Dagur - 16.09.1989, Blaðsíða 3

Dagur - 16.09.1989, Blaðsíða 3
fréftir Laugardagur 16. september 1989 - DAGUR - 3 I Sauðárkrókur: Bæjannála- punktar ■ Fimm umsóknir bárust um stöðu aðstoðarhafnarvarðar við Sauðárkrókshöfn. Hafnar- stjórn fiallaði um umsóknirnar og í framhaldi að því fór franr atkvæðagreiðsla um umsækj- endur í stjórninni. Atkvæði féllu þannig að Jón Jósafats- son hlaut 4 atkvæði og Gunnar Steingrímsson 1. Ekki náðist samkonrulag um ráðningu í starfið á síðasta bæjarstjórn- arfundi og var þá samþykkt að fresta afgreiðslu málsins, svo bæjarfulltrúar gætu kynnt sér nánar umsóknareyðublöð unrsækjendanna fimm. ■ Bæjarráð fjallaði á fundi sínum nýlega um verksamning um sorphreinsun á Sauðár- króki, milli Ómars Kjartans- sonar og Sauðárkrókskaup- staðar. Hreinsanir skulu vera 52 og fyrir verkið greiðir verk- kaupi Ícr. 2.501.928.-. Bæjar- ráð hefur falið bæjarstjóra að ganga frá samningi við Ómar á þessum grundvelli. ■ Einnig var lagður fram verksamningur um skólaakst- ur milli Rúnars Gíslasonar og Sauðárkróksbæjar. Sam- kvæmt samningum fær verk- taki greiddar kr. 16.340.- fyrir hvern dag sem ekið er, miðað við 11 ferðir á dag. Bæjar- stjóra var falið að ganga frá samningi við Rúnar á þessum grundvelli. ■ Bæjarráð hefur samþykkt að hundaskattur árið 1989, verði kr. 5.000.-. ■ Bæjarráð hefur samþykkt að gjald fyrir skólagæslu verði kr. 2.900.- á mánuði, veturinn 1989-1990. ■ Veitustjórn samþykkti nýlega að hækka gjaldskrá Rafveitu Sauðárkróks um 12% frá og með I. sept'. en hækkun aflgjalds C-2 taxta verði 9%. ■ Hafnarstjórn beinir því til bæjarstjórnar að kannað verði nú þegar hvort möguleiki sé á því að varðveita mótorbátinn Tý SK-33. ■ Jarðeigna- og búfjárnefnd mótmælir því eindregið að það land sem óolfklúbbur Sauðár- króks hefur sótt um til stækk- unar golfvallarins verði látið af hendi undir slíka starfsemi. ■ Umferðarnefnd hefur sam- þykkt að sett verði upp grind- verk ca 5 m meðfram Skag- firðingabraut, móts við suð- austurhorn Bókabúðar Brynjars, til að hindra að börn hlaupi beint út á götuna. ■ Bygginganefnd vísaði til umferðarnefndar erindi UMF Tindastóls, þar sem beðið er um að setja upp auglýsinga- töflu við Sæmundarhlíð, skammt vestan Skagfirðinga- brautar. Umferðarnefnd sam- þykkir erindið fyrir sitt leyti, enda verði nánari staðsetning og frágangur í samráði við byggingafulltrúa og formann umferðarnefndar. Skákviðburður á Akureyri: Stórmeistarinn Bent Larsen með flöltefli á sunnudaginn Danski stórnieistarinn Bent Larsen kemur til Akureyrar um helgina og teflir fjöltefli í sal Gagnfræðaskólans kl. 13 á sunnudaginn. Larsen er vel þekktur hér á landi og hefur oft teflt í Reykjavík en þetta er í fyrsta sinn sem hann beitir skákkunnáttu sinni á Akureyri og er það vel viðeigandi að það skuli einmitt vera á 75. afmælis- ári Skákfélags Akureyrar. Bent Larsen