Dagur - 16.09.1989, Blaðsíða 2

Dagur - 16.09.1989, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 16. september 1989 Tilgangurinn með þessu jarðlífi Hallfreður Örgumlelðason: Góðan daginn, ágætu lesend- ur. Eftir fyrirsögninni að dæma mætti halda að ég væri sokkinn ofan í heimspekilegar vanga- veltur en það er nú varla rétta orðið. Á hinn bóginn kemst ég ekki hjá því að hugsa dálítið um lífið og tilveruna þegar ég ligg aðgerðarlaus heima í sófa og bíð eftir því að konan verði búin að vaska upp, þrífa ísskápinn, strauja fötin, setja í þvottavélina, koma barninu í háttinn, fara í sturtu og mála sig svo hún geti fært mér kaffi og sígarettu skammlaust. Þessi bið er oft löng og tekur á taug- arnar og raunar er stórmerki- legt hve konur eru oft lengi að því sem lítið er. Þegar hún kemur loks með kaffið er ég orðinn úrillur og uppstökkur og þá þykist hún vera þreytt og pirruð, þannig að draumurinn um notalega kvöldstund er fyr- ir bí. Eftir að við erum bæði orðin þegjandi hás og gamli maðurinn á hæðinni fyrir ofan er búinn að stappa átján sinn- um í gólfið er mál að linni. Þá gefst mér tækifæri til að hugsa á nýjan leik og taka upp þráð- inn frá þeirri stundu er ég beið eftir kaffinu. í vikunni var ég næstum búinn að leysa vanda hús- byggjenda og íbúðarkaupenda í eitt skipti fyrir öll í huganum. Þannig er nefnilega mál með vexti að við erum að gera heið- arlega tilraun til að kaupa íbúð eftir áratugahark á leigumark- aðinum. Þetta er flókið dæmi því lág laun konunnar hrökkva engan veginn fyrir skuldum, hvað þá mat. Áf þeim sökum hef ég orðið að vinna dálítið úti og líkar það bölvanlega. Þetta er víst kallað brauðstrit. En þar sem ég lá í sófanum og reykti þá datt mér snjallræði í hug. Ég fann leið til að bjarga okkur út úr lánafrumskógin- um, leið sem gæti orðið íslend- ingum öllum til hagsbóta. Já, það borgaði sig svo sannarlega að gefa sér tíma til að hugsa. Ég fengi ábyggilega friðarverð- laun Nóbels eða bjartsýn- isverðlaun Bröstes fyrir þessa snilldarhugmynd. Hugsið ykk- ur bara, ég gæti komið í veg fyrir ævinlangt brauðstrit lág- launafólks, heilsuleysi; sjálfsvíg, hjónaskilnaði, óham- ingju og landflótta. Ég hafði fundið tilganginn með þessu jarðlífi. Forsetaembættið bankaði á öxl mér. Fálkaorð- urnar biðu í kippum. Ég varð að skrifa þetta niður. „Ég skal bara segja þér eitt, Hallfreður, héðan í frá getur þú náð í þitt kaffi sjálfur.“ Ég hrökk í kút og sá að konan stóð yfir mér með hendur á mjöðm, ómáluð og úfin. Barnið var enn á fótum og óstraujaður þvotturinn lá dreifður um alla stofuna. „En elskan mín góða, þú hefur gleymt að mála þig,“ stundi ég upp, alveg forviða. „Þú ert vonlaus ónytjung- ur,“ hrein konan. „Ég strita úti allan daginn og hér heima öll kvöld meðan þú liggur og dormar. Nú er ég hætt að vinna fyrir þig skítverkin. Þú getur sjálfur brotið saman brækur þínar og nú skaltu gjöra svo vel að fá þér almennilegt starf svo við get- um borgað . . .“ Rödd hennar fjaraði út í hásu gargi. „Mamma, ekki vera svona vond við pabba,“ grenjaði krakkinn. „Já, en elskan,“ sífraði ég sveittur. „Ég er búinn að finna lausn á öllum vandamálum okkar. Eftir þrotlausan þanka- gang veit ég loks hvernig við getum bjargað okkur. Ég ætla að bjarga þessari skuldugu þjóð, uppræta óhamingju og böl.“ Konan starði á mig eins og ég væri ekki með öllum mjalla; þerraði síðan augun og hreytti út úr sér: ,,Lát heyra!“ Ég kyngdi. Það hringsnerist allt fyrir augum mér. Þögn. Konan horfði á mig óþolinmóð á svip. Síðan glotti hún hroða- lega. „Sjáðu til,“ byrjaði ég óstyrkur. „í fyrsta lagi . . .“ Ég greip um vísifingurinn. „í fyrsta lagi verðum . . .