Dagur - 16.09.1989, Blaðsíða 6

Dagur - 16.09.1989, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 16. september 1989 1 _ Ríjs'iACj — IfJCÍOWÍÍVíkí? ,ó Í >f)iirtlBDUB ' poppsíðan fi'Umsjón: Valur Sæmundsson Sitthvað um Guns N’Roses: Draumatengdasynimir holdi klæddir Dáöadrengirnir í Guns N’Roses. Frá vinstri: Steven, Slash, Duff, Izzy og Axl. Rokkhljómsveitin Guns N’Ros- es hefur notið fádæma vin- sælda undanfarin misseri. Um þessar mundir er hún ein hin allra vinsælasta af þeim hljóm- sveitum sem kenna sig við þungarokk en vinsældir henn- ar ná þó langt út fyrir raðir þungarokkara. Undanfarið hafa birst nokkrar ágætar greinar í blöðum um þessa ágætu hljómsveit og mér dett- ur ekki í hug að reyna að bæta þar um betur. Hins vegar eru í þessari grein tíndar til nokkrar staðreyndir um meðlimi hljóm- sveitarinnar sem mér þykja forvitnilegar og vonandi eru einhverjir aðrir til sem gætu hugsað sér að taka undir það. En byrjum á söngvara hljóm- sveitarinnar. W. Axl Rose Söngvari Guns N’Roses kallar sig W. Axl Rose en hið rétta nafn hans er Bilf -Bailey. Hann er fæddur í Indianafylki í Bandaríkjunum árið 1963. Þegar hann var 16 ára gamall, komst hann að því að hann var ættleiddur og tók hann sér þá eftirnafn hins rétta föður, Rose. Axl er hins vegar nafn á hljómsveit sem hann var í á sínum yngri árum. Tvöfalda vaffið stendur svo fyrir William. Hann heldur því samt statt og stöðugt fram að upphafsstaf- irnir í nafni sínu (W.A.R. = stríð) séu alls ekki táknrænir, þetta sé algjör tilviljun. Hann kveðst vera afar friðelskandi maður. Hann var það líka fyrstu sextán æviárin, eða þangað til hann komst að hinu rétta um uppruna sinn. Fram að því var hann í sunnudaga- skóla, söng í kirkjukórnum og var með þeim efstu í bekknum sínum. Sextán ára gamall drakk hann sig til að mynda fullan í fyrsta sinn. Þá varð hann einmitt fyrir Hljómsveit sú er rætt var við í síðasta þætti, Lúna skrospýj- an, boðaði til hljómleika í Sam- komuhúsinu á Akureyri síðast- liðið laugardagskvöld. Það var dálítið með hálfum huga að ég fór á þessa hljómleika, vitandi það að Rögnvaldur Bragi Rögnvaldsson, sá alræmdi bassasnillingur, myndi sjá um gítarleikinn á hljómleikunum og Kristján Ingimarsson, sem hefur getið sér orð fyrir gítar- fimi, myndi handleika bassann. Ég átti því alveg eins von á einhverri absúrd tónlist, sárafáum áheyrendum og almennum leiðindum í saln- um. En þetta brást, sem betur fer. Margir tugir áheyrenda voru í salnum, á öllum aldri, stemmningin var afar góð og undirtektir góðar. Afgangurinn af greininni fer svo að mestu í að fjalla um tónlistina, sem framin var í Samkomuhúsinu þetta ágæta laugardagskvöld. Dagskráin hófst á því að Krist- því óhappi að detta í gegnum rúðu og við það brotnaði annar handleggur hans. Hann staul- aðist upp á sjúkrahús og f braust þar inn. „Ég braust í gegnum rúðu í sjúkrahúsinu, til að komast inn og í gegnum aðra fór ég á útleiðinni. Eg var allt of fullur til að hafa vit á því að leita að dyrum,“ segir Axi. Síðastliðið sumar skaut hann grís á færi til að nota í grill- veislu sem hann hugðist halda. Þetta gerðist eftir að hann datt allhressilega í það með piltunum í Depeche Mode. Svo illa vill hins vegar til að þeir piltar eru grænmet- isætur af lífi og sál. Síðan hafa þeir ekki haft áhuga á því að staupa sig með Axl Rose. Og svona að lokum má geta þess að Axl er með fimm voldugar tattóveringar á sér, auk þess sem hann er með hring í ann- arri geirvörtunni. Drauma- tengdasonurinn . . . ján og Rögnvaldur laumuðust inn á sviðið, Röggi greip gítar- inn, Kiddi munnhörpuna sína og fyrstu tónarnir liðu út í loftið. Þetta lag sannaði það fyrir mér að Rögnvaldur er meira en í meðallagi góður gítarleikari, þannig að þær áhyggjur voru fyrir bí. Kristján er líka fram- bærilegur munnhörpuleikari. En í næsta lagi byrjaði tónlistin fyrir alvöru, þegar þriðji með- limur sveitarinnar, Jón Hjalti Ásmundsson, settist bak við trommusettið og Kiddi greip bassann. Saman frömdu þeir félagarnir hina áheyrilegustu tónlist og allar efasemdir mín- ar um að þeir hefðu ekki tekið tónlistarsköpunina alvarlega, ruku út í veður og vind. Að vísu var nú ýmislegt við þessa tónleika sem verður að teljast óvenjulegt. í fyrsta lagi Nilfisk ryksugan sem var á miðju sviðinu og maður sá er snigl- aðist í kringum hana og fóðr- Slash Slash, annar gítarleikara Guns N’Roses, heitir réttu nafni Saul Hudson og er fæddur árið 1966. Fyrsti gítarinn hans var spýta með einum streng sem hann fann þegar hann var 15 ára. Hann var alsæll með það en skipti þó fljótlega yfir á bassa en engar sögur fara