Dagur - 16.09.1989, Blaðsíða 16

Dagur - 16.09.1989, Blaðsíða 16
Söluskattsmál Stuðmanna vegna Húnavershátíðar: Komln á borð skatt- stjóra Reykjavíkur - skattstjóri Norðurlandsumdæmis vestra hefur ekki úrskurðunarheimild Bogi Sigurbjörnsson, skatt- stjóri í Norðurlandsumdæmi vestra, hefur fyrir sitt leyti lok- ið rannsókn á söluskattsmálum Stuðmanna í tengslum við Rokkhátíðina í Húnaveri um verslunarmannahelgina og dansleik í Miðgarði í sumar. Sveitarfélög á , Mið-Austurlandi: Ihuga sameigin- lega sorphirðu Bæjarstjórn Egilsstaða sam- þykkti nýlega að taka þátt í stofnun byggðasamlags um sameiginlega sorphirðu sveit- arfélaga á Mið-Austurlandi. Petta er allt komið í gang og nú er unnið að stofnun byggðasam- lagsins. Þaö liggur ekki alveg fyr- ir með hvaða hætti þetta verður, hvort samlagið taki yfir alla starfsemina eða hvort það býður hluta hennar út,“ sagði Sigurður Símonarson bæjarstjóri á Egils- stöðum í samtali við Dag. Fram til þessa hefur sorp í þessum sveitarfélögum verið brennt í ófullkomnum brennur- um, „svo það er orðið brýnt fyrir okkur að fara að leysa þetta mál,“ sagði Sigurður, „og við höfum tekið ákvörðun um að leysa þetta sameiginlega með urðun í huga, a.m.k. í byrjun.“ Pegar er farið að vinna að því að finna land til urðunar sorps á þessu svæði. VG Hann hefur sent öll gögn til Gests Steinþórssonar, skatt- stjóra Reykjavíkur. „Málið er það að við nánari skoðun er það upplýst að Húna- vershátíðina halda Jakob Magnús- son og Stuðmenn, sem þýðir að þeir eru með lögheimili í Reykja- vík og skattstjóri Norðurlands- umdæmis vestra hefur ekki úrskurðunarheimild fyrir sölu- skatti á gjaldendur nema þá sem eru með lögheimili í hans umdæmi," sagði Bogi. Hann sendi því öll gögn um málið, án úrskurðar, til skatt- stjóra Reykjavíkur, sem mun síðan kveða upp úrskurð í ljósi gagnanna. Öll gögn um skemmt- un Stuðmanna í Miðgarði voru einnig send skattstjóranum í Reykjavík af sömu ástæðu. Aðspurður sagði Bogi að stjórn Húnavers hefði ekki staðið fyrir hátíðinni, þótt hún hefði verið framkvæmdaaðilum til aðstoðar og útvegað mótssvæðið. Ef hátíðin hefði verið á vegum Húnavers hefði Bogi orðið að skera úr um hvort skemmtun Stuðmanna félli undir söluskatts- skyldan dansleik, eða tónleika undanþegna söluskatti. Skattstjórinn í Reykjavík, Gestur Steinþórsson, sagði í sam- tali við Dag í gær að hann væri nýbúinn að fá gögnin í hendurnar og gæti því ekki tjáð sig um málið. Pað ætti eftir að koma í ljós hvort frekari rannsóknar væri þörf og af þeim sökum gat hann ekkert um það sagt hvenær úrskurður í málinu myndi hugs- anlega liggja fyrir. SS Starfsmenn Samvers á Akureyri, héldu af stað suður á bóginn í gær á sjónvarpsbíl fyrirtækisins en þeir munu vinna fyrir Stöð 2 næstu vikurnar. Þeir hefja leikinn í Keflavík og mynda leik ÍBK og KA í 1. deildinni í knattspyrnu. Mynd: KL Fiskifélag íslands: Verðmætatap vegna mimii þorskveiði 700 miiljónir - samdráttur í rækjuveiði 39,5% Þorskafli landsmanna frá janú- ar til ágúst er orðinn 260.467 tonn, samkvæmt bráðabirgða- tölum Fiskifélags Islands, en það er um 16.200 tonnum minna en á sama tímabili í fyrra. Miðað við verð á óslægðum þorski, fyrstu fjóra mánuði ársins, er hér um verð- mætatap að ræða sem nemur um 700 milljónum króna. Á móti kemur að grálúðuaflinn er rúmum 11 þúsund tonnum meiri en á sama tíma í fyrra, sem þýðir 550 milljóna króna tekjuaukningu. í skýrslu Fiskifélags Islands kemur einnig fram að heildar- humaraflinn varð 1.646 tonn, sem er um 500 tonnum minna en í fyrra og 1.060 tonnum minna en 1987. Alls var úthlutað 2.100 tonnum til 76 báta í ár og er þetta annað árið í röð sem verulega vantar á að bátarnir nái úthlutuð- um kvóta. Ef við lítum á nýliðinn ágúst- mánuð kemur í ljós að þorskafl- inn var 26.229 tonn, en það er um 10.700 tonnum minni afli en í sama mánuði í fyrra og hefur þorskafli ekki orðið minni í Keppni í 1. og 2. deild íslandsmótsins í knattspyrnu lýkur í dag: Spennan á toppi og botni 1. deildar hefur sjaldan eða aldrei verið meiri - FH á mesta möguleika á