er fæddur árið 1935 og varð danskur stórmeist- ari árið 1956 eftir að hafa náð bestum árangri á 1. borði á Ólympíuskákmótinu í Moskvu. Hann hefur verið í hópi bestu skákmanna heims undanfarinn aldarfjórðung en of langt mál yrði að telja upp afrek hans hér. Larsen varð efstur á Skákþingi Norðurlanda 1955 ásamt Friðrik Ólafssyni og sigraði hann síðan í einvígi í Reykjavík. Honum hef- ur yfirleitt vegnað vel í skákmót- um hér á landi. Árið 1971 sigraði hann Friðrik í einvígi í íslenska sjónvarpinu og 1978 varð hann þriðji á Reykjavíkurskákmótinu ásamt Friðrik, Lombardy og Hort. Hann varð öruggur sigur- vegari á afmælismóti Skáksam- bands íslands árið 1985 og í 2.-8. sæti á Reykjavíkurskákmótinu ári síðar. Á þessu má sjá að Larsen er enn í fullu fjöri og má búast við fjörugunt skákum í fjöl- teflinu. Þeir sern vilja keppa við kapp- ann á sunnudaginn eru hvattir til að mæta tímanlega og gjarnan að Fyrsti skiptafundur í búi Pól- arpels á Dalvík var haldinn á iniðvikudag. Árni Pálsson, skiptastjóri, segir að litlar fréttir séu af fundinum, en næsti skiptafundur hafí verið ákveðinn 15. nóvember. Kröfuskrá var lögð frant á fundinum, eins og vera ber. Stærstu kröfuhafarnir, Sparisjóð- hafa með sér töfl. Þátttökugjald fyrir fullorðna er 400 krónur og 200 kr. fyrir 12 ára og yngri. Aðgangseyrir áhorfenda er 200 kr. SS ur Dalvíkur og Stofnlánadeild landbúnaðarins, hafa ekki lýst nenia hluta af kröfum sínum í búið, enda er ekki nauðsynlegt að lýsa veðkröfum. Fram að næsta skiptafundi verður reynt að fá kaupendur að loðdýrabúinu. Skuldir búsins eru hátt á annað hundrað milljónir króna. EHB Skiptafundur í Pólarpelsi 3NÝIR MAZDA 323!! ALLIR MEO 16 VENTLA VÉL OG VÖKVASTÝRI! „AHt er þegar þrennt er“ segir máltækið og má þaö til sanns vegar færa, því viö kynnum 3 mismunandi geróiraf MAZDA 323: COUPE, SALOON og FASTBACK, nýjar frá grunni! Það óvenjulega er, að gerðirnar eru nú misstórar og hafa gjörólíkt yfir- bragð, útlit og eiginleika og er nánast ekki eitt einasta stykki í yfirbygging- um þeirra eins. • Helstu nýjungareru: Stærri og rúmbetri en áður — 16 ventla vélar: 77, 90 eða 140 hestöfl — ALLAR gerðir með vökvastýri — GLX gerðir með rafmagnsrúðum og læsingum. Vegna hagstæðra samninga verður MAZDA 323 á einstaklega góðu verði. • Dæmi: 3 dyra COUPE 1.3L 16 ventla 77 hö. 5 gíra m / vökvastýri 4 dyra SALOON 1.6L 16 5 dyra FASTBACK 1.6L 16 ventla90 hö 5 gíra m/vökva- ventla90 hö. 5 gíram/vökva- stýri, rafmagnsrúðum, raf- stýri, rafmagnsrúðum, raf- magnslæsingum og fl. magnslæsingum og fl. Kr. 698.000 Kr. 849.000 Kr. 862.000 4 dyra Saloon 5 dyra Fastback VINNINGSLIÐIÐ FRÁ MAZDA.. Fyrsta sending er á ieiðinni til landsins — SVO ÞAÐ MARG- BORGAR SiG AÐ BÍÐA EFTIR MAZDA ÞVÍ NÚ BÝÐUR ENG- INN BETUR!!/Œfc 1 11? Buasalan M. Skála v/Laufásgötu ÁRGERÐ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.