Dagur - 27.10.1989, Blaðsíða 1

Dagur - 27.10.1989, Blaðsíða 1
72. árgangur Akureyri, föstudagur 27. október 1989 206. tölublað Venjulegir og demantsskornir gf trúlofunarhringar Ájf Afgreiddir samdægurs GULLSMKNR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Hitaveita í Gerðahverfi II: Fleiri vilja tengingu en reiknað haíði verið með - hugsanlega hækka tengigjöld með virðisaukaskattinum Alls hafa 65 heimili í Gerða- hverfí II óskað eftir að tengjast Hitaveitu Akureyrar og hafa 35 íbúðir þegar verið tengdar. Heitu vatni var fyrst hleypt á hverfíð 13. september sl. og eru í hverfínu 180 íbúðir sem Húsavík: Mikil háJka á götum bæjarins - klippurnar á lofti á Egilsstöðum Mikil hálka var á götum Húsavíkur og á vegum í ná- grcnninu í gær, og einnig í fyrrakvöld. Nokkrir smá- árckstrar urðu í bænum vegna hálkunnar í gær og fyrradag. Miklar annir voru á dekkjaverkstæðum og meira en sólarhrings bið eftir af- greiðslu, því fjöidi ökumanna hafði hug á að koma bílunum á vetrarhjólbarðana. Bíll valt í Aðaldal á miðviku- dag vegna hálku. Ökumaður var einn í bílnum, hlaut hann einhver meiðsli og var fluttur á sjúkrahús. Bifreiðin er töluvert mikið skemmd. Lögregla á Egijsstöðum var með klippurnar á lofti á mið- vikudag og skildi 15 bíla eftir númerslausa, hverra eigendur höfðu trassað að færa til skoð- unar. Hyggst lögreglan halda þessu athæfi áfram verði hún vör við fleiri trassa á óskoðuð- um bílum. IM notuðu rafhitun en eiga nú kost á hitaveitu. Franz Árna- son hitaveitustjóri sagði að fleiri hefðu óskað eftir teng- ingu en reiknað hafði verið með í fyrstu atrennu. Þá má búast við að enn fleiri bætist í hópinn áður en virðisauka- skatturinn skellur á. „Við vitum ekki annað en að virðisaukaskatturinn leggist á heimtaugagjöld eftir áramót svo og tengigjöld. Þá skilst mér að vinna pípulagningamanna verði dýrari eftir áramót þannig að hér gæti orðið um mikla hækkun að ræða, en eins og kom fram á fundi SÍH og SÍR þá höfum við ekki séð neina reglugerð um áhrif virðisaukaskattsins á orkuveit- urnar,“ sagði Franz. Hann sagði að upphaflega hefði verið búist við að um 90% húsa í Gerðahverfi II tengdust hitaveitunni innan þriggja ára en hann sagðist þó eiga von á að þessu marki yrði náð fyrr. Sem stendur eru notendur dreifðir í hverfinu, hitaveitukerfið því ekki nógu þétt, en reynt hefur verið að halda uppi ákveðnu lágmarks- hitastigi og hefur það gengið vel. Hitastigið verður jafnara eftir því sem netið þéttist í hverfinu. Aðspurður sagði Franz að mjög fáir í Gerðahverfi II hefðu sótt um að fá eingöngu kranavatn frá Hitaveitu Akureyrar og sennilega aðeins eitt hús sem hefði einungis verið tengt til kranavatnsnotkunar. „Menn vilja annað hvort allt eða ekkert," sagði Franz að lokum. SS Jóhann Hauksson og Guðmundur Friðfínnsson, starfsmenn Slippstöðvariunar, önnuin kafnir í Heklunni í gær. Mynd: EHB Strandferðaskipið Hekla er stórskemmt: Stálplötur í þílfarshúsi svignuðu um marga sentimetra Starfsmenn Slippstöðvarinn- ar hf. á Akureyri unnu í gær við að rífa skemmda milli- veggi og innréttingar úr strandferðaskipinu Heklu. Ljóst er að skipið er stór- skemmt og getur viðgerð jafnvel tekið nokkra mánuði, að því að talið er. Sigurður Ringsted, forstjóri Slippstöðvarinnar, segir að stöðin hafi fengið það verkefni að hreinsa til og fjarlægja það sem ónýtt er úr Heklunni. Petta er gert til að kanna skemmdirn- ar. Síðan verður gert tilboð í fullnaðarviðgerð, en ekkert er hægt að segja með vissu úm hvort hún muni fara fram hjá stöðinni. Heklan verður tekin upp í dráttarbrautina 7. nóvember, og þá verður botn skipsins kannaður. Óttast sumir að hann sé illa farinn. Brotsjórinn sem skall á Hekl- unni fór