Dagur - 02.08.1989, Blaðsíða 4

Dagur - 02.08.1989, Blaðsíða 4
áfengismál 4 - DAGUR - Miðvikudagur 2. ágúst 1989 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), BJÖRN JÓHANN BJÓRNSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÓNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRIMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASIMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SIMFAX: 96-27639 Hvequ kenna þeir um? Vaxandi atvinnuleysi og þungar horfur í atvinnu- málum hljóta óhjákvæmilega að leita á hugi margra íbúa Akureyrar þessar vikurnar. Þær fréttir hafa borist að hátt á annað hundrað manns gangi að staðaldri atvinnnulausir í höfustað Norðurlands í mesta atvinnuleysi um 20 ára skeið, kvótaleysið neyði Útgerðarfélag Akureyringa hf til að loka frystihúsi, vinnslu og leggja skipum í þrjár vikur, og þröngur fjárhagur bæjarfélagsins leiði til þess að ekki er unnt að auka framkvæmdir á vegum þess. En það er ekki aðeins fiskvinnslufólkið og sjó- mennirnir hjá ÚA, auk ófaglærðra verkamanna á almennum vinnumarkaði sem missa spón úr aski sínum vegna samdráttaraðgerða og minni yfir- vinnu. Iðnaðarmenn bæjarins, einkum þeir sem vinna í byggingariðnaðí og tengdum greinum, horfa með ugg í brjósti til haustsins og komandi vetrar. Ekki er annað fyrirsjáanlegt en að verkefna- leysi verði mörgum iðnaðarmanninum fjötur um fót þegar vetrar, ef svo heldur áfram sem nú horfir. Allir sem þekkja eitthvað til atvinnuleysis vita að það hefur margvísleg áhrif á efnahag fleiri en þess sem vinnuna missir. í atvinnuleysi myndast gjarn- an vítahringir vanskila og erfiðleika heimilanna, sem síðan bitna á lánastofnunum, sem verða að minnka umsvif sín vegna þessa, fasteignir falla í verði, fólksflótti getur orðið úr heilu byggðarlögun- um, svo aðeins nokkrir fletir málsins séu nefndir. Inn í þetta blandast vandi landbúnaðarins, sem á undir högg að sækja. Samdráttur í landbúnaði þýðir ekkert annað en samsvarandi samdrátt í þjónustu- greinum hans, sem eru mjög alvarleg tíðindi fyrir íbúa Akureyrarbæjar, og eru nú þegar staðreynd. Þeir sem muna kosningabaráttuna fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar á Akureyri ættu nú að hugsa örlítið til baka, til málflutnings þeirra stjórn- málasamtaka sem nú mynda meirihluta Bæjar- stjórnar Akureyrar. Fyrrverandi meirihluti fékk að heyra það mánuð eftir mánuð og ár eftir ár, að atvinnuleysi, flótti iðnaðarmanna úr bænum og almenn deyfð yfir framkvæmdum á vegum bæjarins væri honum að kenna. í þessu sambandi voru þau rök í hávegum höfð að nærri því allt sem miður gat farið í bænum væri bæjarstjórnarmeirihlutanum að kenna. Sú athugasemd fylgdi oft í kjölfarið að sterk staða Kaupfélags Eyfirðinga væri hér einnig mikill orsakavaldur. Hvað hugsa bæjarfulltrúar núverandi meirihluta þessa dagana, þegar alvarlegar blikur eru á lofti í atvinnumálum á Akureyri? Kenna þeir sjálfum sér um að svo er nú komið? Gæti bæjarfélagið gripið til einhverra ráðstafana til að spyrna við fótum og efla framkvæmdir á sínum vegum, þegar atvinnuleysið sverfur að? Svarið er, því miður, nei. Bærinn á ekki neina sjóði sem hægt er að grípa til í þessu skyni. EHB Alheitun alkóhólistans Þar sem afneitunin getur verið svo margvísleg hjá fólki sem drekkur og aðstandendum þeirra, hef ég ákveðið að fjalla hér eingöngu um algengasta form afneitunar sem er hin óbeina afneitun drykkjumannsins. Þegar alkóhólistinn drekkur, drekkur hann stjórnlaust. Hann missir hæfnina til að segja til um hversu mörg glösin verða eða hve lengi verður verið að drykkju. Þessi stjórnlausa drykkja leiðir síðan til stjórnlausrar hegðunar, hann segir og gerir hluti sem hann svo sér sárlega eftir þegar af honum er runnið. Hægt en örugglega fer því að verða mikið ósamræmi milli þess sem alkóhól- istinn gerir og þess sem hann veit að hann ætti ekki að gera. Þegar hann svo lítur til baka fer hann óhjákvæmilega að fá ýmsar efa- semdir um eigið geðheilbrigði