Dagur - 16.09.1989, Blaðsíða 13

Dagur - 16.09.1989, Blaðsíða 13
Laugardagur 16. september 1989 - DAGUR - 13 i kvikmyndarýni Ií Umsjón: Jón Hjaltason Eru leikarar dindilmenm? Borgarbíó sýnir: Dansmeistarinn (Dancers). Leikstjóri: Herbert Ross. Höfundur handrits: Sarah Kemochan. Helstu leikendur: Mikhail Baryshnikov og Julie Kent. Cannon 1987. Sumar bíómyndir vekja með mér hugsanir sem ekki er augljóst að eigi heima í kvikmyndarýni. Til dæmis vakti Dansmeistarinn hjá Borgarbíó Laugard. 16. sept. mér bollaleggingar um eðli leikara. Hvað gerir það sálinni í manneskju að verða sí og æ að þykjast vera einhver annar en hún sjálf? Kemur þetta ekki í veg fyrir sköpun heilsteyptrar persónu? Verður útkoman dind- ilmenni, tómur belgur sem fyllt er á öðru hverju en sem þess á milli svitnar í ákafa út lyktinni af veigunum er hann hefur geymt einhvern tíma áður? En nú út í aðra sálma og meira viðeigandi. Dansmeistarinn er um ballett- dansarann Tony (Mikhail Baryshnikov) sem er í óða önn að undirbúa lokadansverkefnið sitt á ævinni. Hann ætlar að dansa þennan dans og síðan ekki fleiri. Og vitaskuld er honum mikið í mun að allt verði eins gott og nokkur kostur er, og ekki nóg með það, hann stefnir að full- komnun. Fyrir vikið er Tony ekki manna umburðarlyndastur. En það eru ekki aðeins dansfélagar hans sem valda honum hugar- angri, hann efast um sjálfan sig, tæknin er að vísu óaðfinnanleg en tilfinninguna vantar. í ástamálum hefur Tony ekki verið við eina fjölina felldur og þegar Lisa (Julie Kent), ung bandarísk ballerína kemur til að dansa lítið hlutverk í leiknum, vaknar hinn gamli Adam enn einu sinni í brjósti hans. Þennan þráð notar handritshöfundurinn Sarah Kernochan til að tvinna saman tvær ákaflega keimlíkar sögur, munurinn er aðeins sá að önnur fer fram á sviðinu en hin utan þess. Þetta er í raun snjöll hugmynd því að þegar maður horfir á Tony dansa þá er maður með hugann við ástarsögu hans og Lisu sem gerist þó alls ekki á leiksviðinu. A þennan hátt öðlast hoppin og tiplið, sem leggja und- ir sig megnið af myndinni, svo- litla merkingu sem myndi varla gerast að öðrum kosti. Að lokum þetta; ef þú hefur gaman af ballett þá skaltu skil- yrðislaust fara og sjá Dansmeist- arann, ef þér geðjast hins vegar miður að þessu listformi þá skaltu láta það vera. Mikhail Baryshnikov leikur bailettdansarann Tony Sergeyev. Kl. 9.00 Magnús Kl. 9.10 Tungl yfir Parador Kl. 11.10 Martröð í Álmstræti Sunnud. 17. sept. Kl. 3.00 Heiða Kl. 9.00 Magnús Kl. 9.10 Tungl yfir Parador Kl. 11.10 Martröð á Álmstræti Mánud. 18. sept. Kl. 9.00 Magnús Kl. 9.10 Tungl yfir Parador HREINSIÐ UÚSKERlN REGLULEGA. DRÚGUM ÚR HRAÐA! UMFERÐAR RÁÐ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.