Dagur - 16.09.1989, Blaðsíða 1

Dagur - 16.09.1989, Blaðsíða 1
72. árgangur Akureyri, laugardagur 16. september 1989__________ 177. tölublað Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMKNR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Skuggaleikur. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra: Tvö álver á sama tíma koma ekki til greina - „megum ekki kollsteypa okkur í stóriðju „Ég veit ekki betur en að þær hugmyndir sem eru uppi um álver séu þær að það verði staðsett á Suðvesturlandi. Við byggjum ekki tvö álver á sama tíma, það er alveg áreiðan- legt,“ sagði Steingrímur Her- mannsson, forsætisráðherra, aðspurður um álver í Eyjafirði. Steingrímur segir hugmyndir iðnaðarráðherra í þessu efni aldrei hafa verið lagðar fyrir ríkisstjórnina, og komi mönn- Þorvaldur Örlygsson leikmað- ur KA hefur verið valinn á ný í landsliðshópinn í knattspyrnu, fyrir leikinn gegn Tyrkjum, sem fram fer á Laugardalsvelli á miðvikudaginn kemur. Þá hefur Pétur Pétursson KR-ing- ur einnig verið kallaður í leik- inn. Guðni Kjartansson mun stjórna liðinu í þessum síðasta leik í undankeppni HM og það er hann sem valdi liðið. Einn nýliði er í hópnum, Ólafur Gottskálks- son markvörður ÍA en auk hans um fundaherferð og yfírlýsing- ar Jóns Sigurðssonar óneitan- lega talsvert á óvart. „Staðreyndin er sú að þessi fundaherferð er einkamál iðnað- arráðherra, og þessi álmál hafa ekkert verið rædd í ríkisstjórn- inni. Við vitum að þau voru ágreiningsmál við myndun stjórnarinnar, og vitanlega verð- ur svona stórt mál að vera sam- komulagsmál, ef það á að fara í .gegn. Ég get lýst þeirri persónu- er Bjarni Sigurðsson markvörður Vals í hópnum. Aðrir leikmenn eru; Arnór Guðjohnsen, Anderlect, Ásgeir Sigurvinsson, Stuttgart, Ágúst Már Jónsson og Gunnar Gíslason Hacken, Guðni Bergsson, Totten- ham, Sigurður Jónsson, Arsenal, Ólafur Þórðarson Brann, Pétur Pétursson og Rúnar Kristinsson KR, Sigurður Grétarsson, Luzern, Þorvaldur Örlygsson KA og Framararnir Pétur Arnþórs- son, Ragnar Margeirsson og Við- ar Þorkelsson. -KK legu skoðun minni að ég tel að halda eigi áfram að virkja eftir ákveðnu prógrammi og að orku- frekur iðnaður sé mikilvægur í því sambandi. Hins vegar megum við ekki kollsteypa okkur í þessu eins og gert hefur verið á mörgum öðrum sviðum. Ekkert hefur verið lagt fram um þessi mál í ríkisstjórn- inni, sem hlýtur að hljóma nokk- uð undarlega, áður en það er boðað um allt land. Við eigum ekki að vera nei- kvæðir í þessu máli, undirbúning- ur verður að vera réttur, meng- unarvarnir góðar o.s.frv. auk virkra yfirráða íslendinga. En við megum ekki heldur verða þrælar stóriðjunnar," sagði Steingrímur. - En hefur iðnaðarráðherra þá ekki umboð til að boða álver í Eyjafirði? „Hann hefur auðvitað umboð til lýsa sínum persónulegu skoðunum. Það er hinsvegar skemmtilegra að meðráðherrar viti um málið. Ég sagði á fundi Alþýðubanda- lagsins á miðvikudaginn að ég teldi sjálfsagt að nýta möguleik- ana á sviði orkufreks iðnaðar. Við höfum ekki efni á að vera á móti honum þegar kreppir að í landbúnaði og sjávarútvegi. Hitt er annað mál að við megum þó ekki grípa stóriðju sem neina náðargjöf, hún verður að falla inn í þá þróun sem fyrir er. Stór- iðja er ekki lausnarorð við vanda þjóðarbúskaparins, en hún getur verið þáttur í atvinnuuppbyggingu og skapað meira öryggi og stöðug- leika,“ sagði Steingrímur Her- mannsson. EHB Húsavíkurhöfn: Bam bjargast úr sjónum Barn bjargaðist úr Húsavíkur- höfn síðdegis sl. miðvikudag. Tveir drengir, Björgvin Viðarsson, 9 ára, og Róbert Stefán Róbertsson, 8 ára, voru að veiða á Suðurgarðinum er Björgvin missti jafnvægið og datt í sjóinn. Enginn fullorðinn var í nánd og engin vitni urðu að atburðin- um, en Björgvin komst aftur upp á garðinn með aðstoð Róberts sem togaði hann upp úr sjónum. Móður Björgvins varð að sjálf- sögðu heldur bilt við er piltarnir komu labbandi heim, en hún dreif Björgvin í heitt bað og varð honum ekki meint af volkinu. Mesta mildi er að ekki fór verr í þessari veiðiferð piltanna, og er ástæða til að benda veiðimönnum á að fara varlega og að verða sér úti um björgunarvesti. IM Ísland-Tyrkland á miðvikudag: Þorvaldur Örlygsson í hópinn á ný

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.