Dagur - 02.08.1989, Blaðsíða 1

Dagur - 02.08.1989, Blaðsíða 1
72. árgangur Akureyri, miðvikudagur 2. ágúst 1989 145. tölublað Aiít •fyirir’ fkenrsurkst errabodin HAFNARSTRÆTI 92 602 AKUREYRI SlMI 96 26708 BOX 397 Engar ákvarðanir um niðurskurð hjá bænum - segir Sigurður Hlöðversson, formaður bæjarráðs „Eg tek fram að engar ákvarð- anir hafa verið teknar um niðurskurð á framkvæmdum hjá bænum. Þessi mál eru öll í skoðun hjá bæjarráði og ég reikna með að bæjarstjórn fjalli um þetta síðar í þessum mánuði,“ sagði Sigurður Hlöðversson, formaður bæjar- ráðs Siglufjarðarbæjar í sam- tali við Dag. Erfið staða bæjarsjóðs um þessar mundir gerir það -að verk- um að menn íhuga að skera niður framkvæmdir á vegum bæjarins. Ljóst er að það getur reynst veru- lega örðugt á miðju fjárhagsári sökum þess að nú þegar hafa ver- ið gerðir samningar við verktaka um einstaka verkþætti. Jarðvegsframkvæmdir við nýtt 600 fm barnaheimili á Bretatúni, sem er á milli Hlíðarvegar og Hvanneyrarbrautar, eru nú í full- um gangi. Það verk hafa með höndum þrír vörubílstjórar á Siglufirði. Næsti áfangi bygging- arinnar, steypa á. sökkium og plötu, hefur verið boðinn út en Sigurður segir að menn bíði átekta með að gera samning við verktaka á meðan bæjarstjórn hafi ekki tekið ákvörðun um niðurskurð á verklegum fram- kvæmdum. Sigurður segir að óvissa ríki með aðrar byggingaframkvæmdir á vegum Siglufjarðarbæjar, bæjarstjórn muni skoða málin í heild sinni. Samkvæmt fjárhags- áætlun eiga 11,2 milljónir að renna til byggingar íþróttahúss- Heimtur úr haíbeit: Ááttunda hundrað fiskar hjá Óslaxi Að sögn Ármanns Þórðarson- ar hjá Óslaxi í Ólafsfirði eru komnir nálægt 730 hafbeitar- laxar í stöðina. Nú er tæpur mánuður liðinn frá því fyrstu laxarnir skiluðu sér en líkt og með árnar kemur fiskurinn í göngum og því er afraksturinn misjafn frá einum degi til annars. Mikið af þeim fiski sem kemur í gildrur hefur verið í sjó um eins árs skeið en stærri fiskurinn hefur verið tvö ár í sjó og vegur hann 10-14 pund. Armann segir að sleppingum hafi að mestu verið hætt í sumar. Þeim fiski sem heimtist úr hafbeit sé ýmist slátr- að strax eða hann seldur lifandi bæði í ár og vötn í Skagafirði og inn fyrir Olafsfjarðarmúla. Þar glími sportveiðimenn við hafbeit- arfiskinn. Búast má við að fiskur verði að ganga í gildrurnar í Ólafsfirði fram í septembermán- uð. JÓH ins. Þar er nú verið að ganga frá lýsingu samkvæmt verksamningi og unnið að byggingu tengiálmu milli íþróttahússins og Sundhall- arinnar. Þá verður lítið annað eftir en lagning parketgólfs í salinn. Hugsanleg ákvörðun bæjar- stjórnar um að setja í bakkgírinn í verklegum framkvæmdum ntun ekki hafa áhrif á gang mála við byggingu íbúða fyrir aldraða. Um þær hafa verið gerðir samn- ingar sem ekki verður hróflað við. Bæjarsjóður kemur enda ekki beint að byggingu íbúöanna í ár. Gert er ráð fyrir að framlög úr byggingarsjóði aldraðra og húsnæðislán dekki kostnað við þær á þessu ári. óþh Fögur fljóð og einn piltur að auki vopnuð garðáhölduni í bæjarvinnunni á Húsavík. Mynd: IM Hamborgara- og samlokustríð vegna rokkhátíðar í Húnaveri: Stjóm félagsheimilisins ásökuð um að vinna gegn byggðasjónarmiðum - „viljum ekki standa uppi matarlausir á hátíðinni“ segir formaðurinn r Rokkhátíðarinn- „Það er kaldhæðnislegt í allri skuli sækja föng yfir lækinn þegar við það að athuga sei Undirbúngur Rokkhátíðarinn ar í Húnaveri ’89 ætlar ekki að ganga hávaðalaust fyrir sig. Stjórn félagsheimilisins Húna- vers barst fyrir skömmu opið bréf, undirritað af þremur forsvarsmönnum fyrirtækisins Húnfjörð hf á Blönduósi. í bréfinu, sem var sent inn á 800 heimili í Austur-Húnavatns- sýslu, er stjórn Húnavers harð- lega átalin fyrir að kaupa sam- lokur og tilbúna hamborgara vegna hátíðarinnar frá brauð- gerð í Reykjavík, í stað þess að versla við innanhéraðsfyrir- tæki. Bæjarráð Blönduóss tek- ur í sama streng í bréfi dags. 27. júlí, og