Dagur - 09.09.1989, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 9. september 1989
Flestir eru sammála um að það sé nauðsynlegt
hverjum manni að eiga sér áhugamál. Sumir
láta sér nægja eitt en aðrir eru óþreytandi hvað
þetta snertir. Einn þeirra er Pórarinn B. Jóns-
son, eða Doddi í Sjóvá, eins og hann er oftast
kallaður. Meðal áhugamála hans eru laxveiðar
og golf á sumrin, rjúpnaveiði fyrir jólin og
bridge og skallablak með „Early sunrise“ á
veturna. Hann segist þó ekki vera „dellukarl“
í þess orðs fyllstu merkingu, en hann er í helg-
arviðtali í dag þar sem rætt er við hann um
þessi áhugamál hans.
Þórarinn er fæddur í Keflavík
en fluttist ásamt fjölskyldu
sinni til Akureyrar þegar hann
var tveggja ára gamall. „Ég
hef búið hér síðan, líkað vistin
vel og er mjög mikill Akureyringur í mér,“
segir hann. Þórarinn gekk í skóla á Akur-
eyri en fór síðan sem skiptinemi til Banda-
ríkjanna 1962. Þá var það rétt að byrja að
íslenskir nemendur færu sem skiptinemar
og lenti Þórarinn hjá Iúterskum prests-
hjónum í Philipsburg, New Jersey. „Þetta
var mjög gott fólk og góður tími sem ég
átti hjá þeim. Það eina sem mér þótti mið-
ur var að ég varð að fara í kirkju alla
sunnudaga þegar vinir mínir fóru út á
golfvöll."
Fýla úr sultupottunum
Eftir árs dvöl í Bandaríkjunum kom Þór-
arinn aftur til Akureyrar og fór að vinna
hjá Almennum tryggingum hjá Þórði
heitnum Sveinssyni og Ólafi Stefánssyni.
„Ég hætti hjá Almennum til þess að fara
að vinna í sultugerð hjá Flóru, en fýlan úr
sultupottunum átti ekki við mig svo ég fór
að vinna hjá Sjóvá. Á meðan Hafskip var
og hét var ég sölufulltrúi þeirra um tíma og
tel það synd hvernig farið var með það fyr-
irtæki því það hefur komið í ljós núna að
þeir borga megnið af sínum kröfum sjálfir.
Að mínu mati voru það annarleg öfl sem
píndu þá í svaðið."
Þórarinn er nú umboðsmaður hins nýja
sameinaða fyrirtækis, Sjóvá-Almennar hf.
„Þetta hefur gengið stórkostlega vel hjá
okkur og það er mikill uppgangstími hjá
félaginu um þessar mundir. Eftir því sem
einingin er.stærri verður hún hagkvæmari
svo sameiningin var aðeins til góðs.“
Laxveiðin orðin of dýr
Við vindum okkur nú í aðra sálma og ræð-
um við Þórarinn um áhugamálin. „Veiði-
skapur hefur alltaf verið áhugamál hjá
mér. Ég hef lengi átt hlut í trillu, fyrst með
föður mínum og bróður og það kom fyrir
hér áður að við fórum og fylltum hana af
Ioðnu hér rétt fyrir utan en núorðið fer ég
lítið á sjó. Uppúr þessu fór ég að veiða sil-
ung og síðar lax en það hefur minnkað
mikið því laxveiði er orðin svo dýr og veið-
in minnkar ár frá ári. Það er kennt um
margs konar hlutum en ég hef haldið því
fram í mörg ár og geri enn, að laxveiðar
Færeyinga eigi þar stærsta sök á. Laxinn
leitar hér út í Golfstrauminn sem er hlýrri
eftir því sem austar dregur og þar taka
Færeyingar hann. Um 90% laxa, 10 pund
eða stærri sem veiddust í Laxá í Þingeyjar-
sýslu í sumar voru með netaförum. Þessi
för voru hálf gróin svo það virtist vera
nokkur tími liðinn frá því laxinn særðist.
Ég trúi því ekki að okkar menn séu að
gera þetta.“
Aðspurður um þróun verðlags í lax-
veiðiár sagðist Þórarinn telja hana ósann-
gjarna, því verðið hækkar ár frá ári. „Það
myndi höfða til mín ef verð í laxveiðiár
færi eftir aflanum. í niðursveiflu tækju
bændurnir á sig lækkunina fyrir næsta ár
og í uppsveiflu hækkaði verðið næsta ár á
eftir. Það er ekkert spaug að í ám eins og
Laxá í Ásum þar sem menn borga mikið
fyrir veiðileyfi fá þeir jafnvel engan fisk.“
- Hver heldur þú að þróunin verði með
þessu áframhaldi, hætta menn ekki að fara
í lax ef verðið heldur áfram að hækka?
