Dagur - 16.09.1989, Blaðsíða 4

Dagur - 16.09.1989, Blaðsíða 4
 2 -- HUOAÖ -■ SÖ8!' tod.'Toiqsa .dt ‘íugsbiEgusJ A — HAnilR — I annarrlannr 1R epntpmhpr 1QRQ ÚTGEFANDI: Ú*TGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SIMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavlk vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRIMANN FRlMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SlMFAX: 96-27639 Að afloknu Fjórðungsþingi Fjórðungsþing var haldið á Akureyri í byrjun septembermánaðar. Á þinginu sannaðist það enn og aftur hversu mikilvægur vettvangur Fjórðungssambandið er fyrir byggðaumræðu og upplýsingastreymi um málefni sveitarfé- laga, ekki síst gagnvart ríkinu. Samstaða var meðal þingfulltrúa um að Fjórðungssam- bandið starfaði áfram sem sterk heild, og að rekstrargrundvöllur þess verði óbreyttur. Fjórðungssamband Norðlendinga hefur barist fyrir mörgum málefnum um dagana. Margt af því hefur þegar séð dagsins ljós, og má nefna útvarp á Norðurlandi, Háskóla á Akureyri, endurreisn Hólastaðar og sáttum vegna Blönduvirkjunar. Vegna umræðu um stóriðju er vert að geta þess að Fjórðungssambandið hefur haft for- ystu í að berjast fyrir uppbyggingu hennar, og nú virðist sem það mál sé komið á góða hreyfingu, ef marka má orð iðnaðarráðherra. Þessi dæmi og mörg fleiri sanna að Fjórð- ungssamband Norðlendinga á fullan rétt á sér, og væri skarð fyrir skildi ef þess nyti ekki við. Björn Sigurbjörnsson, formaður Fjórðungs- stjórnar, flutti skýrslu fyrir liðið starfsár í upp- hafi þingsins. Hann sagði m.a. þetta: „Oft hefur verið þörf á samstöðu landsbyggðar- manna, en nú er nauðsyn ef koma á í veg fyrir enn frekari byggðaröskun. Atvinnuhorfur eru fremur dökkar og við þurfum virkilega að halda vöku okkar í þeim málaflokki. Byggða- stefna er ekkert annað en hugtak sem hver og einn fyllir inn í með eigin skilgreiningu. Rætur Byggðastefnu liggja í atvinnuástandi, samgöngum og þeirri þjónustu sem boðið er upp á á landsbyggðinni. Athuganir hafa verið gerðar um nánast alla hluti, allt frá jarð- gangagerð, hafnarmannvirkjum til loðdýra- ræktar. Margt hefur áunnist, en skýrslur ein- ar sér duga þó skammt . . . Því miður hafa þær flestar aðeins orðið orðin tóm og enn ein skýrsla í skúffu eða rykfallin uppi í hillu, með- al annars vegna þess að sjaldnast hefur verið útvegað það fjármagn til góðra verkefna sem til þurfti til að hrinda þeim í framkvæmd. “ Þetta eru orð að sönnu. Byggðastefna þarf að vera lifandi afl, hún þarf að birtast í sam- takamætti fólksins jafnt sem frumkvæði ein- staklingsins. Annars er hún engin byggða- stefna heldur í besta lagi þurrt pappírsplagg. EHB Lúmsk bolla Þá er hún komin á koppinn, búið að hella svolitlu af borg- aralegum brennsa út í félags- hyggjukokteilinn, eða bolluna sem borin er fram handa fólk- inu í tilefni af ársafmælinu, sem að vísu er nú ekki alveg komið uppá dag, en það er alltaf hægt að halda veisluna samt. Og víst er að hinn borgaralegi dropi sem í blönduna hefur verið bætt, mun styrkja hana að mun, en hætt er við að hið sæta bragð matarskattslækkunarinnar sem fylgir í kjölfarið muni ef til vill gera hana dálítið lúmska eins og raunar oft vill verða með þessar „afmælisbollur“ og því ef til vill vissara að vara fólk við að bergja of skarpt á. Fallega hugsað Um það er engum blöðum að fletta, að það er svo sem ósköp fallega hugsað, þetta með að lækka, já, helst afnema bann- settan matarskattinn. Allir vita, að matvæli eru alveg einstak- lega dýr í þessu matvælafram- leiðsiulandi, rétt eins og rafork- an í þessu landi hinna miklu fallvatna. Auðvitað viljum við öll þennan bölvaða matarskatt burt og það sem allra