Dagur - 16.09.1989, Blaðsíða 8

Dagur - 16.09.1989, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 16. september 1989 x oav* Laugardagur 16. september 1989 - DAGUR - 9 '♦ >\ ÍV.V! o f<*> a ? r< %*' •n ♦v-.wfcw-,,,»4 ’* Kvöld í Glerárhverfi. Fjörugir tónar berast frá litlu húsi við Sandgerðisbót, og berast með vindblæ að trillunum við smábátabryggjuna. Tónlistin kemur frá fjórum félögum, réttara sagt hljómsveitinni Fjórum félögum, sem er við æfingar þetta kyrrláta síðsumarkvöld. Ætlunin er að ná tali af Björgvini Baldurssyni tónlistarmanni, eða Begga, eins og vinir og kunningjar nefna hann, og rifja upp eitt og ann- að frá liðinni tíð. Talið berst fyrst að ætt og uppruna. Björgvin er fæddur á Akureyri árið 1953, í Innbænum, nánar tiltekið í því sögufræga húsi Hafnarstræti 53, Gamla Barnaskólan- um. „Foreldrar mínir eru Baldur Halldórs- son og Jóhanna Sigurðardóttir. Ég byrjaði snemma að fikta við heimasmíðuð hljóð- færi, fyrsta trommusettið var gert úr sælgætisbaukum, man ég. Frá fyrstu tíð var ég innstilltur á tónlist, og fékk litla harmoniku í jólagjöf fimm eða sex ára gamall. Hún var fyrsta hljóðfærið sem ég náðilagi á. Fyrsta gítarinn eignaðist ég 12 ára gamall, og með honum fylgdi bók. Af henni lærði ég þrjú grip sem dugðu lengi vel. Hef alltaf haldið tryggð við tónlistina Ég hef eiginlega alltaf haldið tryggð við tónlistina frá þessum tíma. Á sumrin var ég í sveit í Leifshúsum á Svalbarðsströnd, hjá systur minni og mági. Þar fór ég að glamra eitthvað með tveimur strákum sem voru að spila. Þetta voru þeir Sævaldur Valdemarsson frá Sigluvík og Kristján Ingólfsson, þáverandi mjólkurbílstjóri. Sævaldur sá um trommurnar en Kristján lék á harmoniku. Úr þessu varð síðan tríó, fyrsta tríóið sem ég fór með á svið. Þetta var árið 1967, og við lékum eingöngu gömlu dansana. Þá voru Glókollur og Lási skó aðalsmellirnir, þetta voru lög með þeirri frægu hljómsveit Póló. Ég var ekki nema 14 ára gamall þegar ég byrjaði að spila á böllum, langt undir lögaldri miðað við aðra samkomugesti. Við félagarnir lékum fyrir dansi í gamla samkomuhúsinu á Svalbarðsströnd, þá var gjarnan dansað eftir að spilavist lauk o.þ.h. Þarna spilaði ég fyrst á þorrablóti. Fyrst í stað, síðsumars árið 1967, var þetta eingöngu hljóðfæraleikur. En ein- hverra hluta vegna var ég þó fljótlega kominn með hljóðnema fyrir framan mig um jólaleytið þetta sama ár. Við félagarnir dóluðum eitthvað í þessu saman fram til ársins 1969.“ Fáir á Akureyri vissu að ég væri í hljómsveit - Vakti það ekki athygli á Akureyri að þú værir farinn að syngja og spila með hljóm- sveit svona ungur? „Nei, það vissi nánast enginn á Akureyri af þessu. Ég er nú fremur feiminn að eðlisfari og því hefði engum dottið þetta í hug um mig, sem betur fer, en allir vissu hins vegar að ég var alltaf að fikta við harmoniku. Það var heldur ekkert leynd- armál, ég var búinn að ferðast með nikk- una fram og til baka í bænum. Um tónlistariðkun mína í barnaskóla er kannski ekki margt að segja. Þó man ég eftir að hafa spilað í melódikuhljómsveit sem Birgir Helgason stjórnaði, en þetta var í Barnaskóla Akureyrar. í hljómsveit- inni var leikið á nokkrar melódikur, tvo gítara og svo spilaði ég bassann undir á harmonikuna. Um þetta leyti var ég kominn með all- góða harmoniku, líklega áttatíu bassa, held ég.