Dagur - 09.09.1989, Blaðsíða 5
fréttir
Laugardagur 9. september 1989 - DAGUR - 5
r
Hjá Byggðastofnun liggur nú
til athugunar beiðni frá Hrað-
frystihúsinu á Hofsósi um að
stofnunin komi til aðstoðar
vegna hlutafjáraukningar í
Útgerðarfélagi Skagfirðinga,
en HFH þarf að Ieggja þar til
um 30 milljónir króna í aukn-
ingu hlutafjár. Ef það tekst
ekki gæti svo farið að hlutur
frystihússins vegna skiptingar á
afla togara ÚS fari stórminnk-
andi. Stjórn Byggðastofnunar
kemur ekki saman fyrr en um
miðjan mánuðinn, en þangað
til munu starfsmenn stofnunar-
innar skoða mál HFH.
Gísli Kristjánsson, fram-
kyæmdastjóri HFH, vildi ekkert
um rnálið segja. „Við erum að
vinna í þessu, en ég vil ekkert
gefa upp að svo stöddu,“ sagði
Gísli, og vonaðist hann til að
niðurstaða fengist. í málefnum
frystihússins á næstu dögum.
Málið er Hofsósingum skiljan-
lega viðkvæmt því atvinnulíf
staðarins stendur og fellur rneð
frystihúsinu, og ekki er staða
hreppsins til að bæta þar um.
Hofsóshreppur er stærstur hlut-
hafa í HFH en getur lítið að gert
vegna greiðslustöðvunarinnar.
Að sögn Björns Níelssonar,
sveitarstjóra á Hofsósi, er fjár-
haldsstjórn hreppsins ekkert far-
Nytjaskógarhögg í Leyningshólum:
„Bara blábyrjunin46
- segir Aðalsteinn Sigfússon verkstjóri
Að undanförnu hefur verið
unnið við að höggva lerki- og
birkitré í Leyningshólum í
Eyjafirði. Sjálfu högginu er nú
lokið og er verið draga viðinn
út úr skóginum. Búist var við
að því verki lyki í gær.
Að sögn Aðalsteins Sigfússon-
ar verkstjóra hjá Skógræktarfé-
lagi Eyfirðinga verður efnið síð-
an flutt í bæinn og þar unnið úr
því borðviður og girðingarstaur-
ar. Mest er unnið úr lerki en tals-
vert er líka tekið af birki og það
unnið í eldivið til sölu.
Elsta lerkið í Leyningshólum
er frá árinu 1957 og það yngsta
sem höggvið er, er frá 1960. „Þetta
eru töluvert stór tré, allt upp í 8-9
metra há. Það má segja að þetta
Akureyrarbær:
Fimmtán umsókmr
um fiimn kaup-
leiguíbúðir
Umsóknarfrestur um fimm
félagslegar kauplciguíbúðir á
vegum Akureyrarbæjar rann
út um síðustu mánaðamót og
liggja nú fyrir hjá Félagsmála-
stofnun fimmtán umsóknir um
þær.
Að sögn Jóns Björnssonar fé-
lagsmálastjóra, þarf fólk að upp-
fylla ákveðin skilyrði til þess að
eiga möguleika á úthlutun og
mun fleiri en þessir fimmtán
hafi spurst fyrir um íbúðirnar.
Þeir sem ekki uppfylltu skilyrðin
lögðu því ekki inn umsókn.
Jón sagði að stefnt væri að því
að ganga frá úthlutun fbúðanna
fyrir næstu mánaðamót en íbúð-
irnar eiga að vera tilbúnftr til
afhendingar næsta vor. Aðspurð-
ur um hvort fólk væri búið að átta
sig á kaupleigukerfinu sagði hann
svo ekki vera. „Það er greinilegt
að fólk áttar sig ekki á þessu og
gerir sér heldur ekki grein fyrir
því að þetta er lang auðveldasta
leiðin til að komast yfir íbúð.“
Skilyrðin sem umsækjendur
þurfa að uppfylla til þess að eiga
möguleika á íbúð í kaupleigu eru
að flestu leyti þau sömu og hjá
Verkamannabústöðum, nema að
því leyti að fjármögnun í kaup-
leigu er auðveldari, að sögn Jóns.
VG
sé í fyrsta skipti sem timbrið er
nýtt af einhverri alvörú, þó við
höfum fyrr í sumar tekið ögn af
girðingarstaurum í Kjarnaskógi
og höfunt unnið um 300 girðinga-
staura þaðan.“ Það sem unnið er
úr viðnum notar Skógræktarfé-
lagið sjálft enn sem komið er og
segir Aðalsteinn viðinn mjög
góðan. „Lerki er geysilega góður
viður, hann er nánast fullkominn
í girðingarstaura því hann fúnar
ekki og endist vel. Þá er mér sagt
að lerki sé líka mjög góður
smíðaviður."
