Dagur - 09.09.1989, Blaðsíða 4
ö — RíiDAC! - 686 r ledmetqðe .6 uioebiBguBJ
4 - DAGUR - Laugardagur 9. september 1989
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 90 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON
UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON
BLAÐAMENN:
ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir),
BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavik vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR,
LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Of stór
fiskiskipafloti
Nokkur gagnrýni hefur komið fram á það kvótakerfi sem
gildir í sjávarútvegi. Gagnrýnisraddir hafa reyndar heyrst
öðru hverju allt frá því kvótakerfinu var komið á fót. Sumir
hafa gengið svo langt að fullyrða að kvótakerfið sé ein meg-
inorsök þeirra vandamála sem íslenskur sjávarútvegur á
við að etja. Sú fullyrðing er gersamlega út í hött og lýsir
engu betur en skilningsleysi þeirra sem setja hana fram.
Kvóti á veiðar er ekki orsök vandans heldur afleiðing. Meg-
invandi sjávarútvegsins er fólginn í því að afkastageta
greinarinnar er langt umfram þarfirnar, hvort sem litið er til
veiða eða vinnslu. Bein stjórnun á því hversu mikið er veitt
á hverju ári er því nauðsynleg til að forðast ofnýtingu fiski-
stofna og hreina rányrkju.
Vafalaust verður kvótakerfið í sjávarútvegi endurskoðað
í ljósi fenginnar reynslu, því það er engan veginn galla-
laust. Engum er betur treystandi til að leiða þá stefnumörk-
un en núverandi sjávarútvegsráðherra, Halldóri Ásgríms-
syni, sem stjórnað hefur sjávarútvegsmálunum farsællega
um langt skeið, af festu og víðsýni. Halldór Ásgrímsson
hefur marglýst því yfir að ekki komi til greina að afnema
kvótakerfið í sjávarútvegi. Forsenduna fyrir afnámi þess
vantar, þ.e. skipulagða minnkun fiskiskipaflotans, sem leitt
gæti til jafnvægis milli stærðar fiskistofnanna og afkasta-
getu flotans.
Á opnum fundi, sem haldinn var á Akureyri í tengslum
við fjórðungsþing Fjórðungssambands Norðlendinga um
síðustu helgi, flutti Jóhann Antonsson, starfsmaður
Atvinnutryggingasjóðs, erindi þar sem hann ræddi m.a. um
vandamál sjávarútvegsins. í erindi sínu sagði Jóhann m.a.:
„Vegna verkefnaskorts fiskiskipanna deila menn vart
lengur um að flotinn sé of stór. Það er einungis þráttað um
hversu mikið of stór flotinn kann að vera. En það skiptir
ekki máli hvort það þarf að minnka fiskiskipaflotann um
10% eða 50% - leiðir til að minnka hann eru jafn torsóttar
eftir sem áður. Staðreyndin er nefnilega sú að enginn vill
verða sá sem sér á eftir skipum." Jóhann benti á að Þjóð-
hagsstofnun hefði nýlega reiknað út að ef skip yrðu úrelt
sem næmi um 10% af flotanum og kvóta þeirra skipa
útdeild á þau skip sem eftir verða, myndi afkoma skipanna
batna um 5-7%, eftir því hvaða aðferð yrði notuð við úreld-
inguna. Þetta sýnir í hnotskurn hvað um er að ræða.
Flest bendir til þess að veiðiheimildir verði enn takmark-
aðar á næsta ári. Við það mun afkoma útgerðar og fisk-
vinnslu enn versna frá því sem nú er. Um þetta sagði Jó-
hann Antonsson í erindi sínu: „Þá mun enn og aftur verða
hrópað á „gengislækkun til að leiðrétta rekstrargrundvöll-
inn“ eins og það er ævinlega orðað. Af hverju á þjóðin alltaf
að sætta sig við gengisfellingar til að „leiðrétta rekstrar-
grundvölhnn“? Hve lengi verður ásættanlegt að reiknitölur
grundvallarins miðist við of stóran flota og vannýttar fisk-
vinnslustöðvar? Hvers vegna er ekki hagkvæmnisleiðin
vahn? Hvers vegna aukum við ekki frekar arðsemi greinar-
innar heldur en að feha gengið og lífskjörin með?“
Þessar spurningar Jóhanns Antonssonar snerta kjarna
málsins, rót þess vanda sem við er að glíma. Þær eru fylli-
lega tímabærar og þeim þurfa hagsmunaaðhar í sjávarút-
vegi að svara fyrr en seinna. BB.