“ - Hvað gerðist á næstu árum, þú hélst áfram að spila? „Ég fór á sjóinn að afloknu landsprófi, þegar flestir bekkjarfélagar mínir fóru í menntaskóla. Þetta var árið 1969, og ég réði mig til Eimskipafélags íslands 1. des- ember. Ég var skráður 2. matsveinn á M.S. Selfoss. Þá lenti maður í Ameríku- siglingum og fór þrjá túra á sjö mánuðum. Fljótt upp úr þessu, sumarið 1970, byrj- aði ég aftur í hljómsveit. Við vorum fjórir; Guðmundur Meldal á trommum, Snorri Guðvarðarson á gítar og Finnur á bassa. Þetta var upphafið að hljómsveitinni Gústavus, sem mér finnst í dag að hafi ver- ið tímamótaband hér á svæðinu. Við vorum með allt aðra tónlist en þessa hefðbundnu, sem þá var spiluð á Norður- landi. Þetta var meira rokk en áður hafði tíðkast, og hávaðinn var líka meiri, jafnvel svo að hneykslun olli. Á þessum tíma voru starfandi ýmsar góðar hljómsveitir hér á Akureyri. Ég var alltaf meira og minnna viðloða í sveit og því var stutt fyrir mig að fara til að spila á dansleikjum austan Akureyrar, en strák- arnir keyrðu alltaf á æfingar úteftir til mín. Stundum æfðum við alla nóttina, alveg fram á morgun, það var alveg ótrúlegt hvað mcnn lögðu á sig til að standa sig í þessum bransa. Ég stundaði alltaf aðra vinnu með tón- listariðkuninni, fyrst í sveitinni en seinna í bænum. Gústavus komst á plast Gústavus er eina hljómsveitin sem ég hef verið í sem hefur komist á plast. Við lent- um inni á safnplötu hjá Tónaútgáfunni, hún heitir Eitt með öðru, og kom út árið 1980. Enginn tími var til að æfa þessi lög með þeim fyrirvara að þau ættu að koma út á plötu, þetta þó var hrist saman og inn á plötu fór það. Gústavus starfaði ekki óslitið en hún entist þó í allmörg ár. Ég vann t.d. fyrir sunnan frá áramótum 1971 allt það ár. Norður kom ég aftur næsta ár, 1972. Þá var haldið áfram og við vorum aðeins þrír á tímabili, ég, Finnur og Guðmundur. Það var Tríó Gústavus. Nokkurt uppihald kom í þetta hjá mér 1973. Þá fór maður í meiraprófið, man ég, og stofnaði fjölskyldu. Ég var í ýmsum störfum um þetta leyti, en spilaði þó alltaf gömlu dansana af og til. Sérstaðan hjá Gústavus var að geta sýnt harmoniku á rokkdansleik. Það gekk alveg 100 prósent upp, þótt furðulegt megi telj- ast á nútímavísu. Við höfðuðum mest til yngra fólksins, um 18 ára aldurs, en náð- um síðan fullorðna fólkinu inn líka, mest fyrir að leika svo fjölbreytta tónlist. Við reyndum að vera með eitthvað fyrir alla, en nikkan og gítarinn voru alltaf til skiptis hjá mér.“ Sjór, spilamennska og aftur sjór - Hvernig var staðan hjá þér í byrjun þessa áratugar, þá var Gústavus löngu hættur? „Já, við hættum með Gústavus árið 1978, og aldrei hefur verið starfað undir því nafni síðan. Þá fórum við Helgi Guð- mundsson og Finnur yfir til Steingríms Stefánssonar og stofnuðum með honum hljómsveit Steingríms. Við störfuðum allt til vorsins 1981. Þá fór ég á sjó um tíma, en skammt var til næsta spors á tónlistar- brautinni. Ég var staddur á Ráðhústorgi 17. júní næsta ár, 1982, og hitti þá Pálma Stefáns- son, en hann er bróðir Steingríms, eins og allir vita. Þá var ákveðið að ég skyldi spila með honum og byrja um haustið. Með Pálma var ég alveg til vorsins 1986. Þá fór ég aftur á sjóinn, og hef sturidað hann alfarið síðan. En nú er ég kominn í land og ætla að helga mig spilamennskunni á ný.