Dagur - 09.09.1989, Blaðsíða 1

Dagur - 09.09.1989, Blaðsíða 1
72. árgangur Akureyri, laugardagur 9. september 1989 172. tölublað þar sem úrvalið er ad Glerárgötu 28, sími 22551 Opið til kl. 21.00 alla daga. A leið í skólann Háskólinn á Akureyri: Bættur aðbúnadur á nýju skólaári - lág kennaralaun helsta vandamálið, segir rektor Kcnnsla hófst í Háskólanum á Akureyri síðastliðinn mánudag og eru 93 nemendur skráðir til náms í þremur deildum; rekstrardeild, heilbrigðisdeild og sjávarútvegsdeild, sem tek- ur til starfa um áramót. Þegar nemendur í hlutanámi eru taldir með er fjöldi nemenda í Háskólanum á Akurcyri þetta skólaár kominn á annað hundraðið. Haraldur Bessason, rektor Háskólans, sagði að aðbún- aður í skólanum hefði batnað mjög frá síðasta skólaári svo og aðstaða nemenda. Nefndi hann í því sambandi að skólinn hefði fengið nreira rými í gamla Iðnskólahúsinu og fleiri stofur ættu eftir að bætast við. Þá er bygging stúdentagarða langt komin. Fyrsta skóflustungan var tekin 1. apríl og nemendur munu flytja inn 1. október. Segir Har- aldur þetta undraverðan bygg- ingahraða á íslandi. Síðast en ekki síst nefndi Har- aldur bókasafn Háskólans sem hefur vaxið mjög ört. Pví liafa borist margar góðar gjafir og hef- ur hagur nemenda vænkast til muna. „Safnið er með tölvutengingu, ekki bara við Reykjavík því það er skammt í það að þetta safn geti náð í efni handa stúdentum frá útlöndum. Bókavörður er með um 750 þúsund titla á diski í tölvu og í náinni framtíð getur fólk fengið útprentun á því sem það þarfnast. Petta hefur gríðar- lega mikið að segja í uppbygg- ingu Háskólans," sagði Harald- ur. Hann sagði helsta vandamálið vera það hve kennaralaunin væru lág. Skólinn hefur auglýst lekt- orsstöður og er vonast til að dós- entar og prófessorar fáist einnig til starfa í framtíðinni. Haraldur sagði þó líklegt að ef t.d. doktor í hagfræði myndi sækja um stöðu við skólann þá myndi hann hrökklast í burtu vegna laun- anna, nema hann væri mikill hug- sjónamaður. í upphafi skólaársins gengust nemendur Háskólans á Akureyri Eyjaflörður: Rafinagnsleysi í gærmorgun í gærmorgun varð rafmagns- laust á Akureyri og í nágrenni, nánar tiltekið á raforkusvæði Rafmagnsveitna ríkisins í Eyjafirði. Rafmagnsleysið varði í um 15-30 mínútur, mis- lengi eftir svæðum, en engar truflanir voru á byggðalínu. Orsök rafmagnsleysisins var rakin til bilunar í aðveitustöð RARIK á Rangárvöllum. Þar fengust þær upplýsingar að eftir að búið hefði verið að aftengja bilunarvaldinn hefði rafmagni verið hleypt á að nýju og þá var hafist handa við að finna hvað olli rafmagnsleysinu. Ekki var talið að um alvarlega bilun væri að ræða en rafmagns- leysið hafði ýmsar truflanir í för rneð sér í þessu tölvuþjóðfélagi nútímans. SS úndir próf en aðspurður neitaði Haraldur því að hér væri um inn- tökupróf að ræða, enda væri það lögbrot. Hins vegar gefst nemendum kostur á að kanna eigin getu, t.d. í stærðfræði og ensku, en það er enginn útilokað- ur frá námi þótt hann fái slæma útkomu úr þessum prófum. Á hinn bóginn veit viðkomandi nemandi þá hvar hann er stadd- ur. SS Sauðíjárslátrun hefst á Akureyri á þriðjudaginn: Aldrei verið jafti mikið frauiboð af starfsfólki alls verður slátrað um 44.000 pr A þriðjudaginn í næstu viku, hefst sauðfjárslátrun í slátur- húsi Kaupfélags Eyfirðinga á Akureyri. Alls verður slátrað um 44.000 fjár og að sögn Óla Valdimarssonar sláturhús- stjóra, er það svipaður fjöldi og í fyrra. „Fyrir utan það að við slátrum fé af hefðbundnum svæðum hér í kring, múnum við einnig slátra um 3000 fjár frá Árskógshreppi og Ólafsfirði, þar sem sláturhúsið á Dalvík er ekki notað lengur. Pað hefur orðið fækkun á okkar hefðbundna svæði en með því að fá fé til slátrunar frá Árskógs- hreppi og Ólafsfirði, verður heildartalan nánast sú sama og í fyrra,“ sagði Óli einnig. Sláturtíðin á Akureyri, stendur fram til 25. október, eða nokkuð lengur fram á haustið en venja er til en alls er slátrað um 1450 fjár á dag. Að sögn Óla hefur gengið mjög vel að fá fólk til starfa og sagði hann aldrei hafa verið jafn mikið framboð af starfsfólki og einmitt nú. -KK Laxá í Aðaldal: Veiðitímabilinu lýkur í dag Veiðitímabilinu í Laxá í Aðaldal lýkur í dag. Þegar við höfðum samband við veiði- heimilið í Vökuholti í gær voru þar komnir um 1200 laxar á skrá, sem er öllu minna en í fyrra. Stærsti flugulax sem veiðst hef- ur í Laxá í sumar samkvæmt bókunum í Vökuholti er 21,5 pund, en einnig hafa veiðst nokkrir laxar sem hafa vegið um 21 pund. Veiði hefur verið þokkaleg núna á lokasprettinum. SS •M

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.