er rætt um að með þessari ákvörðun séu stjórnar- menn félagsheimilisins að vinna gegn hagsmunum fyrir- tækja í héraðinu og byggða- sjónarmiðum. Þetta „hamborgara- og sam- lokustríð" hófst með því að Ósk- ar Húnfjörð, framkvæmdastjóri, undirritaði opna bréfið til stjórn- ar Húnavers, ásamt Þorsteini G. Húnfjörð, forstjóra, og Arnbirni Arasyni, framleiðslustjóra. „Þeir kaupa af okkur pylsubrauð, en gáfu okkur ekki kost á að fram- leiða tilbúnar samlokur og ham- borgara,“ sagði Óskar. í bréfinu kemur fram að líkast til seljist 15 til 30 þúsund samlokur og ham- borgarar á rokkhátíðinni um verslunarmannahelgina, miðað við 5 til 10 þúsund manna aðsókn. Fyrir utan brauðvörur færu hálft til eitt tonn af nauta- kjöti í haniborgarana, auk 200 til 400 kílóa af áleggi. Kjötvörurnar yrðu keyptar af kjötvinnslu Kaupfélags Húnvetninga. „Það er kaldhæðnislegt í allri umræðunni um landsbyggðarmál og þörf fyrir aðstoð við uppbygg- ingu atvinnutækifæra þar, og í ljósi þeirrar staðreyndar að milli 20 og 30 manns eru atvinnulausir á þessu atvinnusvæði, þá standi aðilar hér heima fyrir þvf að senda milli 1,5 óg 3 milljónir króna til atvinnusköpunar í Reykjavík," segir m.a. í bréfinu. I bréfinu sem Bæjarráð Blönduóss sendi stjórn Húnavers segir m.a. „Það er átakanlegt að íbúar í sveitum landsins skuli sækja föng yfir lækinn þegar þess er ekki nauðsyn, og veikja þannig af ásettu ráð eigin fyrir- tæki sem eiga undir högg að sækja... Það er leitt að þeir sem hávaðasamastir hafa verið í þess- um efnum (þ.e. að berjast fyrir hagsmunum dreifbýlis, innsk. blaðamanns) skuli bregðast skyldum sínum, svo sem dæmin sanna, sbr. bréf Húnfjörðs hf, sem dreift hefur verið.“ Sigurjón Guðmundsson á Fossum í Svartárdal, formaður stjórnar Húnavers, hefur margt við það að athug'a sem fram kem- ur í nefndum bréfum, en vill láta svör bíða betri tíma. Þó beri að athuga að stjórnin beri ákveðna ábyrgð á því að samkomugestir fái nægilegt framboð af nefndum matföngum, en ákveðnar efasentdir hafi ríkt um getu Hún- fjörðs hf. í þeim efnum. „Það væri það hrikalegasta sem fyrir okkur gæti kontið að standa uppi matar- laúsir hérna,“ sagði hann, og taldi málið langt í frá vera eins einfalt og forsvarsmenn Húnfjörð og bæjarráðs vildu vera láta. EHB Hlutaijársjóður samþykkir að gefa HÓ hf. kost á 95 milljónum í hlutafé: Bjartsýnn á að Hraðfiystihúsið sé nú komið á beinu hrautina - segir Gunnar Þór Magnússon „Menn eru bjartsýnir á að Hraöfrystihúsiö sé komið á beinu brautina. Að mínu mati er þó gallinn sá að ekki bólar enn á að almennum rekstrar- grundvelli sjávarútvegsins. Það er ekki nóg að menn kom- ist á beinu brautina og fari síð- an aftur niður á við. Það þarf að búa þannig um hnúta að fyrirtækin geti fengið tekjur til að greiða niður sínar skuldir,“ sagði Gunnar Þór Magnússon, formaður stjórnar Hraðfrysti- húss Ólafsfjarðar hf., í tilefni ákvörðunar stjórnar Hlutafjár- sjóðs um að gefa HÖ hf. kost á 95 milljóna króna hlutafé. Gunnar Þór segir að þessi upp- hæð hafi í raun ekki komið mönnum á óvart. Hún hafi verið staðfesting á þeirri vinnu sem sjóðurinn hafi haft forgöngu um að undanförnu. Mál Hraðfrystihússins er þar með ekki í höfn því Atvinnu- tryggingarsjóður mun væntan- lega koma til skjalanna nú þegar afgreiðsla Hlutafjársjóðs liggur loks fyrir. Stjórn Atvinnutrygg- ingarsjóðs mun að öllum líkind- um koma saman til fundar í næstu viku og hugsanlega verður mál HÓ hf. tekið þar fyrir. Áður þarf endanlega að ganga frá söfn- un undirskrifta í Ölafsfirði fyrir hlutafé í Hraðfrystihúsið. Fyrir liggja munnleg loforð forsvars- manna fyrirtækja og einstaklinga en blekið þarf á pappíra til þess að fullgilt geti talist. Gunnar Þór segir að þessi vinna sé í gangi og stefnt sé að því að ljúka henni á næstu dögum því það sé heima- mönnum í hag að frá málum Hraðfrystihússins verði gengið sem allra fyrst. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.