Dagur - 09.09.1989, Blaðsíða 7

Dagur - 09.09.1989, Blaðsíða 7
taugáFÍÍagurÖ!"septe^^er'Í^l4 - DAGUR - 7 -4 ferðamál Bændagisting nýtur vaxandi vinsælda spjallað við Þórdísi Eiríksdóttur hjá Ferðaþjónustu bænda í Bændahöllinni í Reykjavík er rekin sérstök ferðaskrifstofa, Feröaþjónusta bænda. Starf- semin er kostuð af samtökum bænda í ferða- og gistiþjón- ustu. Þar starfa þrír starfsmenn, þau Þórdís Eiríks- dóttir, Paul Ríkharðsson og Margrét Jóhannsdóttir. Hlut- verk þeirra er margþætt, en rekstur eiginlegrar skrifstofu í tengslum við ferðaþjónustu bænda er auðvitað mest áber- andi þátturinn. Auk þess er annarri þjónustu við „ferða- þjónustubændur“ sinnt af starfsmönnunum þremur. Til að forvitnast nánar um starfsemina var haft sambandi við Þórdísi Eiríksdóttur. Talið barst fyrst að kynningarbæklingi Ferðaþjónustunnar. „Við erum að gefa út kynning- arbækling fyrir næsta ár, og ætl- um að hafa hann tilbúinn fyrir Vest-Norden sýninguna í Laug- ardalshöll. Við ætlum að kynna starfsemina þar,“ sagði hún. - En hvernig fer starf ykkar fram? „Við gefum upplýsingar um heimagistingu og aðra þjónustu sem er á vegum bænda um land allt. Hér er tekið við pöntunum, og því má kalla þetta sérhæfða ferðaskrifstofu. Fólk notfærir sér þessa þjónustu mikið, og hefur orðið vart við gífurlega aukningu á þessu sviði í ár.“ íslendingar vilja ekki panta með löngum fyrirvara - Er eitthvað um að fólk komi heim á bæi sem auglýsa gistingu og ætlast til að fá pláss fyrirvara- laust? „Já, það er dálítið um það, en fólk hringir þó næstum alltaf á undan sér með einhverjum fyrir- vara. Ferðafólk vill, held ég, ekki ákveða gistingar með löngum fyrírvara, sérstaklega á þetta við um íslendinga. Veðrið er sá þátt-1 ur sem einna mest er spáð í. En í sumar hefur ástandið verið þann- ig að fólk hefur ekki getað reitt sig á að fá gistingu samdægurs, sérstaklega ekki yfir háannatím- ann.“ - Hvað eru margir ferðaþjón- ustustaðir á landinu? „I bæklingnum okkar eru 112 staðir nefndir, en þeir bjóða þó ekki allir upp á gistingu. Sumir eru eingöngu með hestaleigu, veiði eða veitingasölu, sumir með skoðunarferðir, en flestir bjóða upp á gistingu. Langflestir stað- irnir eru opnir allt árið, eins og kemur fram í bæklingnum okkar.“ AHtaf nýir staðir að bætast við - Er vaxandi eftirspurn? „Já, við verðum vör við aukna nýtingu gistiaðstöðu hjá bændun- um, og fjölgun pantana hér, og alltaf eru einhverjir að bætast við í hóp þeirra sem ætla að byrja með þessa þjónustu. Við erum nýbúin að heimsækja langflesta bæi í samtökunum, það gerðum við í ágústmánuði, auk þess sem við erum í stöðugu símasambandi við bændurna.