Dagur - 24.10.1989, Page 4

Dagur - 24.10.1989, Page 4
5 - HUOAQ ■= 888 í' ladoWo luoBbuiöiid 4 - DAGUR - Þriöjudagur 24. október 1989 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), KARL JÓNSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Há slysatíðni í umferðinni Nú er skammdegið gengið í garð; sá árstími sem hvað hættulegastur er í umferðinni. Það er ekki einungis birtuskilyrðin sem versna, heldur akstursskilyrði öll þegar hálka mynd- ast á vegum vegna frosta og snjóa. Það er ekki að ófyrirsynju sem ástæða er til að hvetja ökumenn til að fara að öllu með gát og haga akstri með tilliti til aðstæðna. Skýrslur Umferðarráðs um fjölda umferðar- óhappa og yfirlit yfir fjölda slasaðra og lát- inna í umferðinni verða æ ískyggilegri ár frá ári. Til marks um það má nefna að í fyrra lét- ust 33 íslendingar í umferðarslysum og árið 1987 létust 26. Flest bendir til þess að dán- artíðnin í umferðinni verði ekki lægri í ár og reyndar er ekkert sem bendir til þess að umferðaróhöppum né umferðarslysum fari fækkandi frá því sem verið hefur, þrátt fyrir stóraukna fræðslu og áróður ýmissa aðila um umferðarmál. Þvert á móti stefnir allt í að yfirstandandi ár verði eitthvert mann- skæðasta ár íslandssögunnar í umferðinni. Þessar staðreyndir eru þess eðlis að við þeim verður að bregðast og leita orsaka. Einhverra hluta vegna eru umferðarslys hlutfallslega mun tíðari á íslandi en í öðrum löndum þar sem bifreiðaeign og umferðar- þungi er svipaður og hér. Vafalaust er ekki hægt að setja fram neina einhlíta skýringu á hárri slysatíðni í íslenskri umferð. Þar spila margir þættir saman. Öku- menn hafa ekki næga þekkingu á þeim lög- um og reglum sem gilda í umferðinni og óvíða ríkir jafnmikið tillitsleysi í umferðinni og hér á landi. Á stundum eru það einnig hönnunargallar í skipulagi og slælegar eða engar merkingar sem valda slysum. En í flestum tilfellum er fyrst og síðast við öku- mennina sjálfa að sakast. Umferðar„menningin“ hér á landi er ein- hverra hluta vegna afar vanþróuð. Skýrslur Umferðarráðs síðustu árin staðfesta það ótvírætt. Við þessu verðum við öll að bregðast. Það getur sérhver vegfarandi gert með því að strengja þess heit að lækka slysatíðnina í umferðinni og haga síðan ferð- um sínum um götur og vegi landsins eftir því. BB. Það var mikið um dýrðir í Vík- urröst á Dalvík að kvöldi fyrsta vetrardags. Tekið var á móti um 200 gestum með kokteil og að því búnu settust menn að snæðingi. Borin var fram þrírétta máltíð að hætti Sæluhússins á Dalvík sem kitlaði óspart bragðlauka sam- komugesta. Undir börðum voru skemmtiatriði af ýmsum toga, söngur, tískusýning, grfn og glens og síðast en ekki síst krýn- ing á Ungfrú Dalvík. Sex bráð- myndarlegar dalvískar blóma- rósir tóku þátt í keppninni og var það samdóma álit gesta að þær hafi staðið sig með mikilli prýði. Andrúmsloftið var rafmagnað þegar Arnar Sínionarson, kynnir, greindi frá niðurstöðu dómnefndar, skipaðri Ólafi „Laufdal“ Árnasyni, Einari Arn- grímssyni, Friðbjörgu Jóhanns- dóttur, Halldóri Guðmundssyni, Jóhönnu K. Óskarsdóttur og Sig- ríði Haraldsdóttur. Fyrst var til- kynnt val vinsælustu stúlkunnar, þar næst stúlkunnar í öðru sæti og rúsínan í pylsuendanum var val dómnefndar (70% vægi) og samkomugesta (30% vægi) á Ungfrú Dalvík. Vinsælasta stúlk- an var kjörin Bergþóra Rós Lár- usdóttir, í öðru sæti keppninnar um sæmdarheitið Ungfrú Dalvík lenti Kristín Sveinbjörnsdóttir og Ungfrú Dalvík 1989. Árndís Guðný Grétarsdóttir. Hún er 17 ára gömul, fædd 4. júní 1972, og er 179 cm á hæð. Ámdís Guðný lauk 1. bekk á almennri bóknámsbraut við MA sl. vor. Hún hyggur á frekara nám við Fjölbrauta- skólann í Breiðholti. Hún segist hafa áhuga á ferðalögum og draumalandið er Grikkland. í framtíðinni hefur Árndís Guðný hug á námi í snyrtifræðum. Ungfrú Dalvík krýnd að kvöldi fyrsta vetrardags: MiMð um dýrðir í „RöstinnT Ungfrú Dalvík var kjörin Árndís Guðný Grétarsdóttir. Blaðamaður Dags var við- staddur þessa glæsilegu hátíð Víkurröst og festi nokk'ur augna- blik á filmu. Sýnishorn af þeim gefur hér að líta. óþh Stúlkurnar í keppninni komu fyrst fram í klæðnaði frá Álafossi hf. Síð- an sáu þær um að kynna tískufatnað frá verslunun á Dalvík og í Olafs- fírði. Frá vinstri Bergþóra Rós Lár- usdóttir, Kristín Sveinbjörnsdóttir, Ragnheiður Valdimarsdóttir, Árn- dís Guðný Grétarsdóttir, Björk Sturludóttir og Freydís B. Antons- dóttir. Að lokinni krýningu. Frá vinstri Kristín Sveinbjörnsdóttir, sem lenti í öðru sæti keppninnar um Ungfrú Dalvík, fegurðardrottningin Árndís Guðný Grétarsdóttir og vinsælasta stúlkan Bergþóra Rós Lárusdóttir. Myndir: óþh „Lambada“ er nafn á nýjasta dansinum, sem gerir allt vitlaust hér á landi um þessar mundir. Dansarar frá Danskóla Sibbu á Akureyri sýndu þennan vinsæla dans á fjölum Víkurrastar við mik- inn fögnuð viðstaddra. Bergþóra Rós Lárasdóttir var kjör- in vinsælasta stúlkan. Hér er Frið- björg Jóhannsdóttir, sem sat í dómnefnd, að staðfesta það val með tilheyrandi borða. Slysavarnakonur tóku lagið svo heyrðist um nærliggjandi sveitir. Heimir Kristinsson, kennari og gamalkunnur „spillemann“, þandi dragspilið af miklum þrótti.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.