Dagur - 07.10.1989, Page 7

Dagur - 07.10.1989, Page 7
í kýrhausnum gamansogur, sannar og uppdiktaðar YZÖú'i- ' ‘Ui/-'.'tJlfj: ■.‘•J.i - Laugardagur 7. oktober 1989 - DAGUR Af tvennu illu . . . Slökkviliðið í smábæ nokkrum í Þýskalandi þurfti að endurnýja ýmis tæki, en fé var ekki fyrir hendi. Eftir nokkur heilabrot var ákveðið hvernig afla skyldi fjárins. Slökkviliðsmenn sendu fjölritað ávarp til allra íbúa bæjarins og í því stóð: „Ef ekki safnast nægilegt fé til þess að kaupa ný tæki, þá neyð- umst við líklega til þess að halda konsert." Þeir fengu peningana. Um miskunnsemina Predikari nokkur var að segja áheyrendum sínum frá því hve hörmulega lítið væri til af anda hins miskunnsama Samverja á þessum síðustu og verstu tímum. Til skýringar á máli sínu sagði hann frá atviki, sem borið hefði við, er hann var á ferð í Norður- Afrfku fyrir skömmu: „Ég ætlaði að borða á litlu veit- ingahúsi með kunningja mínum, og á leiðinni þangað gengum við fram á mann, sem liðið hafði yfir Borgarbíó Laugard. 7. okt. Kl. 9.00 og 11.00 Regnmaðurinn Hún er komin Óskarsverölaunamyndin Regnmaðurinn sem hlaut fern verðlaun 29. mars sl. Þau eru: Besta myndin, besti leikur í aðalhlutverki: Dustin Hoffman, besti leikstjóri: Barry Levinson, besta handrit: Ronald Bass/Barry Morrow. Regnmaðurinn er af mörgum talin ein besta mynd seinni ára. Samleikur þeirra Dustin Hoffman og Tom Cruise er stórkostlegur. Frábær toppmynd fyrir alla aldurshópa! ....j;É Kl. 9.00 og 11.00 Beint á ská Sunnudagur 8. okt. Kl. 3.00, 9.00 og 11.00 Regnmaðurinn Kl. 3.00 Heiða Kl. 9.00 og 11.00 Beint á ská Mánud. 9. okt. Kl. 9.00 Regnmaðurinn Kl. 9.00 Beint á ská í steikjandi sólarhitanum, og hann lá þarna hjálparvana á jörð- unni.“ Eftir hátíðlega þögn bætti hann við: „Ekki einn einasti maður hafði numið staðar til þess að líkna vesalings manninum. En þar með er ekki allt sagt. - Þegar við komum aftur frá því að borða lá vesalings maðurinn ennþá hjálparvana á sama stað.“ Jósefína Baker Blökkusöngkonan kunna Jósef- ína Baker hitti Alphonse Juin marskálk í fínni veislu í París, og marskálkurinn horfði með mikl- um óánægjusvip á hinar mörgu vel búnu og skartgripum prýddu konur í salnum. „Hvað amar að yður, hr. mar- skálkur?“ spurði Jósefína. „Allt þetta óhóf fer í skapið á mér,“ sagði marskálkurinn. „Vit- ið þér að útgjöld franskra kvenna til fata- og skartgripakaupa eru að minnsta kosti helmingi meiri árlega en öll útgjöld til hersins?!" „Þetta má vel vera,“ svaraði Jósefína Baker, „en vitið þér eitt, hr. marskálkur? Franskar konur vinna a.m.k. helmingi fleiri sigra en franski herinn.“ Eftir blóðprufuna Wallace Bcery, bandarískur kvikmyndaleikari, var dag nokk- urn að aka bíl sínum skammt fyr- ir utan San Francisco. Óku þeir þá hvor á annan, hann og Skoti nokkur, Mac Intosh að nafni. Bílarnir skemmdust mikið en hvorugan bílstjórann sakaði. Meðan þeir biðu eftir því að lög- reglan kæmi til þess að taka af þeim skýrslu þreif Wallace Beery stærðar viskípela upp úr vasa sín- um og rétti Skotanum „Fáið yður nú einn góðan,“ sagði hann. „Við verðum að halda upp á það, að við sluppum lifandi." Skotinn fékk sér drjúgan sopa úr pelanum og rétti hann svo eig- andanum. Beery stakk honum í vasann. „Hvað er þetta?“ spurði Skot- inn undrandi. „Ætlið þér ekki líka að fá yður einn?“ „Jú," ansaði Beery, „en ekki fyrr en eftir blóðprufuna." Hver er stúlkan? Eftirlætisgoðið franska, Maurice Chevalier, fékk einu sinni sent bréf til búningsherbergis síns, og þegar hann hafði lesið það varð hann mjög áhyggjufullur á svipinn. „Hvað er að?“ spurði félagi hans einn, samúðarfullri röddu. „Æ, það er hérna maður sem skrifar, að hann skuli skjóta mig ef ég hætti ekki strax að vera með dóttur hans.“ „Nú, svoleiðis. Þá er ekkert um það að fást, þú verður bara alveg að hætta að hitta stelpuna.“ „Ja, þú segir það, en það er nú hægara sagt en gert,“ sagði Chevalier og rétti félaga sínum bréfið. „Getur þú kannski lesið þessa undirskrift?" Staðreyndir úr rekstri Dreifing útlána = dreifing áhættu Sjávarútvegur 10,38% Einstaklingar 19,45% Þjónusta/ samgöngur 12,34% Landbúnaður 17,14% Opinberir aðilar 13,97% Helstu flokkar útlána í ágúst 1989 MARKVISS STEFNA í 60 ÁR SAMHENT STJÓRN í 60 ÁR BUNAÐARBANKI ÍSLANDS TRAUSTUR BANKI - RÍKISBANKI

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.