íslandsmeistaratitlinum fyrir síðustu umferð en KA á einnig ágæta möguleika - Tekst Pórsurum að bjarga sér frá falli? Keppni í 1. og 2. deild á íslandsmótinu í knattspyrnu lýkur í dag og þá fer fram seinni leikurinn á milli KS og UMFG í slagnum um sigur í 3. deild. Keppnin í 1. deild hefur sjaldan eða aldrei verið eins jöfn og spennandi og í suinar, bæði á toppi og botni. í dag eru það fjögur lið sem eiga möguleika á Islandsmeistara- titlinum og fjögur lið geta enn fallið í 2. deild. I 2. deild eru línur heldur skýr- ari og það orðið nokkur ljóst að Völsungur og Einherji falla í 3. deild. Stjarnan úr Garðabæ hefur þegar tryggt sérsigurinn í 2. deild og sæti í 1. deild að ári en slagur- inn um hitt 1. deildarsætið stend- ur á ntilli ÍBV og Víðis og hafa Eyjamenn vinninginn fyrir þessa síðustu umferð. Fyrri leik KS og UMFG um sigurinn í 3. deild lauk með jafntefli í Grindavík en í dag verður leikið á Siglufirði. FH-ingar standa best að vígi í slagnum um sigur í 1. deild og takist þeim að sigra Fylki í dag, er íslandsmeistaratitillinn þeirra. Verði þcim hins vegar á mistök, geta KA-menn tryggt sér titilinn með sigri á ÍBK í Keflavík. Fram og KR hafa ekki gefið upp von- ina um sigur í deildinni og fari leikirnir illa hjá FH og KA, getur farið svo að annað hvort Fram eða KR hampi titlinum. Fram mætir Víkingi í Laugardalnum en KR-ingar sækja Valsara heim að Hlíðarenda. Baráttan á botninum er ekki síður spennandi og fjögur lið eiga enn á hættu að faila í 2. deild. Víkingar standa best að vígi þessara fjögurra liða með 17 stig og síðan Keflvíkingar. Þórsarar eru í næst neðsta sæti en á botn- inum situr Fylkir, mcð 14 stig, einu stigi minna en bæði ÍBK og Þór. Þórsarar fá Skagamenn í heim- sókn til Akureyrar og þurfa nauðsynlega á sigri á halda, til að eiga möguleika á að lialda sér uppi. Víkingar mæta Frömurum, Keflvíkingar fá KA-menn í heim- sókn og Fylkir sækir FH heim. Af þessu má sjá að enn er allt í cin- um graut á toppi og botni og það verður ekki ljóst fyrr rétt fyrir kl. 16 í dag hvernig fer. Sjónvarpsstöðvarnar báðar ætla að sinna þessari umferö vei og sýna eitthvað beint frá leikjum toppliðanna. Þá ntunu útvarps- stöðvarnar fylgjast grannt með gangi leikjanna í 1. og 2. deild og skýra frá því helsta sem gerist víðs vegar um landið. Það er þó rétt að minna stuðn- ingsmenn liðanna á að það getur skipt sköpum fyrir þau að fá góð- an stuðning í dag og ljóst er að Akureyringar ætla ekki að láta sitt eftir liggja hvað það varðar. Fjölmargir KA-menn ætla að bregða sér til Keflavíkur og hvetja sína inenn þar og þá ætla stuðningsmenn Þórsara að fjöl- menna á Akureyrarvöllinn í dag og hvetja sína menn til sigurs gegn IA. -KK ágústmánuði síðan 1985. Heildarafli landsmanna í ágúst var 49.762 tonn á móti 64.900 tonnum í sama mánuði 1988. Þetta er 30% samdráttur milli ágústmánaða og kemur hann fram í öllum kjördæmum, en á hinn bóginn var sála erlendis ívið meiri nú en í ágúst á síðasta ári. Að lokum er rétt að líta á heildaraflann fyrstu átta mánuði ársins. Hann er 1.109.090 tonn á móti 1.132.415 tonnum á sama tíma í fyrra, sem er þó aðeins 2% samdráttur. Samdrátturinn í þorskveiðunum einum er hins vegar rúmlega 6% og í rækju- veiðum eru tölurnar ískyggilegri, 15.276 tonn á móti 21.300 tonnum, sem þýðir 39,5% sam- dráttur. SS Helgarveðrið: Rok og rigning - með snjókomu til fjalla „Eigum við ekki að tala um eitthvað annað,“ var svar Magnúsar Jónssonar veður- fræðings þegar hann var inntur eftir helgarveðrinu á Norður- landi í gær. Ekki ástæðulaust svar hjá honum, því það sem á eftir fylgdi lofar ekki góðu. Það verður nokkuð hvöss norð-austan átt í dag með rign- ingu og líklega snjókomu til fjalla. A morgun gerir hann ráð fyrir áframhaldandi norðan átt, jafnvel él ofaní byggð. Hitinn í dag verður um 5 gráður og enn kaldara á morgun. Að gefnu tilefni var hann spurður hvort vel viðraði til knattspyrnuiðkunar í Keflavík í dag og sagði hann svo ekki vera. „Það verður þó nokkur vindur með einhverjum skúrum.“ VG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.