“ - Það er hljómsveitin Fjórir félagar? „Já, við hellum okkur út í þetta með braki og brestum, ekki þýðir annað,“ segir Björgvin og hlær. „Steingrímur er enn og aftur á trommum, Viðar Garðarsson á bassa og Hlynur Guðmundsson, bróðir Helga, leikur á gítar og syngur. Steingrím- ur rífur líka í harmonikuna af og til, ann- ars held ég mig við mín gömlu hljóðfæri, nikku og gítar." Að skemmta þeim sem vilja skemmta sér - Þú hefur yfirsýn yfir „bransann“ á Akur- eyri um meira en tveggja áratuga skeið. Hvað hefur breyst, er það fólkið sem er öðruvísi? „Já, við Steingrímur getum státað okkur af að hafa verið í yfir 20 ár í bransanum. Hvað hefur breyst? Ekki fólkið, svo mikið er víst, það er alltaf eins, eða svipað. í dag er úr meiru að spila hjá fólki, staðirnir eru fínni, klæðnaðurinn er annar og betri. En góða skapið er þó alltaf til staðar hjá landanum, á árshátíðum og böllum. Þetta síðasta breytist ekki þótt kynslóðaskipti umbeðið lag hefur ekki verið æft. Við reynum að miða prógrammið við sem breiðastan hóp, þegar við komum saman á haustin." Margar góðar minningar - Þið félagarnir ættuð alla vega að þekkja töluvert mikið af lögum eftir allan þennan tíma í bransanum? „Já, ekki er hægt að neita því, og ég á margar góðar minningar eftir áralangt samstarf við þá bræður Steingrím og Pálma, og auðvitað fleiri. Eftir þetta langan starfsferil í tónlist fer ekki hjá því að maður beri saman liðna tíð og það sem er að gerast í dag. Mér finnst t.d. ekki vera meira drukkið á böllum nú en áður. Ég man eftir því að í viðtali, sem tekið var við okkur félagana í hljómsveit Stein- gríms fyrir mörgum árum í DV, létum við hafa eftir okkur að ekkert líf væri lengur í böllunum, menn væru rr.eira að segja hætt- ir að slást! Viðtalið var ekki einu sinni komið á prent þegar við lögðum af stað austur á firði til að spila á balli. Það var blóðugasti dansleikur sem ég hef á ævi minni séð! Það er því greinilega ekki mikið að marka það sem sagt er í blöðunum. Viðtal þetta var eitt af því fyrsta sem mað- Þessi mynd var tekin árið 1968 af Begga með nikkuna. „Um þetta leyti hafði. ég eignast ágæta 80 bassa harmoniku . . .“ verði, þ.e.a.s. hjá þeim sem fara út til að skemmta sér. Þeir láta ekkert aftra sér frá að skemmta sér, en svo eru alltaf til ein- hverjir sem ekki er hægt að skemmta því þeir vilja það ekki sjálfir. Það er alls ekki hægt að skemmta fólki sem ekki er ákveð- ið í að skemmta sér sjálft. Við, þessir tónlistarmenn, erum að mínu áliti fyrst og fremst í því hlutverki að aðstoða fólk við að skemmta sér. Við erum ekki samhengislausir við það sem þarna fer fram, þetta fer alveg saman og verður að gera það, því fólk borgar oft á tíðum stóran pening fyrir árshátíðir o.þ.h. og þarf þá að fá að ráða vali á hljómsveit- um o.s.frv. En hljómsveit er ekki diskótek, hún er ekki plata sem hægt er að þeyta á fóninn. Við getum ekki spilað allt, en þetta hefur þó sloppið lygilega í gegn- um árin að þjóna þessum breiða hóp.“ - Finnst þér ósanngjarnt að fólk biðji um tiltekin lög á dansleik? „Nei, mér finnst það mjög eðlilegt, og reyndar finnst mér það eðlilegasti hlutur í heimi að fólk vilji heyra „lagið sitt.“ Flestir eiga ákveðnar minningar tengdar þessum lögum, þau minna á tiltekna stemmningu eða gamla staði. Við reynum alltaf að verða við þessum óskum, ef mögulegt er, en stundum kemur líka fyrir að við verð- um að viðurkenna vanmátt okkar þegar Fjórir félagar. F.v.: Viðar, Hlynur, Steingrímur og Beggi. Mynd: RÞB HUOMSVEIT EREKH 'HnXy ti. 1t. 1914 - Björgvin Baldursson tónlistarmaður á Akureyri í helgarviðtali Á jóladansleik í gamla samkomuhúsinu á Svalbarðsströnd árið 1967. F.v.: Sævaldur Valdimarsson, Beggi og Kristján Ingólfs- son. Texti: Egill H. Bragason ur sá þegar heim var komið, nýbúinn að verða vitni að þessum ósköpum. En ég verð að segja að í dag er ekki mik- ið um slagsmál og læti á dansleikjum, alla vega ekki í Eyjafirði og næsta nágrenni. Hér er ekki mikill rígur milli staða, eins og sums staðar.