Kristinn G. Jóhannsson skrifar Bakþankar
A m jmm r 23
Saga af fjórum
metrum afrafmagni
í firndinni þegar við framsókn-
armenn og aðrir uppljómaðir
hugsjónabændur vorum og hét-
um tókum við okkur fyrir hendur
meðal annarra verka aö byggja
yfir hermenn vestur á Straum-
nesi. Það var skemmtilegt verk.
Nokkra útsjónarsemi þurfti hins
vegar til að komast þangað og
hófst ferðin venjulega I katalína-
flugbáti sem settist á sjóinn
fram undan ísafjarðarkaupstað.
Þaðan var síðan siglt til Aðal-
víkur og þaðan ekiö eftir krókótt-
um vegi upp á Straumnesfjall
þar sem mannvirkin risu. Þarna
voru skemmtilegir menn og
sögðu sögur enda ekki míkið
við að vera utan vinnutíma. Á
einni siglingunní til Aðalvíkur þá
um sumarið var mér sögð saga
sem hefur af einhverjum orsök-
um komið æ oftar upp í huga
mér sem nær hefur dregið úrslit-
um I stjórnarmyndunarviðræð-
unum sem staðið hafa milli
núverandi stjómar og púttdeild-
ar Borgaraflokksins. Ég kalla
hana púttdeild til aðgreiningar
frá knattspyrnudeildinni I
sama flokki. Þær eiga það
sameiginlegt þessar deildir að
þær hafa ekkert fylgi meðal
kjósenda eftir því sem skoð-
anakannanir sýna.
Nú, en ekki má gleyma sög-
unni. Hún er svona: Tveir nafn-
greindir menn voru á rekafjöru
þarna fyrir vestan. Þeim varð
vel til fanga og drógu saman
feng sinn í dálítinn köst. í þess-
um kesti voru býsna margir ein-
staklingar, sumir langreknir,
sumir feysknir og aðrir kræklótt-
ir og ekki sýnilegt hvernig þeir
yrðu nýttir. Þegar fjörugöngu
þeirra var í þann mund að Ijúka
fundu þeir langan drjóla á veg-
ferð sinni. Þetta reyndist vera
rafmagnskapall. Vegna þess að
þetta voru hirðumenn tóku þeir
kapalinn til handargagns, hring-
uðu saman og gerðu úr dálitla
hönk sem þeir sfðan lögöu ofan
á viðarköstinn. Gengu þeir nú
leiðar sinnar. Eftir drjúgan spöl
fer annar þessara manna að
draga dálítið fæturna og verður
þungt hugsi. Eftir langa þanka
snerist hann á hæl og gengur
sem leið liggur að viðarkestin-
um góða, grípur kapalhönkina,
gengur með hana spölkorn og
leggur hana i sandinn, og
gengur tryggilega frá. Að þessu
loknu skundar hann til félaga
síns, sem hafði horft dálítið
spurs á aðferðirnar. Áhorfand-
inn spurði nú hvers vegna þetta
hefði verið nauðsynlegt.
Athafnamaðurinn svarar um
hæl: „Mér datt í hug að það
kynni að leynast í honum raf-
magn og þá hefði hann getað
kveikt í timbrinu okkar og ekki
vildi ég hætta á það.“ Þetta þótti
sagnaþulum fyrir vestán afar
fróðleg saga og þreyttust ekki á
að segja hana og skemmta sér.
Hún er enn að gerast þessi
saga og það sem meira er þá
gætir enn þessa sérkennilega
skilnings á orkunni í kaplinum.
Við höfum, framsóknarmenn,
ásamt félögum okkar í ríkis-
stjórninni verið að fara á fjörur í
ieit að búsílagi að undanförnu.