af því hvað sá var með marga strengi. Slash segist innbyrða ósköpin öll af áfengi dag hvern og sofna áfengisdauða hvert ein- asta kvöld. „Af hverju í ósköpunum ætti ég ekki að gera það? Ég ræð mínu lífi,“ segir hann byrstur. Það má bæta við þetta að Slash er meö eigin lífvörð, sem hefur það hlutverk að fylgja honum eftir svo að hann geri ekkert af sér í ölæði. Eða að enginn geri honum nokkuð í ölæði. Þegar Slash var búinn að vera í músíkbransanum í nokkurn aði hana við og við. í öðru lagi var einhver hjólreiðamaður að þvælast um senuna við og við, en bæði þessi atriði voru notuö af stakri smekkvísi og lífguðu upp á umhverfið án þess að trufla tónlistarflutninginn. Fjölbreytnin í tónlistinni var líka töluverð. Rebekka Þráins- dóttir lék þýðlega á fiðlu í einu laganna og hún og Jóhann Ásmundsson léku einnig á blásturshljóðfæri í öðru lagi. Tónlistin var annars létt og auðmelt í flestum tilfellum. Þeir félagar hafa verið fundvlsir á góðar melódíur og það sem ég greindi af textunum var ansi skemmtilegt verð ég að segja. Annars var söngurinn veikasta hliðin en Kiddi og Röggi sáu um hann í sameiningu. Að öðru leyti var hljómsveitin furð- anlega vel samæfð, miðað við stuttan undirbúningstíma, raunar var hvergi veikan blett hægt að greina hvað það varð- aði. tíma, ákvað hann að skipta yfir á gítar. Ástæðan? „Gítarinn hefur fleiri strengi," segir hann. Slash má þó eiga það, að ekki er honum alls varnað. Vegna þess að hann er undir áhrifum dag hvern, þá vill hann ekki keyra bíl, hann er hræddur um að keyra einhvern í kássu. Slash er líka mikill dýravinur. Uppáhaldsdýrin hans eru slöngur og á hann þrjú stykki sjálfur. Steven Adler Steven Adler, trymbill Guns N’Roses, er fæddur árið 1965. Á unga aldri fluttist hann með fjölskyldu sinni til Hollywood, en ekki virðist hann hafa höndlað hamingjuna í nábýli við fína fólkið, því hann var afskaplega baldinn í æsku. Hann var t.d. rekinn úr átta skólum áður en hann komst í gaggó, sökum hegðunar- vandamála á hæsta stigi. Geta Hápunktur tónleikanna var svo í lokin þegar lögin Týndur bíll og annað sem fjallaði um lítil börn í garði, voru flutt. Týnda bílinn kynntu þeir félagar sem lag líklegt til vinsælda og það er ég viss um að ef þetta lag yrði spilað nokkrum sinnum á dag á Bylgjunni, myndi spá þeirra félaga rætast. Mjög grípandi og skemmtilegt lag. Sömu sögu má reyndar segja um lagið um litlu börnin í garð- inum. Lög sem mjög einfalt og auðvelt er að „fá á heilann". Einnig var mjög til bóta að þau Rebekka og Jói skyldu flytja textann við Týnda bílinn á táknmáli um leið og hann var sunginn. Lofsvert framtak. En eftir nokkur uppklöpp voru tónleikarnir á enda og ekki annað hægt að gera en að labba út með lagið um bílinn týnda glymjandi í hausnum. Þar glumdi það líka fram eftir öllu og bergmálar kröftuglega enn. má þess að í fyrsta sinn sem hann var ofurölvi, var hann staddur í baðherberginu hjá ömmu sinni, átta ára að aldri. Áhugamál Stevens eru íshokkí, mótorhjól, villt partý og að sjálfsögðu rokk. (N.B. ekkert kvenfólk!?!) Izzy Stradlin Izzy er hinn gítarleikarinn í bandinu. Hann er fæddur árið 1963 og hans rétta nafn er Jeff Isabelle. Líf hans, þangað til Guns N’Roses urðu frægir, einkenndist af ömurlegri fátækt. Hann lifði á götunni og átti hvorki til hnífs né skeiðar. Eitt sinn sagði hann: „Vissirðu að maður getur verið matar- og drykkjarlaus í a.m.k. sex daga og samt haldið lífi? Ég hef prófað í fimrn." Hann var vanur að hringja í matsölustaði þar sem maður gat tekið matinn með sér heim, rétt fyrir lokun. Þá vissi hann að ef maturinn var ekki sóttur, yrði hann settur út í rusla- tunnu. Þar var svo hægt að nálgast hann. Annars er Izzy bara í Guns N’Roses af því að hann er besti vinur Axl Rose. Duff „Rose“ McKagan Duff, eða Michael, eins og hann heitir réttu nafni, er fæddur árið 1965. Hann hefur verið bassaleikari í meira en 30 vonlausum hljómsveitum og lengi vel hafði hann sama álit á Guns N’Roses. Hann kvæntist um daginn og er bara hamingjusamur maður. Hann segir elska að gleðja fólk og kveðst vera hlýr og viðkunnan- legur maður og ekki sé mark takandi á því sem skrifað er um hann. Átrúnaðargoð hans er Sid Vicious, úr Sex Pistols. „Hann er einfaldlega besti bassaleik- ari allra tíma,“ segir Duff en víst er að ýmsir gætu haft eitthvað við þá skoðun að athuga. Ég vil svo að lokum nota tæki- færið og þakka öllum mínum aðdáendum, nær og fjær, til sjós og lands, þar sem þetta er síðasti poppdálkurinn undir minni stjórn. Lúna skrospýjan á hljómleikum: Kom heilmikið á óvart

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.