mjög illa með vistar- verur fremst í þilfarshúsinu, neðan brúarinnar. Par fylltust klefar af sjó, brutu skilrúm og sveigðu þykkar stálplötur og bita inn um fleiri sentimetra. Greinilegt er að skipta verður um framhluta þilfarshússins. Á þcssu stigi málsins er ekki vitað nákvæmlega um umfang tjóns- ins, og verður það ekki ljóst að l'ullu fyrr en Heklan verður tekin í slipp í næsta mánuði, eins og áður sagði. EHB Frumvarpsdrög um stjórn fiskveiða rædd á aðalfundi Útvegsmannafélags Norðurlands: Flyt ykkur engan fagnaöarboðskap Fæðingar á FSA: Flelri en í fyrraenn sem komið er Það sem af er þessu ári hefur 341 barn fæðst á Fæðingar- deild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri sem er fimm börnum fleiri en á sama tíma í fyrra. Þrátt fyrir það er enn ekki ljóst hvort fjöldi fæddra barna verði meiri í ár en allt árið í fyrra, cn þá fæddist 401 barn á dcildinni í 399 fæðingum. Sam- kvæmt skrám mæðraeftirlitsins á Akureyri er aðeins von á 32 fæðingum til viðbótar til ára- móta en auk kvenna sem þang- að ganga, fæða konur annars staðar að af Norðurlandi oft á Fæðingardeild FSA. VG „Ég held að menn séu sam- mála um að afnám sóknar- marksins sé eitt stærsta mál þessara frumvarpsdraga. Auk þessa ákvæðis er þarna að finna ýmislegt sem við útvegs- menn teljum vera til bóta frá núgildandi lögum um stjórnun fískveiða,“ segir Kristján Ragnarsson, formaður Lands- sambands íslenskra útvegs- manna. Kristján kynnti drög að frum- varpi til laga um stjórnun fisk- veiða á aðalfundi Útvegsmanna- félags Norðurlands í gær. Hann orðaði það svo að hann flytti eng- an fagnaðarboðskap með þessum frumvarpsdrögum en engu að stður yrðu menn að horfast í augu við þá staðreynd að finna þyrfti leið til þess að auka hag- kvæmnina í ljósi minnkandi afla. „Með þessu erum við í samein- ingu að leita leiða til að auka hag- kvæmni með færri skipum. Ég vil sjá færri skip lengur á sjó en nú er,“ sagði Kristján. Nokkrar umræður urðu á fund- inum í gær um frumvarpsdrögin og voru menn nokkuð sammála um að nýmæli í þeim frá gildandi lögum væri til bóta. í máli Ottós Jakobssonar, Sverris Leóssonar og Valdimars Kjartanssonar út- gerðarmanna komu fram nokkr- Rækjuvinnslan Dögun á Sauð- árkróki hefur nú hafið vinnslu á innfjarðarrækju úr Skaga- firði. Veiði hefur gengið ágæt- lega og rækjan, sem úr hafínu kemur, stór og fín. í spjalli sem Dagur átti við Sig- ríði Aradóttur verkstjóra í ar efasemdir um réttmæti þess sem fiskifræðingar hafa fram að færa. Sverrir lét svo ummælt að vafasamt væri að þjóðarbúið þyldi 250 þúsund tonna þorskafla á næsta ári, eins og fiskifræðingar hefðu gert tillögu um. Kristján Ragnarsson sagði í samtali við Dag að áhersla yrði Dögun, kom fram að kvótinn sem Dögun hefur er 200 tonn. Þegar er búið að veiða 49 tonn. Þrír bátar stunda þessar veiðar, Sandvík, Þórir og Berg- hildur frá Hofsósi. Engin úthafs- rækjuveiði er stunduð núna hjá fyrirtækinu, en bátur þess Hilmir II, er á síldveiðum og hinir bát- lögð á að útvegsmenn ályktuðu um fyrirliggjandi frumvarpsdrög á aðalfundi LÍÚ 16.-17. nóvem- ber. „Það er mikilvægt að þetta stóra mál fái góða umfjöllun, bæði hjá hagsmunasamtökum og á Alþingi. Við viljum að þetta mál verði lögfest fyrir vorið. Það verður að konia í ljós hvort það tekst.“ óþh arnir, sem lönduðu rækju í sumar, farnir til síns heima. Þær veiðar hefjast aftur þegar Hilmir kemur af síldinni. Hann verður eini báturinn sem landar yfir vetrartímann. Tekist hefur að halda uppi stöðugri átta tíma vinnu, en 14 manns vinna hjá fyrirtækinu. kj Rækjuvinnslan Dögun á Sauðárkróki: Innfjarðarveiðin gengur vel rækjan bæði stór og íín

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.