Dagur - 07.10.1989, Side 6

Dagur - 07.10.1989, Side 6
6 - DAGUR - Laugardagur 7. október 1989 ferðamál Arnarflug á Húsavík: Heimamönnimi geílnn val- kostur með áætlunarílugið Arnarflug heimsótti Húsavík sl. laugardag. Starfs- fólk félagsins kynnti vetraráætlun þess í Félags- heimili Húsavíkur, gestum var gert ferðatilboð, boðið að taka þátt í ferðagetraun og hlusta á söng Frúarinnar í Hamborg. Dorniervél félagsins var til sýnis á Húsavíkurvelli. Bæjarfulltrúum og fleirum var boðið í útsýnisflug með vélinni til að kynnast henni ögn betur því Arnarflug hefur sótt um hluta áætlunarflugsins á leiðinni milli Húsavíkur og Reykjavíkur. í umsókninni felst að flogið verði tvisvar á dag og í báðum ferðum án millilendingar, sótt er um áætlunarflugið þrjá daga vikunnar, og þá á móti Flugleiðum sem nú annast áætlunarflug- ið. Flugleiðir fljúga níu sinnum í viku til Húsavík- ur en millilenda á Sauðárkróki í hverri ferð, annað hvort á leiðinni til eða frá Húsavík. Jörundur Guðmundsson er sölu- og markaðsstjóri innan- landsdeildar Arnarflugs og eftir útsýnisflugið yfir dásemdir Þingeyjarsýslu var hann beðinn að segja frá Dornier 228-201 flugvél félagsins. „Vélin er framleidd í Þýska- landi og Dornierverksmiðjurnar eru búnar að smíða flugvélar síð- an talsvert löngu fyrir stríð. Dorniervélar voru fyrst notaðar til áætlunarflugs 1982 en þá voru þær búnar að vera í notkun fyrir þýska herinn í nokkuð mörg ár. Það sem gerir þessa vél svona sérstaka, og fremri flestum öðr- um vélum, er vængurinn á henni, en það tók mörg ár að hanna hann. Þessi vængur á sér enga hliðstæðu, miðað við lyftigetu og svo er hann frekar þunnur miðað við vængi á öðrum vélum og fremri hlutinn er massífur. Þessi vél getur lent á mjög stuttum flugbrautum, 7-800 metra löng- um malarbrautum, og hún þolir alveg rúmlega 30 hnúta hliðar- vind sem engin önnur vél í flugi hérna hefur þolað.“ - Var það ekki þessi vél sem vakti mikla athygli á flugsýningu í Reykjavík fyrir nokkrum árum, þegar henni var flogið á öðrum hreyflinum og velt í hringi í loft- inu? „Það var þessi vél og segir kannski eitthvað um hvað hún þolir, en þetta verður nú ekki stundað í farþegaflugi." - Hvað um öryggi vélarinnar? „Af skrúfuvélum er þessi vél talin með eitt mesta rekstrar- öryggi í heimi, að öllum öðrum vélum ólöstuðum. Öryggið skap- ast af þessum sérstaka væng, mótorunum og hönnuninni á vél- inni sjálfri. Þetta er þýsk fram- leiðsla, eins og kom fram áðan og þýskar vörur eru þekktar vegna gæða, t.d. Mersedes Bens, og Bensverksmiðjurnar eiga einmitt 70% af Dornierverksmiðjunum.“ Dorniervélin tekur 19 farþega, í áhöfn hennar eru tveir flug- menn en engin flugfreyja. í vél- inni eru einfaldar sætaraðir og því gluggi við hvert sæti, rými fyrir farþega er ágætt og snyrting Arnarflugsmenn, bæjarstjóri og bæjarfulltrúar á Húsavík eftir flugferðina. þóknanlegt að við fáum sérleyfið allt eins og það leggur sig, þá séum við tilbúnir til að sanna okkur. Við skiljum það vel að þið eruð búin að hafa Flugleiðir, sem hafa staðið sig vel víða, svo við erum tilbúnir að taka bara þrjá daga í viku og Flugleiðir mættu þá ráða hvaða fjórum dögum þeir vilja halda, en við skulum sætta okkur við þá daga sem þeir vilja síst fá. Við erum að tala um að gera þessa tilraun í eitt ár og ef að fólki hér líkar þetta ekki eða þetta kemur illa út erum við til- búnir að bakka út og hætta þessu. Við gerum þetta í því skyni að bæta samgöngur hingað og ég held að varla sé hægt að bjóða betur. Við höfum einnig uppi áform um það næsta sumar að beina erlendum ferðamönnum hingað í auknum mæli, ná samn- ingum við aðila hér sem rekur hópferðabíla og semja við hann um ferðir frá Húsavík í Mývatns- sveit, Ásbyrgi og víðar.“ - Nú eru farþegar til Húsavík- ur oft með heilmikinn farangur með sér og einnig er talsvert um flugfrakt. Hvernig leysið þið þau mál með ekki stærri vél? „Með tveim ferðum á dag get- um við alveg annað því miðað við eðlilega umferð, en fyrir jól og páska þarf að sjálfsögðu að bæta við aukavélum. Það höfum við alltaf gert á okkar staði, t.d. á Vestfirðina þegar samgöngur á landi hafa verið erfiðar, þá fer iðulega vél sem er bara með frakt samtímis í loftið og farþegavél- in.“ - Ráða heimamenn einhverju um það hverjum verður úthlutað leyfi? „Samgönguráðherra hefur sagt mér að hann muni fyrst og síðast fara eftir því sem heimamenn vilja við veitingu leyfanna. Við erum samkeppnisfærir hvað verðin varðar og getum selt farið fram og til baka fyrir vel innan við 10 þúsund, og er þá flugvall- arskattur talinn með. Ellilífeyris- þegar sem eiga bókað far fá 50% afslátt alla daga hjá okkur,“ sagði Jörundur að lokum. IM Myndir: IM Dorniervél Arnarflugs á Húsavíkurflugvelli. Jörundur Guðmundsson, sölu- og markaðsstjóri innanlandsflugs. er um borð. Jörundur sagði að við eðlilegar aðstæður tæki flug milli Húsavíkur og Reykjavíkur 52 mínútur. Hann var beðinn að segja nánar frá umsókninni um áætlunarflugið. „Þessi leyfi eru veitt til fimm ára í senn. Við fljúgum til mjög smárra staða og það er orðið okkur erfitt, t.d. eigum við í erf- iðleikum með að endurnýja okk- ar flugflota. Það er viðurkennd staðreynd af yfirvöldum, sem vilja náttúrlega umfram allt að smástöðunum sé þjónað líka, að það verði þá að láta aðila eins og Arnarflug fá aðeins stærri skerf af hinni kökunni, svo þeir geti haldið áfram að þjóna minni stöðunum. Við höfum ekki kynnt okkar mál með neinu offorsi eða látum, heldur segjum að ef það sé ekki forsvarsmönnum hér

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.