Dagur - 02.08.1989, Blaðsíða 10

Dagur - 02.08.1989, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Miðvikudagur 2. ágúst 1989 íþróttir ÁRLANP f/ myndasögur dogs 1 Pabbi, ég var að velta fyrir mér.. . hvað myndi gerast ef allir i landinu sturtuðu niður úr klósettunum sínum á nákvæmlega sama tíma? ANPRÉS ÖND HERSIR BJARGVÆTTIRNIR # Skatturinn Árlegir skattasneplar hafa nú skriöið inn um bréfalúg- ur út um allt land. Snepillinn' er víst eitthvað öðruvísi en undanfarin ár og ku það helgast af því að á síðasta ári var í fyrsta skipti dreginn staðgreiðsluskattur af launa- fólki. Hvað um það. Skatta- miðinn ber sem fyrr með sér annaðhvort jákvæðar eða neikvæðar fréttir fyrir Jóna og Gunnur þessa lands. Sumir fá jafnvirði margra bjórkassa til baka frá ríkinu á meðan aðrir þurfa að punga út óguðlega háum fjárhæðum til Ólafs Ragnars. Tíðindamaður S&S fékk skattsnepilinn í hendur á dögunum og viti menn; hann taldist skulda 7 krónur í botnlausan rikis- kassann. Vinurinn kvaðst staðráðinn í því að gera sér ferð á Skattstofuna og greiða þessar krónur eins og skilvísum góðborgara sæmdi! Annar kunningi S&S fékk álíka rukkun frá skattinum vegna vangold- ins staðgreiðsluskatts. Sá er líka þekktur fyrir að vera skilvís. Hann fór þó heldur óvenjulega leið í að greiða skuldina. Tók hann tóma kók-flösku, bjó um hana í skókassa, pakkaði „jóla- gjöfinni" inn í snotran pappír og sendi skattinum. Með- fylgjandi orðsending var eitthvað á þessa leið: Sendi hér með greiðslu fyrir skuld minni. Þið kaupið eitthvað gott fyrir afganginn! # Fyrst grín - nú alvara Eins og öllum fótbolta-bull- um ætti að vera kunnugt um nálgast hápunktur „vertíð- arinnar“. Allt er á útopnu í fyrstu deild og er þar engan veginn sýnt hver standa mun uppi sem sigurvegari í haust. Línur eru þó öllu skýrari í neðri deildunum. Þannig er næsta víst að Siglfirðingar koma ferskir upp í aðra deiid á nýjan leik. Hugsanlegt er að lið frá Akureyri taki stöðu þeirra í þriðju deildinni. Lið Tennis- og badmintonfélags Akur- eyrar er nú með góða for- ystu í D-riðli fjórðu deildar og virðist fátt geta stoppað það úr þessu. Stóra hindr- unin fyrir sæti í þriðju deild er leikur við efsta liðið í Austurlands-riðli. Leikið verður heima og heiman og verður mótherjinn líklega Leiknir eða Höttur. Óneitan- lega er það spaugilegt að lið TBA skuli nú vera í þessari stöðu. Á vordögum lögðu leikmenn þess upp með það ' að markmiði að hafa gaman af boltanum, halda sér í formi, eins og það heitir á máli íþrótta. Nú standa TBA-strákarnir frammi fyrir alvöru keppni. Heimildir S&S herma að þeir hafi nú lagt grínið og fína formið á hilluna og ætli sér aö klára dæmið, þ.e. vinna sér sæti í þriðju deild. \ Þóra Einarsdóttir UMSE íslandsmeistari í hástökki. Keppir með íslcnska landsliðinu í Dyflinni. Mynd: jóh Frjálsar íþróttir: Norðlensku stúlkurnar í landsliðinu - Ágústa, Þóra og Guðbjörg Eftir að Meistaramótinu í frjálsum íþróttum lauk um helgina var íslenska landsliðið sem keppa á í Evrópubikar- keppninni á írlandi um næstu helgi valið. Þrjár norðlenskar stúlkur, Þóra Einarsdóttir UMSE, Ágústa Pálsdóttir HSÞ og Guðbjörg Gylfadóttir USAH, stóðu sig það vel á Meistaramótinu að þær voru valdar í landsliðið. Þóra sigraði örugglega í hástökkinu með 1,75 og er nú tvímælalaust besti kvenhástökkv- arinn á landinu í dag, fyrir utan Þórdísi Gísladóttur sem ekki keppir núna. Ágústa Pálsdóttir HSÞ var val- in til að keppa í 4x400 m boð- hlaupi. Hún var valin frjáls- íþróttamaður HSÞ í fyrra og á svo sannarlega framtíðina fyrir sér. Guðbjörg Gylfadóttir frá Skagaströnd er fremsti kven- kastari íslendinga í dag. Hún sigraði í kúluvarpi á Meistara- mótinu og varpaði 13,68 metra. Hún mun því keppa í kúluvarpi í Dyflinni. Sigfús hæstur - í 3. deildinni - Viðar og Sigurpáll berjast um titilinn í 4. deild Baráttan um markakóngstitil- inn í öllum deildum knatt- spyrnunnar er nú mjög hörð og standa Norðlendingar ágæt- lega í neðri deildunum. Sigur- páll Árni Aðaisteinsson TBA og Viðar Sigurjónsson HSÞ-b eru markahæstu menn yfir landið og Sigfús Kárason Dal- vík er markahæstur í 3. deild- inni. Ar.tony Karl Gregory KA er markahæstur norðanmanna í 1. deild með 5 mörk. Hörður Beno- nýsson Völsungi hefur skorað 6 mörk og er sókndjarfasti norðan- maðurinn í 2. deild. Sigfús Kára- son er efstur í 3. deildinni með 13 mörk en Hafþór Kolbeinsson er ekki langt undan með 11 mörk. Sigurpáll Árni Aðalsteinsson TBA og Viðar Sigurjónsson HSÞ-b skoruðu báðir 3 mörk um helgina og eru markahæstu menn yfir allt landið. En lítum á efstu menn í hverri deild: 1. deild: Mörk Kjartan Einarsson ÍBK ......... 8 Pétur Pétursson KR ............ 7 Guðmundur Steinsson Fram .... 7 Hörður Magnússon FH .......... 7 Antor.y Karl Gregory KA ....... 5 Björn Rafnsson KR ............. 5 2. deild: Tómas I. Tómasson ÍBV ......... 8 Árni Sveinsson Stjörnunni ..... 7 Jón Þ. Jónsson UBK .............. 7 Hörður Benonýss. Völsungi ....... 6 3. deild: Sigfús Kárason Dalvík .......... 13 Sigurður Hallvarðs. Þrótti R. ... 13 Hafþór Kolbeinsson KS .......... 11 4. dcild: Sigurpáll Á. Aðalsteinss. TBA . 16 Viðar Sigurjónsson HSÞ-b ....... 16 Valdimar Sigurðsson Skallagr. . 15 Rafn Rafnsson Snæfelli ......... 11 Jóhann Sigurðsson Hetti ........ 11 Dalvíkingurinn Sigfús Kárason hef- ur skorað 11 inörk í þremur sídustu leikjum og er nú markahæstur í 3. deild meö 13 mörk.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.