Dagur - 02.08.1989, Blaðsíða 3

Dagur - 02.08.1989, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 2. ágúst 1989 - DAGUR - 3 fréffir Fjórar kaupleiguíbúðir afhentar nýlega á Árskógsströnd: Dræmar undirtektir hjá Húsnæðissto&iun þrátt fyrir uppgang í hreppnum en Árskógsstrendingar urðu með þeini fyrstu til að aflienda kaupleiguíbúðir samkvæmt nýja húsnæðiskerfmu. Fyrir skömmu voru aflientar fjórar íbúðir, tvær á Árskógssandi og tvær á Hauganesi. Margir voru um hituna því 11 aðilar sóttu um þessar fjórar íbúðir sem er í samræini við þá eftirspurn sem er eftir húsnæði á Árskógsströnd. Hins vegar er ekki útlit fyrir að auðvelt verði að aðstoða það fólk sem í hreppinn vill koma hvað hús- næði varðar því við afgreiðslu Húsnæðisstofnunar á dögun- um kom engin kaupleiguíbúð til handa Árskógsstrendingum. Sveinn Jónsson, oddviti Árskógsstrandarhrepps, segir að - oddviti segir að hreppurinn þurfi 5 íbúðir í kaupleigukerfi á ári hreppurinn komst ekki á blað í nýlegri úthlutun Húsnæðisstofnunar á síðasta ári hafi fjölgun á íbúa- skrá hreppsins orðið tvöföld á við meðaltalsfólksfjölgun. „Og í þcssu sambandi má láta þess getið að það virðist ekki enn vera talið byggilegt hér þar sem að við úthlutun fáum við enga kaupleiguíbúð. Það eru margir sem bíða eftir að fá hér húsnæði, bæði heimamenn og aðkomu- menn. Við erum meðal tekju- hæstu hreppa landsins, miðað við fólksfjölda, erum með fólksfjölg- un um 4,8% á síðasta ári, ekkert atvinnuleysi en samt er ekki hægt að úthluta okkur einni einustu kaupleiguíbúð. Þetta verður til þess að maður hugsar sem svo hvort ekki sé ennþá hægt að merkja að það sé bygggilegt á Eyjafjarðarsvæðinu. Við sveit- arstjórnarmenn erum ákaflega Álagningaseðlar sendir út: Húsmóðir á Akureyri skuldar rúmar 3 miUjónir í skatt - kerfið greinilega ekki alveg í lagi Landsmenn hafa þá vonandi allir fengið álagningarseðilinn frá skattinum og geta því séð hvort þeir eru í skuld eða eiga Ragnheiður Sigurðardóttir með álagningarseðil sinn en þar segir að hún skuldi rúmar 3 milljónir í skatt. Mynd: KL inni en það þykir nú alltaf skemmtilegra. Ragnheiði Sigurgeirsdóttur á Akureyri brá heldur betur í brún þegar hún fékk sinn álagningar- seðil. Á honum stendur, að hún skuldi skattinum alls kr. 3.015.462 og eigi því að greiða rúmlega 600.000 kr. um hver mánaðamót, næstu fimm mán- uði. Ragnheiður var ekki alls kost- ar sátt við þetta. Hún á fjögur börn og hefur verið heimavinn- andi húsmóðir síðastliðin átta ár. Hér er því um augljós mistök að ræða, sem vonandi verða leiðrétt sem fyrst. Engu að síður verður þetta til þess að Ragnheiður fær ekki sínar barnabætur um þessi mánaðamót eins og aðrir sem eiga rétt á þeim. -KK SYSLUM UC, bÁJARF AKUkEYKl SKAll STjUfclNN í NOROURLaNDSUHD. EYSÍRa Þinggjalda- og áiagningarseðill 1989 Allar t|arha*6lr aru tllgraindar i hoilum hronum kADUHt H)UR SlOURDlÍRSDOIT1K UA11Stl-4bi9 loene,m* , dnember ,9M PÍStSttli LlNHOLÍl 1A L 6Ui AKURLYR1 AKURtYRl 6CU0 Grelðslustaða hinn 1A.U7.19&9 Gjold utan staiqreiðslu tlwstoðvv ,48.’ tlwsieiví, «d" Ögreuda d,SlU„i«,» Syretrw^, umiOoU*,., 15.751 16.349 598 Gjóld i staðgreióslu áj*q og drtiurvem "Í • Ul (j‘a» 7 2 U 3.016.72U 17.6U7UR 17.607CR 17.