“ - Hvernig hefur þér fundist það fara saman að stunda sjómennsku og spila- mennsku í hljómsveitum? „Það fer illa með hendurnar að vera á sjó, og maður þarf langan tíma til að ná upp því sem var. En í hljómsveit þurfa menn að geta unnið saman, ekki ólíkt því sem gerist á sjó, og samstaða verður að ríkja um að klára verkefnið og standa sig í því. Ekki þýðir að gefa neitt eftir, dæmið verður að ganga upp. Starf htjómlistarfólks er oft misskilið En hljómsveitarfólk er oft misskilið, og utan að sér heyrir maður að aldrei er litið á þetta starf sem vinnu. Það er alveg Ijóst að fólk sem horfir á þetta úr fjarlægð segir sem svo, þegar það sér okkur vera á leið á dansleik til að spila: Þarna eru strákarnir að fara að skemmta sér. Undirbúngur er margvíslegur og getur tekið sinn tíma. Við verðum að lesta bílinn, aka á staðinn, stilla græjunum upp fyrir ballið og spila kannski í fjóra tírna eða meira. Þá þarf að taka allt saman, pakka niður og halda til baka. Maður er þá gjarnan að koma heim undir morgun, þeg- ar aðrir eru að vakna. Mörgum utanað- komandi linnst þetta þó bara vera leikur og geti ómögulcga flokkast undir að vera vinna. Og þá er ekki minnst á allar æfing- arnar, sem að baki standa.“ - Er dýrt fyrirtæki að reka hljómsveit? „Óneitanlega er það rétt, en þó eru hljóðfæri ekki eins óhugnanlega dýr nú og fyrir 15 til 20 árum. Tækni hefur fleygt fram og miklar breytingar orðið á hljóð- færum. En minn fyrsti míkrafónn kostaði t.d. óhemjufé á sínum tíma. En góð tæki hafa alltaf verið fremur dýr í innkaupum, þrátt fyrir það eru dýru tækin oft þau ódýr- ustu þegar til lengri tíma er litið, því þau endast best.“ - Kanntu einhverjar sögur af skakka- föllum eða erfiðleikum í tengslum við ferðalög með hljómsveitum? „Nei, varla get ég sagt það. Við höfum verið ótrúlega heppnir, að einhverjum smáóhöppum frátöldum. En eitt er ég viss um að flestir sem standa í þessu gera, eink- um á veturna, en það er að búa sig vel í ferðalögin. Það kostar ekkért að hafa með sér góð föt til að klæða sig í.“ Draumur og veruleiki - Ýmsir hafa haft á orði hversu tónlistarlíf liefur staðið með miklum blóma á Akur- eyri, oft á tíðum, og bærinn getur t.d. stát- að sig af mörgum landsþekktum hljófæra- leikurum og söngvurum á sviði dægurlaga- tónlistar. Hefurður einhverja skýringu á þessu? „Nei, ég kann ekki neina sérstaka skýr- ingu á þessu frekar en aðrir. Mér dettur þó í hug að þetta sé vegna þess að fólkið sé einfaldlega svona skemmtilegt sjálft, það þarf því að hafa skemmtilegar hljómsveitir til að hjálpa sér til að skemmta sér. Eitt er þó víst, en það er að fólkið sem maður hef- ur kynnst í kringum þetta er allt saman öndvegisfólk. Auðvitað verður einum og einum hált á brennivíni og fleiru, eins og gengur, bæði gestum og spilamönnum, en hér er þó um undantekningar að ræða. Fólk getur misstigið sig jafnt í dansleik sem utan hans. Hjá mér er það þó regla að áfengis- drykkja fer alls ekki saman við þessa vinnu.“ - Þú ert ekki á neinum krossgötum í tónlistinni, og ekki á þeim buxunum að fara að syngja þitt síðasta á þeim vett- vangi? „Nei, ég horfi þvert á móti á langan og góðan kafla framundan. Ég er alltaf hrif- inn af að sjá Hauk Morthens, þetta full- orðinn en samt alltaf í fullu fjöri, og það ásamt fleiru gefur manni von um að geta haldið áfram lengi ennþá. Mörg dæmi eru um menn sem hafa enst lengi í bransanum, og nærtækasta dæmið fyrir Norðlendinga er auðvitað Ingimar Eydal. Minn draumur er auðvitað sá að geta helgað mig tónlistinni algjörlega, og að þurfa ekki að vinna aðra vinnu með spila- mennskunni. En sitthvað er draumur og veruleiki." EHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.