“ Hvað var að gerast? Ég fann ekki réttu orðin. Hugurinn var tómur. Snilldarlausnirnar höfðu fokið út úr heilabúinu þegar konan truflaði mig. Æ, hvaða ráð voru þetta? Var ég að hugsa um að selja öll ríkis- fyrirtæki og skipta ágóðanum milli launþega og láta þá síðan vinna í álverum um land allt? Eða að selja Bandaríkjamönn- um ísland fyrir ógnarfé og flytja alla íslendinga í nokkur háhýsi á Manhattan? Nei, það var eitthvað annað sem mér hafði dottið í hug. Konan blístraði en mér leið ægilega. „Þetta er alveg að koma,“ tuldraði ég afsakandi. „Ég er bara ekki alveg í jafnvægi. Þú . . .“ „Ha, ha, ha, ha.“ Skerandi hlátur konunnar þaggaði niður í mér. „Þú ert ekki í jafnvægi! Það voru svei mér kyndug tíð- indi. Nei, góði minn. Ég er far- in að kannast við þessar töfra- lausnir þínar. Þær eru svo flóknar að þú skilur þær ekki sjálfur enda gleymir þú þeim jafnóðum. Hlífðu mér við bull- inu í þér. Málið er ofur ein- falt.“ „Nú? Ert þú nú farin að hugsa?“ Ég reyndi að bíta frá mér. „Þú þykist kannski hafa fundið lausn á fjárhagsvanda þjóðarinnar, ha?“ Hæðnin vall út um munnvikin. „Ekki þjóðarinnar, enda treysti ég Denna fyrir þeim vanda. En ég veit hvernig við getum fleytt okkur í gegnum þetta fen. Málið er einfaldlega það að þú þarft að fá þér fasta vinnu, þokkalega launað starf, og hætta um leið að eyða pen- ingum í vitleysu. Punktur og basta.“ Huh! Ósköp eru þær ein- faldar, þessar konur. Hallfreður sendir konunni tóninn, enda sakar hún hann um iðjuleysi þegar hann er önnum kafinn við að leysa vanda ; þjóðarinnar. ■/ matarkrókur j Áreiðanlegar uppskriftir Möndlusnittur í matarkróknum í dag kennir ýmissa grasa, eins og fyrri daginn. Ég vil minna á að hér er ekki um að rœða handahófskennt val á upp- skriftum úr erlendum blöð- um eða eitthvað í þeim dúr, því við birtum aðeins þraut- reyndar og góðar uppskriftir sem eiga erindi inn á öll heimili. Pað er því tilvalið að klippa þær út og geyma þær, a.m.k. geri ég það. Þetta er hinn boðlegasti matur, skal ég segja ykkur. Gylltar buffkökur 400 g nautahakk 2lh dl kaffirjómi '/2 dl brauðrasp salt, pipar 1-2 pressuð hvíllauksrif 1 msk. rifinn laukur Sósa: 1 pk. Hollandaise-sósa 1-2 msk. tómatkraftur Raspið er látið blotna í kaffirjóm- anum í 10 mtnútur. Hakkið er hrært með kryddi og iauk og vætt með rjómanum. Búnar til buffkökur og þær steiktar á pönnu. Sósan er búin til á venjulegan hátt og tómatkrafti bætt út í. Sósunni er síðan hellt yfir buffkökurnar og einnig smjörsteikt- um sveppum og rækjum til að gera réttinn enn girnilegri. Ostagratín 4 sneiðar formbrauð 3 dl rifinn ostur 6 dl mjólk 4egg 1 tsk. salt 2 tsk. basilikum 1 tsk. svartur pipar Brauðsneiðarnar eru settar í smurt eldfast mót. Ostinum stráð yfir. Mjólkin er hituð, eggin þeytt ásamt kryddi og þeim blandað í mjólkina. Þessu er síðan hellt yfir brauðið og ostinn í mótinu. Bakað í 30-40 mínútur. Gratínið er skínandi gott með köldu kjöti eða pylsum. 2 egg 150 g snittur 150 g hveiti 'h tsk. lyftiduft 50 g saxað suðusúkkulaði 75 g brœtt smjörlíki Glassúr: 50 g hakkaðar möndlur 50 g smjörlíki 50 g sykur 1 msk. hveiti 3 msk. rjómi Þeytið saman egg og sykur. Þurrefn- unum er síðan blandað saman við og loks smjörlíkinu. Deigið er sett í litla skúffu (u.þ.b. 20x25 cm) og bakað í miðjum ofni í 10 mínútur. Á meðan er allt sem fer í glassúrinn hitað vel þangað til það samlagast. Þá er því hellt yfir kökuna og hún bökuð áfram þangað til gulbrúnn lit- ur er kominn á hana. Takið kökuna þá út úr ofninum og kælið. Þegar hún er orðin köld er hún skorin í hæfilega bita og þar með eru möndlusnitturnar komnar. Hafið þið nokkurn tíma bragðað möndlu- snittur? Ef ekki þá væri sniðugt að prófa það. Verði ykkur að góðu. SS Þetta er einfalt og gott ostagratín og tilvalið að snæða það með köldu kjöti eða pylsum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.