og flestir alkóhólistar hafa einhvern tímann hugleitt sjálfsvíg. En allar manneskjur, hvort sem þær eru alkóhólistar eða ekki, verða að lifa með sjálfum sér, sættast við sjálfan sig á einn eða annan hátt. Til að alkóhólistanum sé það mögulegt grípur hann til afneit- unar. Sársaukinn sem því fylgir að horfast í augu við allar ávirð- ingar og niðurlægingar vegna eig- in hegðunar er svo mikill að lík- legt er að alkóhólistinn gripi til örþrifaráða yrðu þær dregnar upp fyrir honum á einu bretti. Þannig er afneitunin alkóhól- istanum nauðsynleg til að geta lif- að með sjálfum sér. Að draga úr því hve mikið hafi verið drukkið og hversu lengi er oft það fyrsta. Hann drekkur þrjú kvöld um helgar en kallar það bara eitt og hefur allra handanna útskýringar á reiðum höndum hvers vegna hann drekki. Eða sá sem drekkur alla vikuna en kallar það 3-4 daga. Alkóhólistanum er það yfirleitt mikið mál að fá svör við því hvers vegna hann drekki svona mikið. Sjálfur leitar hann svara í umhverfinu, þjóðfélagsuppbygg- ingunni, veðurfarinu, verðbólg- unni, heimspólitíkinni eða bara að hann notar áfengið sem afslöppun þar sem hann vinnur stressaða vinnu. Allt er þetta afneitun, sjúklingurinn heldur áfram að leita að því sem ekki finnst, á meðan fíknin þróast áfram í líkama hans, alveg eins og slökkviliðsmenn sem einvörð- ungu leita orsaka brunans en sinna ekki um að slökkva eldinn. „Er þetta ekki mitt líf“ hug- myndafræðin þar sem alkóhólist- inn böðlast áfram tillitslaus, frek- ur og kjaftfor og telur sig hafa heimild til ruddamennsku og vanvirðingar gagnvart fjölskyldu sinni á þeirri forsendu að hann bara sé svona, er ægileg afneitun. Alkóhólistinn krefst samþykkis fjölskyldu sinnar á frekju sinni og yfirgangi undir öskrunum „ræð ég ekki mínu lífi eða hvað?“ Illt væri í efni ef fjölskyldumeðlimir höguðu sér eins gagnvart alkóhól- istanum. Viðmiðunin við aðra, þessi eilífi samanburður alkóhól- istans er auðvitað afneitun. í fyrstu miðar hann kannski við að allt sé í lagi, hann drekki jú aldrei daginn eftir, þegar það svo skeð- ur breytist bara viðmiðunin í að hann drekki sko ekki á virkum dögum, og þegar það svo gerist kemur samanburðurinn inn í myndina, þetta er nú ekki svo slæmt miðað við einhvern frænda eða annan sem drekki mikið verr og meira. Alveg sama hve langt sjúk- dómurinn hefur náð að þróast, mun alkóhólistinn alltaf bera sig saman við aðra verri til viðmið- unar og bóta, því svo má jú böl bæta að benda á annað verra. Ingjaldur Arnþórsson. En hvað er til ráða? Sjúklingur- inn þarf að fá fræðslu. Þegar fræðsla kemur í stað fordóma og fáfræði getur sjúklingurinn fyrst hætt að leggja siðferðilegt mat á hegðun sína og framkoniu. Hann öðlast þá skilning á sjúkdómnum alkóhólisma og byrjar að upp- götva að hann réð ekki þessari þróun sjálfur og þarf þar af leið- andi ekki lengur á allri þessari afneitun, réttlætingu og enda- lausu útskýringum að halda. Hann fræðist um eðli sjúkdóms- ins og fer að skilja að allt klúðrið, vanlíðanin, mórallinn og kvíðinn eru ekki merki um aumingja- skap, skort á viljastyrk eða eitt- hvert veiklyndi heldur einkenni sem heyra undir sjúkdómsgrein- ingu alkóhólisma. Þá fyrst getur alkóhólistinn farið að slaka á og láta sér líða vel. Afneitunin getur brotist út í mörgum fleiri myndum, ég valdi að nefna hér aðeins nokkrar algengar uppá- komur. Ingjaldur Arnþórsson ráðgjafi SÁÁ-Norðurlandi Garðarsbraut 26 á Húsavík. Skrifstofur verkalýðsfélaganna og Alþýðubankinn nýflutt í húsið. Helgi Bjarnason for- maður Verkalýðsfélags Húsavíkur framan við húsið. Húsavík: Verkalýðsfélögin og Alþýðubankinn flytja Útibú Alþýðubankans á Húsa- I Bjargar fluttu nýlega í nýupp- I að ræða rúmgott og vistlegt vík og skrifstofa verkalýðsfé- gert eigið húsnæði að Garðars- húsnæði á neðri hæð í norður- laganna og Lífeyrissjóðsins | arsbraut 26 á Húsavík. Um er ) álmu hússins. Síðar verður tek-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.