeir Arnar Ægisson með fjóra vinninga af fimm mögulegum. Á Syðra-Hóli í Vindhælishreppi var afhjúpaður minnisvarði um Magnús Björnsson, fræðimann, sem hefði orðið 100 ára 30. júlí sl. Að lokinni afhjúpun var kaffi- samsæti í Fellsborg sem hrepp- arnir þrír og ættmenni Magnúsar stóðu fyrir. Með kaffisamsætinu lauk hátíðarhöldunum um helg- ina og þóttu þau takast mjög vel, þó einhverjir hafi viljað betra veður. En það er nú eins og það er! Útsendingar heyrðust allt til Blönduóss Ekki verður klárað að segja frá afmælishaldinu á Skagaströnd, án þess að minnast á RÁS-SKA FM 97,7, útvarpsstöðina sem starfrækt var yfir helgina. Par var spiluð tónlist, fylgst með afmælis- hátíðinni í beinum, jafnt sem óbeinum útsendingum, og rætt við hina og þessa valinkunna menn. Útvarpsstjóri var Magnús Jónsson oddviti og að hans sögn tókst útvarpið mjög vel og fékk góðar viðtökur heimamanna. Útsendingar heyrðust allt niður á Blönduós, þannig að grannarnir gátu fylgst með hvað var að ger- ast á Skagaströnd. -bjb Krakkar úr leikskólanum sungu nokkur lög af mikilli innlifun á Hólatúni og fengu klapp fyrir. Þarna er fólk fram- tíðarinnar á Skagaströnd, samankomið á hálfrar aldar afmælinu. Það var hátíðarblær yfir öllu og lögreglan fór fyrir skrúðgöngunni. Þessi kvartett spilaði og söng nokkra slagara og hann skipa Viggó Magnús- son, Þorvaldur Skaftason, Fannar Viggósson og Kristján Blöndal. Grillað var ofan í afmælisgesti á Hólatúninu og gat hver fengið sér af kjöti og pylsum eins og hann gat í sig látið. Hljómsveitin Skriðjöklar frá Akureyri kom við í lok grillveislunnar á Hóla- túni og gæddi sér á restinni af kjötinu, það litla sem afgangs var. Hér eru þeir ásamt kokknum, Steindóri í Marska, og líkar matseldin greinilega mjög vel. „Fengum dæmigert hátíðarveður“ - segir Halldór Hermannsson, „framkvæmdastjóri“ hátíðarhaldanna á Skagaströnd „Að mínu mati tókst fram- kvæmd hátíðarhaldanna vel, miðað við efni og aðstæður. Heimamenn sáu nær alfarið um öll atriði og ég get ekki verið annað en sáttur við útkomuna. Við fengum dæmigert hátíðarveður," sagði Halldór Hermannsson, útibústjóri í kaupfélaginu, í samtali við blaðamann Dags, en hann sá um undirbúning og framkvæmd 50 ára afmæl- ishátíðar Höfðahrepps. Það tókst að ná tali af Halldóri á hátíðinni á Hólatúni, en hann hafði í nógu að snúast. Halldór var nú ekki aleinn í undirbúningi og framkvæmd. Fjölmörg félagasamtök lögðu hönd á plóginn. Má þar nefna Ungmennafélagið Fram, Kven- félagið . Einingu, Leikklúbb Skagastrandar, Slysavarnarfé- íagið, Björgunarsveitina, Hesta- mannafélagið Snarfara og Briddsfélag Skagastrandar. Halldór sagði að fleiri utan þessara félaga hafi hjálpað til, enda hafi þurft margar hraðar hendur. „Þetta hefði aldrei tck- ist nema með þátttöku fyrir- tækja á staðnum. Kaupfélagið og Skagstrendingur styrktu þetta ntyndarlega svo ég nefni einhver nöfn,“ sagði Halldór. Halldór sagði að þessi helgi hefði verið hápunktur afmælis- haldsins í tilefni hálfrar aldar afmælisins, en síðar í þessum mánuði stendur til að hafa dagskrá af listrænum toga. „Það verður nánar auglýst síðar," sagði Halldór að lokum og hélt för sinni áfram. -bjb „Sáttur við útkomuna,“ segir Halldór Herinannsson um hátíðarhöldin. Myndir: -bjb

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.