Dagur - 09.09.1989, Blaðsíða 2

Dagur - 09.09.1989, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 9. september 1989 Heilsufar og blaut- legt sjónvarpseM Hallfreður rgumleiðason: Góðan daginn, gott fólk. Dag- urinn í dag er æði merkilegur í lífi Akureyringa. í dag mun KA færast skrefi nær Islands- meistaratitlinum í knatt- spyrnu, höfuðborgarbúum til mikillar hrellingar. { dag veitir menningarmálanefnd verðlaun í ljóðasamkeppni. í dag er ég ári eldri en ég var í fyrradag. I dag ætla ég að setjast niður og semja þriggja ára heilbrigðis- áætlun. Sú áætlun gæti markað tímamót í lífi mínu og ég ætla að ljóstra upp nokkrum frum- hugmyndum, ef það gæti orðið einhverjum til gagns. Reykingar verða skornar niður í áföngum. Tóbaksnotk- un hætt í hálfan sólarhring til að byrja með. Vindlingar lagð- ir á hiíluna en pípuhólkurinn tekinn fram. Vindlar um helgar. Eftir mánuð engir vindlar, tíu pípur á dag og neftóbak þess á milli. Eftir árið fimm pípur á dag. Eftir þrjú ár engin. Jafnhliða verða sterkir drykkir bannfærðir og áfengis- notkun takmörkuð við tuttugu bjóra og eina sérríflösku á viku. Mataræði á að gjörbreytast. Smátt og smátt koma gulrætur og skarfakál til sögunnar en hamborgarar og franskar víkja. Söl koma í stað sælgæt- is. Matartíminn verður í fram- tíðinni aðeins fimm mínútur. Þá er ekki eins mikil hætta á ofáti. Þrátt fyrir ögrandi aug- lýsingar verður gosdrykkja- þambi hætt og vatnsdrykkja ástunduð í staðinn. Salernis- ferðir verða tíðari til að hreinsa líkamann. Stólpípa einu sinni í rnánuði. Lýsi klukkan fimm á morgnana. Fiskur snæddur hrár, því það er svo óhollt að matreiða hann. Kjötið látið eiga sig í frystigeymslunum en hrátt, fitusprengt hrossakjöt haft á borðum um jólin. Hreyfing verður stóraukin. Sérstaka áherslu skal leggja á það að minnka magann, rass- inn, lærin, undirhökuna, brjóstkassann, kálfana og framhandleggina. Hitt á að stækka eða standa í stað. Þessu markmiði má ná með því að fara út með ruslið daglega, ganga í vinnuna einu sinni í mánuði, gefa hestum eða önd- um gamalt brauð og fara viku- lega í heita pottinn. Reyndar gæti öll þessi hreyfing orðið mér að fjörtjóni en hvað gerir maður ekki fyrir heilsuna? Þá verður hjónalíf iðkað þrisvar í mánuði samkvæmt stundaskrá. Andlegt heilbrigði má ekki sitja á hakanum. Bósi, Djarfar dónasögur og önnur vinsæl blöð verða ekki lesin framar en hugljúfar ástarsögur í vasa- broti og Morgan Kane verða á náttborðinu. Menningarlífið stundað með bíóferð einu sinni í mánuði, myndbandaglápi um helgar og Sjallaferð vikulega. Hugsanir verði menningarlegri og háfleygari og mannleg sam- skipti stunduð eftir megni. Jæja, góðir hálsar. Þá er nóg komið af þessu heilsutali, enda er ég kominn inn á svið heilsu- póstsmanna hér að neðan og vendi því kvæði mínu í kross með því að setja hér krassandi millifyrirsögn. Höfðað til lægstu hvata Dagur greindi frá því um síð- ustu helgi að Stöð 2 ætlaði að fara að sýna klámmyndir síðla nætur. Þessi tíðindi vekja ugg í mínu menningarléga brjósti og ég get yarla á heilum mér tekið. Ég vil vara við þessum óskapnaði sem á eftir að rugla börn og konur í ríminu og æra gamalmenni. Því miður held ég að orð mín fái lítinn hljómgrunn því ég hefi fregnað að sala á myndlyklum hafi rok- ið upp eftir að þessi tíðindi urðu opinber. Fyrsta klám- myndakvöldið munu götur tæmast og blár bjarmi skína úr hverjum stofuglugga fram eftir nóttu. Virðulegir fjölskyldu- feður verða andvaka og börnin liggja á gægjum undir sófa. Konur munu glápa stjarfar á ósómann og hringja síðan í meinhornið á Rás 2 og kvarta og kveina eins og þeim einum er lagið. Það mun hrikta í stoð- um margra hjónabandanna og prestar verða klökkir í stólræð- um. Heimiliskettir verða úti, gullfiskar svelta og fólk mun ekki geta einbeitt sér að starfi sínu lengur. Mikil er ábyrgð þeirra manna sem ætla að sundra íslensku þjóðinni. Ég vil biðja Svavar Gestsson að stöðva þetta argvítuga klám áður en það verður að veruleika. Sú staðreynd að nokkrir frjálsir sjónvarpsmenn geta troðið afsprengi lægstu hvata sinna upp á saklausa