“ - Hvernig hefur þjónustan mælst fyrir hjá ferðamönnum? „Hún hefur mælst vel fyrir, og lítið er um kvartanir. íslendingar eru í meirihluta þeirra sem not- færa sér bændagistingu, en útlendingar eru líka margir í hópi viðskiptavinanna." - Hvernig sýnist ykkur þróun- in vera á Eyjafjarðarsvæðinu? „Það voru að koma inn nokkrir nýir bæir á því svæði í ár. Ég koma til Eyjafjarðar um daginn og heyrist gott hljóð vera í fólki, það er ánægt með nýtinguna í sumar. Það sem byrjaði sem til- raun hjá mörgum hefur þróast upp í fastan lið hjá mörgum. Svo er líka til í dæminu að fólk hafi BÆIR GESTGJAFI I við Mývatn, 660 Reykjahlíð Svala Gísladóttir, Ásmundur Kristjánsson Vel staðsett til skoðunarlerða um Norðurland. Mývatn, Askja, Jökulsárgljúfur, Dettifoss, Ásbyrgi. Aðstaða til aö taka á móti hestamönnum. Stöng stendur 5 km frá vegi nr 1. mitt á milli Lauga og Reykjahliðar. Opið: Allt árið. Búskapur: Kýr, kindur Næsta þéttbyli: Húsavík 66 km Sundlaug: Skútustaðir 13 km. A420 Laxárbakki S 96-44242 við Mývatn, 660 Reykjahlíð Ida Porgeirsdóttir. Árm Gíslason ■ ■ E □ j7 X Vel staðsett til skoðunarlerða um Norðurland. Myvatn, Askja, Jökulsárgljufur, Dettifoss, Ásbyrgi. Aðstaða til að taka á móti hestamönnum. Stöng stendur 5 km frá vegi nr. 1, mitt á milli Lauga og Reykjahliðar. Opið: Allt árið. Búskapur: Kýr, kindur. Næsta þettbyli: Húsavik 66 km Sundlaug: Skútustaöir 13 km. D430 Bjarg S 96-44220 við Mývaln. 660 Reykjahlíð lllugi Jónsson, Bára Sigíúsdóttir ■ l : H I I I:'J i I ! Tjaldstæði á bokkum Mývatns. Góð snyrtiaðstaða - Rennandi vatn. WC. Ýmsar skoðunarferöir i boði á vegum Eldár. Hestaleiga og bátar til skemmtisiglinga um vatnið. Fallegargönguleiðir. veiðileyfi mögueg. Staðsett i utjaöri Reykjahliðar. Næsta þéttbýli: Húsavik 55 km Sundlaug: Reykjahlíö Golfvöllur: Húsavik 55 km. B440 Bláhvammur, S 96-43901 Mývatnsvegi 87, 641 Húsavík Jón Frimann B+ Btti j X l ■ | | '| | | j X Sundlaug og hvera-gufubað á staðnum. Háhitasvæði. Skoðunarferðir: Mývatns- sveif. Goðafoss. Krafla. Asbyrgi. Jokulsárgljúfur. Dettifoss Silungsveiðileyfi i Langavafm. Bláhvammur stendur við veg nr 87. á milli Mývatns og'Húsavikur Opift: Allt árið. Buskapur/gæludýr: Kindur, kálfar, endur, hænur. hundar. kanin- ur Næsta þettbyli/Golfvöllur: Húsavík 19 km Sundlaug: Bláhvammur B450 Hraunbær, S 96-43595 Aðaldal, 641 Húsavík 43695 Gígja Þórarinsdóttir, Baldur Kristjánsson /?+> 12 m lx íéiíí i x i i x i Nýuppgert hus a bókkum Laxár. Trjágróður. Vel staðsett til skoðunarferða um Norðurland: Myvatn 36 km. Laxargl|ufur. minjasafmð á Grenjaðarstað. Aðaldals- Hraun. Natlfaravik. Hraunbær stendur við veg nr. 853. Opift: Allt árið Næsta þéttbýli: Husavik 14 km Sundlaug: Hafralækur 3 km Golfvöllur: Húsavik 14 km. BC460 Hóll S 96-52270 i Kelduhverfi, 671 Kápasker Tryggvi ísaksson. Hrefna Magnúsdóttir 6+ ■ ! ■ ! I I x l I I I Sumarhus; WC. bað. rafmagn. Ahersla a styttri hestaferðir. Ásbyrgi (7km), Detti- foss. Jókulsárgljúfur. Hljóðaklettar Rjúpnaveiði. gæsaveiði móguleg. Hóll Stendur við veg nr. 85. a milli Húsavikur og Kópakers Opið: Alll árið Næsta þéttbýli: Kópasker 43 km. Sundlaug: Lundur 10 km Golfvöllur: Húsa- vik57km. B470 Skúlagaröur S 96-52280 í Kelduhverfi. 