Við fundum líka eins og snilling-
arnir í sögunni hafreka sem
hafði báða enda lausa og engin
tengslvið neina orkuuppsprettu
lengur og við höldum lika eins
og hinir fjörulallarnir að það
kunni að vera rafmagn í
bútnum.
Frú Guðbjörg er svo ósvífin
að halda því fram að það sé
svipaður orkubúskapur í báð-
um tilfellum. Hinir fyrri fjöru-
menn héldu sig hafa fundið
fjóra metra af rafmagni en hinir
síðari orku í stjórnmálaflokki
sem ekki er til nema í þing-
mönnum, enga fylgjendur meðal
kjósenda ekkert afl að flytja.
Svona getur nú hennar sögu-
skoðun stundum verið miskunn-
arlaus. Viö vitum hins vegar,
framsóknarmenn, að eftir að við
urðum hissa síðast þegar allar
matvörur hækkuðu aldeilis
óvænt var ekkert því til fyrir-
stöðu lengur að taka púttdeild-
ina inn í ríkisstjórnina, enda var
eina skilyrði hennar að lækka
matvæli. Við teljum auðvitað
eins og fyrirmyndir okkar fyrir
vestan að við höfum fundið
fjóra metra af orku sem nægi
okkur til að halda áfram að
stjórna nákvæmlega eins og
hingað til. Flokksbútinn sem viö
fundum á fjöru leggjum við svo
dálítið til hliðar við sprekin sem
fyrir voru og geymum í ráðu-
neytisleysi þannig að ef eitt-
hvað leyndist nú í honum sam-
kvæmt vestfirsku orkukenning-
unni, þá sé öruggt að hann
tendri ekki bál í rekaspýtunum
sem áður var búið að smala
saman með ærinni fyrirhöfn.
Sagan góða sem mér var
sögð forðum í volkinu milli ísa-
fjarðar og Aðalvíkur og þótti þá
bakkabræðraleg gersemi er nú
orðin fyrirmynd í stjórnvisku.
Kr.G. Jóh.
I kvikmyndarýni
Umsjón: Jón Hjaltason
Geimverur fara á flæking
Steve Guttenberg, loddarinn sem kemur geimfólkinu til hjálpar, og Tahnee
Weleh frá Antarea.
Borgarbíó sýnir:
Snúið til baka (Cocoon: The Rcturn).
Leikstjóri: Danicl Petric.
Höfundur handrits: Stephen McPherson.
Helstu hlutverk: Steve Guttenberg,
Tahnee Welch og Don Ameche.
Twentieth Century Fox 1988.
Ég lofa ykkur því, lesendur
góðir, að einhverntíma á ég eftir
að taka saman smápistil um það
hvernig á að varast vondar bíó-
myndir, ef ekki fyrir ykkur þá
fyrir sjálfan mig. Eitt „forvarn-
armeðalanna“ er að leiða hjá sér
allar myndir sem hafa tvo í heiti.
Snúið til baka hefur að vísu ekki
tölustafinn en nafnið er óyggj-
andi vísbending um að hér er á
ferðinni framhaldsmynd. Og það
er óhætt að fullyrða það að þeir
sem ekki hafa séð fyrri myndina
munu finna verulega til þess þeg-
ar þeir horfa á þá númer tvö, svo
samtengdur er söguþráðurinn.
En hann er í skemmstu máli sá að
geimverur frá Antarea snúa öðru
sinni til jarðar að bjarga dular-
fullum eggjum. Með þeim í för
eru nokkrir aldraðir jarðarbúar,
sem í fyrri myndinni fluttust til
Antarea. Rauði þráður Snúið til
baka er einmitt þetta gamla fólk,
viðbrögð þess þegar það kemur
til jarðar eftir fimm ára fjarveru
og togstreituna í sálum þess á
milli eilífs lífs á Antarea og bar-
lómsins á jörðunni. Á það að
snúa aftur eða velja hrörnun í
faðmi barna og barnabarna á
jarðarkringlunni?
Segja má að Snúið til baka sé
grunnfærin sálkönnun, reynt er
að slá á létta strengi inn á milli en
tregablandnar tilfinningar rosk-
ins fólks, sem á alltof margar
minningar, bera þó aðra þætti
myndarinnar ofurliði.