áhorfendur sýn-^ ir glöggt að það er eitthvað bogið við útvarpslögin, eða hvað þetta heitir. Ég keypti myndlykil á sínum tíma til að geta horft á óperur og fræðslu- þætti á Stöð 2 en nú neyðist ég til að virða fyrir mér kviknakið fólk í kynlegum leik á skjánum. Ógeðinu er troðið upp á mann. Maður er hvergb óhultur. „Hugsanir mínar færðu aldrei,“ sagði vændis- kona í einni jólabókinni fyrir nokkrum árum. Ég ætla að gera orð hennar að mínum. Berstrípað bölið á skerminum; skal ekki verða til þess að brengla göfugum hugsunar- hætti mínum, góðmennsku og: einurð. Ég ætla að stofna þrýstihóp: Karlar gegn klámi. | Hrjáðir, smáðir og sárþjáðir I karlmenn íslands sameinist. Berjumst gegn blautlegu sjón- varpsefni. Takk fyrir og góða skemmtun. Hallfreður óttast mjög afleiðingarnar af „klámmyndasýningum“ Stöðvar 2 og hann hvetur Svavar Gestsson til að stöðva ósómann. 4 heilsupósturinn ÍJ Umsjón: Sigurður Gestsson og EinarGuðmann Ofiiæmí og tilfinnmgar Eftir miklar þreifingar geta lækn- ar yfirleitt komist að orsök ofnæmis, hvort sem það er vegna frjókorna, fisks eða kattarhára. En í sjúkdómum eins og astma og ristilbólgu virðast ofnæmisvið- brögð oft eiga sér andlegar rætur. Þeir geta blossað upp án nokk- urrar sjáanlegrar líkamlegrar ástæðu. Kannski fyrir mikilvægt próf eða eftir rifrildi við yfir- manninn. Nýleg rannsókn sem gerð var í Kanada bendir á hvers vegna þess háttar tilfinningar kalla franr svona viðbrögð. Ofnæmi verður til þegar ónæmiskerfi líkamans „lærir" að bregðast við einhverju efni eins og það væri hættulegt, þó svo að það sé venjulega með öllu skað- laust. Sálfræðingurinn Glenda Mc- Queen og samstarfsmenn hennar við McMaster háskólann veltu fyrir sér hvort hægt væri að fá ákveðnar frumur í ónæmiskerf- inu til þess að sýna ofnæmisvið- brögð við utanaðkomandi and- Tilfinningar eiga greinilega meiri þátt í sjúkdómum en áður var haldið. legum áhrifum rétt eins og hund- arnir hans Pavlovs lærðu að slefa við það að heyra í bjöllu. Rannsakendurnir komu rott- um í snertingu við eggjahvítu sem kallar fram ofnæmisviðbrögð í einni tegund ónæmisfrumu. Þegar allar rotturnar höfðu feng- ið ofnæmi gaf McQueen þeim eggjahvítusprautur um leið og hann setti af stað blikkandi ljós og suðandi hljóð í 15 mínútur - sem hafði ekkert með ofnæmið að gera. Til samanburðar spraut- uðu rannsakendurnir annan hóp af rottum með eggjahvítu heilum sólarhring eftir að þær höfðu orð- ið fyrir blikkandi ljósum og suð- andi hljóðum og ætti það að vera nægilega langur tími til þess að rotturnar gætu ekki sett það í samband við ofnæmið. Annar rottuhópur fékk engar sprautur en var hins vegar þrisvar sinnum látinn þola blikkandi ljós og suð- andi hljóð. Allt í allt tók rann- sóknin tvo mánuði. Seinna þegar allar rotturnar voru látnar verða vitni að blikk- andi ljósum og suðandi hljóðum, voru viðbrögð þeirra verulega mismunandi. Ónæmisfrumur rottanna sem fengu aldrei neina eggjahvítu sýndu lítil viðbrögð hjá því ensími sem þær framleiða venjulega þegar um ofnæmisvið- brögð er að ræða. En fyrsti hóp- urinn sem hafði fengið ofnæmis- valdandi eggjahvítu og hafði orð- ið vitni að blikkandi ljósum og suðandi hljóðum samtímis, fram- leiddi mikið magn af ensíminu. Það var því greinilegt að ljósin og hljóðin kölluðu fram veruleg ofnæmisviðbrögð í þessum hópi þó að engin eggjahvíta hefði ver- ið gefin. Ónæmisfrumur þeirra brugðust við ljósunum og hljóð- unum eins og þau væru ofnæmis- valdurinn. Þessi uppgötvun sýnir fram á að ónæmiskerfi okkar getur sýnt ónæmisviðbrögð við því sem við sjáum, heyrum, eða finnum rétt eins og það ge.tur gert við kattar- hárum. Ristilbólga til dæmis get- ur komið eftir rifrildi við yfir- manninn ef ónæmiskerfið er.orð- ið vant því að tengja saman úlag í vinnunni við einhvers konar sárs- aukaá maganum. Svona „andlegt ofnæmi" er greinilega érfiðara að greina heldur en það sem stafar af umhverfisþáttum, en menn ættu fyrir vikið að skilja betur eðli og orsök sjúkdóma sem hafa enga sjáanlega orsök bg engar þekktar læknihgaleiðir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.