fyrst. En gallinn er bara sá að þá verður bara allt annað að hækka miklu meira. Það er þannig vitað mál að margir borgarar vilja í stað hins lækkaða matarverðs eina hressilega gengisfellingu, sem auðvitað mun verða fljót að éta upp allar kjarabætur sem í mat- arlækkuninni fólust, og raunar vel það, því hressileg gengisfell- ing hefur einnig áhrif til hækk- unar á verði, jafnvel innlendra matvæla, einfaldlega vegna þess að öll aðföng svo sem olía hljóta að hækka, og hækka það sem kallað er tilkostnaður, með- al annars í landbúnaði. Og allir vita það hvað hækkun á til- kostnaði í landbúnaði þýðir. Lækkun matarskattsins svo- kallaða hefur það auðvitað í för rneð sér líka, að tekjur ríkis- kassans minnka, sem auðvitað þýðir að það þarf að afla nýrra tekna, á mannamáli, að auka skatta, eða þá að skera niður, og ekki virðast mikil teikn á lofti unt það að til einhvers rosalegs niðurskurðar muni koma á allra næstu árum. Ekki nema með því eina móti að leggja stóran hluta landsins í eyði, eins og tölvurnar hjá Byggðastofnun hafa sagt fyrir um að gerast muni. Það á nefni- lega víst að eyða milljarði í að lappa upp á þjóðarbyggingarn- ar, sem vitaskuld eru allar í Reykajvík, enda víst engin þjóð, allra síst íslensk nema í Reykjavík, og boðaður er ann- ar milljarður í handboltahöll- ina, sem auðvitað á að rísa í Reykjavík, en fólkið „úti á landi“ verður ef að líkum lætur látið taka þátt í kostnaðinum með sömu rökum og sjá mátti í leiðara blaðs eins „úti á landi“ um Sjálfsbjargarsöfnunina. Það skyldi hjálpa til við að klára Sjálfsbjargarhúsið í Reykjavík vegna þess að þar byggi fólk hvaðanæva af landinu. Þeim ágæta DV-fréttamanni Gylfa Kristjánssyni og öðrum til hugarhægðar skal sagt að þeirri gagnrýni sem hér er sett fram á byggingu handboltahallarinnar að hún er ekki sett hér fram af neinni íþróttafjandsemi, eða kvennalistadekri. Flottræflar Staðreyndin er einfaldlega sú, að það er samdráttur í þjóðfé- Reynir Antonsson skrifar laginu, samdráttur sem að öll- um líkindum á eftir að vara næstu ár, jafnvel lengur en fram á fimmtugsafmæli lýðveldisins, og þessi samdráttur þýðir auð- vitað einfaldlega það að minna verður til skiptanna en áður. Og atburðir síðustu daga hafa sýnt svo ekki verður um villst að það er tvennt sem þjóðin virðist ein- huga um að verja þó svo á daln- um harðni, byggðirnar og vel- ferðarkerfið. Þessi handbolta- höll heyrir örugglega undir hvorugt, og það gerir raunar ekki heldur þessi bygging sem lottóið hyggst reisa undir sjálft sig á sama þenslubiettinum og handboltahöllina. Þessar bygg- ingar hljóta að flokkast undir það sem verið hefur nánast þjóðareinkenni okkar síðustu áratugina. Flottræfilsháttinn. Nú þegar að kreppir, og það ef til vill ekki bara í bili, þá hlýt- ur þjóðin að spyrja sjálfa sig margra spurninga varðandi þennan flottræfilshátt. Við hljótum þannig að spyrja sjálf okkur að því hvort það sé íslenskri leiklist algjör lífsnauð- syn að til staðar séu tvö há- tæknileikhús í Reykjavík með- an heilu landshlutarnir eiga ekkert Þjóðleikhús. Hvort það sé brýnasta verkefnið í heil- brigðisþjónustunni að halda uppi fleiri en einu og fleiri en tveimur hátæknisjúkrahúsum í þessu sama plássi þegar jafnvel þarf að þvæla ungum börnum þvert yfir landið vegna smáað- gerða. Hagvöxtur Það er svo sem meira en hugs- anlegt að sá hagvöxtur sem á að verða meðal hagstæðra áhrifa af hinni styrktu afmælisbollu sé falinn í lottóhöllinni, hand- boltahöllinni, tónlistarhöllinni að ógleymdum dýragarðinum, sem skreyta eiga Laugardals- toppinn á loftkökunni, hverrar undirlag verður í Straumsvík, og víst er að margur mun yfir- gefa bú sitt og byggð til að kom- ast