Dagur - 09.09.1989, Blaðsíða 16

Dagur - 09.09.1989, Blaðsíða 16
Knattspyrna: Árni hættur sem þjálfari Leifturs Ef marka má auglýsingasíður Dags að undanförnu, hefur ástandið á leigumarkaðnum á Akureyri skánað til muna, því mun fleiri auglýsa nú húsnæði í boði en þeir sem óska eftir leiguhúsnæði. Síðustu vikuna hafa t.d. 30 aðilar auglýst húsnæði í boði, ýmist íbúðir eða herbergi. Á sama tíma óskuðuð aðeins 13 aðilar eftir því að fá leigt hús- næði. Pað þarf ekki að leita langt aftur í tímann þegar ástandið var þveröfugt. Þá auglýstu nær allir eftir að fá leigt húsnæði og lítið virtist vera í boði. VG Helgarveðrið: Strekldngur og rigning í dag - „Valsveður,“ segir Bragi Jónsson veðurfræðingur „Það verða ævintýralegar hitatölur hjá ykkur um helg- ina,“ sagði Bragi Jónsson veðurfræðingur á Veðurstofu íslands þegar hann var inntur eftir helgarveðrinu á Norður- landi, en hann spáir 10-14 gráðu hita þessa daga. í dag verður sunnan strekk- ingur, skýjað og einhver rigning og nær vindurinn líklega 5-7 vindstigum um tíma. Á sunnu- dag léttir hins vegar til með góðu veðri. Þegar minnst var á knatt- spyrnu í sambandi við veðrið í dag við Braga kom í ljós að son- ur hans er enginn annar en Valsarinn Baldur Bragason sem hér leikur gegn KA í dag. „Valsararnir voru einmitt að spyrja mig um veðrið hjá ykkur og voru nokkuð ánægðir því þeir segjast vera vanari rigning- unni,“ sagði Bragi. VG Hafa keypt 800 tonna kvóta á árinu Utgerðarfélag Akureyringa hefur keypt 800 tonna kvóta á þessu ári. Það er minna en á síðasta ári, þá keypti félagið milli 1500 og 1600 tonn. Hluti þess kvóta sem fékkst var keyptur af Samherja hf. Vilhelm Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri ÚA, segir aðkeypta kvótann skiptast þannig: 390 tonn af ýsu, 139 tonn af þorski, 130 tonn af ufsa og 110 tonn af karfa. „Það lá fyrir strax í upphafi ársins að kvótinn var skertur um 10%, sem þýddi 1500 tonn. Við keyptum milli 15 og 16 hundruð tonna kvóta á síðasta ári, þannig að skerðingin í byrjun ársins var um 3 þúsund tonn. Til þess að reyna að halda í við hlutina er Árskógshreppur: Búið að malbika hálfan hreppinn - hreppsnefndin flytur í nýtt húsnæði í gær var íbúum Árskógs- hrepps boðið að skoða nýtt húsnæði hreppsnefndarinnar að Melbrún 2 á Árskógsströnd og í dag mun hreppsnefndin „máta stólana,“ eins og Sveinn Jónsson komst að orði. Áður hafði nefndin aðstöðu í litlu herbergi í skólanum og vænk- ast hagur hennar til muna með þessu nýja húsnæði, sem er í eigu Byggingafélagsins Kötlu hf. „Þetta er í fyrsta sinn sem þessi sveitarstjórn hefur haft sæmilega búið húsnæði út af fyrir sig. Áf því að við erum búnir að malbika hálfan hreppinn þá töldum við okkur hafa efni á því að fá okkur eitt skrifborð," sagði Sveinn. Malbikunarframkvæmdum á Árskógsströnd og Hauganesi er nýlokið og sagði Sveinn að búið væri að malbika meirihlutann af götunum í báðum þorpunum. Starfsmenn Akureyrarbæjar lögðu alls 1000 tonn af malbiki á götur þorpanna, en auk þessara framkvæmda nefndi Sveinn aðrar gatnagerðarframkvæmdir, bygg- ingu fiskvinnsluhúss, svo og byggingu bílageymslu fyrir Hrís- ey. Sauðprslátrun hjá KS og SAH: Hefst um miðja viku Sauðfjárslátrun hefst hjá siát- urhúsi Kaupfélags Skagfirð- inga nk. miðvikudag. Að sögn Árna Egilssonar, sláturhús- stjóra, er búið að fullmanna sláturhúsið og gekk vel að fá fólk til starfa. Áð þessu sinni verður rúmlega 31 þúsund dilkum slátrað og er það um 3 þúsund færri en í fyrra. Slátrað verður um 1500 fullorðnum. Sauðfjárslátrun hefst nk. fimmtudag hjá sláturhúsi Sölu- félags A-Húnvetninga á Blönduósi, en ekki tókst að fá upplýsingar um hve mörgu verður slátrað. Hjá sláturhúsi KS verður um 1440 dilkum slátrað á dag og stefnt að því að ljúka dilkaslátrun 13. sept. Eftir það verður full- orðnu fé slátrað til 18. sept. Þá tekur við folaldaslátrun og verð- ur 400-500 folöldum slátrað. Árni sagði að dilkum væri stöðugt