Aðalsteinn sagði að haldið
verði áfram að höggva í allt haust.
„Þetta er bara blábyrjunin,
við byrjum austur í Vaðlareit eft-
ir helgi og þar reikna ég með að
falli til bæði lerki og birki í
nokkru magni. Þá er líka heil-
mikið framundan í Kjarnaskógi á
næstu árum.“ VG
in að ræða málefni frystihússins
varðandi ÚS. „Annars finnst mér
allar ákvarðanir hafa dregist of
lengi varðandi ÚS, það líður hver
mánuðurinn á fætur öðrum án
þess að nokkuð gerist," sagði
Björn.
Fram kom hjá Birni nokkur
ótti um að Hofsósingar biðu lægri
hlut í öflun hráefnis þegar búið
væri að auka hlutaféð í ÚS.
„Dæntið lítur þannig út að þegar
Sauðárkróksbær er búinn að taka
helming af sínu hlutafé og fara
með það yfir í Skjöld, þá er bær-
inn búinn að samþykkja að auka
hlutafé um 30 milljónir í ÚS. Ef
maður tekur þann pakka saman
sem Fiskiðjan og bærinn eiga,
eftir hlutafjáraukningu, þá eru
þeir með 69 milljónir og Hofsós-
ingar með 31 milljón, eins og
dæmið stendur í dag. Þetta telj-
unt við ekki vera nógu góða
stöðu upp á það að fá nægt hrá-
efni. Við óttumst því að missa
kvóta,“ sagði Björn Níelsson.
-bjb
Blásið í lúðra.
Mynd: KL
Trúnaðarmannaráð Einingar:
Krefst leiðréttingar vegna
verðhækkanna á nauðsynjavörum
Á fundi trúnaðarmannaráðs
Verkalýðsfélagsins Einingar
sem haldinn var í vikunni
var samþykkt ályktun þar sem
tekið er undir mótmæli mið-
stjórnar ASÍ vegna óhóflegra
hækkana á ýmsum nauðsynja-
vörum hcimila að undanförnu,
ekki síst landbúnaðarvörum.
Fundurinn krafðist leiðrétting-
ar í þessu efni og telur það
skyldu ríkisstjórnarinnar að sjá
svo um að hækkanir á landbún-
aðarvörum séu aldrei meiri en
aimennar kauphækkanir á hverj-
um tíma. Þá er bent á að fyrr-
nefndar hækkanir séu ckki til
þess fallnar að leysa vanda land-
búnaðarins, til þess væri betra að
nota fé sent variö er til útflutn-
ingsbóta. Slíkt myndi leiða til
Iækkunnar á vöruverði og auk-
innar sölu.
„Núverandi verðmyndurnar-
stefna hlýtur að leiða til stór-
minnkaðrar sölu, jafnframt því
sem hún cykur verðbólgu og ger-
ir öllum erfiðara fyrir. Fundurinn
krefst því algerrar stefnubreyting-
ar í þessum efnum. Það er líka
besta leiðin til að tryggja vinnu-
frið í landinu." VG
Atvinna og orkulindir
Iðnaðarráðuneytið í samvinnu við Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar gengst fyrir almennum fundi miðvikudaginn,
13. september 1989, kl. 20.30, í Alþýðuhúsinu á Akureyri.
Jón Sigurðsson, viðskipta- og iðn-
aðarráðherra, mun flytja framsögu-
erindi um uppbyggingu iðnaðar á
grundvelli orkulindanna, sérstak-
lega um hugmyndir um nýtt álver í
tengslum við virkjun Jökulsár í
Fljótsdal.
Að framsöguerindinu loknu verða
pallborðsumræður. Þátttakendur í
umræðunum verða auk ráðherra
sérfræðingar frá iðnaðarráðuneyt-
inu og Landsvirkjun og fulltrúar
Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar og
sveitarfélaganna á Eyjafjarðarsvæð-
inu. Fundargestum gefst færi á því
að beina spurningum til ráðherra
eða annarra þátttakenda í pall-
borðsumr æðunum.
IÐNAÐARRAÐUNEYTIÐ
- hjá Byggðasjóði
Hlutafjáraukning Útgerðarfélags Skagfirðinga:
Hraðfrystihúsið á Hofs-
ósi biður um aðstoð