í teitið. Hitt er svo annað mál að timburmennirnir kunna að verða hrikalegir. Því er nefnilega þannig varið, að hallir, hversu fagrar sem þær nú annars kunna að vera skapa ekki gjaldeyri, jafnvel ekki handboltahöll, nema þá í mjög skamman tíma, og þá varla fyrir kostnaði. Og hvað myndi svo gerast ef Keflavík lokaðist nú í nokkra daga mitt í öllum her- legheitunum. En hallarbyggingarnar draga til sín vinnuafl burt úr fram- leiðslunni, þar sem laun eru þegar svo lág að þau geta ekki keppt við aðra. Því þyrfti að hækka þessi laun með tilheyr- andi gengisfellingum og öðru, þannig að afleiðingarnar yrðu í besta falli umtalsverð verð- bólga. Hagvöxtur og verðbólga haldast þannig oft í hendur eins og samrýmd systkini, en þeim markmiðum um hagvöxt, og þar með hærri þjóðartekjur eða með öðrum orðum betri lífskjör má ná án þess að til komi stór- felld verðbólguskriða. Á markað Sú leið sem farsælust hlýtur að teljast til hagvaxtar hlýtur að liggja beint á eins konar mark- að, þar sem fyrst og fremst er boðin fram hæfni, dugur, hugvit °g byggðastefna í skiptum fyrir kjarabætur, velferð, jafnrétti og félagshyggju. Losa verður um þau tök sem alls kyns einokun, einkum frá Reykjavík, hefur á lykilþáttum efnahagslífsins. Þannig er ekki nóg fyrir fram- leiðslu- og útflutningsfyrirtækin að selja gjaldeyrinn frjálst og dýrt eins og Þorsteinn vill, held- ur þarf að skapa öllum sömu skilyrði til að kaupa og ráðstafa þessum gjaldeyri eftir vild án tillits til búsetu, nokkuð sem gæti falið í sér mismunandi gengisskráningu eftir landshlut- um, sem er ekkert fáránlegri hugmynd en tillögur Þorsteins og þeirra íhaldsmanna um lög- legt gjaldeyrisbrask. Lykilhlutverk Akureyri hefur lykilhlutverki að gegna í sambandi við þau tvö markmið, sem þjóðin vill að höfð verði í huga hvað sem tautar og raular. Enginn annar staður utan suðvesturhornsins hefur í dag það bolmagn sem til þarf, svo spyrna megi fótum við hinni, að því er virðist óhjá- kvæmilegu, en að flestra mati stórskaðlegu byggðaþróun, samanber hina uggvænlegu aukningu glæpa og ofbeldis í kjölfar hömlulausrar stórborg- armyndunarinnar. Akureyrsk fyrirtæki, t.d. á sviði sjávarút- vegs, hafa vakið þjóðarathygli fyrir góðan rekstur, og það án verulegrar hjálpar reykvískra byggðasjóða. Og Akureyringar gætu vel tekið að sér ýmsan þátt á sviðum þar sem í dag ríkir reykvísk einokun. Á Akureyri er þannig vel rekið flugfélag, sem gæti tekið að sér stærri þátt innanlandsflugsins en nú er, og ætti kommatetrið frá Gunnars- stöðum að hafa þetta í huga þegar flugleyfunum verður út- hlutað um áramót, og þetta félag gæti jafnvel rekið eitthvert millilandaflug frá Akureyri. Þá er ekkert fjarlægur möguleiki að ímynda sér akureyrskt olíu- félag, og það er jafnvel ekkert guðlast að tala um sjálfstætt akureyrskt ÁTVR, samanber það að „Ríkið“ það er auðvitað ekki ég, og það merkir heldur ekki Reykjavík. Að slík sjálf- stæð fyrirtæki í eigu ríkis, sveit- arfélaga og einstaklinga, þar með talinna t.d. verkalýðsfé- laga, eru forsendan fyrir því að nokkur raunhæf byggðastefna verði rekin, að nokkur raun- verulegur hagvöxtur verði, sem ekki er keyptur út á erlenda krít og byggður á einhverjum flott- ræfilshætti. Og slík byggða- stefna tengist svo líka eflingu félagslegrar þjónustu á öllum sviðum, til að mynda ntálefnum fatlaðra. En það ætti að vera metnaðarmál að minnsta kosti hvers landshluta, þó ef til vill ekki hvers sveitabæjar í land- inu, að þar geti fatlaðir átt bú- setu og störf við hæfi. Engin Sjálfsbjargarsöfnun getur leyst okkur undan þeirri skyldu. Rétturinn til að velja sér búsetu er helgur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.