að fækka í slátrun, fyrir nokkrum misserum hafi um 2300 dilkum verið slátrað á dag. „Þetta fer fram að mestu með hefðbundnum hætti, eina nýjung- in er að við sögum niður um 150 tonn af kjöti, 400-500 skrokka á dag,“ sagði Árni að lokum. -bjb Flutningur í nýtt húsnæði hefur mikla hagræðingu í för með sér fyrir hreppsnefndina og íbúa hreppsins. Nú verður bókhaldið tölvukeyrt í Sparisjóði Árskógsstrandar, sem er í sama húsnæði, og þar verður hægt að borga öll sveitargjöld. SS ekki nema tvennt til ráða, að kaupa skip eða kvóta,“ sagði hann, og bætti við að tæplega kæmi til greina að fara þá leið að fjölga skipum í eigu ÚA. Tap væri á útgerð flestra nýrra skipa vegna fjármagnskostnaðar, en rekstur eldri togara sem væru skuldlausir eða þar um bil stæði í járnum eða væri rétt yfir núllinu. Vilhelm kvaðst ek]p vera hræddur um að erfitt yrði að fá fólk í vinnu í frystihúsinu, og ekki er heldur vandkvæðum bundið að manna togarana. Nýlega birtust fréttir af Jwí að nokkra tugi starfsfólks vantaði í vinnsluna, því skólafólk sem hef- ur starfað í sumar er að hætta um þessar mundir. Ekki ætti að vera vandkvæðum bundið að ráða í þau störf því margir eru á atvinnuleysisskrá Vinnumiðlunar bæjarins. EHB Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis: Merki seldust fyrir um hálfa milljón Merkjasala Krabbameinsfé- lags Islands um síðustu helgi gekk vel á svæði Krabbameins- félags Akureyrar og nágrennis, en selt var fyrir um hálfa milljón króna. „Við erum mjög ánægð og viljum þakka öllum Eyfirð- ingum fyrir frábærar móttök- ur,“ sagði Halldóra Bjarna- dóttir starfsmaður félagsins í samtali við Dag. Um tvö hundruð þúsund af hagnaði sölunnar rennur beint til félagsins í Eyjafirði og sagði Halldóra þetta ákaflega mikil- vægan þátt í starfsemi félagsins. Auk merkjasölunnar eru félags- gjöld og minningarkort stærstu þættir í fjáröflun félagsins. „Við viljum þakka sérstaklega þeim sem stóðu að sölunni, en það voru aðallega félagar Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis sem unnu það verk í sjálfboðavinnu, en innan þess eru líka félagar í t.d. Lionshreyfing- unni, Samhjálp kvenna og Stóma- samtökunum svo eitthvað sé nefnt. Þá viljum við þakka kven- félögum innan Kvenfélagasam- bands Eyjafjarðar fyrir veittan stuðningi á undanförnum árum, en þær sáu sérstaklega um söluna í sveitarfélögum utan Akureyrar.“ Halldóra sagði að nú færi vetrarstarf félagsins að hefjast með námskeiðahaldi og fyrir- lestrum í skólum og félaga- samtökum og verður t.d. í vetur farið af stað með námskeið fyrir kvenfélögin um konur og reyk- ingar. VG Akureyri, laugardagur 9. september 1989 Skólavörur í mlklu úrvali „Áfram KA-menn, áfram KA-menn.“ í fyrrinótt var unnið við að taka upp stuðningslag KA, sem Karl Örvarsson samdi í tilefni stöðunnar í deildinni. Mynd: tlv Útgerðarfélag Akureyringa hf.: SÍMI (96)21400 Árni Stefánsson hefur látið af starfi sínu sem þjálfari 2. deild- ar liðs Leifturs í knattspyrnu. Að sögn Árna var það hans eigin ákvörðun að hætta með liðið. „Eg hef ekki fundið nægilega samstöðu með mér innan liðsins og einstakir menn hafa ekki verið tilbúnir til þess að gera þá hluti sem lagðir eru fyrir. Það er leiðinlegt að þurfa að gera þetta Akureyri: Er nægilegt leiguhúsnæði í boði en tel að þetta hafi verið skynsamlegast í stöðunni og ég vona að strákarnir standi sig í þeim tveimur leikjum sem eftir eru,“ sagði Árni ennfremur. Rúnar Guðlaugsson formaður knattspyrnudeildar Leifturs vildi ekki tjá sig um þetta mál að öðru leyti en því að hann og Gústav Ómarsson leikmaður liðsins myndu sjá um stjórnun þess í þeim tveimur leikjum sem eftir eru. Leiftur á eftir að leika tvo leiki, í dag heima gegn Stjörn- unni og annan laugardag gegn Einherja á Vopanfirði. Liðið er í fallhættu en ætti að tryggja sér áframhaldandi sæti í 2. deildinni, með sigri í öðrum leiknum. -KK

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.