ÍU7CR Gralóafuataóa alla, krónur 3.015.462 A árinu 1989 hala verið lögð á yður ettirlalin gjold 2.550.277 Verðo®,u' a ogreHldan E«jnarsKanu' 4*58.44 3 Ueynsirvggngaí «,V rektnii skv «id S,ys«,r>gging«giaW l'«.,ug«r .0 gr «K r«.«n,Ja |.» 36 gr 645.294 115.637 S9& Tll innheimtu hjá sveitarsjöði vegna álagningar 1989 7ÓU.931 Stolnar til útreiknings 9.6>1.2S0- C Húsnæðisbælur - Utsvar */i B. ™. partonoalUailur Skaltahl v husn spamaðar 18t.fc?9 SiomannaalsiaitU' Ráðstölun skattafsláttar Uppgjör staðgreiðslu óhressir með svona afgreiðslu," segir Sveinn. Sveinn segir að eigi að verða hægt að útvega húsnæði því fólki sem vilji flytjast í hreppinn þá verði að koma til bygginga. Þessi úthlutun setji hins vegar strik í reikninginn. „Við stöndum því frammi fyrir því að geta ekki hjálpað því unga fólki sem hér vill fá húsnæði," segir Sveinn. JÓH Enn eitt „ferðamannametið“: Hríseyjarferjan flutti ellefu þúsund í júlí Alltaf bætist við metin þegar ferðamannasumrinu 1989 er lýst í tölum. í nýliðnum júlí- mánuði voru fluttir fleiri far- þegar með Hríseyjarferjunni en í nokkrum mánuði áður eða 11.091 að tölu. Tíuþúsundasti farþeginn í mánuðinum var Margrét Höskuldsdóttir frá Húsavík en hún kom til eyjarinnar um hádeg- isbil á laugardag. Margréti var færður blómvöndur en auk þess hlaut hún að launum ferð yfir sundið, báðar leiðir. Mesti far- þegafjöldi í einum mánuði fram til þessa var 8.863 í júlímánuði fyrir tveimur árum. Það sem af er árinu hafa alls 28.500 manns tekið sér far með Hríseyjarferjunni, Sævari, en á Leiðrétting í frétt í gær um danska eftirlits- skipið Vædderen slæddist sú villa að það kæmi til Akureyrar nk. föstudag. Hið rétta er að skipið kemur til bæjarins á morgun og verður við bryggju til sunnudags- ins 6. ágúst. sama tíma í fyrra var fjöldinn talsvert minni. Allt árið í fyrra var fjöldinn um 42 þúsund. „Það er engin spurning að heildarfjöld- inn á árinu verður meiri nú en í fyrra,“ sagði Guðjón Björnsson sveitarstjóri í Hrísey í samtali við Dag. Guðjón sagðist helst sjá þær breytingar frá því í fyrra að útlendingar væru meira áberandi og auk þess væri farþegafjöldinn jafnari alla daga vikunnar en áður hefði verið. Veðrið hefur hins vegar sín áhrif eins og á allt sem viðkemur ferðamönnuni. „Jú blessaður vertu. Þetta sveifl- ast eins og loftvogin,“ sagði Guðjón. ET HáskóUnn á Akureyri Líf undir leiðarstjömu Haldin verður á Akureyri dagana 9.-12. ágúst þverfagleg ráðstefna undir heitinu Líf undir leiðarstjörnu. Virkir þátt- takendur eru frá íslandi, Kanada, Bandaríkjunum og Skotlandi. Ráðstefnan verður haldin að Möðruvöllum, húsi Menntaskólans á Akureyri. Ráðstefnan er öllum opin án þátttökugjalds. Meðal þeirra viðfangsefna sem tekin verða til umræðu eru heilbrigðisfræði, rekstrarfræði, sjávarútvegsfræði, félagsfræði, stjórnmálafræði, mann- fræði, bókmenntir og sagnfræði. Dagskrá ráðstefnunnar liggur frammi á skrifstofu Háskólans. Fólk er hvatt til þess að sækja fyrirlestrana. Háskótinn á Afmreyri. Álagningarseðill Ragnheiðar lítur þannig út. Gallabuxur Kakibuxur Bolir Peysur Skyrtur Stakkar Húfur Hattar Sláðu f gegn í fötum frá okkur

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.