Dagur - 24.10.1989, Síða 7

Dagur - 24.10.1989, Síða 7
Þriðjudagur 24. október 1989 - DAGUR - 7 Bandaríkjamaðurinn í liDi Þórs, Dan Kennard, treður hér með miklum til- þrifum. IR-ingurinn, Björn Stcphensen, fylgist með skelfingarsvip með til- þrifum Dans. Mynd: KL Uppskeruhátíð KRA: Þorvaldur valinn - Knattspyrnumaður Akureyrar 1989 Það kom engum á óvart að Þorvaldur Örlygsson var val- inn Knattspyrnumaður Akur- eyrar 1989 á Uppskeruhátíð KRA á sunnudaginn. Hann átti mjög gott tímabil í sumar sem endaði með íslandsmeist- aratitli KA og Þorvaldur var síðan valinn Knattspyrnumað- ur ársins 1989 á lokahófi sam- taka 1. deildarleikmanna. Þorvaldur er nú heitna í stuttu leyfi en hann æfir nú sem kunn- ugt er með enska stórliðinu Nott- ingham Forest og það eina sem strandar á að hann fari að leika með liðinu er að ekki fæst atvinnuleyfi fyrir Þorvald í Bret- landi. Hann sagði að hann yrði að bíða rólegur og að það færi vonandi að koma hreyfing á það mál fljótlega. Það var því vel klappað þegar Þorvaldur tók við verðlauna- gripnum, sem Gullsmiðir Sig- tryggur og Pétur gáfu til keppn- innar. Nánar er fjallað unt Uppskeru- hátíðina á bls. 8. en keppnin var mjög jöfn og spennandi milli Þórs og KA í flestum flokkum á Akureyrarmótinu. Isirni brotirm - sagði Dan Kennard þjálfari Þórs eftir að liðið vann ÍR 97:92 í fyrsta sigri vetrarins Þórsarar unnu langþráðan sig- ur í Úrvalsdeildinni í körfu- knattlcik á sunnudagskvöldið. Andstæðingarnir voru ÍR-ing- ar og voru lokatölur í íþrótta- höllinni 97:92 eftir að Þórsarar höfðu verið komnir með 17 stiga forskot á tímabili. „Það var gott að brjóta loksins ísinn með sigri. Þetta voru ánægjuleg úrslit og gefa aukið sjálfstraust fyrir framhaldið. Við verðum hins vegar að læra að halda haus betur í lok leikja því það var ekki langt frá því að við glopruðum þessu niður líkt og gegn Njarðvík í síðasta heima- leik,“ sagði Dan Kennard þjálfari Þórs eftir leikinn. ÍR-ingar skoruðu fyrstu körf- una en Þórsarar svöruðu með fjór- um körfum í röð. Gestirnir náðu að jafna 10:10, en þá kom vægast sagt hræðilegur leikkafli hjá báð- um liðum. Reynd voru skot frá vonlausum stöðum og menn brenndu af úr upplögðum færum. A þessum tíma söfnuðu Þórsar- arnir villum í gríð og erg og var aðdáendum Þórs . ekki um sel þegar þeirra menn voru komnir með tíu villur en ÍR-ingar eina. En öll él birtir upp um síðir og Þórsarar tóku sig heldur betur saman í andlitinu. Þeir fóru að leika eins og englar og röðuðu stigum á gestina. Áður en varði voru þeir komnir með 13 stiga forskot, 35:24. Þessum mun héldu þeir að mestu leyti fram að leihléi nema að undir lok hálfleiksins kom þessi venjulega niðursveifla og IR-ingar minnkuðu muninn í 9 stig. En tvær góðar körfur frá Konráði og Jóni Erni tryggðu Staðan í úrvalsdeildinni A-riðill: ÍBK 6 4-2 580:515 8 Grindavík 6 3-3 451:451 6 ÍR 6 3-3 507:511 6 Valur 6 2-4 492:501 4 Reynir B-riðill: 6 0-6 440:582 0 UMFN 6 6-0 534:471 12 KR 6 5-1 435:398 10 Haukar 6 4-2 541:433 8 UMFT 6 2-4 531:541 4 Þór 6 1-5 477-585 2 heimadrengjunum gott forskot er gengið var til búningsherbergja, 45:32. IR-ingar komu með miklum látum inn á völlinn og skoruðu fyrstu sex stigin í síðari hálfleikn- um. Þá tók Jón Örn góða syrpu og skoraði tvær 3 stiga körfur með stuttu millibili og það gaf Þórsliðinu byr undir báða vængi. Reyndar voru villuvandræði farin að gera vart við sig sig hjá liðinu og voru allir fastamennirn- ir komnir með þrjár villur og Guðmundur fjórar mjög snemma í hálflerknum. Þar að auki snéri Jón Örn sig og þurfti að fara af leikvelli. Bandaríkjamaðurinn í liði ÍR, Thomas Lee, fór þá í gang og skoraði hvert stigið á fætur öðru, og á sama tíma var mikið um ótímabær skot og vitlausar send- ingar hjá Þór. Þá kom Jón Örn aftur inn á og Konráð Óskarsson sýndi skemmti- lega takta er hann plataði ÍR- vörnina og gaf Globetrotters- sendingu á Dan Kennard sem skoraði örugglega. Síðan tróð Kennard með tilþrifum og Þórs- arar náðu að halda 10-12 stiga mun fram á síðustu mínútu. Þá virtust Þórsara fara á taug- um og allt í einu var munurinn kominn niður í 5 stig, 95:90. En heimapiltarnir náðu að halda haus og tryggðu sér sigur ineð síðustu körfu leiksins. Bestu menn Þórs í leiknum voru þeir Konráð Óskarsson og Jón Örn Guömundsson. Eiríkur Sigurðsson var sterkur í vörninni og Kennard mjög sterkur í frá- köstunum. Hins vegar var nýting- in hjá Bandaríkjamanninum vægast sagt mjög slök í lang- skotunum. Ungur ieikmaður, Davíð Hreiðarsson, kom inn á í síðari hálfleik og gerði góða hluti. Hjá ÍR voru þeir Björn Stephensen og Jóhannes Sveins- son atkvæðamestir. Lítið bar á þjálfaranum, Thomas Lee, fyrr en undir lok leiksins en þá skor- aði hann grimmt. Áhorfendur voru um hundrað og létu vel í sér heyra. Með batn- andi gengi Þórsara má búast við að áhorfendum fjölgi og þá verða Þórsarar erfiðir heim að sækja. Dómarar voru þeir Sigurður V. Halldórsson og Kristján Möller og dæmdu þeir ágætlega. Stig Þórs: Konráð Óskarsson 27, Dan Kennard 24, Jón Örn Guðnnindsson 20, Guðmundur Björnsson 10, Eiríkur Sig- urðsson 9, Björn Svcinsson 3, Davíð Hreiðarsson 2, Þórir Guðlaugsson 2. Stig ÍR: Thomas Lcc 26, Jóhannes Sveinsson 22, Björn Stcphensen 20, Bragi Reynisson 12, Karl Guðlaugsson 10, Björn Leósson 2. Hér sést Þorvaldur með þcnnan glæsilega verðlaunagrip sem Gullsmiðir Sig- tryggur og Pétur gáfu. Mynd: ap Góðarfréttirfyrir verslun og iðnað á Norðurlandi Sambandsskip að sunnan á Akureyri alla mánudagsmorgna. Takið vikuna snemma með M SKIPADEILD SAMBANDSINS AKUREYRI Hafnarstræti 91-95, sími 27797

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.