Dagur - 09.09.1989, Blaðsíða 9

Dagur - 09.09.1989, Blaðsíða 9
Laugardagur 9. september 1989 - DAGUR - 9 Texti: Vilborg Gunnarsdóttir Mynd: Kristján Logason miðri á oj> fyrir klettasnös á svipuðum slóðum. Ég þurfti nokkrum sinnum að vaða þangað út og leysa vandann, en síðan þreyttist fiskurinn og ég líka. Þetta endaði með því að ég náði honum neðst í eyjuna þar sem var smá vík og hugðist ég landa honum þar. Þrisvar var ég búinn að ná lax- inum þarna uppá og svo virtist sem ekkert væri eftir nema að táka hann, en alltaf buslaði hann út og í þriðja skiptið sem hann druslaðist burtu fór hann. Þetta var heljar stór fiskur, en ég sá nú ekki eins mikið eftir honum og kona mín og dóttir sem dönsuðu á bakkanum alveg vitlausar. Ég kvaddi hann bara og þakkaði honum fyrir skemmtunina.“ Sá stærsti 23 pund Þórarinn segir að vissulega hefði verið gaman ef hann bara hefði fengið að mæla hvað hann var stór. Síðar sama dag veiddi hann þrjá tíu punda fiska á sama stað „og þeir voru eins og seiði í ánni miðað við þennan stóra. Þegar tíminn var að verða búinn fórum við til baka og það eina sem lá á bryggjunni þar var „tailerinn“ sem ég hafði gleymt. Á meðan á eltingarleiknum stóð þorði ég ekki að senda konuna á bátn- um eftir þessu, en eftirá sá ég að ég hefði getað látið hana taka stöngina á meðan ég færi sjálfur og næði í hann. Þetta var mjög skemmtileg viðureign við lax og ég get giskað á að hann hafi verið 25 pund plús eitthvað í viðbót." Stærsti fiskur Þórarins sem í land hefur komið var 23 punda lax, veiddur í Hrút- hólma á 5. svæði í Laxá í Þingeyjarsýslu. „Það var mjög skemmtilegur fiskur, en ekkert í námunda við hinn.“ Talið beinist næst að veiðifélögum sem stofnuð hafa verið um laxveiðiár, en þessi félög taka ár eða hluta þeirra á leigu og hafa félagar síðan forgang að veiði í við- komandi á. Utanfélagsmenn geta síðan fengið þá daga sem félagsmenn ekki taka. „Ég er í veiðifélaginu Straumar sem hefur helming Laxár í Þingeyjarsýslu á leigu. Um 80 manns eru í félaginu í dag og reyn- um við að halda þessari tölu. Það er ekki nema einhverjir detti úr hópnum að nýir félagar eru teknir inn og það eru alltaf ein- hverjar umsóknir sem liggja fyrir um slíkt.“ Frúin „sýktari“ af golfínu Eiginkona Þórarins er Hulda Vilhjálms- dóttir og eiga þau þrjár dætur og tvær dótt- urdætur, „vonandi bara byrjunin," segir Þórarinn. Þau hafa verið samhent í „sport- inu“ og segir hann að sem betur fer hafi hún alltaf haft gaman af að fara með í veiði. „Það er mjög æskilegt að hjón stundi áhugamál sín saman.“ Þau hjón, Hulda og Þórarinn sjást all oft á golfvellinum á Akureyri á sumrin og seg- ir hann frúna mun „sýktari" en hann af golfdellunni. „Hún dró fyrir mig í um 20 ár og spilaði ekki, en fyrir um tveimur árum byrjaði hún með því að fara á námskeið hjá David Barnwell og leikur nú bara ágætlega." Þórarinn segir að nú geri þau meira af því að leika hvort í sínu lagi við sína félaga en með aldrinum komi þau sjálfsagt til með að leika meira saman. Þau unnu sér það til afreka í sumar að sigra saman í parakeppni sem haldin er árlega hjá Golf- klúbbi Ákureyrar. Sjálfur byrjaði Þórarinn að fara á golf- völlinn 10-12 ára gamall en þá gerðu strák- ar nokkuð af því að draga kerrur fyrir golf- leikara í mótum og fengu aura fyrir „og 14- 15 ára gamall spilaði maður orðið ágætis golf.“ Þórarinn vann sér það einu sinni til ágætis að verða íslandsmeistari í 1. flokki en það var í Vestmannaeyjum 1964. Þá munaði 1 höggi að hann næði íslands- meistaratign í meistaraflokki í Keflavík 1970. „Síðan fór lífið að taka á manni og ekki hægt að fara samviskulaust í golf í nokkur ár á meðan var verið að koma þaki yfir höfuðið. Það þarf nefnilega að gefa sig í golfið áhyggjulaust. Þetta er sérstaklega skemmtilegt sport og að því leyti það skemmtilegasta sem maður tekur þátt í því það setur engin aldurstakmörk. Menn hætta að fara í veiðiferðir, á skauta eða skíði en þú hættir ekki að fara í golf. Golf er góð útivera, fólk nýtur náttúrunnar og því fylgir góður félagsskapur." Horfír til vandræða með jólamat. . . - Hver vilt þú meina að sé spennan við að rölta á eftir hvítu kúlunni? „Hún er sú sama og við laxveiðina: „Skyldi þetta takast?