671 Kópasker Magnea Einarsdóttir H^l-./ ^ mHm 24+H I X ■ >< l X | |.| | X | X | Gistiaðstaða i skölahúsnóBði. Svelnpokapláss f. allt að 100 manns. Ásbyrgi (11 km). Dettifoss. Jökulsárgljúfur. Hljóðaklettar. Fuglalif. Gönguleiðir. Skulagarður stendur við veg nr 85. milli Húsavikur og Kópaskers. Opift: 15. júm - 1. sept. Næsta þéttbýli: Kopasker 47 km. Sundlaug: Lundur 14 km Goltvöllur: Húsa- vik 53 km. B480 Brúarás S 97-11046 f Jokulsárhlið, 701 Egilsstaðir Elsa Árnadóttir -./^ t£L 45+"^H nr*^TT"x | | | X | X | X | X Ibúð með serinngangi og gistmg í skolahusnæði Leiktæki fyrir börn. Veiðileyfi. Gönguleiðir. Sóð um ýmisskonar veisluhöld fyrir feröafólk. Þarf að panla. Bruarás stendur við veg nr. 1 og er fyrsfa gistiheimilið á leið frá Mývatnssveit til Egilsstaða. Opift: 20. júni - 20. ágúst Næsta þéttbýli: Egilsstaöir 28 km Sundlaug: Egils- staðir 28 km Goltvöllur: Egilsstaðir 28 km. ALHLIÐA ÞJONUSTA UM ALLT LAND í upplýsingabæklingnum eru ítariegar upplýsingar um hvern einasta bæ í samtökunum, og þá aðstöðu sem boðið er upp á. ... m m W Bæklingur Ferðaþjónustu bænda. Honum er dreift víða um land til kynning- ar. gert þessa tilraun en hafi ekki líkað, og sé að hætta með þetta. Það er ekki mikið um þetta síðar- nefnda, því oftast gengur þetta vel.“ Hjálpa þeim sem vilja byrja - Bjóðið þið upp á aðstoð við bændur sem vilja prófa rekstur heimagistingar? „Já, t.d. ef fólk vill byggja upp ferðamannaaðstöðu hjá sér þá geta viðkomandi fcngið arðsem- isútreikninga hjá okkur. Við erum líka með allskonar leið- beiningar um hvernig búnaður eigi að vera og hvernig kröfur eru gerðar. Núna erum við að fara í flokkunarátak, það er að athuga að allir bændur uppfylli lág- markskröfur með aðbúnað og húsakynni, a.m.k. Yfirleitt má segja að fólk leggi metnað sinn í að hafa allt sem best. Svæðisstjórar eru starfandi um allt landið, og þeir fara á staðina og ræða við fólk sem hefur áhuga á að byrja. Þeir gefa fyrstu ráðgjöf, en umsóknin fer síðan fyrir stjórn hjá okkur. Það tekur sinn tíma að komast inn í þennan rekstur," sagði Þórdís Eiríksdótt- ir. EHB ISLENSK FYRIRTÆKI 20ARA rvnrtæKi 199' I : Sfe ' l. pSsSjÍtf ókin ÍSLENSK FYRIRTÆKI hefur í tuttugu ár verið ein helsta handbók þeirra er þurft hafa að leita upplýsinga um fyrirtæki, félög og stofnanir á íslandi Skráning í ISLENSK FYKIRTÆ.KI 1990 er hairn • Fyrirtækjaskrá • Vöru og þjónustuskrá • Útflytjendaskrá • Umboðaskrá • Skipaskrá Frjálstframtak Ármúla 18,108 Reykjavík Sími 8 23 00

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.