„Þróunin byggist á því hver veiðin er í
ánum. Ef hún er þokkaleg halda menn
áfram að koma og ég trúi því að bændur og
þeir sem hafa með árnar að gera hafi vit á
að spenna verðið ekki svo upp, að ástand-
ið verði líkt og t.d. í Laxá í Ásum.“
Laxá í Þing í uppáhaldi
Laxá í Þingeyjarsýslu er í miklu uppáhaldi
hjá Þórarni. „Hún er mikil, þar er stór-
brotið og afstætt landslag o£ áin sjálf er
líka stórbrotin. Ég veiddi nokkuð mörg ár
mikið í Laxá í Ásum og þar voru að vísu
fiskar upp í 18 pund, en megnið af þeim
voru 5, 6, 7 og upp í 10 pund. En austur í
Þingeyjarsýslu áttu von á að setja í mjög
stóra fiska og það er sú von sem svo gott er
að vita af ef maður er heppinn. Þar eru
margar hættur, stundum er mikið slý í
henni og stundum lítið. Þegar sameinast
mikið slý og mikið vatn reynir svo miklu
meira á veiðimanninn en aðeins það að ná
í fiskinn. í sumar var lítið slý sem hitti á
litla veiði, en ef veiðin hefði verið meiri
hefði sumarið verið stórkostlegt."
- Hvaða veiðiaðferð notar þú mest?
„Ég veiði mest á maðk þó ég bregði hin-
um líka fyrir mig. Flugumaður er ég ekki
mikill, en spennan við laxveiði felst í raun
í því hvort fiskurinn taki, hvert sem agnið
er. Ég geri ekki upp á milli veiðaðferða
svo framarlega sem hægt er að koma
fiskinum í stuð til.að taka agnið því fiskur
í tökustuði tekur hvað sem er.“
Greind laxanna misjöfn
- Er laxinn greind skeppna?
„Hann er mjög mis-greindur, eins og
aðrir einstaklingar í lífinu. Sumir laxar eru
mjög greindir og maður hefur nokkrum
sinnum fengið stóra fiska sem haga sér
mjög misjafnlega. Nokkrir haga sér þannig
að halda mætti að þeir hafi hugsað sérstak-
lega um hvert andartak til að sleppa.
Svona fiskar leita að mestu hættunum
gagnvart veiðimanninum, þeir fara bak við
steina, þræða jafnvel á milli þeirra og
stinga sér svo þar sem erfiðast er að eiga
við þá t.d. við klettasnasir í ánni og fleira.
Það er alveg greinilegt að sumir þeirra eru
alveg með á nótunum um hvað er að gerast
og eru mjög slungnir. En svo eru aðrir
fiskar mjög vitlausir og virðist þetta fara
eftir því á hvaða stigi fiskurinn er í ánni.
Ef laxinn er nýkominn í ána virðist hann
harðari í horn að taka en ef hann er þræl-
leginn, annars er þetta líka breytilegt milli
einstaklinga.“
Við báðum Þórarinn að rifja upp og
segja okkur sögu af erfiðasta laxi sem hann
hefði fest í..;„Ég man eftir einum sem ég
missti. Þetta var líklega fyrir einum 18
árum síðan í Múlatorfu, ofarlega í Laxá í
Þingeyjarsýslu. Ég var þarna með konu
minni og dóttur sem þá var sex ára gömul
og bjuggum við þarna í hjólhýsi. Þá setti
ég í mjög stóran fisk á spón á stað sem
heitir Mjóey en til þess að komast þangað
þurftum við að fara á bát niður fyrir litla
eyju, þaðan upp streng og upp til að kom-
ast neðst í Mjóeyna.
Þær dönsuðu á bakkanum
alveg vitlausar
Á þessum tíma notaði ég oft sporðtaka
eða „tailer“, sem er lykkja sem brugðið er
um sporð fisksins og hert að til þess að ná
honum upp. í bátinn hafði ég tekið með
mér, veiðitöskuna, stangirnar; flugustöng,
maðkastöng og spónastöng. Uppfrá byrj-
aði ég að kasta flugu, þá maðki og síðan
spæni. Með spæninum setti ég í mjög stór-
an fisk, alveg svakalega stóran fisk sem ég
var með í klukkutíma. Ég var oft búinn að
koma honum að bakkanum hjá mér sem
var nokkuð hár þar sem ég stóð og var
fiskurinn þá með hausinn niður. Þá kom í
ljós að „tailerinn“ hafði gleymst, en ef
hann hefði verið með í för hefði ég náð
fiskinum upp á korteri. En þessi fiskur var
slunginn. Hann virtist hvíla sig við bakk-
ann hinumegin og hélt síðan út í streng í