“ en í golfinu á þetta við hvert högg fyrir sig. Golf er leikur sem aldrei lærist til hlítar svo menn verða mis- góðir í honum og hvort sem golfleikarinn er góður eða síðri þarf hann alltaf að ein- beita sér jafn vel að hverju höggi. Hann er alltaf að læra frá degi til dags og er sífellt að keppa við sjálfan sig, kúluna og parið á hverri holu fyrir sig.“ - Ferð þú á skytterí? „Ég geng dálítið til rjúpna á veturna og hef átt margar ánægjustundir við þær veið- ar austur í Bárðardal. Þá hef ég líká farið í Vaðlaheiði, Súlur og vestur í Skagafjörð. Rjúpurnar eru auðvitað borðaðar á jólun- um, þó ég hafi ekki vanist því frá upphafi. En mér finnst rjúpan mjög góð og þeir sem byrja að borða rjúpu finnst hún e.t.v. ekk- ert góð fyrst en venjast henni eftir því sem þeir narta meira. Það er líka farið að horfa til vandræða með jólamat því menn eru sífellt að borða nauta-, svína- og lamba- steikur þegar eitthvað stendur til og jóla- matur á að vera eitthvað sem menn borða bara þá.“ - Hvað með gæsina, skýtur þú hana líka? „Ég hef mjög lítið skotið af gæs, í raun alveg sérstaklega lítið og ástæðan er sú að gæsin er parfugl. Þessir ræflar para sig fyrir lífstíð og það á ekki við mig að skjóta slík- an fugl. Þá er þetta stór fugl og ef menn missa hann frá sér særðan, er hann mjög slunginn við að fela sig. Best er líklega að skjóta ungana á haustin því þá eru þeir ekki búnir að para sig, en yfir höfuð á gæsaskytterí ekki við mig.“ Glerharður Þórsari, en . . . - Hefur þú áhuga á hefðbundnum íþrótt- um eins og knattspyrnu eða handknatt- leik? „Ég hef mjög gaman af að fylgjast með íþróttum t.d. í sjónvarpi og geri þar ekki upp á milli greina. Hvað knattspyrnu varð- ar hef ég t.d. ekkert farið á völlinn í ár. Ég er glerharður Þórsari þó ég líti fyrst og fremst á mig sem Akureyring eða ÍBA mann. Þegar KA er að leika gegn öðrum en Þór kalla ég með þeim og mér hefur alltaf þótt skrýtið að heyra Akureyringa kalla með utanbæjarliðum sem eru að leika hér á móti Akureyrarliðunum. Það var mjög rnikill rígur á milli félaga hér áður fyrr, svo mikill að menn gátu jafnvel farið grenjandi heim af leikjum en þetta er nú að minnka. Mínir bestu félagar eru KA menn og okkar hópur er ekki þess eðlis að það spilli fyrir. Núna vona ég að KA vinni 1. deildina og að Þór falli ekki niður.“ Þegar haustar snýr Þórarinn sér að enn öðru áhugamálinu, sem er bridge. „Já, ég spila svolítið bridge, svona tvisvar í viku. Ég byrjaði á þessu fyrir um 15 árum og keppi nú með Bridgefélagi Akureyrar. Það skemmtilega við bridge er að það lærist aldrei til hlítar, menn verða mis-góðir og geta haft gaman af því sama á hvaða stigi þeir eru, en það er félagsskapurinn og keppnin sem heilla mest í bridge.“ Hann segir mjög æskilegt að menn spili á móti sama félaga sem lengst, en félagi hans nú er Páll Pálsson í Nætursölunni. - Nú leikur þú líka skallablak á vet- úrna, vantar þig ekki nokkra tíma í sólar- hringinn til þess að endar nái saman? „Já, ég spila skallablak með félögunum í Early sunrise, 6-10 góðum félögum 2svar til 4 sinnum í viku. Þar er oft mikill bar- dagi um hvort liðið vinnur en þetta heldur okkur í sæmilega góðu líkamsástandi yfir veturinn. Varðandi tímann, finnst mér ég alltaf hafa nóg af honum þó það kunni að bitna á einhverjum öðrum.“ Kvíði ekki ellinni - Að lokum Þórarinn, hvar værir þú án þessara áhugamála? „Væri maður ekki vinalaus án áhuga- mála? Maður leitar vina í því sem maður er að gera. Þetta er stór þáttur í lífi mínu og mikil fylling." - Áttu erfitt með að vera aðgerðarlaus? „Nei, í sjálfu sér ekki. Mér þykir gott að gera eitthvað skemmtilegt og hvíla mig á milli. Allt veltur þetta á hvernig maður er upplagður hverju sinni.“ - Hvernig sérðu sjálfan þig fyrir þér kominn á eftirlaun og orðinn gamall maður? „Ég kvíði þvf ekki neitt. Ég býst við að ég haldi áfram að eiga við það sem fellur til . . .“ VG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.