Dagur - 16.09.1989, Blaðsíða 7

Dagur - 16.09.1989, Blaðsíða 7
•* riU* Laugardagur 16. september 1989 - DAGUR - 7 frétfir I- Alexandersflugvöllur á Sauðárkróki: Gamla flugstöðin flutt um set Nýlega var gamla flugstöðin á Alexandersflugvelli á Sauðár- króki flutt burtu af vellinum, eftir nær 40 ára þjónustu við flugfarþega til og frá staðnum. Ekki var skúrinn fluttur á haugana, enda ágætlega á sig komin, heldur var honum komið fyrir í skíðalandi Sauð- krækinga hjá Heiði, þar sem skíðadeild UMF Tindastóls rekur skíðalyftu. „Það er vart hægt að hugsa sér betri starf- semi fyrir þennan skúr,“ sagði Árni Blöndal, flugvallarstjóri, í samtali við Dag, sem er mjög ánægður með hvert skúrinn fór. Skíðadeildinni hefur bráðvantað aðstöðu við Iyft- una fyrir unnendur íþróttar- innar og með tilkomu skúrsins batnar aðstaðan til muna. Það voru starfsmenn Hitaveitu Sauðárkróks sem sáu um að flytja skúrinn, gerðu hann klár- ann fyrir flutning og lögðu vatn að honum þar sem honum var komið fyrir við skíðalyftuna. Ekki var það miklum erfiðleik- um háð að lyfta skúrnum frá jörðu, því undir honum voru tveir stálbitar. Skúrnum var kom- ið fyrir á sínum tíma þegar nýr flugvöllur Sauðkrækinga, síðar Alexandersflugvöllur, var tekinn í notkun. Þá var skúrinn fluttur frá gamla flugvellinum, þar'sem Öldrunardeild Akureyrarbæjar: Bjarni lætur af störftun Bjarni Kristjánsson, deildar- stjóri öldrunardeildar Akur- eyrarbæjar, hefur tilkynnt öldrunarráði að hann óski eftir að láta af störfum um áramót- in. Bjarni fékk launalaust leyfi í eitt ár frá fyrra starfi sínu, sem var staða framkvæmdastjóra Svæðisstjórnar málefna fatlaðra í Norðurlandi eystra. Hann mun gegna starfi deildarstjóra öldrún- ardeildar áfram til áramóta, en hverfa síðan á ný til starfa hjá svæðisstjórn. Bjarni Kristjánsson hefur langa starfsreynslu á sviði málefna fatlaðra. Hann hóf störf á Sólborg árið 1969, og var lengi forstöðumaður þeirrar stofnunar, en síðari árin hefur hann verið framkvæmdastjóri svæðisstjórn- ar, eins og áður sagði. EHB Félagsfundur FVSA: Mótmælir verðhækkunum Almennur félagsfundur Félags verslunar- og skrifstofufólks, Ak- ureyri og nágrenni haldinn í Al- þýðuhúsinu mánudaginn 11. sept- ember 1989 mótmælir harðlega öllum þeim verðhækkunum sem dunið hafa yfir að undanförnu, og telur að ríkisstjórnin hafi al- gjörlega brugðist þeim loforðum um verðlagsmál sem gefin voru í síðustu samningum. Ennfremur krefst fundurinn þess að næstu kjarasamningar verði ekki undir- ritaðir án kaupmáttartryggingar. hann var reistur árið 1951, þá sem hið glæsilegasta flugskýli. Núna tekur við nýtt hlutverk fyrir gömlu flugstöðina. Eftir sem áður mun hún þjóna Sauðkræk- ingum, jafnt ungum sem öldnum, næstu árin. -bjb Þarna má sjá gamla og nýja tímann á Alexandersflugvelli, gamla flugstöðin á leiðinni burtu og sú nýja vera. komin til að Mynd: -bjb HVERS VEGNA TRAUSTUR BANKI? • LAUSAFE • EIGIÐFE • INNLAN Lausafjárstaða 31.7. ’89: 2.6 milljarðar Lausafjárskylda: 1.7 milljarðar Laust fé umfram skyldu: 900 milljónir 31.12. ’88: 1.8 milljarðar Eiginíjárhlutfall 8.6% Heildarinnlán 31.12. ’88: 17 milljarðar Heildarinnlán 15.8. ’89: 19.5 milljarðar • HAGNADUR • SKATTAR ’88: • BINDING '88: Bundið fé í Seðlabanka (verðtryggt með 2% vöxtum) 31.7. ’89: 2.1 milljarður Eftir skatta 185 milljónir Tekjuskattur 122 milljónir Eignaskattur 23.5 milljónir Skattar af sölu gjaldeyris 38.3 milljónir Aðrir skattar og gjöld 74.7 milljónir Opinber gjöld samtals 257.5 milljónir • UTLAN 31.7. ’89 til atvinnuvega 11.9 milljarðar eða 66.7% 31.7. ’89 til einstaklinga 3.5 milljarðar eða 19.6% 31.7. ’89 til opinberra aðila 2.4 milljarðar eða 13.7% Samtals 17.8 milljarðar • AFGREIÐSLUSTAÐIR ------------------------ Samtals 33 í öllum landstjórðungum • STARFSMANNAHALD Stöðugildi 1.6. ’87 535 Stöðugildi 1.7. ’89 501 Fækkun 34 • AFSKRIFTASJOÐUR UTLANA ^----------:-----—---------------\ (til að mæta áhættu í útlánum) 31.12. ’88 260 milljónir 31. 7. ’89 285 milljónir. MARKVISS STEFNA160 AB - SAMHENT STJORN160 AR Innlánsviðskipti við Búnaðarbankann - leið til lánsviðskipta við traustan banka BUNAÐARBANKI ÍSLANDS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.